ESB rúllar eigin skuldum á undan sér, sem núna eru komnar upp í 217,3 miljarða evra eða 34 þúsund og 286 miljarða íslenskra króna.
Evrópuþingið vill eins og Framkvæmdastjórnin, að aðildarríkin taki á sig aukafjárlög og brjóti "vítahring ógreiddra skulda" svo hægt verði að "byrja á nýrri kúlu" árið 2014. Bretar, Hollendingar og Svíar hafa mótmælt þessu og krafist niðurskurðar á fjárlögum til að mæta skuldunum. Búrókratarnir blása á svoleiðis og krefjast hærri og hærri fjárframlaga fyrir gullhallirnar í Brussel.
Venjulegum ríkisstjórnum er hægt að skipta út og venjuleg fyrirtæki fara í gjaldþrot og eigendur stundum í fangelsi fyrir fjársvik en hjá ESB ber enginn ábyrgð. Tími fyrir ESB að sjálft fá neyðarlán, spurningin er hvar Þríeykið ætlar að fá peningana. Fleiri bankarán á dagskrá eftir Kýpur?
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Góður, já þegar stórt er spurt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2013 kl. 11:26
Takk fyrir þetta ...gott að vera ekki of nálægt ?
rhansen, 5.4.2013 kl. 19:34
Fékk ekki ESB-AGS-USA-hringborðs-klíkan einhverja aura frá seðlabanka Lýbíu, þegar sú klíka var búin að hertaka þá þjóð með "siðmenntuðum" og nútímalegum blóðsúthellingum?
Það dugar þó líklega skammt upp í gin bankaræningja-hrægamma vestrænu seðlabankanna vítt og breitt.
Enda eru "siðmenntuðu og nútímalegu" valdstjórnar-veiðimenn heimsins nú á banka-ræningjaveiðum í Sýrlandi, og hafa fullan vilja, ó-manndóm, hug og dug til að ráðast næst á Íran, til að ræna þá þjóð, uppí ræningjaskuldir seðlabankakerfisins "siðmenntaða og löglega".
Það er svo sannarlega engin lygi, að ó-öguð, siðblind, gráðug og sjúk mannskepnu-stjórnsýslan, er grimmasta skepna jarðarinnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2013 kl. 21:31
hvað er það mikið pr. haus?
Rafn Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 01:21
Oh ættli Írland borgi ekki brúsan, þeir hafa hingað til tekið öllu sem Englendingar í den tid réttu þeim, og núna hefur ESB þá í klóm sínum og leikur sér að þeim eins og köttur við mús.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.