BIG BANG í fyrstu viku október 2015 segir Martin Armstrong

Skärmavbild 2015-08-24 kl. 23.17.29Verðfall Dow Jones um 3,5% í gær í USA þýddi að 811 miljarðir dollarar hurfu upp í reyk. Eða eigum við að segja að pínulítið loft hafi farið úr tunnunni? Sumir telja að verðbréfamarkaðir Bandaríkjanna séu ofmetnir allt að 80% og ef það er rétt, þá er 3,5% engin alvöru leiðrétting. Margir segja, að sú leiðrétting sé væntanleg eftir rúman mánuð t.d. Martin Armstrong sem spáir BIG BANG í fyrstu viku október 2015 (viðtalið var tekið 25. janúar í ár). Það verður þá sprenging skuldasöfnunarbólu vestrænna ríkja undanfarin ár frekar en dræmur hagvöxtur í Kína. Sænska sjónvarpið sýndi nýverið heimildarmyndina The Forecaster, þar sem sagt er frá kóda sem Armstrong þróaði eftir að hafa rannsakað efnahagshreyfingar í sögunni frá upphafi mannkyns. Margir hafa reynt að komast yfir kódann sem segir fyrir um fjárhagshreyfingar með ísmeygilegri nákvæmni, t.d. fannst listi yfir komandi atburði í tölvu hans eftir að hann var settur í fangelsi fyrir fjárhagsafbrot ár 2000. Allir hlutir á listanum hafa ræst upp á dag og eini atburðurinn sem eftir á að gerast er BIG BANG í fyrstu viku október 2015.  

Í Bretlandi hurfu 70 miljarðir punda þennan svarta mánudag bara í fyrirtækjageiranum. Fyrrum ráðgjafi Gordon Brown hvetur Breta að koma sér upp mánaðar birgðum af vatni og dósamat, vegna þess að kínverski váboðinn muni skapa efnahagslegt blóðbað í heiminum. Í fjölda tísta undirbýr Damian McBride fólk fyrir verra hruni en 2008 núna þegar markaðir halda áfram að falla. Hann ráðleggur fólki að setja fé sitt á öruggan stað, safna vatnsbirgðum og dósamat og ákveða fundarstað með ástvinum sínum ef öll fjarskipti stöðvast í Bretlandi. Ráð nr. 1: taktu út alla peningana þína, ef bankar og hraðbankar loka eða bankakort hætta að virka.

Markaðir réttu sig aðeins fyrir lokun í gær en þar sem tölvur stýra ferðinni, þá verða niðursveiflurnar stórar, þegar allir vilja selja en engir kaupa á miljónhluta sekúndu. Þeir sem veðjuðu á hrun og gjaldeyrislækkun kínverska gjaldmiðilsins eru orðnir afar loðnir um lófana vegna gróða, því hægt er að veðja um úrslitin svona rétt eins og svart eða rautt á spilaborðinu áður en hjólið er látið snúast.

Kauphallir og verðbréfamarkaðir eru eins og peningakerfið - allt orðið að snarbrjáluðu spilavíti og venjulegt fólk og framleiðsla og venjulegir viðskiptamátar koma þessu ekkert lengur við. Útrásavíkingar og Jónar út um allt með mútuðum Hönnum og Grímum í eftirdangli en fólk og venjuleg fyrirtæki látin lönd og leið. Ísland var bara æfingin og sjá, það mátti komast út úr reyknum. Því miður gildir það sama ekki fyrir önnur lönd sem tæmt hafa ríkissjóði og lánað upp fyrir haus og allt rekið á mínus. Ekkert skjól finnst lengur fyrir vannærð verðhallardýr til að fela beinin og éta upp síðustu leifarnar. Þá verður ráðist á innistæður bankaeiganda og byrjað á stórum lífeyrissjóðum eins og ESB hefur æft sig í. Eftir það koma eiguleg fyrirtæki og þeir sem hafa unnið heiðarlega alla sína ævi. Þeirra hag verður rústað á altari Mammons, sem taka mun heilu samfélögin með sér í skuldadjúpið. Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, samfélag seðlabanka eru öll í höndum fjárglæframanna sem best væru geymdir á bak við lás og slá.  Stjórnmálamenn margir þora ekki að taka slaginn við bankafólkið en þann slag verður að taka og ef ekki þeir kjörnu þá fótgönguliðið. 

Tjaldið hefur verið dregið frá síðastu senunni í skuldabólukapphlaupi hins vestræna heims. Og endirinn verður mikill.

 


mbl.is Lækkuðu mikið í viðskiptum dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband