ESB stundar ránveiðar en kemur sökinni á Ísland

article-0-1851F6AD000005DC-631_634x517

Samningur ESB, Noregs og Færeyja sem skv. sjávarútvegsmálaráðherra Íslands, Sigurði Inga Jóhannessyni, telur "samtals 1.047.000 tonna afla í ár eða nær 18% umfram ráðgjöf ICES. Þar af taka ESB og Noregur til samans 890.000 tonn, sem er allur ráðlagður heildarafli á þessu ári" sannar eðli ESB að stunda rányrkju á fiskistofnunum eins og útrýming fiskistofna í vötnum ESB sýnir.

María Damanaki minnir að sjálfsögðu ekki á eigið innlegg í sjávarútvegsmálum ESB á blaðamannafundi 2010, þegar hún sagði, að börnin í ESB "munu aldrei sjá fisk á disk heldur bara á myndum. EFtir 10 ár munu einungis átta af 138 fisktegundum veiddum í hafi ESB vera í haldbæru ástandi." Núna á fiskurinn í Norður-Atlantshafi að hljóta sömu örlög. 

ESB hefur dregið Íslendinga á asnaeyrum, sem í góðri trú héldu að raunverulegur vilji væri til að hlusta á fyrirmæli aðlþjóðlegra vísindamanna um haldbærar veiðar.  Að eitthvað væri að marka öll stóru orðin um haldbærar veiðar og vernd fiskstofna. ESB stundar ofveiðar og vegna þess hversu gengið er á eigin fiskstofna snýr ESB sér nú að gjöfulli hafssvæðum. Auðug svæði umhverfis Ísland eru ESB þyrnir í augum svo lengi, sem ESB getur ekki hleypt fiskveiðiflota sínum þangað inn til að sækja fiskinn.

Það skiptir engu máli, hvað Íslendingar segja varðandi makrílinn, skilaboð ESB eru: þið fáið að vera með ef þið fallist á þann hlut, sem við ákveðum fyrir ykkur. Engu máli skiptir hverja aflahlutdeild Ísland ákveður sjálfu sér varðandi makrílinn, þau tonn verða öll notuð í áróðri sambandsins gegn "ofveiðum" Íslands. Á sama grundvelli mun ESB einnig koma á viðskiptaþvingunum við Ísland.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að nú ættu menn að hefja sig yfir dægurmálin og sameinast um álit Alþingis vegna einhliða ákvörðunar ESB, Norðmanna og Færeyinga að ganga til samninga án þess að tala við Íslendinga. Því miður skortir stjórnarandstöðuna þroska til þess. Árni Páll nýtti þess í stað svikin við Ísland til að ráðast á ríkisstjórnina fyrir að vilja ekki ganga með í ESB til að "fá aðgang að samningaborðinu". Ætli hann hafi verið með í samningssvikunum vegna góðra persónulegra tengsla við ESB til að fá haldreipi til að ráðast á ríkisstjórnina ESB umsókninni til stuðnings?


mbl.is Segir að Noregur hafi aldrei ætlað að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svei þessu ESB-Brussel-elítuliði, sem níðist á ESB-verkafólksliði út um alla Evrópu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 16:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Án þess að draga úr því eftirgjöf ESB fyrir kröfum Norðmanna er aumleg er dásamlegt að sjá hvernig hér að ofan má sjá skrif þar sem ekki er ýjað orði að því sem sjávarútvegsráðherra er að segja um þátt Norðmanna í málinu hreint eins og að þeir hafi hvergi nærri komið.  

Ómar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 20:16

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk fyrir athugasemd Ómar, það er hárrétt hjá þér, ég bæði heyrði og sá ráðherra og þingmenn tala um ógeðfelldan leik Norðmanna í málinu. Mér skilst að flestum hafi verið ljós hörð afstaða Norðmanna og þeim hefði ekki orðið framgengt nema vegna þess, að ESB "skipti um fót" eftir að hafa lofað Íslendingum samningum á grundvelli haldbærra veiða.

Einungis ESB hefur getu til að setja viðskiptabann á Íslendinga vegna "ofveiði" makríls. Búast má við, að ESB muni ófrægja Íslendinga um heim allan sem "makrílræningja" til að dylja eigin ofveiðar eftir þennan samning. ESB hefur sýnt í viðskiptaþvingunum við Færeyjar hvernig komið er fram við smáríki.

Gústaf Adolf Skúlason, 14.3.2014 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband