Meiri hluti Hollendinga sér eftir upptöku evrunnar
2.4.2013 | 11:02
Sífellt fleiri snúa baki við evrunni. Traust evrunnar sem gjaldmiðils er á harða hlaupum frá evrulandi eins og atvinnulausir, a.m.k. þeir sem það geta. De Telegraf í Hollandi segir frá nýrri skoðanakönnun, þar sem 55% Hollendinga lýsa því yfir, að þeir sjá eftir því, að Hollendingar tóku upp evru sem gjaldmiðil.
Atvinnuleysi evrusvæðisins er bein afleiðing af upptöku evrunnar, sem m.a. birtist í mismunandi vaxtakjörum smáfyrirtækja í S-Evrópu sem greiða 2-4% hærri vexti en smáfyrirtæki Þýzkalands skv. Deutsche Bank.
Samdráttur evrulands er farinn að smita út frá sér t.d. í sölu nýbíla sem hrundi í Svíþjóð um 21% í mars í ár miðað við 2012, þrátt fyrir að Svíþjóð er almennt talið eitt af efnahagslega sterkustu löndum ESB. Samtals minnkaði sala nýbíla í Svíþjóð með 17,5 % fyrstu þrjá mánuðina sbr. við 2012.
Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.