Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Þolir ríkisstjórnin ekki endurskoðun? Reynir að "kúppa" út endurskoðenda ríkisins, svo hann geti ekki unnið lögbundið starf sitt.

Skärmavbild 2012-10-31 kl. 20.38.57Í Kastljósi 30. október ræddu Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokknum og Björn Valur Gíslason, Vinstri grænum, um þann "trúnaðarbrest", sem Björn Valur hefur fullyrt að ríki milli Alþingis og ríkisendurskoðenda. 

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsstofnunar Alþingis hefur krafist þess, að Sveinn Arason ríkisendurskoðandi "dragi sig til hliðar" á meðan Alþingi ræði málið.

Ljóst er, að stjórnarmeirihlutinn vill losna við núverandi ríkisendurskoðenda fyrir næstu Alþingiskosningar og setja sinn mann í embættið í staðinn. 

Hvaða mál eru svona viðkvæm fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna, að þau eru að reyna að "kúppa" burtu endurskoðanda ríkisins fyrir næstu kosningar?Hvað veit ríkisendurskoðandi um, sem ríkisstjórnin vill ekki að komi fram?

Sveinn Arason sagði í bréfi til Alþingis, að hann væri „ákaflega hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar.“ Þessi drög hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr gagnasafni stofnunarinnar. (Mbl.16.okt.)

Vigdís Hauksdóttir sagði í Kastljósi 30. okt. að hún skyldi ekki af hverju stjórnaflokkarnir væru að lýsa þessu stríði yfir við þetta embætti "en ég vil minna á, að ríkisendurskoðandi hefur verið grimmur í gagnrýni á sérstaklega ráðherra Vinstri grænna. Ég minni hér á tannlæknamálið varðandi Álfheiði Ingadóttir, Árbótamálið hjá Steingrími J. Sigfússyni, dvalarheimilistryggingarmálið, sem ekki átti að gjaldfærast hjá ríkissjóði heldur átti að fara með það grísku leiðina. Ég held að það sé hin raunverulega ástæða fyrir þessum árásum á embættið frekar en nokkuð annað."

Sumir muna eftir "gámamálinu", þegar búslóð Skafta Jónssonar og Kristínar Þorsteinsdótturs skemmdist í flutningi til USA og greiddi ríkið þeim tífalda þá upphæð, sem búslóðin var tryggð fyrir eða 75 milljónir kr. í stað 7,5 milljóna kr. Mætti halda, að lúxuseinbýlishús hefði verið með í gámnum í stað venjulegrar búslóðar.

Skafti og Kristín hafa fyrrum tengsl við Baugsveldið og Jón Ásgeirs og þar kann að vera komin skýringin á öllum þeim "dýru" listaverkum, sem áttu að hafa skemmst í gámnum og skattgreiðendur fengu að borga. Þrátt fyrir að sjónvarpið hafi beðið Steingrím J. Sigfússon um skýringar á þessari greiðslu, hafa svör ekki borist í næstum heilt ár. Virðist ríkissjóður vera galopinn fyrir vini og vandamenn ráðherra en almenningi gert að greiða sífellt stærri hluta af tekjum sínum til ríkissjóðs.

Hér sést ljótur maðkur í mysunni. Stöðva verður áætlun ríkisstjórnarinnar að bola burtu Sveini Arasyni ríkisendurskoðenda til að koma sínum manni að fyrir næstu kosningar. Geinilega veit Sveinn Arason eitthvað upp á ráðherra, sem ekki þolir dagsins ljós!


mbl.is Ríkisendurskoðun þarf að fækka fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvæðing sjávarútvegs eyðileggur greinina

Sérfræðingarugludallar ríkisstjórnarinnar í stjórnlagaráði og ekki síst ráðherrarnir sjálfir, hafa þvælt öllum hugtökum út í hraun. Í tillögu stjórnlagaráðs, sem Steingrímur J er svo ánægður að geta vitnað í segir, að

"náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign skulu lýstar þjóðareign." 

Ekki-sjávarútvegsráðherrann túlkar það, sem hefur verið markmið ríkisstjórnarinnar allan tímann:

" að fiskistofnarnir við Ísland væru ævarandi sameign þjóðarinnar og þar með væri það ríkið fyrir hennar hönd, sem ráðstafaði henni með tilteknum hætti."

Skýrari getur ekki yfirlýsingin um áætlanir ríkisstjórnarinnar að ríkisvæða sjávarútveginn verið.

Í fyrsta lagi þarf að athuga hugtökin einkaeign og þjóðareign. Að ríkisstjórnin meinar ríkiseign í stað þjóðareignar er augljóst, þegar sá réttur getur einungis náð yfir allar aðrar eignir en þær, sem þegar eru í einkaeign. 

Það er með því fáránlegasta, sem sést hefur og heyrst að hrópa það út að fiskimiðin séu ekki þjóðareign.

Hverjir ráða yfir sjávarlögsögunni? Hverjir fá að veiða á Íslandsmiðum? Hvernig stendur á því, að litið er á það, sem árás á Ísland, þjóðina sjálfa, ef erlendir togarar koma í leyfisleysi og veiða innan sjávarlögsögunnar? Varla væri það árás á þjóðina, ef verið væri að stelast í fisk í einkaeigu? 

Fiskurinn í sjónum í lögsögu Íslands hefur alltaf verið þjóðareign. Sú eign hefur stækkað með útvíkkun landhelgi frá 3 upp í 200 mílur, sem ekki hefur gerst átakalaust. Voru það einstakir "greifar" sem stóðu fyrir því? Eru það "kvótakóngar" sem kosta og manna varðskipin okkar? Hlutur útgerðamanna í nýja Þór er eflaust meiri en annarra landsmanna, sem stafar af sköttum útgerðarfélaga og sjómanna og annarra aðila, sem störf hafa af sjávarútveginum, sem dregur svo mikið í þjóðarbúið. En að halda því fram að fiskurinn í sjónum sé í dag "einkaeign", þótt það kerfi hafi rutt sér rúms að kaupa og selja kvóta, er algjör fásinna.

Í raun ætti ekkert auðlindagjald að leggjast á greinina. Þetta er ekkert annað en auka- og ofurskattur á best rekna sjávarútveg í heimi og skiptir engu máli, hvað hann er kallaður. Eins og ekki sé skatturinn þegar nógu stór, sem þetta dugmikla fólk greiðir af arðbærri vinnu sinni. Öfundsýkin er algjör hjá ríkisstjórninni og hefur hún dag og nótt frá því hún komst til valda alið á öfundsýki meðal þjóðarinnar með því að væla um gróða útgerðarmanna. Á meðan sjávarútvegur og ferðaiðnaður halda uppi landinu eftir stærstu efnahagsörðuleika nútímans, ræðst ríkisstjórn jafnaðar- og vinstrimanna með offorsi og frekju á undirstöður greinanna og kippir fótunum undan þeim. Betur færi í staðinn að hlúa að þessum undirstöðum, sem bjargað hafa þjóðinni.

Þjóðareign er ekki sama og ríkiseign. Fiskurinn er þjóðareign en ekki ríkiseign. Ef ríkisstjórnin vill fara að veiða fisk á hún að gera það á sama grundvelli, sem greinin stendur á: kaupa kvóta. Gætu þá allir séð og fengið beinan samanburð á  aumingjahætti ráðherra, sem þykjast vera sjómenn við þá raunverulegu, sem skapa verðmætin daglega. (Færi sjálfsagt í heimsmetabók Guinnes ef ráðherrarnir gætu dregið bröndu úr sjó, sem dygði fyrir tíu dropum af olíu á togara þeirra).

Útgerðarmenn og sjómenn hafa alveg rétt fyrir sér með viðvörunum sínum um eyðileggingu rekstrargrundvallar greinarinnar og hótunum ríkisstjórnarinnar um eignaupptökku greinarinnar. Áætlanir ríkisstjórnarinnar eru hönd dauðans á fjöreggi þjóðarinnar.

Þannig hugsa og framkvæma engir, sem í alvöru er annt um þjóð sína og föðurland. Þetta er eignaupptaka ríkisvaldsins og eyðilegging sjávarútvegsins, hvorki meira né minna. Koma á greininni í hendur ESB og leggja niður íslenska útgerð nema þær útgerðir, sem í framtíðinni vilja vera á sambandsstyrk frá Brussel.

Þjóðin þarf að standa við bakið á verðmætaframleiðendum Íslands til að bjarga sjálfri sér gegn þessarri árás. 

Ríkisstjórnin er bókstaflega "gengin af göflunum." Sjómenn þurfa annan dag á Austurvelli og rugga verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar með kröftugri áminningu um, hverjir skapa verðmætin á Íslandi. 

Það gera ekki kverúlantar Samfylkingarinnar, 101 akademían í Reykjavík.


mbl.is Segja Steingrím hóta útgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listin að breyta einstaklingum í sálarlausar tölur, sem falla eiga í gleymsku

Þegar ógnarhryðjuverkastjórn Pol Pots tók völdin í blóðugu stríði í Kambodíu með morð miljóna saklausra landsmanna á höndum sér, þótti ráðamönnum gamla Kambodía vera svo lítils virði, að þeir einfaldlega breyttu tímatalinu og settu árið 0 til að marka valdatökuna og upphaf sögu hinnar nýju Kambodíu. Fyrir einræðisherra byrjar tíminn við valdatöku þeirra.

Íslenskir jafnaðarmenn eru ekki hryðjuverkamenn með vélbyssur en þeir aðhyllast umskrifun sögunnar og upphaf nýrrar söguskoðunar við valdatöku sína. Ekkert skiptir máli og hefur aldrei skipt máli og mun heldur aldrei skipta máli nema forystumenn jafnaðarmanna leyfi það. Eina markmið jafnaðarmanna er að ná völdum yfir öðrum í samfélaginu og þegar því marki er náð, er það "foringinn" sem ræður líkt og hjá einræðisríkjum.

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar býr til spunann, að Sjálfstæðisflokkurinn sé fulltrúi fyrir gamla Ísland fram að gjaldþroti bankanna en Samfylkingin sé fulltrúi nýja Íslands eftir bankahrun. Úr spillingu Baugsmafíu "gamla" Íslands fékk Samfylkingin styrk, sem nýttur var til árása á Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkinn var höfuðandstæðingurinn, vegna þess að formaður flokksins, Davíð Oddsson, lét ekki múta sér og undir leiðsögn hans stóð Sjálfstæðisflokkurinn í vegi ört vaxandi glæpaklíku, sem tókst að lokum að tæma sjóði landsmanna og skilja eftir brennandi bankarústir. Hatrið er lögbrjótanna, sem í Sjálfstæðisflokknum mættu mótstöðu, sem verndaði stjórnskipun landsins fyrir áhlaupum glæpaklíkunnar.

Jóhanna Sigurðardóttir er lögbrjótur og hefur a.m.k. fjórum sinnum brotið stjórnarskrá Íslands (sjá samantekt Jóns Vals Jenssonar). Það "nýja" Ísland, sem samspillingin auglýsir setur þjóðina í myrkur 18. aldar. Með yfirtöku Evrópusambandsins á auðæfum landsmanna verða örlög Íslendinga þau sömu og Grikkja, Spánverja og Portúgala. Þríeykið mun stjórna landinu og það nýtt fyrir hagsmuni hins nýja heimsveldis ESB. Í staðinn fá einhverjir íslenskir jafnaðarmenn fínar stöður í glerhöllinni í Brussel.

Samfylkingin er grískur harmleikur Íslendinga: dauði skapandi hugsunar og frjáls atvinnurekstrar. Það þýðir minnkandi velferð, atvinnuleysi, hungur og afnám einstaklingsfrelsis. Í ríki jafnaðarmanna breytast einstaklingar í sálarlausar tölur, sem sérfræðingar jafnaðarmanna geta hagrætt til að fegra raunveruleikann sér í vil.

Gegn þessu þarf þjóðin að rísa eins og í Icesave. 

 


mbl.is Barist um nýja og gamla Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur Jóhanna, að hún sé dóttir sama Sigurðar og Jón?

Sífellt verður undarlegra að fylgjast með stjórnarskrármálinu. Evrópuvaktin skýrir frá því 26. október, að

"Ekki liggur fyrir nein stefna hjá forsætisráðherra eða ríkisstjórninni um hvaða breytingar gera þurfi á stjórnarskránni fyrir eða í kjölfar hugsanlegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Atla Gíslasyni alþingismanni sem lagt var fram á þingi fimmtudaginn 25. október, fimm dögum eftir að ríkisstjórnin lagði fyrir þjóðina spurningar í skoðanakönnun um afstöðu til nýrrar stjórnarskrár."

Enn fremur segir í grein Evrópuvaktarinnar:

"Í svari forsætisráðherra segir að ESB-aðildarviðræðurnar feli í sér „ítarlega skoðun allra málaflokka og íslenskrar löggjafar í samanburði við löggjöf og regluverk Evrópusambandsins“. Til ráðgjafar og stuðnings í viðræðunum starfi sérstakur hópur um lagaleg málefni. Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er formaður hópsins og jafnframt einn varaformanna viðræðunefndar Íslands við ESB."

Hópurinn kom síðast saman 9. janúar í ár.  

TEATERSYMBOL_flash0

Engu er líkara en ríkisstjórnin og Jóhanna Sigurðardóttir séu að leika hlutverk í leikriti um arftaka Jóns Sigurðarsonar í sjálfstæðisbaráttu Íslands. Vandamálið er bara að ef aðildarferlið að ESB, sem er í fullum gangi, er tekið út úr myndinni, þá vantar grundvöll sjálfstæðisbaráttunnar. Þetta leikrit er greinilega samið af sama leikritahöfundi og "kíkja í pakkann" leikritið.

Þá sagði ríkisstjórnin:

"Nei, nei, sei, sei, nei. Við erum sko EKKI að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við erum bara að kíkja í pakkann, og fá að vita hvað það felur í sér að sækja um áður en við ákveðum, hvort við ætlum að sækja um."

Allir vita, hvað þetta þýddi. Ísland sendi inn umsókn um aðild að ESB og er í bullandi aðlögun að kröfum ESB, sem ríkin þurfa að uppfylla til að geta orðið meðlimir. Breytingar á stjórnarráðinu, - þar á meðal niðurlegging sjávarútvegsráðurneytisins - eru dæmi um aðlögunina, þótt hagfræðiprófessorinn, formaður Stjórnlagaráðs, sem kom í stað hins ólöglega Stjórnlagaþings, kalli það "nafnabreytingu".

Núna segir ríkisstjórnin:

"Nei, nei, sei, sei, nei. Við erum sko EKKI að aðlaga stjórnarskrána að Evrópusambandinu. Við erum bara að búa til nýja fullveldisfullkomnari stjórnarskrá áður en við kíkjum á breytingar vegna hugsanlegrar ESB-aðildar."

Það er ekki erfitt að skilja, hvað það þýðir. Það er verið að þvinga nýrri stjórnarskrá gegnum þingið, með ákvæðum sem aðlaga stjórnskipun landsins að kröfum ESB og fleygja burtu núverandi stjórnarskrá, sjálfum grundvelli lýðveldisins, sem samþykkt var við stofnun Lýðveldis Íslands 1944.

Nýja leikritið, sem er framhald "kíkja í pakkans" leikritsins gæti þess vegna haft titilinn: Sjálfstæðisbarátta Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það passar eitthvað svo vel við lýsingu hennar á sjálfri sér í tilkynningu um frumvarpið á Alþingi 23. október. Frelsis- og lýðræðisandi Jóhönnu Sigurðardóttur var slíkur í ræðustólnum, að hvergi glytti í Jón sjálfan nema þegar Jóhanna einu sinni nefndi nafn hans. Líklega verður að umskrifa alla sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eftir þessa neistafullu ræðu forsætisráðherrans, því aldrei hefur sjálfstæðisbarátta Íslendinga fengið þvílíka uppskeru og nýja stjórnarskrárfrumvarpið.

Það læðist að manni sá grunur að þingmeirihlutinn láti taka niður styttuna af Jóni Sigurðssyni og reisa nýja af Jóhönnu Sigurðardóttur í hans stað eða þá að Jón fái að standa við hliðina á fimm sinnum stærri Jóhönnu. Þau eru bæði sonur og dóttir Sigurðar, ekki sama mannsins en alla vega sama mannsnafnsins, sem sparar að sjálfsögðu allar nafnabreytingar.

Þar skyldi þó ekki vera kominn fram hinn frægi Sigurður Dýrafirðingur, sjálfur skapari sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?


Breska þingið ræðir úrsögn Breta úr ESB

_63736719_carswell

Douglas Carswell þingmaður Íhaldsflokksins flytur frumvarp sitt um að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu á breska þinginu 26. október.

BBC segir frá því, að mikill þrýstingur sé á forsætisráðherra Breta um að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um, hvort Bretar eigi að yfirgefa Evrópusambandið eða ekki.

Douglas Carswell hefur á grundvelli almennrar óánægju Breta með aðildina að ESB flutt frumvarp, þar sem Bretar afturkalli aðildarsamning sinn við ESB. Hann líkti aðildinni að ESB við að vera "hlekkjaður fastur við lík" og að umræður þjóðarinnar um að yfirgefa ESB væru aðalefnið en ekki samtal fárra. Frumvarp hans afturkallar/ógildir aðildarsamning Breta við ESB 1972 verði frumvarpið samþykkt. Carswell telur ekki, að frumvarp hans nái fram að ganga, en ráðandi öfl komist ekki lengur upp með að hunsa málið. 

Forsætisráðherra Breta, David Cameron, er andvígur uppsögn aðildar Breta að ESB en segist ætla að gera ferskan samning við bresku þjóðina, ef hann fær samþykki aðildarríkja ESB fyrir grundvallarbreytingum á ESB-samningi Breta. En margir þingmenn Íhaldsflokksins vilja, að forsætisráðherrann gangi lengra og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Breta í ESB. 81 þingmenn Íhaldsflokksins risu upp gegn flokknum fyrir ári síðan og kröfðust þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Douglas Carswell sagði, að Bretar hefðu borgað meira til ESB en þeir fengu tilbaka öll árin fyrir utan eitt skipti og að á síðustu þremur árum hafii kostnaðurinn hækkað um 70%. Annar þingmaður Íhaldsflokksins, Philip Hollobone, óttast að "Bandaríki Evrópu séu handan við hornið." Margmiljarða punda framlagi Breta til ESB væri betur eytt til að ráða fleiri kennara, hjúkrunarkonur og lækna og góðri stjórn innflytjendamála væri ekki hægt að ná innan 27 aðildarríki ESB.

Afstaða íhaldsmanna hefur stöðugt harðnað gegn Evrópusambandinu eftir að evrukreppan byrjaði. Utanríkisráðherrann William Hague varaði við "stærstu vonbrigðum bresku þjóðarinnar" með ESB og menntamálaráðherrann Michael Gove sagði tíma vera kominn að segja við Evrópusambandið "skilið sjálfsákvörðunarréttinum okkar til baka eða við göngum út." 

 


Útfararstjóri atvinnulífsins

Steingrímur Sigfússon fjöldamálaráðherra sagði að hann ætlaði á aðalfund en ekki jarðaför á aðalfundi LÍÚ fyrir skömmu.

Hann var samt í réttri kapellu við kistulagninguna og er greinilega skemmt að sjá afleiðingar af ríkisvæðingunni á greininni, sem kosta mun gjaldþrot fjölda útgerða og minni svæða á landsbyggðinni.

Ríkisstjórnin hefur rekið grímulausan áróður og gert lítið úr greininni og öllum þeim, sem að henni starfa. Búið er að espa hluta þjóðarinnar gegn frumkvöðlum og dugmiklum einstaklingum, sem skapað hafa best rekna sjávarútveg í heiminum. Greinilega má enginn vera duglegur og ná árangri að mati Vinstri græns arms samspillingarinnar. Einkaeign gerð upptæk og ríkisrekstur settur í staðinn. 

Þegar litið er á önnur verk Steingríms Sigfússonar t.d. með afhendingu bankanna till vogunarsjóða, sem gert hafa Ísland að næstskuldugasta ríki Evrópu er ljóst, að ríkisstjórninni er að takast að eyðileggja efnahagslegan grundvöll ríkisins. Ríkisstjórnin horfir til Brussel eins og stjórnmálamenn Grikklands gerðu áður en Trojkan tók yfir stjórn og rekstur landsins. Það var gert í óþökk flest allra Grikkja enda hafa Grikkir ekki kynnst annarri eins árás með evrunni síðan árásir með öðrum verkfærum voru gerðar á Grikkland í seinni heimsstyrjöldinni.

Ríkisstjórnin er að jarða þjóðina. Nú bætast sjómenn í hóp þeirra sem fara á sveitina og upplifa þá hræðilegu niðurlægingu fyrir einstaklinga að geta ekki bjargað sér sjálfir og vera hreppsómagar.

Kista sjávarútvegs fer í sömu gröf í kirkjugarð Evrópusambandsins og kista þjóðarinnar með skuldafjötrum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Nefndi einhver Landsdóm?


mbl.is Komi í veg fyrir gjaldþrot Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar eru varnir Íslands í makríldeilunni?

Fyrir nokkru síðan birti Morgunblaðið grein mína undir fyrirsögninni Hverjar eru varnir Íslands í makríldeilunni?

Hverjar eru varnir Íslendinga


mbl.is Telur markílinn hafa áhrif á viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver bað um nýja stjórnarskrá frú Jóhanna "Trampe" Sigurðardóttir?

Af 3306 meiningum þjóðfundar 2010 finnst engin meining, þar sem farið er fram á nýja stjórnarskrá.

Það er þess vegna helber ósannindi og söguleg fölsun að klína tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá við hugmyndir og ávarp Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi í Lærða skólanum árið 1851, eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerði á Alþingi í dag.

Það frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem tekið var fyrir á þjóðfundinum 1851, var frumvarp Danakonungs skrifað af Bardenfleths ráðherra er kallað var Frumvarp til laga um stöðu Íslands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkisþingskosningar á Íslandi. Íslendingar risu upp gegn þeim skilningi á stöðu Íslands, sem fram kom í frumvarpinu og lýsti Íslandi sem amt í Danmerkurríki.

Þessu frumvarpi ruglar forsætisráðherra Íslands saman við tillögur Stjórnlagaráðs í írafári sínu að íklæða sig sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.  

Skärmavbild 2012-10-24 kl. 00.03.39

Stiftamtmaður og konungsfulltrúinn Trampe kvað öllum óheimilt að fara út fyrir þann grundvöll, sem frumvarpið væri á reist en grundvöllurinn væri sá, að Ísland væri hluti Danmerkurríkis og giltu dönsku grundvallarlögin um það ríki allt. 

Um þjóðfundinn má lesa í Lesbók Morgunblaðsins 22. júlí 1951

Fyrst verið er að líkja atburðum á Íslandi ár 2012 við 1851 væri réttara að kalla tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Baredenfleths stjórnarskrána og Jóhönnu fyrir Frú Trampe, sem hvort eð er kveður öllum Íslendingum óheimilt að fara út fyrir þann grundvöll, að Ísland verði amt í ESB og grundvallarlög ESB gildi fyrir Ísland allt.

Danski konungurinn óttaðist uppreisn hinna sjálfstæðu Íslendinga og sendi tillögur að nýrri stjórnarskrá til Íslands með herskipi í fylgd hermanna.

Til að fullkomna vitleysuna ætti því forsætisráðherrann að koma til Reykjavíkur á herskipinu The Eurogendfor með tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í hlutverki frú Trampe.

VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

 


mbl.is Flokkadrættir og klækir víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin pantaði stjórnarskrá til að uppfylla "acquis" kröfur ESB

Mikið liggur ríkisstjórninni á að keyra núverandi tillögum Stjórnlagaráðs gegnum þingið, sem þjóðinni var sagt að væru "ráðgefandi" en núna eru "bindandi." Icesave-vinnubrögðin sjást greinilega, hraða á öllu í gegnum þingið án þess að fagaðilar í samfélaginu fái að vinna störf sín. Lögmenn fengnir til starfa en fá ekki að segja sína meiningu á innihaldi pakkans. Fagmennsku breytt í umbúðir. Allt eftir því, sem tíðin líður og fleiri fagaðilar fá að segja sitt álit, koma ný atriði í ljós, sem eru röng og þarf að lagfæra.

bilde

Þannig sagði einn virtasti lögmaður Íslands, lagaprófessor og emeritus Sigurður Líndal í stuttri og kjarnyrtri grein í Fréttablaðinu s.l. sunnudag undir yfirskriftinni Merkingarlaus þjóðaratkvæðagreiðsla:

"Um hvað snerist þá þessi atkvæðagreiðsla? Um ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. Tæpitungulaust snerist atkvæðagreiðslan því ekki um neitt. Hér er unnið í anda sýndarlýðræðis sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu, þannig að hún verði stunduð í skjóli teygjanlegs lýðræðilegs umboðs sem túlka megi á hvaða veg sem er og réttlæta hvað sem er."

Stjórnarskrá Stjórnlagaráðs er pöntuð af ríkisstjórninni til að aðlaga innihaldið, þ.e. stjórnskipan lýðveldisins Íslands að ESB og þjóðin blekkt með fullyrðingum um að komið sé til móts við óskir hennar um aukið lýðræði og sjálfstætt, fullvalda Ísland. Myrkrarverk ríkisstjórnarinnar þola náttúrulega ekki dagsbirtu og því á að keyra málið í gegn á ógurhraða.

Ríkisstjórnin hefur keyrt niður virðinu Alþingis í botn lákúrunnar með vinnubrögðum sínum. Hún hefur einungis haft tvö markmið:

1. Skaða Sjálfstæðisflokkinn eins mikið og hægt er

2. Troða þjóðinni inn í ESB

Stjórnarandstaðan verður að halda vörnum fyrir stjórnarskrá lýðveldisins og hrinda þessari árás. 

Gústaf Adolf Skúlason


mbl.is Skili frumvarpinu sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumkvæði þjóðfundar 2010 breytt í aðlögun Íslands að ESB

Ekki er víst miðað við þær almennu spurningar, sem fólk var beðið að svara í gær, að allir sem svöruðu já við spurningunni um að leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá Íslands geri sér grein fyrir því, hvað felst í tillögunum. Spurningarnar virka í lýðræðisanda en ráðið skerðir aðkomu almennings að stjórnun landsins: skerðing þjóðaratkvæðisréttar, 5/6 einveldi þingmanna við breytingar á stjórnarskrá og vald þings að afsala fullveldi Íslands til erlendra ríkja.

Allir vita, að þrýstingur ríkisstjórnarinnar um að koma þessu máli í gegn fyrir næstu alþingiskosningar er að það er hennar eina mál að koma Íslandi inn í ESB. Það gerir stjórnlagaráðsmenn og ríkisstjórn hláleg, að þau halda öðru fram enda er stjórnarstíllinn sóttur til ESB. 

Allt fram á síðustu daga fyrir atkvæðagreiðsluna voru sérfræðihópar eins og Lögmannafélag Íslands að senda frá sér umsagnir. Þá hafa þingmenn í skertu málfrelsi tveimur dögum fyrir kosningar bent á fjölmörg veigamikil atriði, sem hvorki ríkisstjórnin né stjórnalagaráðsmenn sjálfir vilja fara hátt með.

Ég kastaði auga á umsögn LMFÍ og verð að játa að mér brá töluvert við lesturinn. LMFÍ gerir efnislegar athugasemdir í yfir 30 liðum og kemst að þeirri niðurstöðu, að "Laganefnd getur því ekki mælt með því að tillögur Stjórnlagaráðs verði samþykktar í óbreyttri mynd." Þetta er að sjálfsögðu algjör skellur fyrir tillögur hagfræðiprófessorsins og ríkisstjórnina, sem ætlar að leggja fram tillögur ráðsins sem frumvarp á Alþingi.  

Ég tek fáein dæmi:

  • eignarréttarvernd verður veikari en í núverandi stjórnarskrá
  • vernd gegn kaupum erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki fellur brott
  • dregið úr vernd almennings gegn afturvirkri eignaskerðingu í formi skatta
  • Félagsdómur einn sérdómstóla nýtur verndar stjórnarskrár
  • dregið úr sjálfstæði dómara
  • 5/6 hlutar þingmanna geta breytt stjórnarskrá
  • fjölmörg ákvæði þarfnast skýringar og boða réttarfarslega óvissu

Leikurinn með tillögur stjórnlagaráðs og ráðið sjálft er vondur leikur, þar sem verið er að láta líta svo út, að hugmyndir þjóðfundarins 2010 séu lagðar til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Einungis hverfandi hluti fulltrúa þjóðfundar óskaði eftir inngöngu í ESB. Framtíðarsýn fundarins var, að Ísland skuli áfram vera fullvalda þjóð og sjálfstæð með óskertan sjálfsákvörðunarrétt. 

Tillögur Stjórnlagaráðs miðast við að taka burtu þær "hindranir", sem stjórnarskrá lýðveldisins eru í götu ESB-aðildar. Verði þær samþykktar fellur árangurinn af stofnun lýðveldisins.

Sigur stjórnlagaráðs í kosningunum í gær er því sigur blekkingarinnar og áróðursmeistaranna yfir lýðræðinu og sjálfstæði þjóðarinnar.

Ísland hefur færst einu skrefi nær innlimun í Evrópusambandið.  

Gústaf Adolf Skúlason 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband