Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Réttvísa skipast
15.5.2014 | 20:34
Hljóðband Gunnars Waage er góð áminning um baráttuna gegn Icesave
Ánægjulegt að sjá árangur af starfi sérstaks saksóknara sem sýnt hefur eindæma dugnað við afar erfiðar aðstæður. Þrjótar á borð við Lárus Welding, Magnús Arngrímsson, Bjarna Jóhannesson að ekki sé minnst á sjálfan höfuðpaurinn í bankaárásinni á landsmenn, sjálfan Jón Ásgeir Jóhannesson eru best geymdir bak við lás og slá.
Þessir þrjótar hafa með glæpum sínum svipt stórum hluta landsmanna frelsinu m.a. gegnum skattahækkanir vinstri stjórnarinnar, skuldasöfnun ríkisins sem eftirrétti við tæmingu bankainnistæðna, sparisjóða og lífeyrissjóða.
Ánægjulegt er líka að sjá staðfestu núverandi ríkisstjórnar gegn áframhaldandi árásum á landsmenn t.d. gegnum kröfur slitastjórnar Landsbankans um undanþágu frá gjaldeyrishöftum.
Baráttunni um Ísland er engan veginn lokið. Keyptir stjórnmálamenn þessara kumpána, sem sérstakur er að koma lögum á, hafa unnið og eru að vinna skaðræðisverk á landinu með framferði sínu bæði á Alþingi og utan þess og sér í lagi innan fyrri ríkisstjórnar. Stjórnarskrá lýðveldisins, Hæstiréttur, Alþingi, forsetaembættið og lýðræðið flækjast öll i vegi þessarar samspillingar. Andúðin gegn landsmönnum fyrir að hafa hafnað Icesave og óvilja að gangast við ESB umsókninni brýst út í skemmdarstarfi á þingi, eilífu svartrausgalli til að tala kjarkinn úr þjóðinni ásamt voninni um að efnahagur landsins fari í rúst svo hægt verði að þvinga Íslendinga á hnjánum inn á Brússelborðið. Sú von hefur stóraeflst við eftirgjöf ríkisstjórnarinnar á afturköllun ESB umsóknarinnar. Sú eftirgjöf er á meginlandinu túlkuð sem ný ákvörðun um breytta stefnu og áframhald aðlögunarferilsins.
Vonandi verða þrjótarnir dæmdir þyngsta dómi (sem engan veginn er nægjanleg refsing í hlutfalli við glæpi þeirra) en dugar samt til að þeir safni skeggi og fái möguleika á eintali við innri mann og almættið til að yfirvega möguleika á iðrun.
Afkastamikil heimska er skaðlegri en skipulögð vonska. Vonandi lærir ríkisstjórnin og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna að það er sjálfsmorð að reyna að "semja" við samspillinguna. Sé skafið af Árnanefi kemur Pútínbein í ljós.
![]() |
Vill Lárus í sex ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.5.2014 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hreyfingin "Drepum boðberann"
4.5.2014 | 18:21
Enn lifir í stjórnmálahreyfingu útrásarvíkinga sem vildu stela Íslandi af landsmönnum. Bókstaflega. Fyrst með þjófnaði banka, sparisjóða og lífeyris. Síðan með sölu landsins til Evrópusambandsins - aðallega sjávarlögsögu með tilheyrandi fiskveiðiréttindum og olíuréttindum á hafsbotni upp að 12 mílna landhelgi.
Miklar árásir hafa verið gerðar á þjóðina með Icesave atlögunum, tilraunum til afnáms stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944, innleiðingu landsdóms til að ofsækja lýðræðislega kjörna fulltrúa, sem stóðu vaktina og spyrntu við fótum gegn banksterum og stjórnmálaleiguþýi þeirra aðallega innan vébanda Samfylkingarinnar. Aðför hefur verið gerð að einkaframtaki og reynt að kippa undan fótunum að aðalundirstöðuatvinnuvegum landsmanna, sjávarútvegi og landbúnaði.
Þjóðin hefur staðið vaktina og mun svo gera áfram. Hugur sjálfstæðs fólks er æðri taumlausri gróðafíkn útrásarvíkinga og valdahroka keyptra stjórnmálamanna. Þjóðin hefur liðið stórskaða af lögbrotum krataklíku og fjármálaglæpamanna. Kratar hafa rutt þjóðarhningnun braut með árásum á allt það besta sem þjóðin á, Alþingi og lýðræðið.
Ræða prófessors Svans Kristjánssonar á útifundi aðildarsinna var andleysisræpa. Þar er öllum staðreyndum snúið á haus og umbúðarlaus afhending sjálfstæðis landsins till Evrópusambandsins falin í frásögn um stofnun lýðveldisins 1944 og sjálfseignuðum tilvitnunum í Martin Luther King. Uppgjöf menntaklíku 101 Reykjvík fyrir því að byggja upp landið á sjálfstæðum grundvelli í samvinnu við aðra landsmenn á lýðræðislegan hátt, er dauðastuna þeirra sem vilja láta aðra borga eigið uppihald gegnum skattheimtu og Brússelska brauðmola.
Þessi uppgjöf hefur reynt að finna farveg í sífelldum árásum á lýðræðisstofnanir okkar eins og Alþingi, forsetaembættið, ríkisstjórnarfyrirkomulag - í einu orði sagt: stjórnarskrá lýðveldisins, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944. Eða "alvaldið" eins og prófessorinn kallar það. Ýmsir viðstaddir 7. fundinn gátu vart vatni haldið af hrifningu yfir tillögunni um að afnema sjálfstæð völd landsmanna við gæslu fjöreggsins og flytja það í hendur búrókratanna í Brussel.
Alveg frá kollsteypu útrásarvíkinganna hefur leiguþý þeirra í stjórnmálum reynt að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega hefur verið ráðist á Davíð Oddsson sem enn er gefið að sök að vera "valdamesti" maður Íslands. Ef staðreyndir tala, þá er þetta líklega alveg rétt. Morgunblaðið er einn af fáum boðberum staðreynda í fjölmiðlaheiminum og því ber að fagna, að landsmenn taki staðreyndir fram yfir orðablaður sumra háskólagenginna manna.
![]() |
Evrópumálið of fyrirferðarmikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Góður fundur gefur góð fyrirheit
1.5.2014 | 15:54
Fundur norrænu utanríkisráðherranna í Reykholti er dæmi um gott samstarf Norðurlanda og kveikir framtíðarvon. Vaxandi hernaðarþýðing Norðurslóða vegna útþenslustefnu Rússa krefst sameiningar á kröftum Norðurlanda til að verjast hugsanlegum árásum. Allt er þetta jákvæð þróun fyrir lítið varnarlaust land sem Ísland að eiga góða vini, sem hjálpað geta á raunastund.
Vladimir Pútín, sem hefur hertekið Krímskaga og espar Rússavini til borgarastyrjaldar í Úkraínu, hefur aldrei ætlað sér neitt annað en að endurreisa hið forna Sovétveldi. Það er skýringin á hinni óhemjulegu hernaðalegu uppbyggingu Rússa undanfarin ár sem og áætlun komandi ára.

Ég ræddi við Tomas Ries, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum Norðurlanda og Evrópu í fyrri viku fyrir útvarp Sögu og hann telur að Vesturlönd og NATO hafi sofið á verðinum:
"Vesturlöndin sváfu á verðinum á meðan Pútín byggði upp hernaðarmátt sinn. Pútín hefur algjörlega yfirburðastöðu kjarnorkuvopna í Evrópu, Evrópa er næstum ekki með neitt og Rússland er með geysilegt magn nútíma kjarnorkuvopna, sem aðeins er hægt að nota í Evrópu og ekki bundin Bandaríkjunum. Þetta er einn hlutur og annar er, að frá 2011 eru Rússar að byggja upp hefðbundinn herafla og þegar verkinu lýkur eftir um það bil 28 ár munu Rússar líka hafa geysisterka yfirburðastöðu hefðbundins herafla í Evrópu. Þá munum við standa berskjölduð."
Tomas Ries telur að Ísland, Grænland og Noregur fái erfitt varnarverkefni vegna aukinna kafbátaferða Rússa um Norður-Atlantshaf:
"..við hverfum aftur til Evrópu, þar sem möguleiki vopnaðra árekstra og átaka er kominn til baka og það er ekki gott fyrir neinn. Hvað Ísland varðar, þá byggja Rússar upp hernaðarmátt sinn á Norðurslóðum með strategískum kafbátastyrkleika á Kolahálfeyjunni og það þýðir að farvötn norðan af Íslandi verða hernaðarlega mikilvæg enn á ný. Það verður erfitt fyrir bæði Ísland, Grænland og Noreg og það verður enginn leikur. "
Utanríkismálin eru í góðum höndum utanríkisráðherrans okkar Gunnars Braga Sveinssonar og núverandi ríkisstjórnar.
![]() |
Átökin alvarlegt áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að hreinsa borðið á sumarþingi
30.4.2014 | 16:40
Alþingi þarf ekki að hafa áhyggjur af nafnalista um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB. Málið hefur aldrei komið í hendur þjóðarinnar nema í síðustu Alþingiskosningum. Þá fleygði þjóðin stjórn aðildarsinna á dyr með eftirminnilegum hætti. Þá kusu 96.627 einstaklingar tvo stærstu flokka Íslands á þing, sem báðir lýstu því yfir, að aðildarviðræðum yrði ekki áfram haldið.
Alþingi eitt á aðildarferlið - Alþingi eitt á að ljúka því
Málið er alfarið á ábyrgð meirihluta fyrrverandi Alþingis, sem nú er orðinn að töluverðum minnihluta. Það er á herðum Alþingis að ljúka málinu á sómasamlegan hátt með afturköllun umsóknarinnar. Þeir einstaklingar, sem nú krefjast áframhaldandi stefnu fyrri ríkisstjórnar, sem gafst upp á málinu, geta heldur ekki reitt sig á að forsetinn komi þeim til aðstoðar, þar sem honum (ekki frekar en þjóðinni) var boðið í umsóknarferlið. Forsetinn, sem stöðvaði Icesave og hefur margoft lýst því yfir að Ísland eigi að fylgja Grænlandi og Noregi að málum og halda sér utan við ESB, - var endurkjörinn með trúverðugum meirihluta en forsetaframbjóðandi aðildarsinna Þóra Arnórsdóttir náði ekki kjöri.
Meirihluti þjóðarinnar styður framtíð Íslands án aðildar að ESB

Það er vilji meirihluta þjóðarinnar að Ísland verði utan við ESB. Björn Bjarnason hjá Evrópuvaktinni hefur sýnt fram á, að ESB stöðvaði aðlögunarferlið með því að neita að opna sjávarútvegsmálakaflann. Þá "hægði" fyrri ríkisstjórn á aðlöguninni að eigin sögn en umsóknin var sjálfdauð, því skilmáli Íslands um að halda yfirráðum yfir sjávarlögsögunni er ekki umsemjanleg skv. ESB.
Spurningin er því: HVERS VEGNA DREGUR ALÞINGI EKKI TIL BAKA UMSÓKN FYRRI MEIRIHLUTA ALÞINGIS? Við hvað eru ríkisstjórnarflokkarnir hræddir? Frekjur á Austurvelli sem veifa ESB-fánanum og krefjast endurtekningu Alþingiskosninganna?
Holland hótaði að yfirgefa evruna ár 2012
Sífellt berast sögur frá ESB um stjórnmálaátök og neikvæða þróun evruríkjanna nema Þýzkalands. Reuters birti nýlega grein, sem skýrir frá því að forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hafi hótað Herman van Rompuy að Holland gengi úr evrusamstarfinu 2012, ef kröfur Brussels um "umbótasamninga" aðildarríkjanna til að koma jafnvægi á evruna yrði haldið til streitu. Tillögurnar voru m.a. um að gera undanþágu á Maastricht sáttmálanum (leyfa meira en 3% fjárlagahalla) og færa hluta bankaskulda grískra banka yfir á önnur evruríki. Lítið fylgi er við slíkum hugmyndum í mörgum löndum ESB. Herman van Rompuy sagði í blaðaviðtali, að hann hefði fengið áfall, þegar honum var ljóst hversu víðtæk andstaðan var við hugmyndum ESB: "Holland var á móti samningunum en það var ekki bara Holland: Ég varð agndofa yfir því, hversu víðtæk andstaðan var."
Seðlabanki Hollands með viðbragðsáætlun við hruni evrusvæðisins
Klaas Knot yfirmaður Hollenska Seðlabankans sagði í sjónvarpsviðtali að bankinn hefði skissað viðbragðsáætlun við hugsanlegu hruni evrusvæðisins ár 2012. Yfir 27 miljónir manna lifa án atvinnumöguleika í ESB og fer sífellt fjölgandi á sama tíma og eymdin breiðir úr sér. Að halda áfram aðlögunarferli Íslands er svo öfugsnúið við þessar aðstæður, að eina þjóðaratkvæðagreiðslan sem á rétt á sér, er að þjóðin fái að kjósa um það, hvort leyfa skuli stjórnarandstöðunni að sitja áfram á þingi út kjörtímabilið. Sem arftaki verstu ríkisstjórnar lýðveldisins hefur stjórnarandstöðunni tekist að viðhalda hefðinni og er nú orðin að verstu stjórnarandstöðu Íslands í ómuna tíð.
Ríkisstjórnin þarf að fara að standa í báðar lappirnar og taka af skarið og sýna umbjóðendum sínum þá lágmarkskurteisi, að standa við gefin kosningaloforð.
![]() |
Óljóst hvort ESB-tillaga klárast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhliða makrílkvóti Íslendinga "Jákvætt skref"
24.4.2014 | 13:15

Hafrannsóknarstofnunin hefur gefið út veiðiheimild fyrir ca 890 þús tonnum af makríl fyrir ár 2014. Nýjar tölur verða kynntar í lok maí eftir að stofnunin hefur gert ítarlegri mælingar á hrognum. Fyrri aðferðir stofnunarinnar hafa verið gagnrýndar m.a. af Íslendingum og ekki þótt gefa raunsannar upplýsingar um stærð stofnsins. Talið er að makrílstofninn sé mun stærri en áður hefur verið talið.
Samkomulag ESB, Norðmanna og Færeyinga hefur verið gagnrýnt harðlega af Íslendingum bæði vegna gerð samnings án þáttöku Íslendinga og jafnframt vegna úthlutun alls kvóta Hafrannsóknarráðsins og 17% betur til samningsaðila. Ég skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu Fiskur í sjó með stjörnur á maganum þar sem ég gagnrýndi framferði ESB og Norðmanna harkalega og taldi að ESB væri að kaupa Norðmenn og Færeyinga til að sjálft geta tekið sem mest og vegna fyrirhugaðs viðskiptabanns á Íslendinga.
Á meðan Hafrannsóknarstofnunin hefur ekki birt nýjar tölur er erfitt að skilja, hvernig talsmaður Damanaki telur það "jákvætt skref" af Íslendingum að lýsa einhliða yfir töku sem bætist ofaná þegar "tæmdan kvóta".
Hvers konar samningur er það sem gengur út frá umframveiðum áður en Hafrannsóknarstofnunin hefur fengið tækifæri til að koma með sínar niðurstöðu?
Eru dyrnar "opnar" til samninga um "einhliða makrílkvóta" Íslands? Er það "jákvætt" að Ísland hafi komið með tölu sem síðan á að lækka fyrir innan dyrnar?
Eitthvað hefur ekki enn komið upp á yfirborðið í þessu máli svo allur vari skal hafður.
Kanski sjávarútvegsráðherra Íslands geti útskýrt málið?
![]() |
Tekur vel í einhliða makrílkvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússneskar úrvalshersveitir á Krím miklu fyrr en áður var vitað
22.4.2014 | 22:43

Nýtt myndband, sem talið er koma frá rússneska hernum og sýnir rússneskar sérsveitir m.a. taka byggingar úkraínska sjóhersins og neðanjarðarloftvarnarmiðstöð, er frá 22. febrúar, þ.e.a.s. áður en Janukóvýtj forseti flúði frá Úkraínu.
Sænski hernaðarsérfræðingurinn Lars Gyllenhaal, sem hefur skrifað bókina Rússneskar úrvalssveitir, telur að myndböndin geti verið þau fyrstu frá beinum hernaðaraðgerðum, sem rússneska sérsveitin SSO hefur gert. SSO samanstendur av úrvalshermönnum frá ýmsum deildum úrvalssveita Spetsnaz. Hlutar myndbandsins eru filmaðir af einstaklingum, sem tóku þátt í aðgerðunum t. d. við yfirtöku Belbek loftvarnarstöðvarinnar.
Myndbandið heitir Greinargerð um niðurstöður verkefnis fyrir einingu nr. 0900 á tímabilinu 22. febrúar til 28. mars á AR landsvæði Krím. AR stendur fyrir autonom republik eða sjálfstætt lýðveldi. Lars Gyllenhaal telur dagsetninguna 22. febrúar vera athyglisverða fyrir þá sök, að fyrst daginn eftir hófust mótmælaaðgerðir aðskilnaðarsinna. Myndbandið greinir frá því, að viðkomandi sérsveit rússneska hersins byrjaði að leysa verkefnið daginn áður.
Við í vestri höfum talið að Rússar hafi fyrst sýnt viðbrögð eftir að mótmæli brutust út á Krím. En hér kemur fram, að Rússar hófu aðgerðir sínar þegar þann 22. febrúar. Og þá hefur skipulagningin hafist þó nokkrum dögum áður.
Lars Gyllenhaal telur myndina að öllum líkindum ekta jafnvel þótt erfitt sé að sannreyna dagsetningar. Líklega hafa Rússar sjálfir lekið myndinni á netið, sem vakið hefur aðdáun og umtal á félagsmiðlum þeirra. Upphafshljóðið er tekið burtu og músík lögð inn í staðinn. Hann telur að nýmynduð sérsveit rússneska hersins SSO frá úrvalssveitum Spetsnaz hafi tekið myndina:
Þetta hlýtur að vera fyrsta alvöru verk þeirra.
Endursagt að hluta eftir grein Mikaelu Åkerman Sænska dagblaðinu.
Gústaf Adolf Skúlason
![]() |
Skutu á úkraínska herflugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ófriðardagurinn langi
19.4.2014 | 09:49
Það tók ekki langan tíma eftir friðarsamkomulag stórveldanna Rússlands, USA og ESB á skírdag, þar til öllum varð ljóst að orð á pappír eru bara orð á pappír. Rússar ríða tveimur eyrum og andlitum og friður í orði er einungis til að vinna tíma til að hagræða heimsvaldaútþenslustefnu á borði.

Hin dugmikla fréttakona sænska sjónvarpsins Elin Jönsson hræðist ekki vopnaða grímuklædda menn né ógeðslega þuklandi fingur á líkamanum í leit að vopnum. Hún lét sig hafa það á föstudaginn langa að fara upp á efstu hæð stjórnarinnar í Dónetsk héraðinu og ræða þar við ráðið, sem nú stjórnar sjálfútnefnda alþýðulýðveldinu Dónetsk.
Leiðtogi ráðsins, Denis Pusjílín, sagði að enginn hreyfði sig fet, hvað þá fara að leggja niður vopn á meðan Arsenij Jatsenjuk forsætisráðerra og Oleksandr Turtjynov og ríkisstjórn þeirra sætu við völd. Þeir herramenn yrðu fyrst að yfirgefa ráðuneyti sín og ríkisstjórnina í Kíev. Strax eftir friðarfundinn mikla á skírdag byrjuðu Rússar að ásaka Bandaríkjamenn fyrir að brjóta samninginn. Leiðtogar USA undirbúa núna víðtækari viðskiptabönn gegn Rússlandi, þar sem augljóst er að enginn tekur mark á Skírdagssamningnum.

Ráðið í Dónetsk ætlar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu 11. maí um sjálfstæði Alþýðulýðveldisins Dónetsk. Hvaða spurningar verða lagðar fram gátu leiðtogar ráðsins ekki svarað. Ekki heldur spurningum um hvaða markmið Alþýðulýðveldið hefði í nánustu framtíð. Eina svarið sem Elin Jönsson fékk við spurningum um, hvað þyrfti til að þeir yfirgæfu hina herteknu byggingu var Við viljum verða hluti Sovétríkjanna. Engin svör komu, hvað átt væri við með Sovétríkjunum, sem liðin eru undir lok. Elín segir að aðskilnaðarsinnarnir virðast líta vita, hvað þeir vilja sjálfir og margt bendir til að þeim sé stjórnað frá Rússlandi.
Allt í einu birtist fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi Úkraínu Júlía Týmósjenkó í Dónetsk. Hún segist ætla að ræða við úkraínska hluta hertökumanna og semja við þá um frið.
Föstudagurinn langi varð óvenju stuttur fyrir friðinn en langt þar til honum lýkur fyrir ófriðinn.
![]() |
Vesturlöndin leggi sitt af mörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Orð á blaði gagnslaus ef ekki fylgt eftir í verki
17.4.2014 | 21:53

Utanríkisráðherra USA, John Kerry, sagði að loknum samningafundi USA, ESB, Rússlands og Úkraínu á skírdag í Genf:
Við gerðum samkomulag í dag um að:
allir ólöglega vopnaðir hópar verða að láta vopnin af hendi
allar ólöglega teknar byggingar verði afhentar réttmætum eigendum sínum aftur
allar ólöglega teknar götur, torg og opinberir staðir í úkraínskum borgum verði útrýmdar
Vinna dagsins hefur leitt til markmiða og verkefna og orða á pappír. Við erum þau fyrstu til að skilja og viðurkenna að orðin á pappírnum öðlast aðeins merkingu með þeim aðgerðum, sem fylgja í kjölfarið. Ég gerði Lavrov það ljóst, að ef við höfum ekki séð árangur um framkvæmd markmiðanna við næstu vikulok, þá eigum við engan annan kost en að láta Rússland borga enn hærra verð.
Samkvæmt frétt sænska sjónsvarpsins um samkomulagið eiga þeir sem afhenda vopnin að fá sakaruppgjöf. Öryggisstofnunin ÖSE fær höfuðhlutverk að fylgjast með framkvæmd samningsins sem jafnframt felur í sér að ríkisstjórn Úkraínu verður að breyta stjórnarskrá Úkraínu fyrir auknu sjálfstæði héraða landsins.
Vladímír Pútín forseti Rússlands sagði í fyrirspurnartíma rússneska sjónvarpsins fyrir Genfarfundinn, að fullyrðingar um rússneska hermenn í Úkraínu væri della og minnti samtímis á, að hann hefði úrskurð þingsins til að beita hernum gegn Úkraínu: Ég vonast til að þurfa ekki að notfæra mér þennan rétt. Hann viðurkenndi að rússneskir hermenn hefðu verið til staðar á Krímskaga áður en Krím var innlimað í Rússland.
Í kvöld berast fréttir frá Úkraínu um mótmælagöngur til að sameina Úkraínu þ.e.a.s. gegn aðskilnaðarsinnum en mikill meirihluti íbúa Austur-Úkraínu vilja ekki ganga Rússlandi á hönd en vilja sjálfstæða Úkraínu. Í Kramatorsk tókst lögreglu að stöðva Rússavini frá því að hindra slíka mótmælagöngu daginn fyrir skírdag en í annarri borg urðu mótmælendur að aflýsa göngu vegna hótana aðskilnaðarsinna. Elín Jönsson fréttakona sænska sjónvarpsins sagði í viðtali í kvöld, að það færi eftir því hverjir réðu yfir vopnuðum hópum, sem tekið hafa opinberar byggingar í a.m.k. tíu borgum í Austur-Úkraínu, hvernig gengi að framfylgja ákvæðum skírdagssamningsins. Þar sem Rússar réðu reyndi á raunverulegan vilja þeirra til að gefa eftir vopn, byggingar og svæði. Þar sem Úkraínubúar réðu reyndi á traust þeirra til stjórnarinnar í Kænugarði. Elín vildi meina að slíkt traust væri ekki til staðar. Kröfur hafa komið frá aðskilnaðarsinnum um að stjórnin í Kíev leggi niður vopnin áður en aðskilnaðarsinnar skili sínum vopnum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pútín er verri en Sovétleiðtogarnir
15.4.2014 | 17:57

Hún stendur í miðju heimsátaka með tárin í augunum. Antonía er 74 ára gömul og hélt aldrei að hún þyrfti að upplifa stríð aftur, núna heldur heimurinn andanum niðri yfir því sem getur gerst á götum hennar.
Tvær herþyrlur sveima yfir miðborg Donetsk í lítilli hæð. Einu áhrif þessarar vöðvasýningar er að mótmælendur á jörðu niðri hrópa og gefa fingurinn. Köll þeirra drukkna í þungu hljóði skrúfublaðanna.
Þegar þyrlurnar eru horfnar í sjóndeildarhringinn tekur Antónía, sem ekki vill segja eftirnafn sitt, aftur til máls.
Pabbi minn dó í stríðinu, þegar ég var barn, núna á ég sjálf barnabörn og sé hvernig ofbeldið kemur nær okkur. Ég hef ekki orðið svona hrædd í 60 ár.
Hún sker sig frá öðrum þar sem við erum. Hugguleg dama með handtösku á meðal manna með barefli, kylfur og ógnvekjandi augnarráð. Hún lætur sýn þeirra ekki trufla sig.
Skilningslausir piltar, þetta eru hugsunarlausir drengir.
Land okkar er heltekið spillingu
Í tvær vikur hafa mótmælendur hertekið stórt svæði í miðborg Donetsk og útnefnt sjálfstæðu alþýðulýðveldi. Ef piltarnir, eins og Antónía kallar þá, væru eina ógnin, mundu vopnaðar sveitir Úkraínu trúlega ekki bíða með hendina á gikknum. En alveg eins og á Krímskaga fyrir mánuði síðan er það hafið yfir allan vafa að valdameiri leikstjóri stendur að baki götuuppreisnarinnar í Donetsk.
Það nægir að kíkja upp til húsþakanna til að fá ískalda tilfinningu, um að allt annar eldkraftur er nálægur en götusteinar og mólótóvkokteilar. Sem litla díla hátt uppi á þökum sjáum við menn vaka yfir miðbæjarkjarnanum. Med sjónauka eða byssusikti. Í mörgum nágrannabæjum standa hálfhervæddir aðskilnaðarsinnar opið með byssur á götum úti.
En Antónía hræðist ekki að segja skoðun sína. Með hárri rödd útskýrir hún, að hún vilji tilheyra Úkraínu og ekki Pútín, þar sem hann er bæði óútreiknanlegur og hættulegur.
Ekki eins og gömlu Sovétleiðtogarnir, við vissum hvar við höfðum þá. Ég vil að barnabörnin mín fái að vaxa upp í frjálsu landi, en ég treysti ekki Sjálfstæðistorgshliðinni heldur, vandamálið er að landið okkar er gegnumsýrt spillingu.
Gamla daman gengur á braut. Fyrir innan víggirðinguna skerast slagorðin gegnum sprungna hátalara. Þjóðaratkvæði er eina orðið sem hægt er að skilja í hávaðanum.
Ég vonast eftir sjálfstæði
Alveg eins og á Krímskaganum vilja mótmælendurnir í Donetsk fá þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Úkraínu.
Við viljum ekki tilheyra fasistunum í Kíev, segir leigubílstjórinn Nikoloy Martyuov. Han situr ásamt konu sinni Oksana og hitar sér við smábál.
Við komum hingað daglega, það er mikilvægt fyrir okkur.
Af hverju, þið lítið ekki út eins og þið séuð að fara að berjast?
Nei, en við erum með hjúkramenntun og ef ástandið verður hættulegt getum við hjálpað til. Nikoloy Martyuov líkar ekki spurningin um að hann sé þarna til að berjast. Kíktu í kringum þíg, það eru engir hryðjuverkamenn hér, þetta er venjulegt fólk sem líkar ekki að Kíev taki alla peningana okkar og við fáum ekkert í staðinn.
Orð Nikoloys endurkastast frá girðingunni fyrir framan hann. Haugar af götusteinum í stöflum, snyrtilega uppraðaðir tréstokkar til íkveikju brunaveggja og næsta vopn, sem aldrei er lengra í burtu en tvo metra.
Hinum megin við landamærin bíða rússneskar herdeildar tilbúnar.
Byggt á grein Erik Wiman i Aftonbladet 15. april 2014
![]() |
Úkraínumenn grípa til vopna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Á barmi styrjaldar
14.4.2014 | 15:07

Sænska sjónvarpið átti viðtal við Rússlandssérfræðinginn Gudrun Persson hjá rannsóknarstofnun Varnarmála í Svíþjóð í gærkvöldi, þar sem Gudrun lýsti yfir áhyggjum vegna þróunar mála í Úkraínu.
Ástandið í Austur - Úkraínu minnir á það sem gerðist á Krím. Nú eins og þá segja Rússar að rússneskar hersveitir séu ekki að verki. Við höfum séð eins konar rússneskar úrvalssveitir í gær og í dag, sem hafa hertekið byggingar á mörgum stöðum. Þetta getur verið aðdragandi að meiriháttar innrás, sagði Gudrun.
Hún telur, að Úkraína standi frammi fyrir örlagastundu, því ef Úkraína skerst í leikinn gegn rússneskt sinnuðum aðildarsinnum sem hafa hertekið opinberar byggingar, þá muni það verða Rússum tilefni að halda aðgerðum áfram. Ef Úkraína grípur ekki í taumana muni ástandið líkjast því, sem gerðist á Krím-skaganum.
Á Krím lét úkraínska stjórnin ekki hart mæta hörðu en segist ætla að gera það núna?
Það er það sem er svo alvarlegt, við erum á barmi innanríkisstyrjaldar í Evrópu. Það er athyglisvert, að Vladimir Putín talar um rétt okkar til sögulegra landssvæða. Ef við lyftum þeim steini getur það leitt okkur afar langt, sagði Gudrun Persson.
Hvernig geta ESB, USA og NATO brugðist við?
USA talar um áframhaldandi fjárhagslegar refsiaðgerðir sem einnig er uppi á teningnum hjá ESB. Ég á erfitt með að sjá hernaðaríhlutun fyrir mér. NATO hefur lýst því yfir, að það muni aðstoða meðlimi en ekki aðra. NATO hefur flutt herdeildir í austri en það eru táknrænar aðgerðir, segir Gudrun Persson.
Fréttaritari sænska sjónvarpsins Elín Jönsson lýsti, í viðtali frá Moskvu í gær, að ákvörðun ríkisstjórnar Úkraínu um að beita hervaldi er í Rússlandi talin marka upphaf innanríkisstyrjaldar og að stjórnin í Kænugarði vilji spilla blóði og lífum til að styrkja eigin völd.
Það er mjög uppskrúfuð umræða hér í Rússlandi. Það er talað um frumkvæði Vesturvelda og að bandaríska leyniþjónustan liggi að baki ákvörðunarinnar og að Vesturlönd séu að innlima Úkraínu.
Gudrun Persson sagði að það væru rússneskir hermenn að störfum í Úkraínu og það sama segja margir aðrir?
Þessu neita Rússar. Utanríkisráðherrann segir þetta lygar sem bandarískir fjölmiðlar dreifi til að villa um fyrir fólki, sagði Elin Jönsson.
Ef ástandið magnast enn frekar og úkraínski herinn grípur inn hvað gera Rússar þá?
Það er erfitt að vita. Fáir sáu það fyrir hvað mundi gerast á Krím og það er einnig erfitt að sjá fyrir í stöðunni núna. En það er ljóst að Rússar vilja skapa upplausnarástand og jafnvel koma í veg fyrir kosningarnar í Úkraínu í maí.
![]() |
Forsetinn hótar hernaðaraðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)