Ríkisstjórnin pantaði stjórnarskrá til að uppfylla "acquis" kröfur ESB

Mikið liggur ríkisstjórninni á að keyra núverandi tillögum Stjórnlagaráðs gegnum þingið, sem þjóðinni var sagt að væru "ráðgefandi" en núna eru "bindandi." Icesave-vinnubrögðin sjást greinilega, hraða á öllu í gegnum þingið án þess að fagaðilar í samfélaginu fái að vinna störf sín. Lögmenn fengnir til starfa en fá ekki að segja sína meiningu á innihaldi pakkans. Fagmennsku breytt í umbúðir. Allt eftir því, sem tíðin líður og fleiri fagaðilar fá að segja sitt álit, koma ný atriði í ljós, sem eru röng og þarf að lagfæra.

bilde

Þannig sagði einn virtasti lögmaður Íslands, lagaprófessor og emeritus Sigurður Líndal í stuttri og kjarnyrtri grein í Fréttablaðinu s.l. sunnudag undir yfirskriftinni Merkingarlaus þjóðaratkvæðagreiðsla:

"Um hvað snerist þá þessi atkvæðagreiðsla? Um ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. Tæpitungulaust snerist atkvæðagreiðslan því ekki um neitt. Hér er unnið í anda sýndarlýðræðis sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu, þannig að hún verði stunduð í skjóli teygjanlegs lýðræðilegs umboðs sem túlka megi á hvaða veg sem er og réttlæta hvað sem er."

Stjórnarskrá Stjórnlagaráðs er pöntuð af ríkisstjórninni til að aðlaga innihaldið, þ.e. stjórnskipan lýðveldisins Íslands að ESB og þjóðin blekkt með fullyrðingum um að komið sé til móts við óskir hennar um aukið lýðræði og sjálfstætt, fullvalda Ísland. Myrkrarverk ríkisstjórnarinnar þola náttúrulega ekki dagsbirtu og því á að keyra málið í gegn á ógurhraða.

Ríkisstjórnin hefur keyrt niður virðinu Alþingis í botn lákúrunnar með vinnubrögðum sínum. Hún hefur einungis haft tvö markmið:

1. Skaða Sjálfstæðisflokkinn eins mikið og hægt er

2. Troða þjóðinni inn í ESB

Stjórnarandstaðan verður að halda vörnum fyrir stjórnarskrá lýðveldisins og hrinda þessari árás. 

Gústaf Adolf Skúlason


mbl.is Skili frumvarpinu sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband