Færsluflokkur: Evrópumál
Heimsvaldakeisarinn ekki af baki dottinn. Plan C - ný stórstyrjöld
8.11.2014 | 12:41
Pútín heldur áfram að stækka landamæri Rússlands, þrátt fyrir "friðarsamning" við Úkraínu. Skv. samhljóma fréttum fleiri óháðra fréttamiðla í gær keyrði herdeild rússneska hersins með 32 skriðdreka, flutningabíla með þungum vopnum, færanlegar radarstöðvar m.fl. inn í Úkraínu í átt til Lúhansk og Dónetsk.
Kemur innrásin í kjölfar kosningafarsa í sjálfútnefndu alþýðulýðveldunum Dónetsk og Lúhansk. Munstrið er hið sama og á Krímskaga, þegar Rússar réðust inn og hertóku skagann eftir s.k. kosningar, þar sem lýst var yfir að Krím ætti að sameinast Rússlandi. Í þetta sinn er ekki verið að fela, að rússneskir hermenn eru á ferðinni.
Kosningarnar í Lúhansk og Dónetsk voru endemisfarsi og skv. fréttaritara sænska sjónvarpsins á staðnum gátu menn farið milli kjörstaða og kosið mörgum sinnum án þess að þurfa sýna nokkur skilríki. Fékk fréttaritarinn Elín Jönsson hríðskotabyssu í andlitið þegar hún spurðist fyrir og varð að hverfa á braut. Kjörstaðirnir voru leikhús heimsvaldakeisarans undir vopnaðri gæslu hermanna.
Friðurinn í Úkraínu er enginn friður. Aðeins pása á meðan Rússar undirbúa enn eina nýja herferðina.
NATO hefur aukið herafla á austurslóð og búast má við mikilli spennuaukningu, þegar Rússar hefja á nýju sókn að markmiði sínu sem er að innlima a.m.k. austurhluta Úkraínu í Rússland.
Helstu stuðningsmenn Evrópusambandsins, sem vilja eitt ríki meginlandsins, stendur stuggur af uppgangi Pútíns og nota ástandið óspart til að egna till enn frekara hervæðingar til að fara í "úrslitastríðið" við Rússland. Fjármálamaðurinn George Soros skrifaði nýverið greinina Vaknið, Evrópa, þar sem hann skilgreinir ástandið þannig, að hvorki stjórnmálamenn né almenningur gerði sér grein fyrir hættunni sem stafaði frá Pútín. Telur Soros að líf allrar Evrópu liggi undir. Telur hann sveigjanleika Rússlands langt umfram getu Evrópusambandsins sem sé stirt og seint í snúningum. Telur Soros að sjálfstæð Úkraína sé lykillinn að framtíðinni, því gjaldþrota Úkraína í bitum, sem Rússar réðu a.m.k að hluta til yfir þýddi svo stórt skarð í efnahag og varnir Vesturlanda að bæði ESB og Bandaríkin gætu ekki lengur forðast að grípa til vopna gegn Rússum. Hvetur Soros ESB til sjálfsgagnrýni og segir að ESB bjargi sjálfu sér með því að bjarga Úkraínu.
Þessi tónn heyrist víða að frá stuðningsmönnum sambandsins um þessar mundir. Látið er líta svo út að ESB sé friðarsamband og saga Evrópu sé sagan um friðartíma sambandsins. Sleppt er þá að minnast á NATO og bandalag þjóða í stríði gegn Hitler og Stalín. Nú er Pútín notaður sem ógn til að ganga með í ESB og taka upp evruna og eru Ísland, Noregur, Sviss og Lichtenstein á skrá yfir lönd sem ESB hyggst innlima.
Heimsvaldastefna burtséð frá þeim sem framkvæmir hana, þarf óvini til eigin réttlætingar. Að þessu leyti er heimurinn kominn í tíma myrkurs þar sem plan C er ný stórstyrjöld.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sýndarmennska sósíaldemókrata - vilja komast í kastljósið
1.11.2014 | 17:23
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rauður október í sænska skerjagarðinum
23.10.2014 | 22:40
Alþjóðlegir fjölmiðlar eins og The Mirror í Bretlandi, CNN, Reuters, France culture og að sjálfsögðu RT/Russia Today birta frásagnir af kafbátaleitinni í sænska skerjagarðinum og vísa gjarnan í kvikmyndina Leitin að Rauða Október með Sean Connery í aðalhlutverki.
Hérna koma nokkrar úrkllippur um málið ásamt glefsum af tísti í heiminum:

"Rússneskur kafbátur kom upp á yfirborðið í miðborg Stokkhólms", mynd af Pútín horfa út um glugga kafbátsins og einn af furðulegustu bílaárekstrum í heimi: "Volvo keyrir á kafbát"


![]() |
Leitinni síður en svo lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meðvituð hernaðarlist Rússa að gera Svía að athlægi
21.10.2014 | 09:09

Sænski herinn hefur brugðist við með þeim krafti, sem mögulegur er. Sá kraftur er þó of lítill, því búið er að takmarka svo fé til hersins á undanförnum árum að krafturinn við kafbátaleit áður fyrr var gerður með tíu sinnum stærri þyngd en nú. Reiknað er með að ef Svíar leggi hernum fé til uppbyggingar verði það ekki fyrr en árið 2020, sem sjóherinn geti stundað kafbátaleit í alvöru.
Þetta vilja Rússar sýna fram á og það hefur þeim tekist mjög vel. Þeir gera líka óspart grín að ekkilandinu Svíþjóð, - þeim varnarlausu. Slíkt er hið mesta skammaryrði á rússnesku. Sálfræðistríð þeirra í rússneskum fjölmiðlum gegn Svíþjóð er hið sama og gegn Úkraínu: dreifa röngum upplýsingum, hræða og hæða, allt í þeim tilgangi að gera eins lítið úr óvininum og hægt er.
Rússar hafa á undanförnum árum unnið í kapp við vestræn ríki í herkapphlaupinu, sem Rússar hafa einir stundað. Þeir hafa verið og eru duglegir við að tala um frið og afvopnun. Á bak við tjöldin eru þeir að byggja upp nútímaher vopnuðum kjarnorkuvopnum. Þennan mátt nota þeir sem bakhjarl til að hóta grönnum sínum og heiminum öllum.

Sænski öryggissérfræðingurinn Joakim von Braun segir í viðtali við Expressen að líklega sé kafbáturinn sem leitað er að af gerðinni Triton-NN sem sérsveitirnar SPETZNAS noti. Báturinn tekur um 10 manns, undir 20 m á lengd og virkar sem hraðbátur ofan sjávar. Joakim von Braun segir, að Rússar hafi á undanförnum árum byggt upp neðnsjávarher sem sé stærri en samanlagður neðansjávarherkraftur allra annarra þjóða í heiminum. Væntanlega tekur hann þá með nýkafbátaframleiðslu Rússa með auknum fjölda kjarnaodda, sem gerir Rússland að einu stærsta kjarnorkuveldi nútímans.
Peter Mattsson rektor við Varnarmálaháskóla Svíþjóðar segir við Aftonblaðið, að Rússar hafi þróað "6. kynslóð hernaðarmarkmiða" sem felast í því að ógna heilum þjóðum til að láta reyna á samspil hers og stjórnvalda. Síðan er skilgreint nákvæmlega eftirá, hvernig viðbrögðin eru. "Áður voru gerðar greiningar á hvernig einstakir stjórnmálamenn og hershöfðingjar brugðust við hættuástandi. Núna greina Rússar ástandið hjá heilum þjóðum, ESB, Nato og Sameinuðu þjóðunum," segir Peter Mattsson. Hann bendir á, að Rússar hafi skipt út helmingi herforingja sinna og breytt stjórnskipun landsins þannig, að öll ráðuneyti og yfirvöld 49 svæða eru núna beint undir herráði Rússlands. "Rússar hafa dulið vel hernaðarhæfileika sína og þeir hafa langtímasjónarmið í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur allt frá gasútflutningi til umræðna sem fær umheiminn til að draga úr herútgjöldum. Við stöndum varnarlaus gagnvart þessarri þróun og það verður að dusta rykið af gamla varnarkerfinu okkar."
![]() |
Enn finnst ekkert í skerjagarðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vændi, smygl og eiturlyfjasala tekin með í þjóðarframleiðslu ESB
19.10.2014 | 15:12
Sænska Dagblaðið greinir frá því, að vændi, eiturlyf, sígarettu- og áfengissmygl geri kraftaverk fyrir efnahagstölur Evrópusambandsins. Sérstaklega í löndum með umfangsmikla mafíustarfsemi eins og Ítalíu sem fékk jákvæðar tölur eftir að hafa tekið slíka starfsemi með í útreikning á þjóðarframleiðslu Ítalíu.

Ástæðan fyrir þessu efnahagsbata er að tekin hefur verið í notkun ný aðferð til að reikna út verga þjóðarframleiðslu. Samkvæmt nýjum reglum þjóðar- og svæðareiknikerfis (ESA) er vændi, eiturlyfjasala, smygl, vopnasala m.m. nú tekið með við útreikning vergrar þjóðarframleiðslu fyrir einstök ríki. Fyrir Ítalíu gerðu nýju aðferðirnar gæfumuninn og þjóðarframleiðslan jókst á öðrum ársfjórðungi með 0,1% skv. ítölsku hagstofunni ISTAT. Tölurnar þýða, að Ítalía hefur nú unnið bug á kreppunni frá því í ágúst.

Hvorki vændi né eiturlyf eru bönnuð í öllum ESB-ríkjum og til að "sanngirni" sé gætt milli landa sem leyfa slíkt og hinna sem banna vændi og eiturlyf er nú leyft að taka með þessa þætti í tölurnar til að fá "samanaburð".
Í frjálsri þýðingu þýðir þetta, að heimilt er að reikna með "ólöglegum athöfnum", svörtum mörkuðum og gráum til að bæta ofan á hina löglegu. Ítalía tilkynnti fljótt, að landið myndi taka tölur frá áfengis- og sígarettusmygli með í reikning vergrar þjóðarframleiðslu. Í löndum sem Hollandi og Ungverjalandi, þar sem eiturlyf og vændi eru lögleg er hægt að bæta þjóðarframleiðsluna með tölum um áfengis- og tóbakssmygl ásamt ólöglegri vopnasölu svo einhver dæmi séu nefnd.

Jafnvel í Bretlandi veltir breska hagstofan ONS því fyrir sér að taka með svarta og gráa markaði við útreikning þjóðarframleiðslunnar, sem myndi auka hana um 0,7%.
Þar sem efnahagur Evrópusambandsríkjanna er jafn slæmur og raun er, skiptir að sjálfsögðu sérhver þúsundasti hluti hvers prósentustigs máli í baráttunni fyrir því að sannfæra sjálfan sig og umheiminn um að ástandið sé miklu betra en af er látið. Stjórnmálaleiðtogarnir geta þá alla vega hampað jákvæðum tölum og hitt skiptir minna máli, hvernig þær eru fengnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veik stjórn krata og græningja hækkar skatta og stöðvar hringveg kringum Stokkhólm
3.10.2014 | 18:34
Ný ríkisstjórn Svía undir forystu sósíaldemókrata og Stefans Löfvens mun ekki ná yfirlýstu markmiði sínu um lægsta atvinnuleysi innan ESB árið 2020 nema að evrukreppan dýpki það mikið að aukið atvinnuleysi í Svíþjóð verði ívið minna en atvinnuleysisaukning ESB ríkjanna. Ríkisstjórnin fellur til baka í hefðbundna skattahækkanir og styrktarkerfi sem mun reynast Svíum dýrt og veikja efnahagslífið.
Til nýjunga heyrir að nú verður menntaskólanám gert að skyldunámi, sveitarfélög fá vald til að banna starfsemi frjálsra, einkarekinna skóla og stefnt er að útrýmingu einkafyrirtækja í velferðarkerfinu sem rekin eru í hagnaðarskyni.
Græningjar í ríkisstjórn fá fram nýja og aukna skatta á bíla og búast má við að innkeyrslugjöld í Stokkhólmi verði hækkuð. Stjórnin byrjaði á því fyrsta daginn að "pása" framkvæmd við lagningu hringvegar kringum Stokkhólmsborg, sem átti að aflasta mikilli umferð gegnum borgina frá suðri til norðurs. Sú stöðvun kostar skattgreiðendur 700 miljónir sænskra króna, sem fara í að borga starfsmönnum laun fyrir að leita sér að einhverju öðru að gera á meðan "pásan" varir.
Þrátt fyrir að stjórnin státi af jafnrétti með jafnmörgum körlum og konum mun það engin áhrif hafa á sósíalíska stefnu hennar í utanríkismálum og lofaði Stefan Löfven því, að Svíþjóð viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki og lokaði á nálgun aðildar að NATO. Má búast við að ríkisstjórnin taki kollhnís áratugi aftur á bak í varnarmálum á sama tíma og varnarmálayfirvöld Svíþjóðar birta myndir af ögrandi nálgun rússneskra herþota sem flogið hafa allt í 10 metra nálægð sænskra eftirlitsflugvéla nýverið.

Eftir að hafa æft árásir á skotmörk í Stokkhólmi og á Gotlandi s.l. ár hafa Rússar tekið upp afar ögrandi og ógnvekjandi stíl með herþotum sínum í návígi við sænskar eftirlitsflugvélar. Skilaboðin virðast vera, að Svíþjóð skuli halda sér á mottunni í alþjóðamálum og ekki skipta sér af Úkraínudeilunni. Lýsa varnarmálayfirvöld Svíþjóðar þungum áhyggjum af háttalagi Rússa, sem hefur gjörbreyst frá því sem áður hefur verið.
Fyrrum auðkýfingur Rússa Mikhail Khodorkovsky, sem sat í tíu ár í fangelsi, hefur varað við nýrri byltingu í Rússlandi eins og gerðist 1917, þegar tsarveldinu var kollvarpað. Telur hann að efnahagskreppan muni skapa ofbeldisbylgju gegn stjórn Pútíns.
Stjórn Svíþjóðar á líf sitt undir Svíþjóðardemókrötum, sem þurfa bara að standa með hinum í stjórnarandstöðuinni til að fella mál ríkisstjórnarinnar. Sænskir kratar hafa sýnt áður, að þeir eru langlífaðir í valdastólum, sem er þeim kærara en allt annað. Mótstaða Svía gegn skattahækkunum hefur ekki minnkað við að hafa fengið stærstu launaskattslækkanir hjá borgaralegri ríkisstjórn svo allt eins gæti það gerst, að stjórnin falli á kjörtímabilinu og boða þurfi til nýrra þingkosninga.
![]() |
Jafnrétti í nýrri stjórn Svíþjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vörumst Vinstri Vofuna
28.9.2014 | 09:28
Það er afar ánægjulegt að sjá íslenska forráðamenn lýsa í erlendum fjölmiðlum árangri þeirrar stefnu, sem ríkisstjórn Geirs Haarde markaði, þegar bankarnir lögðu upp laupana haustið 2008. Það eru liðin sex ár síðan og þótt skellurinn hafi næstum sett Ísland á höfuðið, sem virtist vera markmið vinstri stjórnarinnar til að þvinga landið á hnjánum inn í Evrópusambandið, þá hefur núverandi ríkisstjórn tekist að skapa hallalaus fjárlög og atvinnuleysi er meðal þess lægsta í allri Evrópu.
Forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur reynst þjóðinni happasæll og stöðugt haldið vörnum uppi fyrir land og þjóð jafnt innanlands sem utan. Forsetinn var á tímaskeiði vinstri stjórnarinnar eini forráðamaður landsins sem talaði jákvætt um Ísland á alþjóðavettvangi. Núna hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar bæst í hópinn, sem fær aðgang í erlendum fjölmiðlum og erlend ímynd landsins að lagast. Þótt enn sé töluvert í land með að velta af sér vinstra hlassinu í kjölfar fjármálakreppunnar m.a. með því að lækka skatta, auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja, þá er ríkisstjórnin á réttri leið.
Það er þess virði að staldra við og bera saman raunveruleikann við framtíðarsýnina um "Kúbu norðursins" sem vinstri flokkarnir hótuðu þjóðinni með ef hún hlýddi ekki skipun þeirra að borga Icesave, ganga í ESB og taka upp evru.
Niðurstaðan er kýrskýr: 3V eða VVV eða Vörumst Vinstri Vofuna
![]() |
Evran hefði ekki gagnast Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bjarni Benediktsson - hressandi rödd Íslands í erlendum fjölmiðlum
23.9.2014 | 15:13

Bæði Bjarni og Sigmundur koma prýðilega fyrir í sjónvarpi, tala með jákvæða framtíðarsýn fyrir hönd Íslands og vilja báðir veg landsins sem bestan. Það er bara að segja: Áfram drengir!
![]() |
Bjarni: Þurfum ekki aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Detti allar lýs dauðar, ESB ætlar að banna orkumiklar hárþurrkur....
13.9.2014 | 23:07

Undir fyrirsögninni "Detti allar lýs dauðar, ESB ætlar að banna orkumiklar hárþurrkur, að ekki sé nú minnst á hraðsuðukatla, straujárn og brauðristar...hérna er sönnunin að þetta er brjálæði" segir Daily Mail frá niðurstöðum athugunar þriggja barna móðir á orkunotkun tækjanna. Sem kunnugt er áætlar ESB orkusparnað með því að þvinga framleiðslu daglegra rafmagnsvara í "sparneytnari" afurðir. En Helen Carell kemst að hinu gagnstæða: Orkuminni tæki þurfa lengri tíma en orkumeiri til að ná sama árangri og draga oft meiri straum en þau sem eru orkumeiri. Þegar lengri tími er reiknaður og lagður saman við "orkusparnaðinn" verður útkoman tap fyrir neytandann.
Daily Mail skrivar: "Eftir að hafa bannað sölu á sterkustu ryksugunum snúa búrókratarnir í Brussel sér að öðrum heimilstækjum. Allt að 30 tegundir af tækjum í notkun á svæðinu eru nú í hættu þ.á.m. brauðristar, hárþurrkur, garðsláttuvélar og skrifarar. Ef tillögurnar verða að veruleika segja sérfræðingar að hægt verði að minnka orkunotkun um þriðjung. Mundum við taka eftir mismuninum? Þriggja barna móðirin Helen Carroll prófaði tækin sem eru í hættu og bar saman þau orkumestu við samskonar tæki með þriðjungi minni kraft. Hún notaði öll tækin á hámarksafli og reiknaði út tímann og orkuna (wött) sem voru notuð."
Niðurstöður Helenar eru sláandi:
Háþurrkur: Remington Professional Silk 2,400 wött í samanburði við Wahl MaxPro 1,600 wött. Hún notaði báðar til að þurrka sitt eigið hár, sem hún segir að sé mjög þykkt. Með orkumeiri hárþurrkunni tók það 9 mínútur og 50 sekúndur að þurrka hárið og orkan var 0,4 kWh. Með þeirri orkuminni liðu 13 mínútur og 6 sekúndur þar til hárið var þurrt og orkunotkunin var 0,34 kWh.

Straujárn: Philips PerfectCare Xpress 2,400 wött og Swan S130100N 1,800 wött. Helen straujaði þrjár skyrtur eiginmannsins og með orkumeira straujárninu tók það 8 mín. 2 sek. en 12 mín. og 16 sek. með orkuminna straujárninu. Orkuminna straujárnið notaði 0,05 kWh meiri straum vegna lengri tíma. Þegar tekið er tillit til mikils þvotts hjá t.d. barnafjölskyldum margfaldast orkunotkunin og verður bæði tímafrekara og dýrara með þvingandi "orkusparnaði" ESB.

Brauðristar: Russell Hobbs Buckingham 1,300 wött og Russell Hobbs Ebony 1,000 wött. Það tók 2 mín og 48 sek lengri tíma að rista brauðið í orkuminni brauðristinni sem notaði 0,023 fleiri kWh en sú orkumeiri til að rista tvær brauðsneiðar. Helen lýsir því, að það sé mikill munur á 4 og hálfri mínútu og 7 mínútum og 16 sek á morgnana með krakkana við morgunverðarborðið og allir að flýta sér í skóla og vinnu.

Skrifarar: HP Photosmart 6520e 18 wött og HP Photosmart 5520 15 wött. Sá fyrri prentaði 20 síður á 3 mín og 51 sekúndu og sá síðari 20 síður á 8 mín og 54 sek sem gera 5 mín 3 sek lengri tíma. Orkunotkun orkuminni skrifarans var 50% meiri en þess orkufrekari vegna lengri tíma eða 0,002kWh á móti 0,001kWh.

Hraðsuðukatlar: Russell Hobbs Buckingham 3,000 wött og Russel Hobbs Chester 2,000 wött. Tók 41 sek lengri tíma að sjóða vatn í þeim orkuminni sem notaði aðeins 0,007 kWh minni orku en sá fljótari.
Helen bar einnig saman ávaxta- og grænmetispressu og garðsláttuvélar með svipuðum niðurstöðum.
Búrókratarnir mala kvarnir sínar áfram og bráðum verðum við að bíða eftir því að vatnið sjóði á katlinum, brauðið verði ristað og hárið þurrt, skrifarinn skrifi út blöðin o.s.frv. Búrókrötum er náttúrulega fyrirmunað að taka tímann með í reikninginn, þeir eru þeir síðustu á jörðinni sem þurfa að hafa áhyggjur af tímanum, því ef tíminn verður vandamál er bara nýjum búrókrötum bætt í hópinn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vilja að fjármálaráðherra ESB geti hafnað fjárlögum aðildarríkja
1.9.2014 | 21:48

Það væri synd að segja að hugmyndafræðingar ESB væru ekki iðnir við kolann. Svo stór synd að öruggt er, að Karl Lamers fyrrum utanríkistalsmaður Bandalags Kristdemókrata og Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, fá bæði hrós og klapp á öxlina fyrir grein sína s.l. sunnudag í Financial Times í baráttunni við almenningsbolann. Þar leggja þeir kumpánar til "að fjármálaráðherra ESB fái völd til að hafna þjóðlegum fjárlögum, sem fara á skjön við sameiginlega ákveðnar reglur." Einnig leggja þeir til að komið verði á fót "þingi evrusvæðisins" til að styrkja "lýðræðislega tilkomu ákvarðana" varðandi gjaldmiðlasvæðið.
Kenna þeir Frökkum um að hafa komið í veg fyrir myndun stjórnmálasambands Evrópuþjóða 1954 og afvegaleitt samstarfið í staðinn yfir á braut efnahagssamvinnu. Lamers og Schauble telja að evrukreppan sé Frökkum og Þjóðverjum að kenna, þar sem löndin brutu skilmála gjaldmiðlasambandsins 2003 með slæmu fordæmi, sem önnur lönd fylgdu eftir.
Kórónan á sambandsstefnu Evrópusambandsins hlýtur að vera mat þeirra félaga á því, að byggja þurfi sérstakt orkusamband og stafrænt samband í Evrópu. Koma þau sambönd í kjölfar bankasambands, gjaldmiðlasambands, tryggingasambands, Evrópusambands, fjármálasambands, menningarsambands, skattasambands, innra markaðssambands og allra annarra óupptaldra, gleymdra og óþekktra sambanda í sambandi Evrópusambandsríkja. Varla ætti neinn hjá Evrópusambandinu að vera haldinn alvarlegu sambandsleysi miðað við alla þessa sambandsmaníu?
Ljóst er að lýðræðislega kjörin þjóðþing verða óþörf og ómerk, ef fjárlög þeirra skipta engu máli og fjármálaráðherra ESB getur að eigin vild sett fjárlög aðildarríkja ESB. Það sparar náttúrulega útgjöld aðildarríkjanna, sem geta þá lagt niður þjóðþingin og látið peningana renna til Sambandsins í staðinn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)