Kosningar fáránleikans: Stjórnarskrárbrot, ógild kjörskrá, dræm kosningaþáttaka með þáttöku Rússa

Krimtorg3

Það má með sanni segja, að kosningar gærdagsins í Úkraínu voru rússneskar í orðsins fyllstu merkingu. Það þýðir háðung lýðræðis eins og utanríkisráðherra Breta, William Hague, lýsti kosningunum í gær.

Í fyrsta lagi segir stjórnarskrá Úkraínu, að kosning eigi að fara fram í allri Úkraínu fyrir sjálfstæði einstakra landshluta. Kosningarnar eru þess vegna ólögmætar skv. stjórnarskrá Úkraínu.

Í öðru lagi var notuð kjörskrá frá árinu 1999 og margir á henni hafa dáið og allir kjörbærir síðan þá voru ekki á kjörskrá. Það leiddi til þess að hægt var að skrá sig beint á kjörskrá á kjörstað, sem Rússar án úkraínsks vegabréfs gerðu og greiddu atkvæði án þess að vera úkraínskir meðborgarar.

Í þriðja lagi var kosningaþáttakan dræm og gæti verið allt niður í 30 - 50% að sögn Tartara.

Í fjórða lagi var einungis hægt að taka afstöðu til þess að Krím gengi með í Rússland eða yrði sjálfstætt frá Úkraínu. Enginn möguleiki var á að kjósa um að Krím yrði áfram hluti Úkraínu.

Í fimmta lagi sáust engar auglýsingar gegn sameiningu Krím við Rússland í kosningabaráttunni.

Í sjötta lagi var vestrænu fjölmiðlafólki bannað að vera á kjörstað og fylgjast með kosningum.

Í sjöunda lagi voru "alþjóðlegir eftirlitsmenn" sem gáfu yfirlýsingar að loknum kosningum um réttmæti þeirra engir alþjóðlegir eftirlitsmenn.

Í áttunda lagi var ráðist á vestræna blaðamenn með hótunum og barsmíðum og útsendingar þeirra takmarkaðar.

O.s.frv.  Listinn á örugglega eftir að vaxa. 

Allt í kringum þessar kosningar fáránleikans var sviðsett til að sýna "einhugan vilja" íbúa Krímskagans og undirbúa "löglega" yfirtöku Rússlands á Krím.  

 


mbl.is 95% stuðningur í umdeildri kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústaf Adolf - æfinlega !

Hvernig brygðist þú við - ef Kaliforníumenn / yfirgnæfandi meirihluti þeirra kysi að kljúfa sig frá Bandaríkjunum ?

Til dæmis ?

Allt það - sem gerist hér í vestrinu eru sjálfsagðir hlutir að þínu mati - en æski fólk í Ausdturheimi einhverra breyt inga á sínum háttum rjúkið þið NATÓ vinir / og þeirra Obama og Merkel kerlingarinnar upp nef ykkar - eða er ekki svo Gústaf minn ?

Mætti ekki - gæta örlítið nákvæmari samkvæmni / í meiningum ykkar Bandaríkja og Vesturlanda vina (ESB: og restar þess) fornvinur góður ?

Með beztu kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 12:17

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Óskar, hvernig brygðist þú við (ef Jóhanna Sigurðardóttir væri enn forsætisráðherra), - að grímuklæddir hermenn í ómerktum herbúningum umkringdu Keflavíkurflugvöll og bæjarstjórnaskrifstofur Suðurnesja, settu bandaríska þjóðfánann á hún, helming bæjarstjórnamanna væri óheimil innganga á skrifstofur sínar og Bandaríkjavinir skipuðu formann Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesskaga, sem þá nyti aðeins 4% atkvæða sem formann bæjarráðs Reykjanesskagans til að leiða kosningar á Reykjanesi um að Reykjanes yrði hluti af USA í stað þess að gangast ESB meira á hönd eins og ríkisstjórnin stefndi að? Í stjórnarskrá Íslands væri ákvæði (sbr. 75 gr. úkraínsku stjórnarskrárinnar) um að engar landamærabreytingar ríkisins gætu orðið að lögum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu allra landsmanna. Síðan ferjuðu USA óeinkennisklædda hermenn í tugþúsundatali, sem græfu skotgrafir og settu jarðsprengjur milli Keflavíkur og Reykjavíkur, vopnaðar herþyrlur væru stöðugt á sveimi yfir miðbæ Reykjavíkur til að hræða íbúa höfuðborgarinnar, USA dældi miljónum dollara í "kosningabaráttu" þar sem ESB væri líkt við nazista að yfirtaka Ísland, enginn vestrænn blaðamaður fengi að fara á kjörstaði Reykjanesbæjar og eftirlitsmenn væru keyptir af USA. Eftir kosningar, sem sýndu að 96% Keflvíkinga vildu ganga með í USA tæki bæjarstjórnin yfir banka og öll fyrirtæki á skaganum eignarnámi, tæki upp dollar og bandarísk enska yrði lögbundið túngumál í skólum svæðisins. ESB sendi herflota og byrsti sig gegn Bandaríkjamönnum fyrir hernám Reykjanesskagans og ástandið yrði svo eldfimt, að einn neisti gæti startað heimsstyrjöld. Segðu mér minn kæri, mundir þú gerast bandarískur ríkisborgari við þær kringumstæður?

Gústaf Adolf Skúlason, 17.3.2014 kl. 13:05

3 identicon

Sæll á ný - Gústaf minn !

Ja - há. Ég myndi FAGNA yfirtöku Bandaríkjamanna á Reykja nesi/ þarft verkefni - VÆRI EKKI ANNAÐ EINS FLÓN OG OBAMA:: BEINT FRAMHALD SPJÁTRUNGSINS BUSH YNGRA við völd þar - þessi misserin.

Bæði er - að Bandaríkjamenn þarfnast stórum hugsjónaelda mannanna / sem með völdin fóru þar fyrstu áratugina eftir stofnun Bandaríkjanna - og svo þekkja allir Íslendingar - nema þú kannski hvers lags SKUSSI og SUKKARI og AMLÓÐI Árni Sigfússon er:: og hefir reynst - þar suður með sjó Gústaf minn.

Þannig að - þessarri fyrirspurn þinni var nú auðsvarað Gústaf Adolf.

Já - og þar að auki / ég væri aukinheldur til í að gerast ríkisborgari á : Tonga eyjum / Madagascar auk Bandaríkjanna hefði ég tækifærið til Gústaf minn - ÞVÍ ÞAÐ ER SKÖMM EIN að teljast Íslendingur í dag - eins og málum er nú komið hér.

Eins - og þú veist kannski ERU SIGMUNDUR DAVÍÐ OG BJARNI ÞRÁÐBEINIR AFLEGGJARAR / FRÁ ÞEIM JÓHÖNNU OG STEINGRÍMI !

Allt - SAMA HELVÍTIS GLÆPAHYSKIÐ / fornvinur góður !!!

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 13:20

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ja hérna, nú gat ég ekki varist brosi, þótt hlátur sé óleyfilegur á á stórveldaborðinu. Það hvarflar ekki að þér að við eigum að virða stjórnarskrár ríkja? Voru það ekki einmitt hugjónaeldamennirnir m.a. í USA sem kenndu okkur að við ættum að byggja land með lögum en með ólögum eyða? Vilt þú ekki verja t.d. stjórnarskrá Lýðveldisins?

Gústaf Adolf Skúlason, 17.3.2014 kl. 13:49

5 identicon

Sæll - sem ætíð Gústaf Adolf !

1966 - þá 8 ára gamall / fór ég að hafa áhuga á stjórnmálum - jafnt hér heima sem og í útlöndum.

Af því máttu ráða - að ég er enginn byrjandi þar Gústaf minn.

Hvernig dettur þér í hug - að hægt sé að virða Stjórnarskrá sem GÆTIR HAGSMUNA glæpaliðsins hérlenda / á kostnað okkar alm. borgara sem ég gat um hér að ofan / Stjórnarskrá:: sem veldur almennum borgurum stærri tjónum sem smærri / SÖKUM OFRÍKIS GLÆPSAMLEGRAR valdastéttarinnar - hérlendis ?

Ertu búinn að búa svo lengi erlendis Gústaf - að þú áttir þig ekki á VIÐBJÓÐSLEGRI stöðu mála / hjá hinum ört fækkandi samlöndum þínum - dags daglega ???

Lýðveldis tilarunin (1944 - 2008) hér á landi misheppnaðist GJÖRSAMLEGA Haustið 2008 aukinheldur / hafi fram hjá þér farið Gústaf minn !!!

Sömu kveðjur - sem seinustu / vitaskuld //

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 14:00

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ég tel nú ekki, að bankahrunið verið framkvæmt í skjóli stjórnarskrárinnar heldur hafi stjórnarskráin hins vegar nýst bærilega til að stöðva Icesave. En núna hef ég ekki tíma lengur.........

Gústaf Adolf Skúlason, 17.3.2014 kl. 14:27

7 Smámynd: Snorri Hansson

Gústaf, ég hef fylgst vel með því sem ég heyrir og les um ástandið í Úkraínu . Ég tek allt með fyrirvara.

Alveg frá því að forsætisráðherra Úkrainu gekk út af samningafundi við ESB og tilkynnti að betra væri að taka tilboði rússa.

Það varð uppnám hjá sambandinu og talað um klúður ,mesta ósigur ,áfall o.s.frv.

Eflaust er einhver hluti íbúa Ukrainu sem vill halla sér að ESB . En ekki hvað?

En þessi útifundur og mótmæli segir ekkert um skoðanir þjóðarinnar.

 Þessi stjórn sem var rekin frá völdum var kjörin af þjóðinni.

 Og eitt af fyrstu verkum "þingssins" var að viðurkenna ekki nema eitt tungumál.

 Í landi þar sem íbúar tala annað tungumál á stórum svæðum.

Eðlileg spurning :

Hver fjármagnar og stjórnar "uppreisnina" ?    USA? ESB? Ríkir landar?   (Líklega þeir allir)

En hvað um það. Ég trúi engu sem ég heyri í fjölmiðlum. Ekki einusinni þegar sýndar myndir af dæmum um óheyrilegt bruðl fyrverandi forsætisráðherra.

 þar á meðal gullklósett sem ég man eftir að hafa séð áður á einhverju safni.

Margt hefur verið brallað af vesturveldunum í gegnum tíðina. En þarna vantar mjög á alla fagmennsku og trúverðugleika.

Það er auðvitað hægt að spila á gamlar kaldastríðs tilfinningar en  upphrópanir um að kosningarnar á Krím séu ólöglegar en á sama tíma styðja uppreisnina á torginu er klúður.  

Snorri Hansson, 17.3.2014 kl. 15:22

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sjálfsagt Snorri að taka fréttum varlega, það hefur verið gífurlegt flóð af fréttum og geysilegt áróðursstríð í gangi fremst af hálfu Rússa, sem virðast hafa undirbúið innrásina í lengri tíma.

Hugmyndir Svoboda flokksins í bráðabirgðaríkisstjórninni um að gera úkraínsku að aðaltungumáli í allri Úkraínu náðu aldrei fram að ganga en var óspart hampað af Rússum sem dæmi um "ofsóknir" á hendur rússneskt talandi í Austur-Úkraínu.

Kosningarnar á Krím duga ekki einar sér til að ákveða um ný landamæri Úkraínu, því skv. 75 gr. stjórnarskrá Úkraínu, öðlast breytingar á landamærum einungis laga gildi í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu allrar þjóðarinnar.

Úkraínubúar á Sjálfstæðistorginu vilja koma spilltum stjórnmálaöflum frá og fá raunverulegt lýðræði. Rússar vilja stöðva minnkun eigin veldis og jafnframt endurheimta völd gamla Sovéts að nýju. Bankar ESB vilja komast yfir markaðshlutdeild í Úkraínu. Rússar hafa dregið járntjaldið niður að nýju og ekkert má út af bera til að allt fari ekki í bál og brand. Sem fyrr lenda Úkraínubúar í milli í valdabaráttu Austurs og Vesturs.

Gústaf Adolf Skúlason, 17.3.2014 kl. 15:42

9 identicon

Sælir - á ný !

Snorri !

Þakka þér fyrir - glögga yfirsýn þína / á þróun mála.

Og - Gústaf Adolf !

Þakka þér jafnframt - en vitaskuld hafði / og hefir Yanúkóvich ýmisskonar flottræfilshátt og glys á sinni samvizku svo sem - ekkert..... óáþekkur íslenzkum spillingarröftum (í samtímanum) - sem dæmin sýna.

Auðvitað - er / og hefir verið keppikefli Vestrænna Heimsvaldasinna að skreiðast meir og meir eftir frekari áhrifum á þessum slóðum - sem hefir verstar afleiðingarnar fyrir þá sjálfa.

Bandaríkjamenn til dæmis - ÁTTU að læra af hrakförum sínum / sem FULLKOMINNI NIÐURLÆGINGU í Víetnam stríðinu Gústaf minn - - en ætla seint að læra.

Sízt lakari kveðjur - en aðrar og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 20:18

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar Krimskagi var færður undir Ukrainu 1954 þá var það gert með ólögmætum hætti.Hvorki var kosið um það í Rússlandi né á Krím.Í þeim skilningi þá hefur Krímskagi aldrei verið hluti Ukrainu. 

Sigurgeir Jónsson, 17.3.2014 kl. 21:19

11 identicon

Sælir - enn !

Sigurgeir !

Hárrétt athugað - hárrétt hjá þér.

Hver segir svo - að við getum ekki verið sammála / annað veifið ágæti drengur ?

Sömu kveðjur - og seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 22:38

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stjornarskrárbrot í landi þar sem ríkir byltingastjórn fasista, kostuð af USA, sem steypti réttkjörinni stjorn af stóli?

Þér getur ekki verið alvara. Ég held þú ættir að fræðast um ástandið víðar en af Fox news og CNN.

Borgarar Krímskaga eru í fullum rétti að efna til kosninga í landi þar sem ólögleg og ókjörin stjórn ríkir og þeir eðlilega viðurkenna ekki.

Það var 80% kjörsókn þarna og kosið undir ströngu fjölþjóðlegu eftirliti, m.a. Frá Evrópusambandinu. Yfir 90% kusu að fara aftur undir Russland, enda var enginn spurður þegar Krimskagi var settur unfir Úkraínu í pólitiskri refskák.

Þú styður kannski valdarán og fasisma? Útþenslustefnu ESB? Bandaríska heimsvaldastefnu sem er um það bil að steypa heiminum í þriðju heimstyrjöldina.

Hvernig væri að hugleiða málin áður en þú skrifar svona. Þú hefur augljóslega ekki glóru um hvað þú ert að tala.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2014 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband