Versti aðfangadagur fjármálasögunnar

DvIf7-NV4AAN6j7S&P 500 vísitalan hefur aldrei nokkru sinni verið lægri en - 1% á aðfangadag. Þar til nú. Við lokun aðfangadags 2018 lá S&P 500 á - 2,69%. 

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gaf út opinbera tilkynningu um að hann hefði hringt í og talað við bankastjóra sex stærstu banka í Bandaríkjunum og þeir með orðum tryggt að allt væri í stakasta lagi. Nægilegt lausafjármagn væri til að lána fyrirtækjum og einstaklingum. Minnir óneitanlega á vikuna fyrir fall íslensku útrásarvíkinganna og banka þeirra, þegar bankastjórar töluðu í munn hvers annars um hvað ástandið væri gott. 

Uppgangur fjármálamarkaða hefur að miklu leyti verið borinn uppi af gengdarlausri peningaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna og Evrópu eftir fall Lehman Brothers 2008. Lítið af fénu hefur farið í framleiðni og verðmætasköpun. Þeim mun meira í verðbréfakaup braskara og flutning á ónýtum bankaskuldum yfir í enn ónýtari ríkisskuldabréf. Það er því mikið loft í upptrissuðum tölum S&P í dag. 

Leiðrétting og jarðsamband kemur fyrr eða síðar. Við fall Lehman Brothers féll S&P 56,4% á 17 mánuðum. Í kreppunni miklu féll S&P 86% á minna en þremur árum og náði sér ekki aftur á strik fyrr en 1954. 

Enn er því langt í land að um svipaða dýfu sé að ræða.
Verði hins vegar áframhaldandi verðfall og taugatitringur sem dregst á langinn, þá verður ekki við góðu að búast.

 


mbl.is Rauð jól á hlutabréfamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband