Forseti "fávísa lýðsins" og áskorandinn í lélegri útgáfu af Jeopardy

pbbHagsmunaaðilar að baki Heimi Má Péturssyni með Heiðari Guðjónssyni tengdasyni Björns Bjarnasonar í fararbroddi, byrjuðu kosningaþátt tveggja forsetaframbjóðenda með fallexi á annan þeirra, áskorandann Guðmund Franklín Jónsson. Birt var skoðanakönnun í Norður-Kóreönskum stíl sem sýndi að sitjandi forseti Guðni Th Jóhannesson var með allt að 98% stuðning í vissum landshlutum og vel yfir 90% á landsvísu en áskorandanum tókst hvergi að ná í tveggja stafa tölu. Eftir þá kynningu var eiginlega þátturinn óþarfur, hálshögginn kjúklingur getur flogið smá stund en afar skamma meðan aðrir lifa áfram óáreittir.

Hvort þessu markmiði þáttarins verður náð á eftir að koma í ljós. 

Ég kýs Guðmund Franklín Jónsson vegna þess að núverandi forseti - rétt eins og Franklín benti á í þættinum - hefur rakkað niður þjóð sína í landhelgisbaráttu fyrri tíma í stað þess að standa með henni og hvetja til dáða. Ég get heldur ekki lagt mitt atkvæði á mann sem ekki getur staðið við orð sín í beinni eins og þegar Guðni Th. sagði það lygi í framboðsþætti með Davíð Odssyni, að hann hefði nokkru sinni notað orðin "fávísi lýðurinn" um landsmenn sína. Það er aumlegt yfirklór af sitjandi forseta að eftirá útskýra að hann hefði meint eitthvað allt annað með orðunum, að þetta væri grín, sem það var engan veginn þegar hann sagði þau í fyrirlestrinum.

Það sem veldur verulegum áhyggjum með Guðna Th. Jóhannesson er áhugi hans á að breyta stjórnarskrá um embætti forseta án þess þó að hann útskýrði á hvern hátt þær breytingar eigi að vera. Hér er náttúrulega verið að ræða að afnema málskotsrétt forseta í þeim tilgangi að eyðileggja öryggisventilinn sem stjórnarskráin veitir þjóðinni. Það er einlægur vilji ESB-sinna að þetta verði gert svo þjóðin sé varnarlaus ef meirihluti Alþingis ákveður að ganga á bak þjóðarsáttmálanum á Þingvöllum 1944 eins og gerðist í Icesave og orkupakka 3. 

Það er ámælisvert að sá sem sagnfræðingur þykist vera og hámenntaður í greininni skuli hæðast að stjórnarskránni með því að telja hana sniðna að danska konungsveldinu. Einmitt það atriði sem forseti Íslands hæðist að gerði Norðmönnum kleift í seinni heimsstyrjöldinni að mynda löglega útlagastjórn með aðsetri í London þegar Hitler gerði Quisling að forsætisráðherra Noregs. Forsetinn segist læra af sögunni gagnvart fyrirrennurum sínum á Bessastöðum en hæðist að sögunni gagnvart stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þessi afstaða kemur í veg fyrir að Guðni Th. Jóhannesson verði nokkru sinni sá fulltrúi Íslendinga sem hann svo heitt óskar að þjóðin tilbiðji sig fyrir að vera.

Þátturinn var ein lélegasta útgáfa af Jeopardy sem ég hef séð á ævinni og þeim sem þykjast vera alvöru sjónvarpsstöð til háborinnar skammar. ESB eru trúarbrögð margra en sunnudagaskóli Hvítasunnusafnaðarins er líklegast mun málefnalegri en þetta þykjustusjónvarp Stöðvar 2.

 

 


mbl.is Sakaði Guðna um ódrengilega kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Guðni hefur ekki rakkað niður þjóð sína.  Hann notaði myndlýkingar í spjalli fyrir löngu um þorskastríðin og þau orð gróf Davíð Oddson upp í kosningabaráttu fyrir 4 árum og sýndi eðlið sem Ólafur Ragnar sakaði hann um að hafa forðum. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.6.2020 kl. 07:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tryggvi, hvernig ber eiginlega að túlka ummæli Guðna um umræðuna um Þorskastríðin að þínu mati?  Ég horfði á þennan "sirkus" á stöð2 í gærkvöldi og þar fannst mér frammistaða núverandi forseta með þeim hætti að ég get ekki ímyndað mér að nokkru einasta mannsbarni8, með fulla fimm, detti í hug að veita honum atkvæði sitt.............

Jóhann Elíasson, 12.6.2020 kl. 11:22

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tryggvi L.  Það er ljótt að ljúga, en kannski veistu bara ekki betur.

Tilvísunin í fávísa lýðin er á glærusetti sem Guðni bjó til og notaði í fyrirlestri á Birfröst 2013 fyrlesturin er hér.

 https://www.youtube.com/watch?v=zyhIzJfr9pA&feature=share&fbclid=IwAR1MJyWHZHuw_0RNrO9X9kEU05lqSEqZ68w_Mv8386noZYhhEXlrhQgrtCE

Og stytt hér

https://www.youtube.com/watch?v=zf2MUHwx91M&feature=share&fbclid=IwAR20jg6dtQEoC4P8O0wX1cZkdPvqJFpuczITId_d1Qcn2I7a9MHug8-5H1M

Guðmundur Jónsson, 12.6.2020 kl. 14:41

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það þarf bísna skítlegt eðli til að halda því að fólki að Guðni telji Íslendinga fávísan lýð. Jafnvel þótt ég hlusti aftur og aftur hljóðbrotin úr gömlum fyrirlestri sem hann flutti og horfi á myndbrot þar sem Davíð nær á botninn. Hafa menn ekkert sem þeir geta talið Guðmundi Franklin til tekna annað en að ausa ómerkilegum skít á forsetann? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.6.2020 kl. 16:12

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Guðni segir líka í þessu fyrirlestri að við íslendingar hefðum eingu máli skipt í gerð í haféttarsátmála UN.

Hann segir líka að þorskastríðin hafi verið óþörf því Bretar hefðu gefið eftir hvort sem er.

Hann ber líka saman Icesave deiluna og þorskastríðin á forsendum sem ekki eru til, því að hann skildi aldrei um hvaða Icesave deilan sneris og skilur kannski ekki enn ?

Og aftur eru þetta bara hans orð ekki mín túlkun á þeim.

Þessi fyrirlestur í heild bendir einfaldlega til þess að það sé afskaplega lítið  á milli eyrna þess sem samdi hann.

Guðmundur Jónsson, 12.6.2020 kl. 16:50

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona eru kempur Íslands nákvæmlega eins og Guðmundur Franklín! Berst gegn auðvaldinu sem hefur lagt undir sig allt og er á blá-nippinni að takast að selja eða gefa allt sem sjálfstæð þjóð okkar þarfnast til að efna heit okkar hjartfólgna Jóns forseta. Megi G.Franklín vinna þessa baráttu og við höldum auðlindum okkar,byrjum á pakka númerinu #4 fram til orrystu...

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2020 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband