Þolir ríkisstjórnin ekki endurskoðun? Reynir að "kúppa" út endurskoðenda ríkisins, svo hann geti ekki unnið lögbundið starf sitt.

Skärmavbild 2012-10-31 kl. 20.38.57Í Kastljósi 30. október ræddu Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokknum og Björn Valur Gíslason, Vinstri grænum, um þann "trúnaðarbrest", sem Björn Valur hefur fullyrt að ríki milli Alþingis og ríkisendurskoðenda. 

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsstofnunar Alþingis hefur krafist þess, að Sveinn Arason ríkisendurskoðandi "dragi sig til hliðar" á meðan Alþingi ræði málið.

Ljóst er, að stjórnarmeirihlutinn vill losna við núverandi ríkisendurskoðenda fyrir næstu Alþingiskosningar og setja sinn mann í embættið í staðinn. 

Hvaða mál eru svona viðkvæm fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna, að þau eru að reyna að "kúppa" burtu endurskoðanda ríkisins fyrir næstu kosningar?Hvað veit ríkisendurskoðandi um, sem ríkisstjórnin vill ekki að komi fram?

Sveinn Arason sagði í bréfi til Alþingis, að hann væri „ákaflega hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar.“ Þessi drög hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr gagnasafni stofnunarinnar. (Mbl.16.okt.)

Vigdís Hauksdóttir sagði í Kastljósi 30. okt. að hún skyldi ekki af hverju stjórnaflokkarnir væru að lýsa þessu stríði yfir við þetta embætti "en ég vil minna á, að ríkisendurskoðandi hefur verið grimmur í gagnrýni á sérstaklega ráðherra Vinstri grænna. Ég minni hér á tannlæknamálið varðandi Álfheiði Ingadóttir, Árbótamálið hjá Steingrími J. Sigfússyni, dvalarheimilistryggingarmálið, sem ekki átti að gjaldfærast hjá ríkissjóði heldur átti að fara með það grísku leiðina. Ég held að það sé hin raunverulega ástæða fyrir þessum árásum á embættið frekar en nokkuð annað."

Sumir muna eftir "gámamálinu", þegar búslóð Skafta Jónssonar og Kristínar Þorsteinsdótturs skemmdist í flutningi til USA og greiddi ríkið þeim tífalda þá upphæð, sem búslóðin var tryggð fyrir eða 75 milljónir kr. í stað 7,5 milljóna kr. Mætti halda, að lúxuseinbýlishús hefði verið með í gámnum í stað venjulegrar búslóðar.

Skafti og Kristín hafa fyrrum tengsl við Baugsveldið og Jón Ásgeirs og þar kann að vera komin skýringin á öllum þeim "dýru" listaverkum, sem áttu að hafa skemmst í gámnum og skattgreiðendur fengu að borga. Þrátt fyrir að sjónvarpið hafi beðið Steingrím J. Sigfússon um skýringar á þessari greiðslu, hafa svör ekki borist í næstum heilt ár. Virðist ríkissjóður vera galopinn fyrir vini og vandamenn ráðherra en almenningi gert að greiða sífellt stærri hluta af tekjum sínum til ríkissjóðs.

Hér sést ljótur maðkur í mysunni. Stöðva verður áætlun ríkisstjórnarinnar að bola burtu Sveini Arasyni ríkisendurskoðenda til að koma sínum manni að fyrir næstu kosningar. Geinilega veit Sveinn Arason eitthvað upp á ráðherra, sem ekki þolir dagsins ljós!


mbl.is Ríkisendurskoðun þarf að fækka fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vigdís er sönn,kjarkmikil og talar hispurslaust um afglöp stjórnarmeirihlutans,meðan flestir aðrir í stjórnarandstöðu tísta eins mýs,en ekki menn.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2012 kl. 02:48

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já hún er skörungur mikill, sannkölluð Fjallkona Íslands. Fleiri slíkar konur á þing og húsið okkar verður hreint og gott að búa í.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.11.2012 kl. 06:07

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þegar þau skötuhjú mættust varð mðer hugsað til máltækisins "ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni".

Vigdís er ekki sú skarpasta en fremri e hún þau Birni Val.

Má því í raun segja að mæst hafi smjörhnífur... og sleif.

Óskar Guðmundsson, 1.11.2012 kl. 08:38

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ekki veit ég hvað á að kalla þitt "innlegg" Óskar, myglaðan svepp kanski? Ég bið fólk að halda sér við málefnið annars neyðist ég til að loka á athugasemdir og aðeins birta það, sem ég tel vera málefnalegt. Þetta er mín blogsíða og ég bið fólk um að vera ekki að reyna eyðileggja það.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.11.2012 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband