Betri dauð ríkisstjórn en látið lýðveldi

dreamstime_xs_128143828Ef einhverjir eru einangrunarsinnar þá eru það talsmenn orkupakka 3 sjálfir sem hanga fastir í gömlum tíma og gefa engan kost á samtali í rauntíma við andstæðinga orkupakka 3. Að ráðast á Miðflokkinn í dag á forsendum gærdagsins er að mála sjálfan sig út í horn. Ástæðan er jafn einföld og hún er augljós: Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lofað kollegum sínum í EES og ESB að innleiða orkupakka 3 á Íslandi og þá verður að valta niður alla gagnrýni. Hollusta ráðherra Sjálfstæðisflokksins er öll hjá ESB en engin hjá þeim sem kusu þá til embættis. 

Í stað þess að taka málefnalega umræðu með andstæðingum orkupakka 3, þá er gripið til stórsleggjunnar og básúnað út að "þetta sé allt saman Miðflokknum að kenna!" Mikill er máttur Miðflokksins að hafa náð stjórn á Sjálfstæðisflokknum löngu áður en Miðflokkurinn var stofnaður. Síðan hvenær hefur Sjálfstæðisflokkurinn skuldbundið sig að framfylgja stefnu annarra flokka? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar á Facebook að ríkisstjórn hans hafi ekki innleitt orkupakka 3. Það er staðreynd. En af hverju geta forráðamenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðurkennt það? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að innleiða orkupakka 3 og segja að Miðflokkurinn hafi gert það? Halda talsmenn orkupakkans að kjósendur séu bæði augna -og eyrnalausir eða þjakaðir af ólæknandi lesblindu?

Og hvaða endalaus della er það að segja að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki fram málefnum sínum í ríkisstjórn vegna málamiðlungsmoðu þriggja flokka stjórnar? Síðan hvenær þarf Sjálfstæðisflokkurinn að reka vinstri græna kratastefnu í ríkisstjórn? Að vinna gegn hagsmunum Íslands og afhenda lögsögu yfir orkuauðlindum Íslands til hins nýja sovéts í Brussel virðist í dag eina forgangsmál Sjálfstæðisflokksins og bregður mörgum Sjálfstæðismanninum í brún af hversu miklu offorsi flokksforystan vinnur í málinu. Hún er reiðubúin að hunsa vilja Landsfundar, vilja kjósenda, vilja flokksmeðlima og vilja þjóðarinnar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sprengir ríkisstjórnina með fautagangi sínum. 

Það er vel.

Betri dauð ríkisstjórn en látið lýðveldi.


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Heyr, heyr- forusta Sjálfstæðisflokksins eru úti á túni- maður gæti haldið að forustan hefði verið heilaþvegnir af Samfylkingunni.

Hvaða herrum er forustan að þjóna

Eggert Guðmundsson, 10.8.2019 kl. 18:32

2 Smámynd: Hrossabrestur

Gott blogg hjá þér Gústaf Adolf, svo er spurning hvort vinstri kanturinn sjái sér leik á borði að sprengja stjórnina og efna til kosninga með fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki í skoðanakönnunum.

Hrossabrestur, 10.8.2019 kl. 18:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var alveg með ólíkindum hrokinn og lítilsvirðing Bjarna Benediktssonar gagnvart félögum hans í Sjálfstæðisflokknum, þegar hann sagði að yfirstandandi undirskriftasöfnun hefði ENGIN áhrif á niðurstöðu forystu flokksins í orkupakkamálinu.......

Jóhann Elíasson, 10.8.2019 kl. 20:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann hefur svo lengi verið formaður jóhann og aktar því eins og aðalsmaður,þannig sé ég baróna. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.8.2019 kl. 22:41

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk fyrir innlit og góð orð. Ef Sjálfstæðismenn kjósa um orkupakkann og meirihlutinn vill stöðva þingsályktun utanríkisráðherrans, sé ég ekki hvernig flokksformanninum verður stætt á að hunsa þá niðurstöðu slíkt jafngildir pólitísku sjálfsmorði. Það er betra að ríkisstjórnin springi á þessu limmi en að innleiða tilskipun orkusambands ESB í íslensk lög. Þetta er feigðarför sem verður að stöðva...

Gústaf Adolf Skúlason, 10.8.2019 kl. 23:08

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mikið er hægt að vera ruglaður!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2019 kl. 00:38

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ert þú ekki harla ruglaður í þessu máli, Þorsteinn?

Flokksforystuþægðin alveg að fara með þig eins og fleiri?

Jón Valur Jensson, 11.8.2019 kl. 01:50

8 Smámynd: Hrossabrestur

Já það virkar ekki vel þegar almenna kjósendur þegar sjálfskipaðir snillingar á borð við Þorstein Siglaugsson eru að láta ljós sitt skína.

kv hrossabrestur 

Hrossabrestur, 11.8.2019 kl. 09:21

9 Smámynd: Hrossabrestur

leiðrétting

Já það virkar ekki vel á almenna kjósendur þegar sjálfskipaðir snillingar á borð við Þorstein Siglaugsson eru að láta ljós sitt skína.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 11.8.2019 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband