Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Baugselítan Össuratast í þjóðinni

ossur_11

 

 

 

 

 

 

Þegar Össur Skaphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra útlistaði fyrir embættismönnum ESB ágæti heilabús þeirra og trú hans á að þeir gætu skapað "varanlegar undanþágur" fyrir Ísland, var honum vinsamlegast bent á af Stefáni Fúle, að ekkert slíkt væri í boði. Hvað Fúle og aðrir embættismenn ESB hugsuðu raunverulega um kröfu íslenska utanríkisráðherrans að fara á svig við lagaverk ESB nefndu þeir ekki kurteisinnar vegna og er þess vegna ágiskunarefni. 

Það var og er meðvituð stefna útrásarvíkinga eins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að tryggja sér yfirráð yfir fjölmiðlum og kaupa fólk til að framfylgja skuldabólu sinni. Eini maðurinn, sem Baugs-elítunni tókst ekki að múta var hinn sívinsæli Davíð Oddson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og stærsti þyrnir í augum aðlögunarsinna. Davíð Oddson varði fjallkonuna með sjálfan sig að vopni og hefur flest allt gengið eftir, sem þessi auðmjúki valinkunni Íslendingur, hefur áður sagt t.d. að fara ætti dómsstólaleiðina í Icesave. Hún var farin og Íslendingar fengu dómsniðurstöðu sér í vil á öllum púnktum en ESB og wannabí hirðin íslenska gjörtapaði málinu. Þess vegna var ekkert merkilegt við það, að ESB wannabí ríkisstjórnin tapaði meira en helming fylgisins í síðustu alþingiskosningum.

Núna reyna eftirlifendur Baugsklíkunnar að ESBa til nýrrar "Búsáhaldarbyltingar" til að ógilda niðurstöðu alþingiskosninganna. Fáránleiki sveigjanleikans til að fara á bak við lög og stjórnarskrá hefur af Össuri Skarphéðinssyni verið notað sem tákn um "einstæða sköpunargáfu mannsheilans". Hann hefur nokkuð til síns máls eins og sjá má t.d. hjá öðrum sköpunarglöðum skoðanabróðir hans, sem er að teikna ný landamæri Evrópu í Austri með sömu aðferðafræðinni en notar alvöru skotvopn í staðinn fyrir pönnur, götusteina og egg. Þjóðin er minnug þess, hvernig krataklíkan byggði skjaldborg um sjálfa sig og ESB en skildi hagsmuni almennings eftir á klakanum. Núna össuratast fyrrverandi Baugselítan í þjóðinni til að hindra ríkisstjórn hennar að vinna að hagsmunamálum heimilanna með því að skemma fyrir eðlilegum störfum Alþingis. Sem betur fer lætur íslenska þjóðin ekki blekkja sig aftur af umboðsmönnum Icesave.

 


mbl.is Boðað til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofí Oksanen verðlaunarithöfundur: Sama munstur og við innlimun baltísku landanna

image001

 

 

 

 

 

 

Finnski rithöfundurinn Sofí Oksanen sagði í sjónvarpsviðtali í Svíþjóð sunnudagskvöld, að Rússar fylgdu alltaf svipuðu munstri við innlimun annarra ríkja. Sofí hefur m.a. gefið út bækurnar Kýr Stalíns, Baby Jane, Hreinsunin og Þegar dúfurnar hurfu. Hún fékk rithöfundaverðlaun Norðurlandaráðs 2010 fyrir bókina Hreinsunin sem varð metsölubók í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og var einnig vinsæl í Bandaríkjunum.

"Hegðunin er nákvæmlega eins. Fyrst koma hermenn undir einhverju fáranlegu yfirskyni. Síðan verða kröfugöngur, þar sem þáttakendur eru að sjálfsögðu keyptir af Moskvu. Þar á eftir er stofnuð ríkisstjórn undir vopnahótun. Síðan er haldin svokölluð þjóðaratkvæðagreiðsla um sameiningu við Rússland. Þetta er mjög þekkt." segir Sofi Oksanen.

 

Hún ræddi um, hvernig Rússarnir líta á Evrópu: "Þeir kalla Evrópu Gayrópu."

 

Herför gegn evrópskum gildum

 

"Herferð Pútíns gegn mannréttindum samkynhneigðra er einnig herferð gegn Evrópu og evrópskum gildum. Samkvæmt rússneska áróðrinum er Evrópa veikburða og morkin - við vinnum að réttindamálum samkynhneigðra."

 

"Pútín veðjaði á Janúkóvýtj og ríkisstjórn hans. Hann þurfti á Janúkóvýtj að halda við völdin. En stundum gera menn mistök. Og ég held að það hafi verið mistök. Ofbeldi er aldrei vinsælt. En ég veit ekki, hvort Pútín hefur nokkrar áhyggjur af því núna. Hann hefur svo mikið annað að hugsa um", segir Sofi Oksanen.

 

Draumur um EvrópuAsíu bandalagið

 

"Pútín dreymir örugglega um EvrópuAsíu bandalagið, sem er miklu sterkara en ESB eða Bandaríkin. Hið nýja Rússland virðir engin landamæri, allar borgir og landamærasvæði nálægt Rússlandi teljast sögulega hluti Rússlands." sagði Sofi Oksanen.

"Rússland hefur alltaf verið heimsveldi með útþenslustefnu. Pútín vill gera Rússland að heiðursríki. Og hann vill leiða það ríki. Það þýðir að hann verður líka að hafa vald á öðrum löndum. Ódýrasta aðferðin að ná valdi yfir öðrum ríkjum er að nota Finnlandsaðferðina: "Hræddu þá, svo þeir geri það sem þú vilt. Gerðu þá óttaslegna, mútaðu þeim, spilltu þeim og þeir munu gera það, sem þú vilt."

 

  


mbl.is Merkel ræddi við Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirhugaðar kosningar á Krím ólöglegar

fnukrainamote_992.jpg

 

 

 

 

 

Fyrirhugaðar kosningar meðal íbúa Krímskaga til að velja um aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland brjóta í bága við stjórnarskrá Úkraínu skv. sænska Úkraínusérfræðingnum Niklas Bernsand: "Samkvæmt úkraínsku stjórnarskránni krefst þjóðaratkvæði í allri Úkraínu."

Þingið á Krímskaga hefur ekki vald til að taka einhliða ákvarðanir í málefnum, sem varða ríkisheild Úkraínu. Nýr forsætisráðherra Krímskagans var settur í embætti 27. febrúar, eftir að grímuklæddir rússneskir sérsveitarhermenn tóku þingið í sína vörslu. Eftir hertökuna var Sergej Aksionov tilnefndur forsætisráðherra Krímskagans, þrátt fyrir að flokkur hans hefði einungis fengið 4% atkvæða í síðustu kosningum til þingsins.

Ákvörðun hertekins þings um aðskilnað við Úkraínu er ólögleg í fyrsta lagi, vegna þess að þingið hefur ekki lagaheimild fyrir slíkri ákvörðun, sem verður að fara fyrir þing ríkisheildarinnar í Kíev og í öðru lagi vegna þess að draga má í efa vilja þings í gæslu vopnaðra manna.

Stjórnarskrá Úkraínu kveður á um, að Úkraínubúar verða í heild sinni að samþykkja ákvörðun um aðskilnað Krímskagans frá ríkinu og þá öðlast ekki útkoma kosninganna 16. mars lagalegt gildi.


Stríðsreyndar hersveitir Rússa voru sendar til Úkraínu

IMG_2224Að Pútín talar gegn betri vitund þarf engum að koma á óvart. Dagblaðið Expressen í Svíþjóð sýnir í dag myndir, sem starfsmenn þeirra tóku af brynvörðum bíl Gaz-2975 Tigr, sem er rússneska útgáfan af amerískum Humwee, á leiðinni frá Simferopol suður að Sevastopol. Smellið tvisvar á myndina til að sjá hana stærri, þá sést númeraplatan vel: 2429 AB - RUS. RUS stendur fyrir Rússland og svona skilti er ekki hægt að kaupa í neinni verzlun.

Sænska sjónvarpið hefur sýnt myndir af bílum með rússnesk skylti og marga fleiri bíla sem keyra um skyltalausir. Elín Jönsson hjá sjónvarpinu spurði hermenn, hvaðan þeir væru og sænskir sjónvarpsáhorfendur heyrðu og sáu hermennina sjálfa viðurkenna að þeir kæmu frá Rússlandi. Sumir sögðu í gríni að þeir kæmu frá Mars en aðrir upplýstu, að þeir hefður barist í Tjejeníu og Afghanistan og verið sendir til Krímskagans sem sérsveit rússneska hersins með mikla stríðsreynslu. Engin auðkenni eru á hermannabúningum þeirra en Pútín staðhæfir að hermennirnir séu "sjálfsvarnarlið Úkraínu" og hafi keypt hermannabúninga, sem fást í búðum (nákvæmlega eins og rússneski herinn notar). Pútín heldur því fram, að Rússar hafi ekki sent inn her í Úkraínu. 

