Guð bjargi þjóðinni frá rógberanum Guðna Th. Jóhannessyni

Skärmavbild 2016-06-07 kl. 05.26.41Guðni Th. Jóhannesson þykist láta líta svo út að hann muni geta axlað forsetaembættið á landsföðurlegan hátt. Ekkert er fjær raunveruleikanum. Guðni Th. er maður sundrungarinnar sem velur rógburð og lygar sem eftirlætisminningar til að troða upp á þjóðina, þessum fávísa lýð uppfullum af röngum minningum.

Í greininni “Hvað er eiginlega að Ólafi Ragnari” sem birtist á kjarnanum 30. Des. 2015 skrifar Guðni: “Í veislu þingmanna, nokkurs konar árshátíð þeirra sem var endurvakin eftir tímabundinn sparnaðaranda eftirhrunsáranna, talaði Ólafur Ragnar að sögn til gesta “eins og þeir væru hálfvitar” sem skildu ekki stjórnskipan landsins.”

Guðni Th. verður seint talinn bera virðingu fyrir staðreyndum. Í staðinn breiðir hann út sögusagnir um keppinauta sína. Í réttarsal er ekki tekið mark á sögusögnum. Þetta er nú öll virðingin fyrir sannleikanum, þingheimi og forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni sem stóð með þjóð sinni á örlagatímum. Guðni Th. Jóhannesson studdi ekki bara Icesave. Hann barðist af alhug gegn þjóðinni, þegar hún varðist árásum bankaglæpamanna með keypta stjórnmálamenn sér við hlið.

Ekki að undra að lögmenn hrægammasjóða vinni að kjöri Guðna Th. Jóhannessarsonar til forseta Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson er svo dómgreindarlaus, að í nefndri grein lýsir hann forseta Íslands sem popúlista sem sparki í liggjandi mann á Kvíabryggju með því að taka af honum fálkaorðuna af því hann sé fullviss um að sú ódýra brella virki!

Guð forði þjóðinni frá slúðursagnfræðingnum Guðna Th. Jóhannessyni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er flott grein eftir Guðna. Hér er hún:

http://kjarninn.is/skodun/2015-12-28-hvad-er-eiginlega-ad-olafi-ragnari/

Þú ert nú að oftúlka ansi margt, lesendur ættu sjálfir að renna yfir greinina og sjá hvað þeim finnst.

Skeggi Skaftason, 7.6.2016 kl. 13:37

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já, þá sjá menn að Guðni kallar að dæmdur efnahagsafbrotamaður "liggi" og ekki sé rétt að taka af honum fálkaorðuna. Ef þú þekkir þingið Skeggi, þá getur þú væntanlega upplýst um heimildina fyrir "árás" forsetans á þingheim? Væri gott að fá það fram í stað þess að dreifa svona slúðri um forsetann okkar.

Gústaf Adolf Skúlason, 7.6.2016 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband