Færsluflokkur: Evrópumál
Sænskir sósíaldemókratar á móti sambandsríki ESB. Segja hugmynd um fastaher ESB brjóta gegn hlutleysistefnunni.
10.12.2012 | 17:53
Peter Hultqvist fulltrúi sænskra sósíaldemókrata sagði í fréttatíma sænska sjónvarpsins að kvöldi 10. desember, að sænskir sósíaldemókratar væru mótfallnir þróun ESB í sambandsríki. Hann var spurður um afstöðu sósíaldemókrata til uppbyggingu fastahers Evrópusambandsins, þar sem her aðildarríkjanna yrði slegið saman í einn her eins og nú er rætt um. Sænski hershöfðinginn Håkan Syrén hefur lagt þessa hugmynd fram í Svíþjóð. Peter Hultqvist sagði: "Ég sé enga framtíð í því fyrir Evrópu, að her landanna yrði sameinaður í eina skipulagða heild, slíkt gengi beint gegn hlutleysisstefnunni. Þetta er hluti af byggingu sambandsríkis, þar sem allt ESB er á leiðinni að verða að einu sameiginlegu ríki. Flokkur okkar er á móti sambandsríki."
Varnamálaráðherra Svía, Karin Enström, sagði að það væri alls ekki á borðinu að láta fjárframlög Svía til hernaðarmála ganga til ESB og uppbyggingu herafla ESB. "Hins vegar er það mikilvægt að eiga gott samstarf að öðru leyti."
Hugmyndir EU um eigin fastaher er sett fram í kjölfarið á útnefningu ESB til friðarverðlauna Alfred Nóbels. Friðarnefnd Alfreð Nóbels, sem norska Stórþingið skipar, afhenti friðarverðlaunin til ESB fyrr í dag. Í langri lofrullu fór Thorbjörn Jagland hástemmdum rómi um samstarf Frakka og Þjóðverja og þýðingu þess fyrir frið á meginlandi Evrópu vegna starfa innan ESB. (Ekki heyrði ég hann minnast á NATO eða aðkomu þess í friðarsköpun álfunnar).
Það var kaldhæðnislegt, að Jagland minntist á, að friðarverðlaunum Nóbels hefðu á árunum 1926 og 1927 verið skipt á milli Þjóðverja og Frakka. Heimurinn stóð þá eins og nú á barmi efnahagslegs hengiflugs, sem skömmu síðar breyttist í Kreppuna Miklu. 85 árum síðar er heimurinn á ný í sömu stöðu en í enn þá hrikalegri mynd m.a. vegna stjórnmálalegrar tilraunar með sameiginlegan gjaldmiðil, evruna.
Friðarverðlaunin komu hvorki í veg fyrir heimsstyrjöld þá né munu þau gera það núna. Skiptir þá engu hversu mikið Jagland daðrar við ESB eða mörg krókódílstár José Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB, fellir yfir hungruðum börnum, sem hvorki eru spænsk, portúgölsk, ítölsk, írsk og engan veginn grísk.
![]() |
Sýrland blettur á samvisku heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 12.12.2012 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matsfyrirtækin fara nýjan hring og lækka mat á löndum og bönkum. ESB og USA keyra með núverandi peningastefnu út í skurð. Í ESB er ástæðan evran, heimsvaldadraumurinn og skuldsetning ríkja til að borga óreiðumönnum fyrir afglöp sín og tryggja áframhaldandi afglapastörf. USA er er komið á heljarskuldaþröm og seðlabankar USA og UK dæla trilljörðum dollara og punda út í fjármálafyrirtækin til að halda uppi loftbólu á verðbréfamörkuðum. Seðlabanki ESB gerir sama hlut með því að kaupa ónýt ríkisskuldabréf gjaldþrota evruríkja.
ESB borgaði út um 1.100 miljarða SEK til ýmissa verkefna á síðasta ári. Endurskoðendur sambandsins sjá, að tæp 4% glötuðust í röngum útborgunum. Þá er ekki verið að tala um mat á vafasömum verkefnum eins og styrki til "bænda," sem eru stóreignamenn án búskapar eins og t.d. Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar né heldur kaup ESB á fisk til að henda á haugana svo fiskverðið "hækki" á mörkuðum. Hér er einungis verið að tala um þær greiðslur, sem við fyrstu einföldu athugun sýna, að rangar upplýsingar hafa vísvitandi verið gefnar upp í styrkjaumsóknum, t.d. að rannsóknarstyrkir hafa verið notaðir til að greiða forstjóranum laun en engar rannsóknir átt sér stað o.s.frv. Á síðustu fimm árum hefur þessi sjáanlegi spillingartoppur verið á milli 3 til 7% árlega. Á árunum 2008 til 2011 glataði ESB 234 miljörðum sænskra króna á þennan hátt og mótsvarar sú upphæð 1,4 ársframleiðslu aðildarríkisins Kýpur eða 2,6 ársframleiðslum Íslands. Og þetta er bara sýnilegi toppurinn á spillingarísjaka ESB.
Endurskoðendur gagnrýna að ESB kannar ekki, hvort peningarnir lendi í réttum höndum. Vitor Caldeira, formaður endurskoðendaréttarins segir, að endurskoðendur hafi í fjöldamörg ár krafist betri vinnubragða.
"Við höfum yfirgnæfandi sannanir fyrir því, að framkvæmdastjórnin og aðildarríkin geti nýtt fjárlög ESB á betri og afkastameiri hátt og skapað meira virði fyrir meðborgara sambandsins."
Í 18 ár hafa endurskoðendur því neitað að setja nöfn sín undir efnahagsreikninga ESB. Engar ríkisstjórnir, fyrirtæki né einstaklingar kæmust upp með slíkt í aðildarríkjum sambandsins.
Búrokratarnir halda samt ótrauðir áfram iðju sinni að afnema fjárhagslegt sjálfstæði aðildrarríkjanna og telja enga aðra en framkvæmdastjórnina geta farið með fjármál sambandsríkisins.
![]() |
Grikkir niður fyrir ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svíum neitað um hærri eiginfjárbindingar sænskra banka. Þjóðverjar á móti yfirstjórn SE yfir þýzkum bönkum.
6.12.2012 | 02:52

Ef að Svíar taka þátt í bankasambandi ESB, þá fá þeir ekki að krefjast hærri eiginfjárbindingu hjá sænskum bönkum en þeirrar, sem ákveðin er af ESB. Þetta kom fram í atkvæðagreiðslu efnahagsnefndar Evrópuþingsins í lok nóvember, þegar nefndin tók ákvörðun í málinu.
Fyrir Svíþjóð hefur krafan um hærri eiginfjárbindingu bankanna verið mikilvæg til að vega á móti áhættu bankakerfisins, sem vaxið hefur mikið á undanförnum árum og er nú mörgum sinnum stærra en sænska efnahagskerfið (a.m.k. fimm sinnum stærra, ef ég man rétt).
Efnahagsnefnd Evrópuþingsins telur, að Seðlabanki Evrópu beri ábyrgð á bönkum, sem taka á móti neyðarlánum og öðrum kerfismikilvægum bönkum. SE á að fá óskoraðan rétt til að taka yfir rekstur banka hvenær sem er einnig minni banka. Þessu hafa Þjóðverjar mótmælt og telja að fjármálaeftirlit einstakra landa eigi sjálft að annast eftirlit með eigin bönkum. Deila stendur um völd SE og bankasambandsins milli Frakka og Þjóðverja og ekki útséð, hvort hægt verður að koma nýjum lögum í gegn fyrir áramót eins og áætlað var.
Efnahagsnefndin vill að eftirlitsnefnd bankanna EBA verði valdameiri, þar sem EBA tókst ekki að fá fram allar upplýsingar eins og t.d. við álagsprófun banka á Spáni. Spánn hefur nýlega beðið ESB um tæplega 40 miljarða neyðarlán vegna slæmrar stöðu spænskra banka.
Efnahagsnefndin leggur einnig til, að ef fimm eða færri lönd í ESB verði utanvið hið nýja bankasamband, verði atkvæðaréttur þeirra landa takmarkaður.