Rússar hafa avvopnað Úkraínumenn á Krím en á sumum herstöðum hafa menn neitað að ganga Rússum á hönd. Rússar reyna að svelta þá sem eru innilokaðir til uppgjafar með því að stöðva mat og vatn. Pútin viðheldur rétti Rússa að nota "öll þau vopn sem við höfum tiltæk"  Pútín telur að Vesturveldin kyndi undir valdarán í Úkraínu og að Bandaríkin noti Úkraínufólk eins og "rottur á tilraunastofu." Sænski herinn hefur sett hluta af flughernum í viðbragðsstöðu vegna ástandsins og Svíar hafa rætt að auka fjárframlög til hersins. Viktoría krónprinsessa hefur líkt og prins Edward í Bretlandi ákveðið að aflýsa ferð á Ólympíuleiki fatlaðra í Sotsjí. Íþróttaráðherra Svíþjóðar hefur ákveðið að fara ekki. Ríkisstjórnir landanna hafa ekki bannað fötluðum að taka þátt í Olympíuleikjunum. 


mbl.is Taka ekki við skipunum Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðunarútvarp ríkisins lakari valkostur en útvarp Saga.

skaermavbild_2014-03-04_kl._13.37Það eru fleiri en utanríkisráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson, sem hafa lent í ritskoðun ríkisútvarpsins.

Að lýðræðiskjörnir fulltrúar geta ekki lengur treyst því að rétt sé eftir þeim haft í Ríkisútvarpinu er til marks um hvers slags skúmaskot stofnunin er búin að skapa fyrir fréttaflutning af landsmálum. Ríkisútvarpið er ekki lengur fagleg fréttastofa heldur hefur breyst í gróðrarstíu framapotara frá aðallega Samfylkingunni. Vaxa þeir upp sem "andlit" og "raddir" innan veggja heimilanna. Markmiðið er að notfæra sér kynninguna fyrir betri störf seinna meir, t.d. að sækja um stöðu forseta Íslands, fara í stjórnmálabaráttu o.þ.h. Vegna samþjöppunar framakrata á RÚV er miðillinn hertekinn einni stjórnmálaskoðun og þjónar allt öðrum tilgangi en lýst er með reglum stofnunarinnar. Hvað eftir annað kemur fram í viðtölum einstakra spyrjenda við stjórnmálamenn, að stjórnmálamenn fá ekki að tala heilar setningar og stöðugt er gripið frammí fyrir þeim. Stjórnmálamenn liggja undir yfirheyrslum um ákveðin atriði og skiptir engu þó þeir komi með rökstuðning og staðreyndir mála, mikilvægast er fyrir spyrjenda að koma "höggi" á viðmælendur. Gert er lítið úr lögmætum, lýðræðislega kjörnum fulltrúum landsmanna en mikið úr "þekkingu" spyrjenda, sem þá koma út sem hæfari einstaklingar og "sigurvegarar" úr karpinu.

Ef þetta væri grínleikur barnaskólanema í bakgarði væri kanski hægt að láta málið eiga sig. En þar sem um sameiginlegan ríkisfjölmiðil kostaðan af almenningi er að ræða, þá breytist málið. Lágmarkskrafa til ríkisútvarps er að starfsmenn þess hafi fjölmiðlakunnáttu og sýni viðmælendum kurteisi. Það er ekki hlutverk starfsmanna ríkisútvarpsins að klippa sundur og velja innihald viðmælenda eftir eigin geðþótta, heldur að nota miðilinn til að miðla skoðunum viðmælenda og röksemdarfærslum. Hleypa að viðmælendum svo hlustendur heyri og geta kynnt sér sjónarmið þeirra.

sagaRíkismiðill, sem er notaður fyrir persónulegar skoðanir starfsmanna og persónulegt framapot þeirra, fyrirgerir tilverurétti sínum. Krafa utanríkisráðherrans er skiljanleg og er gæðakrafa til starfsamanna ríkismiðilisins, að þeir vinni störf sín t.d. að vera það vel undirbúnir að þeir geti með einföldum efnislegum spurningum fengið hnitmiðuð svör en ekki eins og oft sést og heyrist að leitað er lags til að lítillækka viðmælandann.

Einkastöðin Útvarp Saga hefur allt annan stíl og sækist eftir fólki virkt í skoðunum, þar sem allar stjórnmálaskoðanir hafa aðgöngu svo lengi sem menn eru kurteisir og lausir við rógburð um náungann.

Það færi betur á að ríkið gerði samning við Útvarp Sögu og leggði niður ritskoðunarútvarpið. 


mbl.is „Ef þið klippið ekki allt til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband