Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Alþjóðabankinn í höndum risaauðhrings - Karen Hudes varar við hruni pappírsgjaldmiðla
14.7.2014 | 20:51

Neðan fylgir samantekt á viðtali mínu við Karen Hudes fyrir Sögu, en hljóðbrot er á heimsíðu útvarpsins. Karen Hudes hefur hlotið verðskulduga eftirtekt vegna einstaks persónuþreks í baráttunni gegn spillingu innan alþjóðlega bankakerfisins. Hún var starfsmaður Alþjóðabankans í rúm 20 ár en var rekin, þegar hún mætti mikilli andstöðu hjá stjórnendum bankans, fyrir að hafa bent á fjármálahneyksli bankans á Filipseyjum, þar sem yfirmenn bankans ætluðu að veita lán í svindl, sem Karen Hudes stöðvaði.
Seinna keypti hún hlutabréf í bankanum til að geta farið í mál við Alþjóðabankann sem hluthafi og mér skilst, að hún hafi verið endurráðin starfsmaður bankans á hluthafafundi í óþökk núverandi stjórnar bankans. Þess ber einnig merki, að á heimasíðu Alþjóðabankans varar bankinn viðskiptavini við Karen Hudes fyrrverandi starfsmanni sem skrifar og talar í nafni bankans. Ef Karen Hudes væri sek fundin um skjalafals væri einfalt fyrir bankastjórnina að fá hana dæmda og setta í fangelsi. En málið er ekki svo einfalt. Alþjóðabankinn, sem upprunalega var stofnaður af 44 ríkjum, er í dag banki 188 aðildarríkja. Það gerir það ekki auðveldara fyrir stjórn bankans, að Karen Hudes hefur borið vitni um spillingu bankans hjá Bandaríkjaþingi, breska þinginu og Evrópuþinginu. Þjóðir heims eru að vakna upp við að ekki sé allt með felldu í starfsemi bankans. Alþjóðabankinn er fjármálastofnun Sameinuðu þjóðanna með yfirlýstri stefnu að vinna að heimi án fátæktar. Höfuðstöðvar bankans eru í Washington, USA, forseti bankans í dag er Jim Yong Kim. Starfsemi bankans er skipt í fimm svið alþjóðlegra samtaka, sem sjá um lán og þróunaraðstoð í heiminum. Ár 2013 miðlaði bankinn um 30 miljarða dollara til ýmissa verkefna skv. heimasíðu bankans.
Karen Hudes er í Tókýó þar sem hún starfar núna. Hún hefur haft í miklu að snúast sérstaklega í seinni tíð, þar sem hún er að koma á framfæri hugmynd, sem hún telur að geti hindrað hrun gjaldmiðla heimsins. Hún segir að tími pappírsgjaldmiðla sé kominn á leiðarenda og ef ekkert verði að gert standi heimurinn fyrir efnahagslegu hruni af stærðargráðu sem aldrei áður hefur sést. Karen Hudes lærði lögfræði við Yale háskólann og hagfræði við háskólann í Amsterdam. Ég bað Karen Hudes að greina frá bakgrunni sínum.
Kærar þakkir fyrir að geta talað beint til Íslendinga.Tíminn núna er réttur fyrir almenning að fá að vita, hvað er raunverulega að gerast í fjármálaheiminum allt í kringum okkur. Ég er bandarískur lögfræðingur og hagfræðingur og vann í tuttugu ár hjá Alþjóðabankanum þar til ég var rekin úr starfi árið 2007. Þú getur kallað mig uppljóstrara en ég er reyndar bara menntaður lögfræðingur sem hef starfað hjá stóru fyrirtæki og einungis reynt að vinna störf mín á faglegan hátt. Einfaldasta leiðin til að skilja þetta er, ef fólk minnist ENRON-hneykslisins, þar sem skjaldborg var byggð utan um stjórnina. Varnargarður hefur einnig verið reistur um stjórn Alþjóðabankans. Annað atriði sem gæti auðveldað skilning fólks er ef fólk hefur séð myndina Galdrakarlinn í OZ, ég er bara ein í hópi margra uppljóstrara. Fyrsti hópur uppljóstrara sem ég vann með innan veggja Alþjóðabankans var 15 manna hópur, ein kona var frá Suður-Kóreu, hún kynnti mig fyrir tíu öðrum sem hún þekkti. Einn uppljóstrari var frá Indlandi, nokkrir frá Bandaríkjunum, einn frá Mexícó o.s.frv. Við aðstoðuðum hvert annað við að skilja, hvað væri að gerast. Ein kona frá Englandi var sérstök og hún hjálpaði mér að bera vitni á breska þinginu. Ég er ánægð með að geta sagt öllum frá því, að það er engin ástæða til fjármálahruns í heiminum, það eina sem við þurfum að gera er að fara þá leið sem við erum að benda á að verði farin.
Í nýlegu viðtali við Venúsúelska blaðamanninn Carlos Floreses lýsir Karen Hudes tveimur megin verkefnum Alþjóðabankans: að binda endi á yfirgengilega fátækt og miðla sameiginlegri velmegun.
Allt breyttist hjá mér, þegar ég komst að því hvert raunverulegt og dulið markmið Alþjóðabankans er, sem stjórnar sjóðum sem bókstaflega innihalda auð alheims. Alþjóðabankinn er banki í höndum þess hóps, sem reynir að skapa og auka skuldir allra ríkja eins mikið og mögulegt er.
Raunverulegt gull að baki gjaldmiðlum í stað pappírsyfirlýsinga
Sjóðreikningur sem einn af stofnendum Alþjóðabankans myndaði er í dag í höndum þýzka lögfræðingsins Wolfgang Struck, sem hefur umboð um ráðstöfun fjár úr sjóðnum. Wolfgang tók samband við Karen Hudes fyrir rúmu ári síðan, þegar hann uppgötvaði baráttu hennar gegn spillingunni innan Alþjóðabankans.
Wolfgang Struck sagði að við ættum að starfa saman og það er einmitt það sem við gerum í dag. Tilboð okkar er að opna gullforða sjóðsins fyrir löndum heims til að bræða gullið til notkunar í eigin gjaldmiðil. T.d. til myntsláttu eða með nýrri tækni sem gerir kleyft að blanda gulli við plast í mjög þunna seðla sem hægt er að nota sem pappírsseðla. Þannig er hægt að tengja peningana aftur við gullfót sem veitir gjaldmiðlinum tryggingu.
Ég hef skrifað til allra sendiráðanna hér í Tókýó og boðið samning um nýtt peningakerfi. Margir eru að heyra þetta í fyrsta skipti núna.
Karen Hudes segir áfram: Ár 2007 var ég rekin á ólöglegum forsendum. Ég starfaði sem faglegur lögfræðingur sem þýðir að þú ferð upp valdastiga fyrirtækisins ef eitthvað er að. Ég fór til endurskoðendanefndar Alþjóðabankans, þar sem ég tilkynnti að tölur bankans stæðust ekki. Þegar ekkert kom út úr því fór ég til fjármáladeildarinnar og reyndi að hafa áhrif þar í 2-3 ár. Öll gögn og bréf sem ég skrifaði innan Alþjóðabankans um þessi mál eru aðgengileg á heimasíðu minni http://kahudes.net. Þegar ekkert gekk né rak þar, þa fór ég til Bandaríkjaþings og talaði við alþjóðanefndina sem var undir forystu Jon Biden með starfsmönnunum Hillary Clinton og Barack Obama. Þingmaðurinn Lucor sendi Alþjóðabankanum þrjú bréf með ósk um að ég yrði ekki rekin, sem þeir gerðu engu að síður. Þar sem ég hafði starfað þar í svo mörg ár, þá hef ég lífeyri en ég hélt ekki að það tæki allan þennan tíma þar til þeir tækju mig til baka.
Hugbúnaður sem sýnir samspil stjórnmála, valds og fjármálaafla
Karen Hudes greinir frá því hvernig hún komst í kynni við verkefni, þar sem hönnunarbúnaður var tengdur stjórnmálavísindum og notaður í einu verkefni bankans. Hún notaði hugbúnaðinn til að fara yfir starfsemi Alþjóðabankans ár 2004 með tilliti til hluthafa, styrk þeirra og stöðu innan bankans. T.d. ef forseti Bandaríkjanna er hluthafi í bankanum, þá mun sú staða keppa við önnur mál á borði hans sem Bandaríkjaforseta.
Ég var barnaleg, sem var ágætt að vissu leyti, því ef ég hefði skilið frá byrjun hvað væri í húfi, þá hefði ég aldrei byrjað á þessu. Spurningin var hvort fjölmiðlar væru hluthafar í Alþjóðabankanum og auðvitað sýndi það sig að svo var. Ég hélt og ekki hlæja að mér - að fjölmiðlarnir mundu verða að gagni ha, ha og ég eyddi fjórum árum eftir að ég var rekin 2007 í að ganga milli ólíkra fjölmiðla og verða vonsvikin. Á sama tíma skrásetti ég gögn um Alþjóðabankann og eftir að ég var rekin hef ég starfað með uppljóstrurum innan og utan bankans til að fá fram mynd af spillingunni. Það hefur verið dásamlegt ævintýri að vinna með þessu fólki, stundum áttaði ég mig ekki á því, þegar fólk kynnti sig sem uppljóstrara, að það stóð ekki við sitt, þannig að ég hef þurft að hafna sumum en að endingu fengið mjög góðan samstarfshóp.
Aftur til gullsins. Seðlabanki Bandaríkjanna dælir miljörðum dollara í fjármálakerfið og þegar Þýzkaland og Ítalía vilja flytja hluta af gulli sínu í vörslu Seðlabanka Bandaríkjanna heim, þá er þeim neitað um það. Og allt í einu kemur Karen Hudes fram á sjónarsviðið og segir að nóg sé til af gulli? Hvaðan kemur allt þetta gull? Hvernig getur fólk jarðarinnar krafist þess að fá aðgang að þessu gulli?
Já ég get útskýrt það. Upplýsingar eru völd og þessu hefur verið haldið leyndu. Bara að nefna, að Austurríki bað líka um að fá heim hluta af gullforða sínum. Þegar Seðlabanki Bandaríkjanna neitaði að afhenda Þýzkalandi gullið, þá jafngildir það stríðsyfirlýsingu.
Tölum aðeins um Seðlabanka Bandaríkjanna. Eins og í myndinni Galdrakarlinum í Oz, þegar tjaldinu var lyft upp, hafa þrír stærðfræðingar í Sviss lyft hulunni af eignahlutum bankakerfisins og fólk sér hringamyndunina. Þeir rannsökuðu eignasambönd í alþjóðlegu netverki fjármálafyrirtækja og komust að þeirri niðurstöðu að um risahringamyndun er að ræða þar sem mjög fáir eiga og stjórna mjög miklu. LIBORskandallinn var engin tilviljun og fjármálamörkuðum er algjörlega stjórnað í dag. Bankar sem eru of stórir til að fara í gjaldþrot eru í raun hluti þessa alheimsrisabaugs. Það sem hefur gerst er að búin hefur verið til eigin seðlabankastofnun, þar sem forstjórum bankanna er safnað saman í eina stjórn (interlocking directors).
Þegar ég var rekin keypti ég hlutabréf í Alþjóðabankanum til að kæra Alþjóðabankann og endurskoðendur bankans. Ég fór til endurskoðenda bankans og bað þá um að endurskoða hvernig fjármálaskýrslur bankans væru gerðar og þegar KPMG stöðvaði ferlið varð mælirinn fullur. Niðurstaða okkar er að endurskoðendafyrirtæki eru hluti af spillingunni, hluti af risahringnum. Þau eru í vasa risahringsins og hafa orðið feit á öllum greiðslum sem þau þéna fyrir að vera óheiðarleg og segja við alla að allt sé í lagi.
Þetta á líka við um lögfræðinga. Þeir bera faglega ábyrgð, sumir lögfræðingar leiðbeina öðrum og þeir neita að koma málunum í rétt horf. Ég hef tekið lögfræðinga inn á teppið og endurskoðendur líka og ég hef sagt þeim, að vilji þeir vera með í framtíðinni sé þeim fyrir bestu að taka þátt í breytingarferlinu. Ég get með vissu sagt að ferlið mun ganga 90 95% árekstrarlaust fyrir sig og þá þurfa m.a. hlustendur þáttarins að taka samband við sendherrann ykkar í Tókyó. Ég hef sent öllum sendiherrum í Tókyó bréf með afriti af samningsdrögum, sem getur veitt þeim aðgang að nauðsynlegu gullmagni til grundvallar traustum gjaldmiðli. Ísland hefur unnið mjög þarft starf sem flest önnur ríki hafa ekki gert.
Það er til meira gull en nokkurn grunar og gull á sér sögulegar rætur langt aftur í tímann. Gullgröftur hefur verið stundaður afar lengi og hluti gullsins nær aftur til Inkaindíana, Salómons konungs og annarra fornra ríkja.
Seðlabanki Bandaríkjanna og seðlabankar heims tilheyra sama hringnum og þeir skulda íbúum jarðar meira en við skuldum þeim. Þeir eru komnir í greiðsluþrot. Ég hef beðið ríkisstjórnir heims að lýsa yfir gjaldþroti þessarra banka. Ég vill fá sársaukalaust ferli, ég vil ekki að bönkunum verði lokað heldur að ríkisstjórnirnar taki yfir og reki bankana.
Líklega hafa fáir á Íslandi heyrt þetta. Eftir bankahrun hafa umræður komist í gang um fjármálakerfið m.a. vegna samtaka eins og Betra Peningakerfis. Svipuð samtök eru í öðrum löndum t.d. Positve money í Bretlandi og American Monetary Institute í USA. Í Evrópu höfum við evruna og ESB.
Ég haf sagt við löndin innan ESB, að þau þurfa ekki að taka tafarlausa ákvörðun. Evrulöndin geta byrjað á því að prenta gullið inn í evruna og seinna meir breytt í þjóðlega gjaldmiðla ef þeir vilja. En ég vil ekki eyða of löngum tíma í þetta, við erum núna á þröskuldi myrkrartíma, þar sem fólk mun ekki selja gull sama hvaða verð er í boði, af því að pappírspeningar eru að verða verðlausir. Ég vil koma gullfæti í gjaldmiðlana eins fljótt og mögulegt er. Sumir vilja annað en gull, þeir vilja tryggja gjaldmiðillinn með öðru en gulli og ég er þeim sammála um að það sé mögulegt. Ég er ekki að segja að gull eigi að vera eini staðallinn en núna er þörf á gulli fyrir breytingarferlið. Ríki geta tryggt gjaldmiðil t.d. með olíu, banönum eða hverju sem er, það er upp til fólksins að samþykkja gjaldmiðil sinn. Einn sérstakur gjaldmiðill liggur mér um hjartaræturnar og það er hinn staðbundni gjaldmiðill. Gjaldmiðillinn verður að vera staðbundinn svo hann geti stutt við staðbundna atvinnumyndun. Hagfræðingurinn Sylvio Gesell hefur mörg góð ráð um slíkt og hvernig hægt er að ávaxta peningana.
Ísland fordæmi fyrir Bandaríkin
Ég vil að sérhvert ríki viti um þennan möguleika og gefi sendiherrum sínum umboð að skrifa undir samning. Það besta við Ísland er að Ísland hefur farið gegnum stjórnarskrárbundið ferli og það er dásamlegt fordæmi fyrir Bandaríkin, sem þarf að gera sama hlut. Flestir Bandaríkjamenn átta sig ekki á því að búið er að koma að falskri stjórnarskrá í skiptum fyrir þá upprunalegu. Það er stór munur á hvernig hlutirnir eru í raunveruleikanum og hvernig fólk heldur að hlutirnir séu. Það er engin tilviljun þar sem bankahringurinn hefur keypt upp fjölmiðla sem gera venjulegu fólki mjög erfitt að fá fram raunverulegar upplýsingar.
Margir segja að ég hafi bara verið í stuttan tíma á sjónarsviðinu og það er rétt. Ég fæ meiri umjföllun núna en fjöldamörg ár á undan og það er bara nýverið sem ég hef skilið hvernig ég get komið upplýsingum á framfæri ekki síst vegna tilkomu Internets. Samt er það þannig, að ýmsir valkostir sýna sig ekki vera valkostir vegna þess að siglt er undir fölsku flaggi og vegna hagsmunatengsla.
Sem dæmi nefnir Karin Hudes Red it group sem birti níð um hana án þess að hún fengi að svara. Þetta er enginn valkostur við hagsmunavörslu bankakerfisins. Það sem er mikilvægast fyrir fólk að skilja er að það þarf að leggja sig fram um að ná í upplýsingar, það dugar ekki að setjast í sófann og horfa á kvöldfréttirnar í sjónvarpinu. Mikið af því sem við sjáum er áróður.
Tíminn er að renna út. Hvað á Ísland að gera, á ríkisstjórnin að hafa samband?
Ég hef sent bréf með upplýsingum og samningsdrögum til allra sendiráða í Tókyó og við þurfum bara að fá samþykki með eða án breytinga á samningnsdrögunum og þá mun Wolfgang Struck skrifa undir og hægt er að byrja að framleiða nýjan gulltryggðan gjaldmiðil. Ég vil að samningar verði undirritaðir á svipuðum tíma, þetta er eins og að reisa tjald og það yrði ánægjulegt ef hægt væri að gera það strax í þessum mánuði! Wolfgang fékk tilboð um gullkaup frá einu ríki og ég hef sent bréf til stjórnar Alþjóðabankans sem hefur yfirumsjón með alþjóðlegum eignum og bað þá að hafna tilboðinu. Í staðinn bað ég stjórnina um 10 miljónir dollara svo ég geti ráðið hóp lögfræðinga til að sjá um samningagerðina.
Karen víkur síðan að endurráðningu sinni sem ekki er án vandamála, m.a. var henni meinaður aðgangur nýlega á eina af ráðstefnum bankans. Baráttan gegn spillingunni er greinilega mjög hörð:
Ég hef fengið aftur stöðu mína hjá bankanum og er að vinna út frá henni í þessum málum. Þróunarnefnd bankans lét mig fá öryggispassann minn og ég fór á vorfund bankans en seinni daginn vildu öryggisverðirnir ekki hleypa mér inn.
Hún víkur að viðvörunum sínum til Bandaríska hersins um að leyfa ekki dollarnum að hrynja, þar sem það muni veikja mjög hernaðarmátt Bandaríkjanna og varnarmöguleika þeirra. Karen Hudes telur að innan Bandaríkjahers séu einstaklingar sem vilji svíkja Bandaríkin og stefni meðvitað að dollarahruni til að veikja hernaðarmátt Bandaríkjanna. Gott fólk hefur verið rekið en svikarar hreiðra um sig.
Hvað gerist ef ríkin taki ekki upp gullvæddan eigin gjaldmiðil?
Þá fáum við gjaldeyrisstríð og þriðju heimsstyrjöldina. Bankarnir hafa þegar reynt að koma þriðju heimsstyrjöldinni af stað, m.a. í Sýrlandi. Sumir stjórnmálamenn eru varðhundar bankahringsins.
Við Karen kvöddumst með virktum og hún þakkaði kærlega fyrir sig og skilaði góðri kveðju til Íslands.
Ýmsir hlekkir:
https://s3.amazonaws.com/khudes/ltokyoembassies1.pdf Bréf til íslenska sendiherrans Hannesar Heimissonar er nr. 65
https://s3.amazonaws.com/khudes/Monetary+Agreement1.pdf Samningsdrög við Japan
http://arxiv.org/pdf/1107.5728.pdf Skýrsla stærðfræðinga í Sviss, sem sýnir hringamyndun í fjármálakerfi heims
https://www.youtube.com/watch?v=gt4VV9602FM nýlegt myndband en fjölda viðtala og myndbanda ásamt greinum má finna á Internetinu og heimasíðu Karen Hudes:
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.7.2014 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komið að leiðarlokum Evrópusambandsins
24.6.2014 | 06:42

Þegar evrukreppan var í hámarki og ríki eftir ríki voru á leið í gjaldþrot, þar sem þau gátu ekki borgað vextina af lánunum, hvað þá að taka ný lán á miklu hærri vöxtum til að greiða niður gamlar skuldir, þá komu lánadrottnararnir fram og tóku völdin af lýðræðislega kjörnum fulltrúum fólkisns. Þeir ákváðu þá og gera enn, hvort kaupa á ríkisskuldabréf evruríkjanna og á hvaða vöxtum. Um tíma gátu skuldugustu ríkin ekki selt ríkisskuldabréf á vöxtum, sem hægt var að borga. Einungis með því að gangast að kröfum lánardrottna um samfelldan niðurskurð opinberra útgjalda, sölu ríkiseigna o.s.frv. gátu ríkin fengið vaxtasamning, sem á pappírnum leit út fyrir að vera yfirstíganlegur næstu áratugina. Stjórnmálamenn kreppuríkjanna völdu að gefa eftir fyrir lánardrottnurum í stað þess að vinna fyrir kjósendur.
Wolfgang Streeck meinar að skattlagningarríkið hafi þróast yfir í skuldaríkið, þar sem lán eru tekin á grundvelli skattatekna framtíðarinnar til að greiða útgjöld nútímans. Þetta er dæmi sem ekki gengur upp, þar sem greiðslugetan minnkar stöðugt með stærri lánum. Alþjóðlegir peningamarkaðir lifa á lánuðum tíma sem fenginn er með "sýndarpeningum" seðlabanka á lágmarksvöxtum með kröfum um endurskipulagningu ríkja og banka á grundvelli eftirvæntingar um hagvöxt sem engin leið er að fá í fyrirsjáanlegri framtíð.
Tímafresturinn er runninn út og framundan er tímabil uppgjörs lýðræðisafla við fjármálaöflin. Wolfgang Streeck meinar að lýðræðisvæða verði efnahagskerfið og efnahagsvæða lýðræðið með því að þjóðir ESB endurheimti þjóðlegan rétt sinn yfir fjármálum sínum og taki upp þjóðlega gjaldmiðla að nýju.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Framkvæmdastjórn ESB lifir á annarri plánetu. Aðildargjöld Breta meira en þrefaldast á tíu árum.
4.6.2014 | 04:25

Margar ríkisstjórnir aðildaríkja ESB eru æfareiðar Framkvæmdastjórn ESB fyrir að krefjast 3,8 miljarða punda aukafjárveitingar frá aðildarríkjunum til að bæta við eyðslufjárlög sambandsins. Hálf miljarð punda eiga Bretar að reiða fram aukalega og telja þeir Framkvæmdastjórnina tæma vasa kjósenda eftir nýlegar kosningar, þar sem ímynd ESB beið álitshnekki. Frá þessu greinir breska Telegraph.
Evrópskur diplómat sagði það vera "gáfulegt að mæta áhyggjum kjósenda í Evrópu með því að biðja þá um meiri peninga. Framkvæmdastjórnin hlýtur að lifa á annarri plánetu fyrst hún telur að leiðin til að ná sambandi við fólk sé að tæma peningaveski þeirra."
David Cameron forsætisráðherra Breta ásakaði Framkvæmdastjórnina í Brussel fyrir að vera "of stóra, of ráðríka og of afskiptasama." Fulltrúi bresku ríkisstjórnarinnar sagði "Á sama tíma og ríki Evrópu taka erfiðar ákvarðanir vegna fjárlagahalla ætti Framkvæmdastjórn ESB ekki að vera að biðja skattgreiðendur um meiri peninga."
Bretar hafa þurft að horfa upp á aðildargjöld til ESB meira en þrefaldast síðasta áratuginn frá 2,9 miljörðum punda árið 2002 upp í 9,5 miljarði punda 2012.
Ríkisstjórnir Austurríkis, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Þýzkalands, Svíþjóðar, Hollands og Bretlands hafa skrifað bréf til Framkvæmdastjórnar ESB og mótmælt aukafjárlögunum. Framkvæmdastjórnin segir að aðildarríkin hafi beðið um aukaaðgerðir "og slíkt krefst aukafjár."
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Það mundi skapa hættulega, neikvæða þróun ef Svíþjóð og Finnland ganga með í Nató segir utanríkisráðuneyti Rússlands í yfirlýsingu laugardaginn 31. maí. Yfirlýsingin kom bara nokkrum tímum eftir að Sauli Niinistö Finnlandsforseti sagði í finnska sjónvarpinu að ef spurningin kemur upp verður þjóðaratkvæðagreiðsla á borðinu og bætti því við, að núna er kominn tími fyrir Finna að hefja víðar umræður um málið án takmarkana.
Við verðum að íhuga, hvernig finnsk Nató-þáttaka kemur út frá rússnesku sjónarhorni og hvaða aðgerðir Rússar mundu grípa til ef við göngum með, sagði Niinistö í sjónvarpinu.
Síðastliðinn föstudag hittust aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Vladimir Titov og sendiherrar Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Danmerkur, Íslands, Eistlands, Lettlands og Litháen í Helsinki. Rússneska utanríkisráðuneytið segir, að venjulega einkennist ástandið á Norðurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum af lítilli hernaðarlegri eða stjórnmálalegri spennu en Rússland ábyrgist að vernda landsmenn sína og menningu sérstaklega í Eystrarsaltslöndunum. Sænsk eða finnsk aðild að Nato mundi skapa hættulega, neikvæða þróun á svæðinu.
Forsætisráðherra Rússa, Dimitríj Medvedev sagði fyrir ári síðan að nýir Natómeðlimir við landamæri Rússlands myndu breyta valdahlutföllum og neyða okkur að bregðast við og svara því.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Í áróðurshópnum The Knowledge Movement, sem elur á sundrungu Bandaríkjamanna og öfundsýki gegn repúblikönum og efnuðum Bandaríkjamönnum, er mynd af "skipuleggjanda íslensku byltingarinnar" sem lét fangelsa bankastjóra og skipta út stjórnmálamönnum án þess að skjóta einni einustu byssukúlu.
Undir fyrirsögninni "Hvernig lemja (sigrast) á 1 prósentin" eignar Hörður Torfason sér heiðurinn af því:
- að forsætisráðherra og öll ríkisstjórnarin hafi verið neydd til afsagnar
- að forsætisráðherra og bankaglæpamenn voru ákærðir
- að forstjórar þriggja stærstu bankanna voru handteknir og aðrir reknir úr landi
- að kosið var ráð til að skrifa nýja stjórnarskrá gegn skuldasöfnun
- að stærsti banki Íslands var þjóðnýttur
- að ný ríkisstjórn kynnti 110% leiðina
- aflétt umsátrinu um heimilin með alvöru skuldaniðurfærslu og skattalækkunum?
- stöðvað fjármálaárásir á heimilin og atvinnuvegi landsmanna?
- hafið rannsóknir á meintri fjármálaspillingu fyrri ríkisstjórnar m.a. varðandi afhendingu banka til kröfuhafa og misnotkun á skattafé til sparisjóða?
- stöðvað gengdarlausan halla ríkissjóðs?
- endurreist hagvöxt og framtíðarvon almennings og fyrirtækja?
- stöðvað a.m.k. í bili áframhald aðlögunarferlis ESB?
![]() |
Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.5.2014 kl. 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópusambandið tapar, þjóðlegir flokkar vinna á
26.5.2014 | 08:00

Í Svíþjóð greina fjölmiðlar frá "brúnum vindum" í Evrópu eftir niðurstöður kosninga til Evrópusambandsins. Þrátt fyrir gífurlegan áróður Evrópusambandsins sjálfs um mikilvægi þess að kjósa halda íbúarnir áfram að sýna Evrópusambandinu vantraust með fjarveru frá kjörklefunum. Varla eitt prósent fleiri kusu núna eða 43,09 % borið saman við 43% árið 2009.
Burtséð frá löndum eins og Belgíu og Lúxembúrg með lögbundinni og 90% kosningaþáttöku var næst mestur áhugi á Möltu með um 75% þáttöku og þar á eftir kemur Grikkland með rúm 58% þáttöku sem hefur aukist með 6% frá 2009. Minnst þáttaka var í Slóvakíu með 13% þáttöku og þar hefur áhuginn fallið 6-7% miðað við 2009. Svipað hjá Slóveníu með um 21% þáttöku nú sem hefur fallið 7-8% síðan 2009. Í Póllandi kusu tæp 23% og tæp 29% í Ungverjalandi.
Í heildina tekið hafa þjóðlegir flokkar sem vilja afturkalla völd frá ESB til þjóðríkjanna fengið byr undir vænginn. Gildir það allar gerðir af flokkum frá hægri til vinstri að meðtöldum nýnazistum í Þýzkalandi og Grikklandi til sósíalista á Ítalíu og Svíþjóð. Stórir flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi, Þjóðfylking Le Pen í Frakklandi og Danski þjóðarflokkurinn hafa fengið stærri hljómgrunn meðal kjósenda og betri stöðu til pólitískra áhrifa. T.d. náðu Frjálslyndir í Bretlandi engum manni inn, Sjálfstæðisflokkurinn vill að Bretar segi sig úr ESB og mikill þrýstingur er nú á bæði Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn að taka undir kröfu um úrsögn úr ESB t.d. að Cameron flýti fyrirhuguðum kosningum 2017.
Sænsku stjórnarflokkarnir Móderatar og Alþýðuflokksmenn töpuðu fylgi. Femínistar, Svíþjóðademókratar og Umhverfisvænir unnu mikið á og eru Umhverfisvænir annar stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar samkvæmt útkomu kosninganna.
Niðurstaða kosninganna sýna að ESB hefur mistekist að vinna traust fyrir vegferð sína, sem var markmið ESB fyrir þingkosningarnar. Þvert á móti vex andstaðan við báknið í Brussel og þeir sem kjósa greiða flokkum atkvæði, sem lofa að taka til baka völdin frá ESB til þjóðanna eða hafa á stefnu sinni að ganga úr sambandinu. Mörg þeirra atkvæða eru mótmælaatkvæði gegn ESB og þá komast öfgaöfl á blað.
Búast má við verulegum stjórnmálaátökum í Evrópu í kjölfar kosninganna og þrátt fyrir að þjóðlegu öflin hafi ekki náð meirihluta á Evrópuþinginu munu þau geta stýrt dagskránni að einhverju leyti og hafa áhrif á gang mála hjá ESB og laskaða ímynd þess í aðildarríkjunum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yfir 10 þúsund starfsmenn ESB á hærri launum en David Cameron, forsætisráðherra Breta
22.5.2014 | 23:11

Enska blaðið The Telegraph segir frá nýjum gögnum sem lekið hefur verið út um launakjör 47 þúsund búrókrata Evrópusambandsins í Brussel. ESB hefur haldið upplýsingunum leyndum svo venjulegir íbúar aðildarríkja þess fái ekki vitneskju um ofurlaun og skattaívilnanir starfsmanna Evrópusambandsins. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafa yfir 10 þúsund starfsmenn ESB hærri laun en sjálfur forsætisráðherra Breta, David Cameron.
Það er meira en fimmti hver starfsmaður Evrópusambandsins sem nýtur þessarra ofurkjara. Laun David Camerons eru 142 þúsund pund sem gerir um rúm 81 þúsund pund eftir skatt og lífeyrisgreiðslur. Búrókratar ESB í Brussel njóta skattaívilnana og greiða minni skatt en breskur verkamaður af launum sínum.
Millistjórnendur ESB í AD11 flokki fá rúm 112 þúsund pund en þar sem þeir greiða einungis 13,4% í skatt hafa þeir milli 2-3 þúsund punda meira eftir skatt en forsætisráðherra Breta.
Búrókratarnir fá sérstaka launauppbót 16% ofan á laun sín vegna búsetu í Brussel eða Lúxemborg.
ESB hefur útskýrt há laun starfsmanna á grundvelli þess, hversu erfitt sé að manna stöður búrókrata í Brussel og að einungis 1,9% séu breskir á meðan Bretar eru 12,3% af íbúafjölda aðildarríkjanna.
Við reynum að fá til okkar bestu og skörpustu starfskraftana frá ríkari aðildarríkjum sérstaklega frá Bretlandi segja yfirmenn ESB.
Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Breta segir að tölurnar sýni að eina leiðin til að bjarga peningum Breta og lýðræði sé að Bretar gangi úr sambandinu.
Nýjustu kannanir í Bretlandi sýna að Sjálfstæðisflokkurinn fær langflest atkvæði á undan Verkamannaflokkinum og Íhaldsflokkinum.
Búist er við mjög lítilli þáttöku í kosningum til Evrópuþingsins um helgina í aðildarríkjum ESB og reikna margir með að flokkar andstæðir ESB fái stóraukið fylgi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.5.2014 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Tökum löggjafarvaldið af Framkvæmdastjórn ESB!" Krafa Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseta.
22.5.2014 | 10:45

Í blöðunum Le Point og Die Welt skrifar fyrrum Frakklandsforseti Nicolas Sarkozy að "aðildarríki ESB verða at taka til baka ekki minna en helming af núverandi valdi ESB. Þjappa verði saman valdi ESB í færri en tíu mikilvæg grundvallar stjórnamálasvæði: iðnað, landbúnað, samkeppni, viðskiptastefnu, orku, rannsóknarstörf m.fl. Löggjafarvaldið verði tekið af Framkvæmdastjórn ESB og starfandi Evrópuþing eigi eitt sér á að fara með löggjafarvaldið."
"Evrópusambandið hefur skapað býrókratískt völundarhús á ferli sínum með Framkvæmdastjórninni og öllum ráðuneytum þess, sem verða að hafa eitthvað að gera. Árangurinn eru fyrirmæli sem skipta hundruðum um alls konar og oft heimskuleg mál."
Sarkozy vill enn fremur að gerður verði nýr Schengen-samningur, þar sem sameiginleg innflytjendapólitík séu skilyrði fyrir þáttöku.
(Byggt m.a. á Financial Times)
10 þúsund starfsmenn ESB á hærri launum en sjálfur forsætisráðherra Breta
Nýleg gögn sem lekið hefur verið frá ESB sýna að rúm 20% starfsmanna ESB eru á hærri launum en sjálfur forsætisráðherra Breta með 142 þús bresk pund í laun. Starfsmenn ESB í Brussel njóta sérstakra skattfríðinda og borga minna en helming þess skatts sem breskir verkamenn þurfa að greiða af launum sínum.
ESB hefur reynt í lengstu lög að halda hlunnindum 47 þúsund starfsmanna sinna leyndum en gögnin láku út nýlega.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfylkingin enn við völd í utanríkismálum Íslands
19.5.2014 | 04:54

Það er með eindæmum að sjá kjörna leiðtoga þjóðarinnar tala um "formsatriði", "áréttingar", "hvort þörf sé á afturköllun ESB-aðildarumsóknar", "ljúka málinu með einhverjum hætti", "hefði verið betra að klára þetta", "það er ekki útilokað að hægt sé að klára þetta", "málið er dautt", "spurning um hversu langt menn vilja ganga til að klára þessi formlegheit" o.s.frv., o.s.frv.
Þingmenn setja lög. Lög gilda þar til þau eru afnumin eða ný lög með breytingum koma í þeirra stað. Af hverju gildir eitthvað annað um ESB-umsókn fyrri ríkisstjórnar? Er ríkisstjórnin að falla í gryfju sams konar blekkingarleiks og einkenndi fyrri ríkisstjórn og staðfestir inngöngubeiðnina í klúbbinn en "allt er í plati?"
Umsókn að ESB er að sjálfsögðu ekkert "formsatriði" - Þetta er eitt af stærstu pólitísku málum Íslands ekki síst vegna framkomu þingmanna sem neituðu að spyrja þjóðina, hvort hún vildi ganga með í ESB og gróflega misnotuðu umboð kjósenda með því að senda inn aðildarumsóknina til Brussel.
Í Svíþjóð og á meginlandinu hafa birst fréttir um að tillagan var afturkölluð og er það túlkað sem stefnubreyting ríkisstjórnarinnar sem nú hafi snúist hugur og vilji að Ísland gangi með í ESB. Alla vega að ríkisstjórnin stöðvi ekki áframhaldandi aðlögunarferli. Allir skilja þetta sem hlé á meðan verið er að finna leiðir fyrir Alþingi að taka skrefið að samþykkja yfirráð ESB á sjávarlögsögu landsins.
Á sínum tíma söfnuðust mörg atkvæði gegn Icesave og þá virtu margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þau atkvæði að vettugi. Núna gefa sömu þingmenn í ráðherrastólum tillögu Óskar nafnleyndar hærra undir höfði. Hvers vegna þetta misvægi í framkomu við fólk? Eru kjósendur núverandi ríkisstjórnar þýðingarminni en kjósendur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur? Það er einkennilegt að sjá fólk sem kennir sig við sjálfstæði vera svo máttlaust í hnjánum að stjórnarandstæðingum er réttur taumurinn.
Ríkisstjórnin tæmir innihald lýðræðisins og breytir sjálfu Alþingi í formsatriði með afstöðu sinni. Það er annað Alþingi en þjóðin vill samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins. Þurfa þingmenn enn eina ferðina að vera áminntir um hvert hlutverk þeirra er og í umboði hverra þeir starfa???
Það er skylda núverandi ríkisstjórnar að þvo þennan smánarblett af Alþingi sem ESB-umsóknin er. Ríkisstjórnin svíkur loforð sín um breytta utanríkisstefnu ef hún staðfestir aðildarumsókn fyrri ríkisstjórnar með gjörðum sínum.
Verði slíkt upp á teningnum mun álit Alþingis og þingmanna hrapa eina ferðina enn. Meiri hluti kjósenda höfnuðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og vilja aðra utanríkisstefnu en þá sem Samfylkingin og Vinstri grænir nauðguðu upp á þjóðina.
![]() |
Ný ESB-tillaga kemur til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætlar ríkisstjórnin að verða "betri" Össur?
18.5.2014 | 18:44

Með því að hætta við að afturkalla ESB-umsóknin fyrri ríkisstjórnar staðfestir núverandi ríkisstjórn áframhaldandi stöðu Íslands sem umsóknarríkis ESB. Að hafa Ísland sem umsóknarríki ESB var stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem sótti um inngöngu í ESB án þess að spyrja þjóðina. Sú ríkisstjórn varð strand og lagði aðildarferlið á ís, þegar henni var gert ljóst, að Ísland verður að samþykkja yfirráð ESB yfir sjávarlögsögu Íslands. Núverandi ríkisstjórnarflokkar unnu kosningasigur út á loforð um breytta ESB-stefnu, sem tryggði fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga.
Hverju hefur verið breytt? Nákvæmlega engu. Staðan er sú að ESB og handbendi þeirra leita færis að ná yfirráðum yfir Alþingi, svo sjávarlögsagan, utanríkissamningar og fjármálin verði afhent til Brussel. Hvað gerir ríkisstjórnin? Viðheldur status quo fram að næstu kosningum. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að endurtaka ískalda Icesavebragðið forðum og koma með "betri ESB-samning" en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst? Andrúmsloftið lyktar óneitanlega þannig. Þrír af fjórum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins greiddu ólögbundnum Icesavekröfum atkvæði um stórskert frelsi landsmanna og afsal dómslögsögu Íslands til stærsta kröfuhafans Breta.
Slíkt athæfi mundi ræsa þjóðina enn á ný til að taka ráðin af duglausum stjórnmálamönnum sem hræðast lýðræðið.
Kanski vilja ráðamenn ríkisstjórnarflokkanna að andstæðar ESB-fylkingar berjist á Austurvelli svo ríkisstjórnin líkt Cesari afhendi verðlaun sigurvegarans frá svölum Alþingishússins. Keppa þingmenn sín á milli um hver nær lengst í kjósendasvikum og hversu mikið skúrkaskjól þingsalir geta veitt?
Fábjánalýðræði er þegar ríkisstjórn sem kosin er af meirihluta þjóðarinnar, framfylgir stefnu fyrri ríkisstjórnar sem þjóðin hafnaði. Bjálfaímynd Alþingis er þegar "samviska" þingmanna er æðri þjóðarvilja.
ESB-málin á Íslandi eru farin að minna á reglur ofstækistrúarmanna: Fyrst er fjallkonunni nauðgað og síðan á að hýða hana á almannafæri fyrir lauslæti.
![]() |
ESB-málið stjórnarflokkunum dýrkeypt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)