"Ef að t.d. bara StóraBretland er fyrir utan bankasambandið gengur ekki að StóraBretland hafi neitunarvald í öllum ákvörðunum EBA,"segir þýski umhverfisgræninginn Sven Giegold, talsmaður efnahagsnefndarinnar.
Meiningin er að við atkvæðagreiðslur verði bæði tekið tillit til meirihluta landa bankasambandsins og ríkja ESB utanvið bankasambandið en sú regla hættir sem sagt að gilda ef fimm eða færri lönd standa utanvið bankasambandið.
Byggt á Svenska Dagbladet og Euractiv
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Kreppan hefur þegar orsakað skaða á við eina heimsstyrjöld"
5.12.2012 | 10:08

"Fjármálakreppan hefur þegar orsakað efnahagsskaða á við eina heimsstyrjöld og verðið þurfa barnabörnin okkar líka að borga" segir Andy Haldane, einn av æðstu yfirmönnum breska seðlabankans, Bank of England, í nýlegu viðtali við BBC.
"Ef horft er á tekjur og framleiðslu er staðan jafnalvarleg og eftir eina heimsstyrjöld. Það væri furðulegt, ef fólk spyrði ekki um, hvað hefði mistekist í fjármálageiranum," segir Haldane.
Fjórum árum eftir að fjármálakreppan braust út er breskur efnahagur enn 3% minni en þegar hann var á toppnum.
"Ef við erum lánsöm greiða börnin okkar verðið fyrir kreppuna en það er líklegt að barnabörnin okkar þurfi að borga líka. Það er öll ástæða fyrir almenning að æsa sig mjög yfir því, sem hefur gerst - og reiðast," sagði Haldane skv. The Telegraph.
Seinna í dag mun fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, gefa skýrslu um ástandið, sem er mjög dökkt. Haldane telur að bankarnir séu hindrun í vegi snöggs bata í efnahagskerfinu. Efasemdir eru mjög útbreiddar um að bankarnir hafi verið fullkomlega heiðarlegir í útskýringum sínum um umfang slæmra útlána og á meðan efinn gegn bönkunum er til staðar getur fjármagnskerfið ekki virkað sem skyldi.
Fjárfestar eru ekki eins viljugir að hafa peningana í bankanum. Annað hvort krefjast þeir hærri vaxta til að lána út til bankans eða þeir taka einfaldlega út peningana sína.
Haldane meinar, að mikilvægasta spurningin fyrir breskan efnahag er að auka traustið á bönkunum.
"Meira þarf að gera til að koma útlánastarfsemi í gang og rétta við efnahaginn," segir Haldane, sem enn finnst laun bankastjóra of hátt.
"Mér finnst að launin megi falla enn frekar."
Byggt á DI og Telegraph.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blairbakterían á undanhaldi. Bretar þurfa ekki lengur að samþykkja nein ESB-"örlög"
28.11.2012 | 20:41
Tony Blair hefur fengið að heyra mörg nöfn allt frá manninum með colgate brosið til Blöööör. Núna þegar hann skortir öll rök gegn þeim, sem er á móti evrunni, kallar hann þá fyrir "vírus" og segir, að Bretland verði að samþykkja ESB-"örlög" sín.
Fyrri forsætisráðherrann sagði, að aukin andstaða og umræður gegn evrunn á breska þinginu væri "eins konar vírus" og að þingmenn tækju afstöðu í ESB-málum "til að festa hann i sessi."
Í ræðu hjá erlendri viðskiptahugveitu í London sagði Blair:
"Evrópa eru örlög sem aldrei verður auðvelt að faðma. Það yrðu hrapaleg mistök ríkisstarfsmanna að snúa baki við þeim og hverfa frá afgerandi valda- og áhrifastöðu á 21. öld."
Þá vitum við það. Þegar rökin duga ekki lengur gegn andstæðingum evrunnar, þá er bara að kalla þá fyrir "vírus" og að menn eigi að sætta sig við "ESB-örlögin."
Greinilega er Blairbakterían á undanhaldi.
Byggt á Daily Express
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hanna Birna Kristjánsdóttir verðugur forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn Íslands
26.11.2012 | 15:45
Ásmundur Einar Daðason bendir réttilega á vinnubrögð Samfylkingarinnar, sem notfærði sér bankahrun og efnahagsörðuleika íslensku þjóðarinnar til að þvinga skoðun sinni um ESB sem allsherjarlausn á vandamálum Íslendinga upp á þjóðina.
Það er einnig rétt hjá Asmundi Daðasyni, að þegar nú er orðið ljóst með jafn tryggum hætti og er, að um 54% þjóðarinnar vill afturkalla umsókn Íslands til ESB en tæplega 37% vill halda umsókninni til streitu, þá eru það svik við þjóðarviljann að halda áfram uppteknum hætti eins og ekkert sé og aðlaga íslenskt stjórnkerfi og samfélag að aðildarkjörum Evrópusambandsins. Engu er líkara en Samfylkingin vilji skaða landið eins mikið og hún getur áorkað fyrir næstu alþingiskosningar.
Ef heiðarlegt fólk hefði ráðið för hefði allur þessi ESB-pakki ríkisstjórnarinnar fyrir löngu síðan verið lagður til hliðar fyrir mikilvægari verkefnum. Uppbygging atvinnulífs og afkomumöguleikar fólks ásamt skuldaleiðréttingu heimila og fyrirtækja hafa alla tíð verið mikilvægustu málaflokkar þjóðarinnar sjálfrar skv. skoðanakönnunum. Þannig töldu færri en 2% þjóðarinnar stjórnarskrármálið vera mikilvægt í skoðanakönnunum eftir hrun. En Samfylkingin ber ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Hennar hagur er að næla í fáein embætti í Brussel fyrir leiðtoga sína og stýra þaðan hruni sambandsins.
Sósíaldemókratar nútímans hafa tekið við af bólsévíkum Sovét og gegnum alþjóðasamtök sín byggja þeir upp ESB sem heimsveldi, sem á að verða voldugra en bæði Kína og USA. Enginn kjósandi neins staðar í aðildarríkjunum hefur gefið framkvæmdastjórninni umboð að stofna sambandsríki. Stjórnarskrártilraun ESB var felld í Hollandi og Frakklandi. En siður ESB og umboðsaðila þeirra á Íslandi er ekki að hlusta á venjulegt fólk. Þeir fara sínu fram meðvitaðir um, að fólk vill annað og traðka þar með lýðræðið fótum niður. Þetta er átakanlega skýrt í ESB og á Íslandi.

Sem betur fer heldur íslenska þjóðin sínu striki. Styrkur þjóðarinnar í Icesave-málinu er okkur öllum hvatning til frekari lýðræðisdáða. Prófkjör stjórnmálaflokka er einnig tákn um styrkleika, að kjósendum er gefinn beinn kostur á að raða fólki á framboðslistana, sem síðan verður kosið um. Stórglæsileg útkoma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík gefur góða von um leiðtoga til að takast á við þau stóru verkefni, sem þjóðin stendur frammi fyrir. Í stað þess að draga úr þjóðinni allan kjark og trú á sig sjálfa, stappa góðir leiðtogar stálinu í fólk til að takast í sameiningu á við verkefnin. Án þess að halla á neinn stjórnmálaflokk eða leiðtoga er mitt mat og ósk að sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem næsta forsætisráðherra Íslands. Hún talar máli fólksins og skapar samstöðu um verkefnin. Önnur góð kona á einnig skilyrðislaust sæti í næstu ríkisstjórn Íslands og það er Vigdís Hauksdóttir m.a. vegna vasklegrar framgöngu í utanríkismálum þjóðarinnar. Þarmeð hef ég sagt, hverjum ég treysti best að leiða þjóðina úr ógöngunum: Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Í afstöðu til ESB er Framsóknarflokkurinn falslausastur allra íslenskra stjórnmálaflokka. Grasrót Sjálfstæðisflokksins er líka heil og flokkurinn verður allur heill með Hönnu Birnu við stýrið. Samstarf þessarra flokka var farsælasta uppbyggingarskeið lýðveldisins og það er rangt að kenna stjórnmálamönnum um afbrot fjárglæframanna eða galla peningakerfisins.
Spurning Ásmundar Daða Einarssonar er því mjög þýðingarmikil og það skiptir öllu máli, hverja þjóðin kýs sem leiðtoga.
![]() |
Hverjir leiða þjóðina út úr ógöngunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 28.11.2012 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB platar fátæk strandríki að selja fiskimið sín.
24.11.2012 | 22:43
Isabella Lövin, Evrópuþingmaður Græna Umhverfisflokksins í Svíþjóð og meðlimur í fiskveiðinefnd Evrópusambandsins skrifar grein í DN 22. nóvember um fiskveiðistefnu ESB. Hún skrifaði bókina Þögult Haf 2007 um veiði síðasta matarfisksins, þar sem hún lýsir því, hvernig styrkjakerfi ESB, lobbýhópar útgerða og ríkisstyrkt ofveiði er að útrýma matarfiski hafsins.
"Meira en annar hver fiskur, sem er borðaður í ESB í dag er innfluttur. Það er sorgleg niðurstaða skipbrota sjávarútvegsstefnu, sem um áratugi hefur tæmt eigin fiskimið Evrópu á fiski. En eiginafkomustaðan í Evrópu í dag er í raun og veru miklu minni. Fjórðungur þess fisks, sem er skilgreindur sem ESB fiskur, er veiddur af skipum ESB á öðrum fiskimiðum en eru í lögsögu ESB. Fiskurinn getur komið frá Vestur-Afríku, Indlandshafi eða Kyrrahafi.
Þessi veiði er núna niðurgreidd af skattgreiðendum ESB með fiskisamningum, sem ESB gerir við lönd þriðja heimsins. Um tuttugu slíkir samningar eru í gildi í dag. Fyrir utan þessa opinberu samninga eru í gangi fjöldinn allur af einkasamningum milli fyrirtækja ESB og strandríkja þróunarlanda. ESB er í dag stærsti fiskineytendamarkaður heims á undan Japan og USA."
Isabella skrifar í grein sinni, að sérstakur skýrslumaður Sameinuðu Þjóðanna um matvælaöryggi og rétt til matar, Olivier De Schutter, hafi í nýlegri skýrslu bent á, að stöðugt aukin eftirspurn á fiski og stóriðjutogarar ríku landanna séu "alvarleg ógnun við matvælaöryggi fátækra landa."
"Þegar ESB gerði samning við Senegal 2005 þá gerðu samtímis mörg einkafyrirtæki samning við þáverandi ríkisstjórn Senegal. Þetta jók mjög álögur á fiskistofna fyrir senegalíska samfélagið. Þar að auki voru samningarnir ekki opinberir og þar með engar upplýsingar um þær fjárhæðir, sem greiddar voru." Þessu hefur Græni hópurinn á Evrópuþinginu reynt að breyta að sögn Isabellu. "Vegna krafna Evrópuþingsins er nýr fiskveiðisamningur við Mauretaníu meira haldbær. Fiskiskip ESB mega aðeins veiða utanvið 20 sjómílur og ekki veiða kolkrabba, sem heimasjómenn nytja ásamt stórhækkuðum fiskveiðigjöldum.
Fiskiðnaðurinn mótmælir þessu harðlega og neitar að fylgja samningnum þar sem veiðarnar eru ekki taldir arðbærar. Sem beinir kastljósi á málið: ef flotinn getur ekki grætt á haldbærum veiðum, þá verða þeir að leggja starfsemina niður. Ef ESB hefði aftur á móti ekki verið með samning, þá hefðu þeir getað haldið áfram veiðum með mismunandi einkasamningum."
Isabella Lövin segir frá umræðu og komandi atkvæðagreiðslu Evrópuþingsins um málið, sem hún telur að muni minnka ránveiðar ESB og annarra á fjarlægum miðum og gera ESB ábyrgðarmeira (lesist valdameira/GS):
1. Floti ESB á einungis að fá að stunda fiskveiðar á framandi miðum, þar sem vísindalegar niðurstöður liggja fyrir um stærð fiskistofna, sem duga umfram þarfir heimamanna strandríkja.
2. Styrkir verði aðskildir frá fiskveiðisamningum. Ekki má plata fátæk lönd að selja burt fiskimið sín til að fá hærri styrki. Ekki má skilyrða styrki frá ESB til að fá aðgang að fiskimiðum heimamanna.
3. Útgerðin skal sjálf borga fyrir veiðileyfi í stað skattgreiðenda.
4. ESB á bara að gera samninga við lýðræðisleg ríki.
5. Engar útgerðir mega gera einkasamning við ríki, sem ESB er með samning við. Ekki má breyta fánum skipa t.d. frá ESB fána yfir í annan, þegar það hentar.
6. Harðara eftirlit með einkasamningum. Fyrirtæki í ESB eru með 321 fiskveiðiskip undir fánum 24 ríkja og veiða framhjá samningum ESB.
Hér kemur skýrt fram hjá Isabellu, að ESB eitt má gera samninga við erlend ríki og vill uppræta einkasamninga fiskveiðifyrirtækja sambandsríkjanna með samningum, sem gerir ómögulegt að halda úti útgerðarstarfsemi einkafyrirtækja. Búrókratarnir vilja því kenna einkafyrirtækjum um afleiðingar vonlausrar sjávarútvegsstefnu sambandsins, sem leitt hefur til tæmingar matarfisks úr höfum ESB og núna á miðum fjarlægra landa. Greinilega er ætlun ESB, að einungis viðurkennd útgerðafélög fái að sitja í náðinni og veiða skv. samningum sem búrókratarnir gera. Með þessu skipulagi er allur frjáls rekstur útgerðafyrirtækja sambandsríkjanna settur úr leik og einungis risafyrirtækjum gert kleift að lifa í samvinnu við ESB og styrkjakerfi sambandsins.
Þetta er sama stefnan og ESB sýnir í makríldeilunni, að enginn má semja nema ESB sjálft. Skilyrði útgerða ESB er: gerðu það sem búrókratarnir segja eða hættu starfsemi í greininni. Það sama gildir fyrir Ísland og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Eyðileggja á farsælan atvinnuveg, svo ESB geti þótzt vera umhverfisvænt.
Hversu mikið sem græningjar og aðrir tala réttilega um útrýmingarhættu fiskistofna, þá er framkvæmdin núll við varðveislu þeirra í raunveruleikanum. T.d. hefur sjávarútvegsstefnan leitt til ómannúðlegra hákarlaveiða, sem sænska sjónvarpið sagði frá nýlega. Þar veiða aðallega spánskir og portúgalskir sjómenn hákarl vegna verðmæta í uggum og sporði, sem selt er á Asíumarkaði sem fjörlyf fyrir góðan pening. Vesalings hákarlinn er verkaður lifandi, skornir af uggar og sporður og lifandi kroppnum hent aftur í sjóinn, því ekkert fæst fyrir hann. Eru margar hákarlategundir í útrýmingarhættu af þessum sökum.
![]() |
Kvartaði yfir seinagangi ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 25.11.2012 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gott að sjá kraftinn í Heimssýn - fullveldið tryggir framtíð Íslands
15.11.2012 | 22:14
Það er ánægjulegt að sjá hið málefnalega blað Heimssýnar, sem dreift var með Mbl. fyrir stuttu. Það, sem vekur sérstaklega góða tilfinningu er krafturinn í samstöðu þjóðarannar á bak við afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB.
Fundarherferð Heimssýnar um landið er án efa mjög þörf og þar sýnir sig, að afstaða þjóðarinnar er þverpólitísk á alla flokka. Einungis Samfylkingin er hreinræktaður ESB flokkur.
Hinir hafa allir lagt eyrað að jörðinni og heyrt hjartslátt þjóðarinnar í þessu stóra máli.
Það er ekki bara framtíðarskipulag ESB, sem er í húfi, heldur í raun allt peningakerfi hins vestræna heims. Ég hef ekki náð að lesa allt blaðið en grein Frosta Sigurjónssonar er ég búinn að lesa og mæli með að aðrir geri það líka.
Frosti Sigurjónsson er landsmönnum að góðu kunnur í baráttunni gegn Icesave og núna, sem sá frumkvöðull hann er, í baráttunni fyrir umbótum á peningakerfinu m.a. í samtökum Betra Peningakerfi. Hann hefur haldið fjölmarga fyrirlestra á stjórnmálafundum, fundum ýmissa samtaka og stofnana og verið tíður gestur í útvarps- og sjónvarpsþáttum við að útskýra þá stefnu peningamála, sem byggist á s.k. heildarforðakerfi í stað núverandi brotaforðakerfi.
Í stuttu máli má segja að heildarbrotakerfi þýðir að til sé innistæða fyrir útlánum banka í stað núverandi kerfis með aðeins broti af innistæðum á móti útlánum banka. Vegna núverandi kerfis, þegar bankarnir hafa spennt útlánabogann út um allar jarðir yfir þolmörk, þá eru ekki lengur til peningar til að borga vexti og afborganir af öllum lánunum einfaldlega vegna þess, að brotaforði útgefinna seðla og myntar dugir ekki til. Þá hefur verið gripið til þess ráðs bæði í USA, Bretlandi og núna í ESB að dæla inn nýju fjármagni til bankakerfisins, sem skuldfært er í ríkisskuldabréfum viðkomandi ríkja. En því miður hafa bankarnir í ríkari mæli notað peningana til að viðhalda verðbréfamarkaðsbólu í stað eðlilegrar inngjafar í viðskipta- og efnahagslífið á sama tíma og stjórnmálamenn keppast við að hækka skatta og skera niður þjónustu.
Sú stefna leiðir einungis til þeirra sjálfheldu, sem við sjáum mörg ríki ESB - aðallega evruríkin í Suður Evrópou - vera komin í og hefur skapað óhaldbæra þjóðfélagslega spennu með vaxandi líkum á þjóðfélagsátökum. Virðist sem sagan sé að endurtaka sig frá kreppunni miklu fyrir stríð, þegar sömu mistökin að blanda saman peningaframleiðslu og skuldum eru endurtekin.
Frosti Sigurjónsson er rekstrarhagfræðingur og frumkvöðull. Ég hef sjálfur notað leitarvélina hans dohop.com sem er einhver sú besta ferðaleitunarvél, sem finnst á Internet. Hann hefur mjög málefnalega og grundaða framsetningu á kostum þess að innleiða betra peningakerfi á Íslandi og stjórnmálaöflin eru að vakna til vitundar að eitthvað nýtt verður að koma til svo sagan endurtaki sig ekki með útrásarvíkingana, sem notuðu bankana til að byggja upp 10 sinnum stærri skuldabólu en mótsvarar efnahagsstærð þjóðarinnar. Til dæmis hefur Lilja Mósesdóttir, Samstöðu, lagt fram frumvarp á Alþingi um heildarforðakerfi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Skuldum heimilanna aflétt. Kreppunni lokið á Íslandi."
15.11.2012 | 07:35

Sænska Metró er dreift ókeypis á lestarstöðvar í helstu borgum Svíþjóðar í yfir hálfri miljónum eintaka á dag. Blaðið hefur mikla útbreiðslu, þar sem farþegar t.d. neðanjarðalestakerfis Stokkhólms lesa það á ferðum sínum. Þriðjudaginn 13. nóv. skrifar Arne Bengtsson hjá Utanríkispólitísku stofnuninni grein um, að Ísland hafi reist sig úr öskunni. Boðskapurinn er:
"Atvinnuleysið minnkar, kaupmátturinn eykst og skuldum heimila hefur verið aflétt á Íslandi."
Vitnað er í hagfræðiprófessor Gylfa Zoega, sem staðfestir að "kreppunni sé opinberlega lokið á Íslandi", þrátt fyrir að lífskjörin séu enn ekki alveg eins góð og þau voru árið 2007.
Sagt er frá, hvernig neyðarlán AGS og Norðurlöndum, fengust með skilyrðum um niðurskurð, en að ríkisstjórnin hafi gengið gegn því og aukið félagslegar tryggingarbætur og aðstoð árin 2009 og 2010. Að stórar fjárhæðir hafi gengið til að aðstoða skuldara, sem ekki gátu borgað lánin sín. Þess vegna hafi skattahækkanir verið nauðsynlegar, mest sé lagt á efnameiri meðan efnaminni sleppi með minnstu byrðina.
Rætt er um útbreidd skattsvik hjá fyrirtækjarekendum og þeirra, sem leigja ferðamönnum herbergi, þannig að ríkisstjórnin hafi meira að sækja í skattatekjur. Að ríkisstjórnin hafi nú komið efnahagsmálunum í þvílíkt gott ásigkomulag, að Ísland borgar af AGS-lánum sínum fyrirfram.
Hagsmunir heimilinna hvað?
![]() |
Vandi okkar er mikill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sighvatvísi samspillingarinnar
13.11.2012 | 12:56
Hvað ætli jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson segi um vaxandi kynslóð sjálfsmorðingja í Grikklandi, á Ítalíu og Spáni?
Er það sama heimtufrekjan og hjá "sjálfhverfum" Íslendingum að vilja fá að búa áfram í íbúð sinni?
Gott á þá að fleygja sér út um gluggann, þegar bankar og stjórnvöld taka íbúðirnar af þeim?
Jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson vill sýna, hvað hann er flinkur röksemdarmaður og heggur höfuðið af heilli kynslóð landsmanna sem "sjálfhverfri" í nýlegum greinum sínum í Fréttablaðinu.
En eitthvað í þessum málflutningi stenst ekki. T.d. að það er stöðumunur á þeim, sem lána út peninga og þeim sem fá lánaða peninga. Sighvatur sér engan mun á þessu tvennu og blandar "útrásarvíkingum" saman við venjulega Íslendinga.
Harðsvíraðir jafnaðarmenn nútímans hafa fleiri en Sighvatur valið sér stöðu með útlánurum gegn lánþegum. Út um allan hinn vestrænan heim er sagan sú sama: sósíaldemókratar hafa hreiðrað um sig meðal hrægamma fjármálaheimsins, sem komu kreppunni meðvitað á stað með óábyrgum útlánum og méla nú niður venjulegt fólk og taka af því eignirnar með aðstoð jafnaðarmanna í valdastöðum.
Þannig er afstaða jafnaðarmanna till Grikkja, að þeir séu letingjar, sem vilji ekki borga lánin sín. Sömu sögu er að segja um Spánverja, Ítali, Íra og Íslendinga. Fremstir í flokki fara þýzkir jafnaðarmenn, sem ólmir vilja byggja upp nýtt heimsveldi ESB.
Flokksbróðir Sighvatar, Barosso, forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði í opnunarræðu Evrópuþingsins í haust:
Í samþættum heimi nútímans geta aðildaríki Evrópusambandsins ekki lengur sjálf stjórnað atburðarrásinni....Á 21. öldinni eiga jafnvel stærstu löndin í Evrópu á hættu að fá minni þýðingu gagnvart heimsrisum á borð við USA og Kína.
"Ég velkomna þróun hins opinbera rýmis í Evrópu, þar sem spurningar Evrópu eru ræddar og teknar fyrir frá Evrópskum sjónarhóli ....Við skulum ekki hræðast orðin: Að lokum verður Evrópusambandið að þróast upp í sambandsríki. Þetta er nauðsyn...Í dag kalla ég eftir sambandsríki.
Hver hefur falið Barosso þetta verkefni?
Á Íslandi ræðst Samfylkingin í hatri á pólitíska andstæðinga, athafnamenn, sjómenn, bændur, verkafólk og yfirleitt allt hugsandi fólk. Ríkisstjórnin brýtur stjórnarskrána og landslög og vinnur með hrægömmum við að tæma kistur landsmanna og setja Ísland í hendur heimsvaldasinnanna í Brussel.
Ég man þegar ég og konan með þrjá drengi litum björtum augum til framtíðarinnar og sögðum þetta bjargast allt. Við tókum lán með bestu fáanlegum skilmálum en það voru aðrir, sem ákváðu lánið og lánaskilmálana.
Á Íslandi hefur þjóðin tvisvar stöðvað Icesave. Í ESB hlekkja jafnaðarmenn þjóðir á færibandi með evrusave. Það þjónar bankaræningjum, að venjulegu fólki sé kennt um glæpi þeirra. Sighvatvísi samspillingarinnar er illgresi í garði okkar. Landsmenn ættu að útrýma því sem allra fyrst.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)