Hatur gegn Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum mikilvægasta stefnumál nýja meirihlutans

dag2Vinstri menn hlusta ekki á kall kjósenda. Þeir eru ekkert á því að láta vilja kjósenda trufla hatur sitt á Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og vegur hatrið meira en sjálf Borgarlína Langstokkur.

Mikilvægasta stefnumálið er að koma í veg fyrir að Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna verði lýðræðislega kjörinn borgarstjóri Reykvíkinga. Ekkert er mikilvægara en að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn, sem eru sigurvegarar kosninganna, fái aðgang að þeim embættum sem kjósendur kusu þá til. Öll önnur mál hafa minna vægi.

Vinstri menn traðka á lýðræðinu, eru stefnulausir í stjórnmálum og taka enga ábyrgð á eigin gerlum - hvorki saur né aur. Fyrir slíka pólitík fá Reykvíkingar að gjalda.

Fjögur ár í viðbót með sukki og spillingu í stjórn Reykjavíkur geta þýtt gjaldþrot borgarinnar. Ef ekki borgarinnar sem stofnunar, þá fjölda efnaminni Reykvíkinga sem í nafni jafnaðar verða gerða eignalausir.

Skattaunderlagið mun svíkja og sífellt stærri hluti af tekjum borgarinnar hverfa í vaxta- og afborganir af lánum. Þegar svo fasteignamarkaður hrægammanna hrynur munu skjólstæðingar meirihlutans kalla eftir eignum sínum og hirða það sem enn er einhvers virði í hrunkistu borgarinnar. 

Áframhaldandi völd Dags & Co í Reykjavík mun skapa mikla erfiðleika fyrir ríkisstjórnina, þ.e.a.s. þann hluta hennar sem heldur utan um fjármál ríkisins. Krafan um auknar skattaálögur til að fjármagna brjálæðisverkefni Dags & Co mun koma. Erfitt verður að halda botnlausum skuldum Reykvíkinga fyrir utan landsstjórnina vegna stærðar höfuðborgarinnar. Að lokum mun fjárhagur allra Íslendinga skerðast vegna vanstjórnar Reykjavíkurborgar. Íbúar á landsbyggðinni munu finna fyrir hrægömmum við völd á tvöfaldan hátt.

Ekki bætir úr að apaguðunum fjölgar. Eldur mun finnast í Viðreisn svo lengi sem hatrið á sjálfstæðismönnum endist fyrir það að vilja ekki ganga með í ESB. Það er sterkari samnefnari með Samfylkingunni en vilji kjósenda. 

Reykjavík hefur aldrei áður verðskuldað titilinn Týnda borg apaguðsins meira en í dag.

 


mbl.is Mynda frjálslynda stjórn jafnréttis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki haegt ad orda thetta betur.

Frabaer samantekt.

Reyndar spadi eg strax um thad ad Vidreisn myndi rotta sig

saman med vinstri drullunni.

Vildi samt alltaf vona ad eg hefdi rangt fyrir mer.

Thvi midur gekk thad ekki eftir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.5.2018 kl. 06:46

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka fyrir innlit og falleg orð þín Sigurður. Góða fólkið hamast við að leggja veginn til vítis en vill svo ekkert kannast við gjörðir sínar.

Gústaf Adolf Skúlason, 31.5.2018 kl. 07:44

3 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Höfum eitt á hreinu, Eyþór Arnalds er EKKI lýðræðislega kjörin borgarstjóri Reykvíkinga heldur lýðræðislega kjörinn borgarfulltrúi Reykvíkinga.

Þannig að fer best á því að hann og vinkona hans, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúar láti lítið fyrir sér fara á meðan réttsýnna, heilbrigðara og frjálslyndara vinstra fólk vinni sín góðu verk fyrir borgarbúa.

Helgi Rúnar Jónsson, 31.5.2018 kl. 09:10

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Helgi, orð frá þínu bloggi: 

Fyrr skal frjósa í helvíti en að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk

hvar fá kjósendur og lýðræðið pláss í þessarri stefnu?

Gústaf Adolf Skúlason, 31.5.2018 kl. 10:10

5 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Ef SjálfstæðisFLokkurinn er tilbúinn að sýna þjóðinni smá auðmýkt og hætta þessum óstjórnlega hroka, og umfram allt, biðja þjóðina afsökunar á sínum hlut í hruninu, þá Kannski en ekki nema kannski gæti Samfylkingin hugsað sér samstarf með SjálfstæðisFLokknum.

Helgi Rúnar Jónsson, 31.5.2018 kl. 12:08

6 Smámynd: Már Elíson

Fyrir utan hatur þitt á svokölluðum "vinstri mönnum" þá áttu skemmilegar myndir í fjölskyldualbúminu sem skreyta þessa grein þína. Smekklegt að hætti hússins.

Már Elíson, 31.5.2018 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband