Utanríkisstefna í öfuga átt

Donald_Trump_official_portraitÞað er til marks um seinheppna utanríkisstefnu, að Ísland skuli mála hosur sínar grænar fyrir valdhöfum stórríkis meginlandsins og hlaupa á eftir blekslettum búrókrata ESB á sama tíma og Bandaríkjaforseti segir að hann geti ekki lengur treyst á ESB sem bandamann í heiminum í dag. Eitthvað virðist hafa dottið á milli stólanna hjá utanríkisráðuneytinu og ekki skrýtið í öllum hamaganginum við að troða orkupakka 3 uppá þjóðina.

Það ber að þakka bandalagi bandamanna US-European transatlantic alliance að friður hefur ríkt í 70 ár. ESB reynir að heilaþvo fólk með því að strika Bandaríkin burtu og segir að það sé ESB að þakka að friður hafi haldist þennan tíma. Skv. brezka Daily Express snýr Trump sér að því að þróa beint samband við einstaka lýðræðissinnaða þjóðarleiðtoga í staðinn fyrir að treysta á stórríkið EU. Telur forsetinn lítið hald vera í samkomum til að taka fallegar ljósmyndir hver af öðrum í stað þess að sinna sameiginlegum varnarmálum. Nicholas Burns fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Nató segir að:

"Trump forseti trúir því ekki að ESB sé marktækur bandamaður. Hann trúir því að ESB sé keppinautur."

Spilling ESB, slepjugangur búrókrata á eilífum fundum sem skila litlu öðru en tilgangslausum útgjöldum úr vasa skattgreiðenda virðist hafa kokgleypt stuðningsmenn orkupakka 3 á Íslandi. Gerir orkupakkaklíkan í brækurnar ef einu neikvæðu orði er sleppt um ESB og hleypur undir pilsfald sendiherra ESB á Íslandi og erlends dómara á eftirlaunum.

Fullveldi Íslands er varið af stjórnarskrá Ísland. Það hleypur ekki neitt. 


mbl.is Drög að áliti um orkupakkann í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband