Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ellefu þúsund hermenn í innrásarliði Rússa í Úkraínu

Í sænska sjónvarpinu í kvöld tók Elin Jönsson fréttaritari viðtal við guðfræðinemann David Gurtskaja sem var á sjúkrahúsi vegna byssukúlu gegnum annan fótinn. Hann hefur barist í nokkra mánuði með Dnepr hernum og mun fara aftur í stríðið, þegar honum batnar. "Það er erfitt að geta ekki haft samband við félagana, sem núna eru innikróaðir af Rússum og maður sjálfur hefur komist undan vegna sára. Maður nær ekki fram á símanum og veit ekki, hver er lifandi eða dáinn. Við búum saman, borðum saman og lendum í kúluregni saman. Hluti félaga minna er þegar dáinn. Það er eins og hluti fjölskyldunnar finnist ekki lengur." 

Skärmavbild 2014-08-30 kl. 23.22.00

 

 

 

 

 

 

 

David segir, að umheimurinn verði að hætta að efast um að rússneskar herdeildir stríði í Úkraínu. Hann er þakklátur Póllandi, Eystrarsaltslöndunum og Svíþjóð, sem hann segir að tali skýru máli í samanburði við mörg önnur ESB ríki. "Stríðið er komið og við höfum þegar barist lengi, það sannar fjöldi fallinna og særðra. Við berjumst við Rússland, gegn rússnesku herliði." David segir frá því, hvernig særðir rússneskir hermenn eru fluttir á börum yfir landamærin til Rússlands í skjóli fallbyssuárása frá Rússlandi. Hann segir að Rússar noti hátækni eldflaugar, sem Úkraínuher hafi engin tök að verjast gegn. Hann er þreyttur á að stöðugt þurfa að heyra hversu órólegt ESB er yfir ástandinu en geri aldrei neitt og hann vill fá beina aðstoð í formi vopna og læknisbúnaðar.

"Við fáum ekki aðstoð í tæka tíð, þegar við þurfum. Enginn ver okkur, þegar við sækjum særða. Okkur tekst að vera í stríði vegna allra sjálfviljugra sem hjálpa okkur. En margir hermanna okkar deyja algjörlega að óþörfu bara vegna þess, að þeir hafa ekki fengið í tíð eða haft efni á að fá sér nægjanlega góðan varnarbúnað eða þeir komast ekki undir læknishendur í tæka tíð".

Varaliðsforingi Dnepr hersveitanna, Maxim Dubovskíj staðfestir lýsingu Davids: "Ástandið hjá hermönnum okkar í Austur-Úkraínu er afar erfið. Rússneskir hermenn hafa hertekið mörg svæði nú þegar. Þeir hafa mjög háþróuð vopn og sífellt fleiri Rússar streyma yfir landamærin." Skv. Maxim eru um ellefu þúsund rússneskir hermenn í innrásarliði Rússa í Austur-Úkraínu, sem fer hratt vestureftir.

David er órólegur en ætlar ekki að vera heima í Dnirpopetrovsk. "Þetta er óhuggulegt fyrir alla, sem eru þar. En hræðsla er eðlileg. Ég verð varkárari en það er ekkert annað fyrir mig að gera en að berjast, ég verð að verja landið mitt." 


mbl.is Allsherjar stríð vofir yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB greiðir bændum 19 miljarða fyrir að eyðileggja grænmeti.

Grönsaker sz052e33

 

 

 

 

 

 

Vegna viðskiptabanns Rússa á matvælum frá ESB ætlar framkvæmdastjórnin að greiða bændum 125 miljónir evra eða mótsvarandi 19 miljörðum íslenskra króna til að eyðileggja þann mat, sem Rússar hefðu annars keypt. Þeir bændur, sem vilja gefa matinn, fá enga greiðslu frá ESB. 

ESB fyrirleggur þessa eyðileggingu til að "koma í veg fyrir almenna verðlækkun á ávöxtum og grænmeti". Nær eyðileggingin yfir gulrætur, tómata, blómkál, papríku, gúrku, lauka, sveppi, kartöflur, perur, rauð ber, ávexti, vínber og kiwi. 

"Við beinum þessum tilmælum til allra þeirra er rækta þessar afurðir," sagði Dacian Cialos, landbúnaðarkommissjóner. Greiðslan gildir afturvirkt frá 18. ágúst og út nóvembermánuð.

Fremst eru það Pólland, Litháen, Belgía og Holland, sem hafa selt mikið magn af grænmeti og ávöxtum til Rússlands. Framleiðendur geta reiknað með að fá milli 50 - 100% endurgreitt af virði afurðanna, ef skilyrðið um eyðileggingu matvælanna er uppfyllt. Þeir sem gefa matvælin fá engar greiðslur frá ESB. ESB segir, að sams konar fyrirkomulag muni einnig ná til osta- og kjötafurða. 

Landbúnaðarráðherrar ESB halda auka-kreppufund 5. september n.k. um málið. ESB hefur aukið þrýsting á Tyrkland, Egyptaland og lönd í Latínameríku að nýta sér ekki ástandið til að selja Rússum meiri matvæli. Viðskiptabann Rússa gildir eitt ár fyrir nautakjöt, fisk, fuglakjöt, ost, mjólk og ávexti og grænmeti frá ESB, USA, Kanada og Noregi.

(Byggt á frásögn Sænska Dagblaðsins).


Eurostat fegrar atvinnuleysistölur ESB

euro-web

 

 

 

 

 

 

 

 

Breski íhaldsþingmaðurinn David Campbell Bannerman las yfir höfðamótum yfirvalda ESB, sem hann telur að fegri atvinnuleysistölur ESB.

Atvinnuleysið í evrulandi var 11,5% í júní skv. Eurostat með 18,4 miljónir atvinnulausra. Atvinnuleysi í öllum 28 ríkjum ESB mældist 10,2% og er enn lægra í löndun fyrir utan ESB, sem eru engin góð meðmæli fyrir ESB.

Í smáa letrinu í skýrslu ESB má finna, að atvinnuleysi ríkja ESB án evru er 9,4%, sem þýðir að ef sama atvinnuleysi ríkti í evrulandi, þá fengju þrjár miljónir manna í viðbót atvinnu.

David Campbell Bannerman sagði, að tölurnar sýndu að evran, sem Jean-Clauder Juncker telur vera glæsilegan árangur hefði mistekist.

"Tölurnar sýna ekki aðeins að Bretar gerðu rétt í að halda pundinu heldur hefur meðhöndlun Eurostat á tölunum enn og aftur sýnt hallarekstur gegnumsæis í Brussel. Allt of lengi höfum við þolað dýra og ólýðræðislega Brusselmaskínu. Tími er kominn fyrir okkur að fara úr sambandinu og verða sjálfstætt ríki að nýju." 


Kristnir rísa upp í Svíþjóð

10553354_684407398280477_8445073183355487871_n

Um tvöleytið söfnuðust kristnir innflytjendur frá Írak og Sýrlandi ásamt mörgum öðrum kristnum til fundar á Meðborgartorginu í Stokkhólmi til að vekja athygli á þeirri helför sem hryðjuverkasveitir IS stunda gegn kristnum í Írak og Sýrlandi. Í Írak hafa IS menn m.a. eyðilagt eina elstu kirkju heims í borginni Mosul. Menntamálaráðherra Svía, Jan Björklund sagði í ávarpi til viðstaddra, að "kirkjuklukkur Mósúlborgar sem hljómað hafa í meira en 1700 ár eru þagnaðar." Sænska sjónvarpið greindi frá því í kvöld, að fjöldi kristinna bæði konur og börn hefðu nýlega verið myrt á þann hátt að vera grafin lifandi í fjöldagröfum við borgina Sincar í norðvesturhluta Íraks nálagt landamærum Sýrlands.

IMG_2922

Skelfilegar sögur um hrottaleg morð á kristnum allt niður í ungabörn berast til vesturlanda frá Írak t.d. ganga sögur um að ungabörn kristinna hafi verið afhöfðuð og höfuðin sett á stangir á torgi eins bæjarins öðrum til viðvörununar. Áður hafa frásagnir og myndir af sérstökum sláturhúsum til að slátra kristnu fólki og aflima það borist gegnum netið. Hryðjuverkamenn IS eða Islamska ríkisins flæma kristna á skipulegan hátt úr ríkinu. Mála þeir arabíska bókstafinn N, sem stendur fyrir Nasaré á dyr kristinna, þar sem Jesús kom frá Nasaret. Er kristnum gefinn sá valkostur að kasta trú sinni og játast Islam og gerast múslimir eða verða slátrað. Mörg myndbönd á netinu sýna þvílíkar viðbjóðslegar hrottaaftökur og kvalafullan dauða fórnarlambanna að minnir á gjörninga djöfulsins þar sem mesta ánægjan virðist fólgin í yfirveguðum, langdregnum hámarkspyndingum. Viðbjóðurinn er slíkur að engin orð ná yfir hann og ef einungis einn þúsundasti af raunveruleikanum kemst til skila dugir það til að jafnvel harðsnúnustu mönnum verður flökurt. 

IMG_2899IMG_2882

Ein kona sagði við okkur hjónin: "Engin trúarbrögð eiga að hafa rétt að ráða yfir lífi og dauða þeirra sem velja að trúa á annað. Múslimir hafa engin völd né rétt til að slátra kristnum, sem ekki vilja gerast múslímskir. Þeir segja um norrænar þjóðir með liggjandi kross í fánum sínum að þeir munu troða krossinn í svaðið og skrifa á fánana í staðinn: Allah er mikill."

IMG_2912

 

 

 

 

 

  

 

 

Margir fundargesta báru krossa, ómálaða trékrossa, svarta krossa eða krossa í liti blóðsins. Fólki er brugðið, að fjölmiðlar segja mest frá Ísrael og Gaza en virðast hafa gleymt öllum þeim fjölda sem hefur verið hrakinn á flótta, myrtir og eru innilokaðir og að deyja í vosbúð fyrir það eitt að trúa á Jesús Krist.

Þeir sem ég ræddi við efuðust um að sprengjuárásir Bandaríkjamanna kæmu raunverulega að notum. Fundurinn beindi þeim tilmælum til sænsku ríkisstjórnarinnar, ESB og Sameinuðu þjóðanna að grípa þegar til aðgerða til að hindra frekari framgang Íslamska ríkisins og veita kristnu flóttafólki skjól og aðhlynningu.

IMG_2908

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef það á tilfinningunni, að helförin gegn kristnum eigi eftir að breiðast út. IS eru efnameiri samtök í dag en talibanarnir voru eftir herföng og yfirtöku borga í Írak. Öfgaminnihlutahópar geta haft örlög heildarinnar í hendi sér ef fólk rís ekki upp í tæka tíð og stöðvar þessa helför gegn kristnum. 

 


mbl.is 20.000 hafa komist af Sinjar-fjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurríkismenn vilja út úr sælu ESB

Austria_Bundesadler.svg

Í nýrri skoðanakönnun í Austurríki vill í fyrsta sinn stærri hluti aðspurðra að Austurríki gangi úr ESB en þeir sem vilja vera þar áfram. 46% aðspurðra vildu fara úr ESB en 44% vera áfram. Andstaðan við ESB vex stöðugt, þrátt fyrir að framkvæmdarstjórnin vísi gagnrýni á bug sem öfgaskoðunum. Leiðtogum ESB tekst ekki að galdra kreppuna burt, sem dýpkar með degi hverjum.

Til marks um efnahagsstöðnun evrulands, þá þurfa bankar að borga fyrir innistæður hjá Seðlabanka Evrópu. Styttist óðum í stuðningskaup SE á ríkisskuldabréfum til styrktar evrunni til að sanna í eitt skipti fyrir öll, að evran sé eini rétti gjaldmiðillinn. 

ESB hefur valið aðra leið en Íslendingar og heldur fjölmörgum bönkum á lífi í öndunarvél. Í Þýzkalandi telja margir að ekki sé hægt að þvinga Þjóðverja að greiða skuldir banka, sem ekki heyra beint undir fjármálaeftirlit Þýzkalands. Málaferli eru í gangi og falli dómur Þjóðverjum í vil er óvíst með áframhaldandi greiðslur þeirra til fallinna banka í öðrum evrulöndum.

Allur heimurinn rambar á barmi skuldahengiflugs. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur dælt þúsundum miljörðum dollara inn í hagkerfið undir merkjum QE. Lítið sem ekkert af peningunum fer til venjulega efnahagskerfisins heldur til að halda uppi tölum verðbréfamarkaða. Á meðan hagvöxtur stendur í stað eða minnkar, þá hækka hlutabréf upp úr öllu valdi. Flestallir skilja, að þessi þróun getur ekki endað öðruvísi en alltaf áður: með stórum hvelli.

Fyrir utan Argentínu, sem er í höndum hrægammasjóða standa tíu lönd á barmi greiðsluþrots: Ekvador, Egyptaland, Pakistan, Venúsúela, Grikkland, Belize, Kúba, Kýpur, Jamaíka og Úkraína. 

Með auknum stríðsrekstri á víð og dreif um heiminn, auknum samfélagsóróleika þjóða, sem eru að kyrkjast í hengingaról ríkisskulda, má lítið út af bera til að málin fari ekki úr böndunum. Heilagt stríð í Sýrlandi, Írak og Ísrael, svæðabundin óöld í Afríku, yfirtaka Pútíns á Krímskaga og stríð í Úkraínu, hótanir N-Kóreu að beita kjarnorkuflaugum, deilur Kína og Tæwan, - allt þetta sýnir vaxandi viðkvæmni og þverrrandi getu til að leysa vandamálin á friðsamlegan hátt.

Óveðursskýin hrannast upp á mannkynshimninum.


mbl.is Stýrivextir óbreyttir á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðréttar tölur sýna lélegustu kosningar ESB frá upphafi

Open_Europe_EP_TurnoutHugveitan Opin Evrópa birti nýlega leiðréttar tölur um kosningaþáttöku til Evrópuþingsins en mikið veður var gert úr því, að í fyrsta skipti í sögu ESB hefði kosningaþáttakan aukist.

Kosningaþáttakan var 62% árið 1979, komin í 43% ár 2009 og í ár var talan sögð 43,09%.

Skv. European Voice  hefur sú tala sem sagt verið lækkuð í 42,5% sem er ívið lægri tala en í Evrópuþingskosningunum 2009.

Þar með hefur gæfan enn snúist á ógæfuhliðina með aðildarsinnum. 

Kosningarnar í ár voru þær lélegustu í sögu Evrópusambandsins. 


Fáir verðugri fulltrúar Íslands en Geir Haarde

geir_haarde_avarp_051009

Ég fagna þeirri ákvörðun að skipa Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra Íslands frá og með næstu áramótum. Það er skref í rétta átt til að bæta Geir Haarde fyrir þær persónulegu ofsóknir sem hann varð að þola af hálfu óvinveittrar ríkisstjórnar vinstri manna, sem ræstu í gang Landsdóm til að klekkja á stórnmálaandstæðingum sínum. 

Enginn gjörningur mun bæta Geir Haarde þann álitshnekki erlendis og þá vonlausu stöðu, sem maðurinn var settur í með fjölmiðlaumfjöllun um Landsdóm út um heim allan. Var fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins fyrirfram dæmdur glæpamaður sem orsakaði landsmönnum bæði bankahruni og annarri óáran í alþjóðafjölmiðlum. Þegar dómurinn var loksins kveðinn, sem frýjaði Geir Haarde á öllum punktum nema einum yfirskinspunkti um vanrækslu við fundargerð, var það þegar um seinan og náði engan veginn að koma í veg fyrir skaðann af álitshnekki á röngum forsendum. Það eru gömul sannindi að tólf sinnum stærra átak þarf til að leiðrétta ranga ímynd en að skapa hana.

Með því að skipa Geir Haarde í stöðu sendiherra sendir Ísland þau skilaboð til umheimsins, að málaferlin gegn Geir voru röng og það aðstoðar hann við að fá uppreisn æru. Ég vona, að Mannréttindadómstóll Evrópu veiti Geir Haarde að lokum fullkomna uppreisn æru sem um leið verður svartur blettur í sögu Íslands fyrir að hafa brotið mannréttindi á farsælum stjórnmálamanni. Mun það í ofanálag þýða skaðabótakröfur og greiðsluskyldu íslenska ríkisins sem alfarið skrifast á reikning Samfylkingarmanna og Vinstri grænna. 

Íslendingar ættu að safnast á bak við ákvörðun um að veita Geir Haarde, Davíð Oddssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni stærstu viðurkenningu lýðveldisins fyrir að hafa staðið vaktina á erfiðum tíma og með neyðarlögum og neitun undirskriftar á Icesave bjargað Íslandi frá gjaldþroti. Þessir einstaklingar hafa staðið í fremstu víglínu nútíma frelsis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

 


mbl.is Geir Haarde sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óseðjandi gap ESB-helýtunnar

antonio-euro

Eina ferðina enn fer ESB fram yfir fjárlög og segir að núna vanti 4,7 miljarði evra (730.4 miljarði íslenskra króna) í rannsóknarverkefni, atvinnuskapandi verkefni og vegna flóttafólks frá Úkraínu og Sýrlandi.

Eftir að hafa opnað svartholið í fyrra skiptið tókst helýtunni að ýta til viðbótar við fjárlögin andvirði 6 miljarða evra (932,5 miljarði ísl. kr.) 2012 og 11,2 miljarði evra (1740,6 miljarði ísl.kr) 2013.

Kommissjóner Androulla Vassiliou var myrk í garð aðildarríkjanna í ræðu á Evrópuþinginu 16. júlí og hundskammaði ríkisstjórnirnar fyrir að skera við nögl til ESB, þannig að fjárlögin "jöðruðu við fábjánahátt sem græfi undan trúverðugleika Evrópusambandsins." Frá þessu greinir EUobserver.

Vassiliou telur, að ríkisstjórnir aðildarríkjanna leyfi aðeins "ímyndaðar lágmarksgreiðslur....og verði samkvæmt þeim skilningi að setja viðbótarfjárlög seinna á árinu."

Ríkisstjórnum aðildarríkjanna hefur tekist að lækka fjárlög næsta sjö ára tímabils með 3% en framkvæmdastjórnin telur sig þurfa "hámarks sveigjanleika" til að færa fé milli sjóða til að hægt sé að mæta lækkunarkröfunni. Peningalausar ríkisstjórnir eru óviljugar að skrapa fram aukafé og búist er við að fjárlög ESB fyrir 2015 verði skorin niður um 2,1 miljarða evra (326,4 miljarði ísl.kr.).

Jonathan Asworth þingmaður ECR hópsins sagði, að án endurskoðunar á eyðslu ESB "verður enn dýpri greiðslukreppa óhjákvæmileg." 


Af Juncker og afleysingafólki Evrópusambandsins

Jean-Claude_Juncker

 

 

 

 

 

 

 

 

Víða um heim minnast fjölmiðlar fyrri orða nýkjörins forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

"Þegar málið verður að alvöru neyðumst við til að ljúga." Um efnahagskreppu Grikklands.

"Ég get tekið á móti ásökunum um að vera ekki nægjanlega lýðræðislegur en ég vil að tekið sé mark á mér. Ég aðhyllist leynilegar, myrkri lagðar umræður." Um efnahagsstefnu ESB. 

"Að sjálfsögðu flytjum við fullveldisréttinn. En væri það gáfulegt af mér að benda fólki sérstaklega á þá staðreynd?"  Þegar Bretar ræddu kosningar um Lissabonsáttmálann. 

"Ef það verður já, þá segjum við: Núna keyrum við. Ef það verður nei, segjum við að við höldum áfram." Þegar Frakkar greiddu atkvæði um stjórnarskrá ESB.

"Við ákveðum þetta og látum það liggja, bíðum og sjáum hvað gerist. Ef enginn rís upp með hávaða og látum, flestir skilja hvort eð er ekkert hvað hefur verið ákveðið, þá höldum við áfram skref fyrir skref, þar til engin leið er til baka." Þegar evran var innleidd. 

"Við vitum öll hvað þarf að gera, við vitum bara ekki hvernig við verðum endurkosin eftir að við höfum gert það." Um efnahagsstefnu evrusvæðisins og lýðræði. 

6b2153c0c2f17fba5f1f76e4ec8a88e2

 

200 þús krónur á tímann sem afleysingarmaður hjá framkvæmdastjórn ESB* 

Danska Berlinske Tidene greinir frá launakjörum fjögurra afleysingarmanna hjá framkvæmdastjórn ESB, þeim Jyrki Katainen, Fernando Nelli Feroci, Martine Reicherts og Jacek Dominik. Þau leysa fjóra af meðlimum framkvæmdastjórnarinnar sem taka sæti á Evrópuþinginu þau Viviane Reding, Antonio Tajani, Olli Rehn og Janusz Lewandowski. Afleysingarfólkið leysir af í þrjá mánuðu frá 1. júlí t.o.m. 30 sept. n.k. en á tímabilinu er 6 vikna sumarleyfi starfsmanna ESB, þannig að vinnutíminn verður einungis einn og hálfur mánuður.

Afleysingarfólkið fær full laun sem kommissjóner og á jafnframt rétt á eftirlaunum í 3 ár á a.m.k. 40% af laununum. Skiptir engu máli hvort mætt er til starfa í einn dag eða fimm ár sem kommissjóner. BT hefur reiknað út að samtals kosta þessi fjögur skattgreiðendur 10 miljónir danskar fyrir sex vikna íhlaup eða mótsvarandi 208 miljónum íslenskra króna, sem er 52 miljónir krónur á hvern einstakling eða um 1,7 miljónir krónur fyrir hvern starfsdag. Það gerir rúmar 200 þús íslenskar á tímann.

Á sama tíma og kommisjónerarnir baða í skattapeningum er evrusvæðið allt í efnahagslegri kreppu sem enginn endir sést á og venjulegu fólki gert að greiða hærri skatta án þess að hafa atvinnu eða nægar tekjur til eigin framfærslu.

* Vinsamlegast lesið leiðréttingu á tölum afleysingafólksins hér fyrir neðan, ég las fyrst að afleysingatíminn væri til 1. október en hann er til 31. október sem breytir tölum en ekki eðli málsins.


Hvað verður gert við Óskar blinda ef Óskar nafnleyndar og Óskar mállausi fara í frí?

monkeys1

Skilaboð Juncker koma eins og hendi sé veifað: 5 ára stopp á ítroðslu í sambandið.

Það er skiljanlegt, því svo þröngt er orðið í tunnunni að holdið hefur pressast úr mörgum og aðrir geta vart dregið andann. 

Hvað gerir íslenska ríkisstjórnin?

Fær sameiginlegur formaður þingflokka Framsóknar og Sjálfstæðismanna Óskar nafnleyndar að fara í frí?

Fylgir varaformaðurinn Óskar mállausi yfirmanni sínum?

Hvað gera ráðherrar í öngum við Óskar blinda?

Stefnir ríkisstjórnin á Óskarstilnefningu í næstu alþingiskosningum?

 


mbl.is ESB stækki ekki næstu fimm árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband