Ákveðið að vísa hryðjuverkamanninum úr Svíþjóð hálfu ári áður en hann framdi ódæðið í Stokkhólmi

ExprÞað er á fleiri stöðum en í Danmörku, þar sem yfirvöld vinna ekki vinnuna sína við að leita uppi þá sem hefur verið vísað úr landi og sjá til þess að þeir yfirgefi landið. 

Í Expressen í dag skrifar faðir Ebbu Åkerlund 11 ára, sem var myrt á hryllilegan hátt í hryðjuverkinu á Drottninggatan í Stokkhólmi, að yfirvöld gerðu ekkert eftir að innflytjendayfirvöld ákváðu að vísa hryðjuverkamanninum úr landi sex mánuðum áður en hann framdi ódæðið. Yfirvöld höfðu þrjá mánuði á ser að framfylgja ákvörðuninni.

Hryðjuverkið hefði aldrei átt að geta gerst: "Ef sænska ríkið - og í framhaldi af því forysta stjórnmálanna - hefðu unnið eins og krefjast má af nútímalegu, vel skipulögðu og efnum búnu samfélagi, þá hefði Rakhmat Akilov aldrei verið í nágrenni Drottninggatan þennan dag. Hann hefði ekki einu sinni verið í Svíþjóð". 

Ekki nóg með að léleg innflytjendastefna hleypti morðingjanum inn í landið heldur framfylgdu yfirvöld ekki ákvörðun sinni um útvísun úr landi. 

"En það endar ekki þar. Eftir ódæðið hafa þessir stjórnmálamenn ekki aðhafst neitt til að kanna hvernig þetta gat gerst. Hvað samfélagið hefði getað gert öðruvísi til að koma í veg fyrir ódæðið".

Faðir Ebbu vill stofna óháða nefnd almennra borgara og viðskiptalífsins til að hafa eftirlit með sænska ríkinu svo fleiri láti ekki lífið vegna vanrækslu ríkisins.

Enginn veit hversu margir Akilovar fela sig í Svíþjóð. Sumir tala um að allt að 50 þúsund einstaklingar lifi ólöglega í Svíþjóð, stórum hluta hefur verið vísað úr landi og þeir látið sig "hverfa". Aðrir hafa komið ólöglega og finnast hvergi á skrám. 

Svo er Schengen opin braut til Íslands...


mbl.is Veit ekki um fjölda hælisleitenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gústaf hér á Íslandi vita þeir ekki einusinni hvaðan menn koma hvort sem þeir eru flótta eða hryðjuverkamenn hvað þá túristar. Mig langaði eitt árið að fá yfir hve margir Kínverjar kæmu til landsins en mé var sagt að engar tölur væru yfir hverjir kæmu inn í landið. Lögreglan þegir samkvæmt lögum segja þeir alla veganna.

Við vitum að það koma hryðjuverkamenn  hingað og eru stby eða sleepers sem þeir geta verið í mörg ár.

Oft eru fjölskyldur þeirra í veði svo þeir eru samnings bundnir.

Valdimar Samúelsson, 17.9.2018 kl. 09:45

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar, takk fyrir innlit. Já þetta er ekki gott ástand. Og í morgun berast fréttir í Svíþjóð að Frontex sem sér um landamæragæslu ESB hafi skrifað skýrslu og segir landamæraeftirlit Svíþjóðar í molum. Yfirvöld hér þögðu um skýrsluna vegna kosninganna.....kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 17.9.2018 kl. 10:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Gústaf, greinilega eru þessi mál Svíanna í algeru rugli, þegar þeir framfylgja ekki einu sinni útlegðar-úrskurðum sínum yfir óæskilegum aðkomumönnum, sjálfum sér og saklausum börnum sínum til beins lífsháska, eimns og sýnt hefur sig svo hörmulega. Slíkt má aldrei gerast hér, en þó er vitað, að a.m.k. tveir múslimar hafa á seinni árum drepið hér saklausar konur (á Akranesi og á Hagamel).

Eins eru þessi mál í óreiðu í Dannmörku, þótt lögreglan þar vilji nú koma skikk á þau, sbr. þessa samantekt mína í gær: Yfir 5.500 hæl­is­leit­end­ur "týndir"!*

Vitaskuld er stórhættulegt fyrir Norðurlandabúa að hýsa þúsundir, jafnvel tugþúsundir ósamþykktra aðkomumanna úr múslimaheiminum á einhverjum felustöðum í löndunum. 

* https://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2222923/

Jón Valur Jensson, 17.9.2018 kl. 15:29

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón og þakka þér fyrir að vinna svo ötullega að málunum. Héðan eru svo slæmar fréttir að ég vonast til að Íslendingar varist sænsku vítin og hafi almennilegt landamæraeftirlit og hleypi ekki hverjum sem er í landið. Landamæraverðir í Skáni segja ástandið svo alvarlegt að "yfirvöldum takist ekki að vernda samfélagið".

Nýleg fá dæmi: 25 ára morðingja frá Afghanistan sem myrti ættingja þar í landi var veitt lífstíðar landvistarleyfi í Svíþjóð. - Héraðsdómur veitti 22 ára manni með rætur í Palestínu landvistarleyfi eftir að honum var vísað úr landi fyrir að hafa kveikt í sýnagógu Gyðinga í Gautaborg. Ástæða dómsins: Til að vernda mannréttindi afbrotamannsins fyrir Ísrael. Maður á áttræðisaldri í Gautaborg var sektaður 12 þús SEK sekt fyrir að hafa kallað múslími apa á facebook.. unglingur skotinn með mörgum kúlum við Sjödalsmenntaskólann í Huddinge s.l. föstudag, skot og sprengjur í Helsingjaborg, Malmö, daglegar fréttir af líkfundum í skógi og skurðum  osfrv. osfrv. osfrv.  Ísland má ekki fara þessa braut....kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 17.9.2018 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband