Færsluflokkur: Evrópumál
80% Breta vilja yfirgefa Evrópusambandið
21.1.2015 | 18:44
Í stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið í 40 ár í Bretlandi varðandi afstöðu Breta til Evrópusambandsins kemur fram að 80% stuðningur er fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Könnunin fór fram í þremur kjördæmum í Mið-Englandi. Gögnum var dreift til 100 þúsund heimila á síðasta ári. Niðurstaðan var sláandi: Af 14.581 einstaklingum sem kusu vildu 11.706 fara úr Evrópusambandinu en 2.725 vildu vera áfram í ESB. Spurningum var dreift til 100 þúsund heimila í þremur kjördæmum þar sem andstaða við veru Breta í ESB er mikil.
Þrír þingmenn íhaldsflokksins fara á fund David Cameron í dag með kröfu um að fyrirhugaðri þjóðarkosningu um veru Breta í ESB verði flýtt um eitt ár og að hún verði haldin 2016 í stað 2017.
Að sögn Peter Bone, Philip Hollobone og Tom Pursglove þingmanna íhaldsflokksins sem skipulögðu könnunina bendir niðurstaðan á nauðsyn þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu. Hollbone telur að meirihluti Breta vilji fara úr sambandinu þótt hlutfallið í öllu landinu yrði ekki eins hátt og í kjördæmunum þremur. Pursglove sagði, að fólk væri orðið "sick to death" á súperríki Evrópusambandsins. "Við fundum það í dyragættinni, að fólk hefur djúpar áhyggjur af Evrópu."
Þingmennirnir lýstu því yfir, að þeir myndu aðeins styðja ríkisstjórn til valda, sem hefði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á dagskrá sinni.
![]() |
Tillaga um slit innan fárra daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hótanir kapteins JÚRÓ inn um eitt eyrað og út um hitt
7.1.2015 | 21:45
Nú sem áður eru "andstæðingar" stórveldisins útmálaðir og haft í hótunum. Nú með viðskiptahótunum gegn þessarri ægilegu 300 þúsund manna þjóð langt útí Atlantshafi.
Verður það næsta hótun kapteins JÚRÓ að fara með her á hendur þeim sem vilja ekki hlýða? Gremjan virðist töluverð, vegna þess að ekki tókst að breyta Íslandi í Kúbu norðursins með aðstoð Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna.
Augljóslega telur ESB, að forsætisráðherra Íslands, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sé alvara með að draga aðildarumsóknina til baka. Ég vona, að ESB hafi á réttu að standa og styð forystumenn okkar heilshugar í því að varðveita meira en 1000 ára lýðræðis- og þingræðishefðir Íslands.
Kapteinn JÚRÓ ætti að koma til Íslands og kynna sér, hvernig lýðræðið er framkvæmt. Hann gæti orðið margs vísari og tekið með sér þá þekkingu til meginlandsins og ekki veitir nú af. En trúlega er hann ekki móttækilegur fyrir slíku smáræði. Betra að sölsa undir sig íslensk fiskimið, ryksuga upp allt líf og breyta hafinu í ruslapokakistu eins og ESB-höfin eru orðin í dag.
Varla elskar hann íslensku eldfjöllin? Hann kann ekki einu sinni nöfnin á þeim!
![]() |
Ofurhetja varar Sigmund við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verra en ISIS og Pútín: Stjórnmálaóstöðugleiki Evrópusambandsins stærsta ógn heimsfriðar
7.1.2015 | 08:28
Skv. nýrri skýrslu Eurasia Group er óstöðugleiki og óróleiki stjórnmála hjá Evrópusambandinu stærsta ógn gegn heimsfriðnum árið 2015. Slær ESB þannig bæði út ISIS og Pútin sem beinn hættuvaldur mannkyns.
Ian Bremmer stofnandi Eurasia hópsins með aðsetur í New York hefur birt lista yfir stærstu ógnir heims í enska Daily Express og segir í viðtali við blaðið, að hann "sé langt í frá nokkur svartsýnismaður." Hann segist hins vegar finna fyrir stórveldapólitískum fyrirboða í fyrsta skipti síðan fyrirtækið hóf göngu sína 1968. Hópurinn setur stjórnmálin í Evrópu í fyrsta sætið eftir ár sem einkenndist af nálgun Breta við útgöngu úr ESB ásamt deilum um innflytjendamál og bætur til innflytjenda. Váleg staða evrunnar og möguleiki þess að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið hefur einnig áhrif á mat hópsins um óróleikann í Evrópusambandinu. Á eftir ógn frá ESB kemur Rússland, efnahagsleg stöðnun Kína og neðar á listanum vaxandi fylgi hryðjuverkahópa.
Ógnir sem steðja að heimsfriði 2015:
1. Stjórnmálaóróleikinn hjá Evrópusambandinu. Einkum staða evrunnar og möguleg útganga Grikklands úr ESB ásamt útgöngu Bretlands.
2. Stórveldastefna Rússa á sama tíma og efnahagurinn hrynur sem mun stórauka hvata Pútíns að ráðast á Vesturveldin.
3. Afleiðingar af efnahagsstöðnun Kína.
4. Fjármögnun með valdi/fjárþvingunum og viðskiptabönnum í Whasington.
5. ISIS sem tekst að fá fleiri heilagastríðsmenn í lið til sín.
6. Veiking opinberra aðila á mikilvægum mörkuðuð t.d. Brasilíu, Suður-Afríku, Nígeríu, Tyrklandi og Colombíu,
7. Hversu háð fyrirtæki eru orðin opinbera geiranum t.d. eins og sýnir sig hjá Sony.
8. Deilan milli Sádí Arabíu og Íran.
9. Samband Taíwan og Kína
10. Ástandið í Tyrklandi.
Hér er einungis listinn settur upp, hins vegar má lesa á ensku öll rökin á bak við listann hér.
Kapteinn JÚRÓ bjargar Evrópusambandinu
4.1.2015 | 23:18
BBC átti viðtal við höfund kapteins JÚRÓ sem var skapaður til að fullvissa íbúa ESB um frábæra kosti evrunnar. Kapteinninn hefur birst í Bretlandi til að sannfæra forsætisráðherra Breta, David Cameron, um að alríkisvald sé nú ekki svo slæmt og Bretum muni líða miklu betur ef þeir gefi upp sjálfstæði sitt og játist yfirvöldum í Brussel.
Ekkert hefur frést af því, að kapteinn JÚRÓ sé á leiðinni til Íslands enda engin þörf á því að breyta hugarfari meirihluta þingmanna aðildarumsóknarríkis, sem lúta tryggri ESB forystu Samfylkingar, Bjartra, Grænna og Pírata. Myndirnar tala sínu máli.
![]() |
Aðildarumsóknin á byrjunarreit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússar stefna í stórslys með "myrkvuðum" njósnaflugvélum
13.12.2014 | 17:25
S.l. föstudag var farþegaflugvél nærri árekstri við erlenda herflugvél sem hafði slökkt á sendara sínum. Vélin var rússnesk segir varnamálaráðherra Svía, Peter Hultqvist, við sænska útvarpið. Atburðurinn gerðist strax fyrir hádegið föstudag í nánd við Kastrup. Farþegaflugvélin hafði rétt lyft, þegar flugumferðastjórnin varaði við "ósýnilegri" vél á svæðinu.
Flugstarfsmenn sænska hersins sáu að um stórslys yrði að ræða og höfðu samband við flugumferðastjórn farþegaflugsins. "Við gáfum fyrirmæli um að beygja undan og það gekk fljótt fyrir sig."
Sænska ríkisstjórnin hefur fengið staðfestingu frá sænskum stríðsflugmönnum, að rússnesk njósnavél hafi verið á ferð. "Þetta er alvarlegt. Þetta er óhæft. Þetta er beinlínis hættulegt," segir Peter Hultqvist.
3. mars átti sams konar atburður sér stað, þegar SAS farþegaflugvél frá Kastrup á leiðinni til Rómarborgar var einungis 90 metrum frá árekstri við rússneska njósnaflugvél. Sænski herinn gat forðað stórslysi þá eins og nú.
Rússarnir haga sér æ oftar á "örvæningarfullan" hátt og augljóst er að hættan á flugárekstri minnkar ekki með fleiri rússneskum njósnavélum sem fljúga um án þess að vera "sýnilegar". Fjöldi "næstumþví" slysa hefur stóraukist í ár og einungis tímaspursmál að mínu mati, þangað til Rússum tekst að granda annarri farþegaflugvél með þessum hætti.
Svíar ræða í fullri alvöru að innleiða herskyldu á ný í Svíþjóð og veitir ekki af miðað við vaxandi ögranir björnsins í austri.
![]() |
Tæki 10-15 ár að byggja upp varnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB í sjálfheldu - getur hvorki komist afturábak, áfram né staðið í stað.
11.12.2014 | 23:33
Enn á ný kemur skýrsla um Evrópusambandið sem leggst ofan á allar hinar sem segja nákvæmlega sama hlut: Traust íbúa ESB á Evrópusambandinu er á hverfandi hveli. Hagfræðingarnir Luigi Guiso, Paola Sapienza og Luigi Zingales hafa skilgreint fjögurra áratuga opinber gögn Eurobarometer og komist að þeirri niðurstöðu, að Evrópa er í sjálfheldu og enginn vilji hvorki til að bakka né halda áfram og slakur efnahagur leyfi ekki að staðið sé í stað. ESB er fast í momenti 22.
Það eru einkum þrír atburðir, sem hagfræðingarnir telja að hafi haft neikvæð áhrif á viðhorf almennings: Maastricht sáttmálinn 1992, útvíkkun ESB til Austur-Evrópu 2004 og evrukreppan 2010. Sérstaklega hefur evrukreppan haft neikvæð áhrif, t.d. féll stuðningur við ESB frá 54% niður í 44% í Suður-Evrópu nánast hjá öllum þjóðfélagshópum. Evrópusambandið er ekki einungis að tapa fótfestu á heildina litið heldur hefur unga fólkið sem áður var jákvætt hugmyndinni snúist gegn ESB.
Jaean-Claude Juncker mun ekki takast að stilla reiði Grikkja, Spánverja, Frakka og Ítala eða annarra gagnvart búrókrötum í Brussel sem tekið hafa völdin af ríkjum og fjárlögum þeirra.
Jean Monnet stofnfaðir ESB sagði í ævisögu sinni, að "Evrópa verður smíðuð í kreppum og verður að samnefnara þeirra lausna sem fundnar verðar til að leysa þær kreppur." Monet sá fyrir sér að samruna Evrópuríkja yrði stjórnað af Evrópusambandssinnaðri búrókratískri elítu. Verkefnið var hannað til að vera aðskilið frá hagsmunum kjósenda og algjörlega óafturkræft. Ekki var litið á kreppur sem hindranir heldur sem tæki til að hraða samþjöppun valds í höndum Evrópusambandsins.
Nýjasta fjármálakreppa hefur einmitt gefið Brussel eitt slíkt tækifæri að auka völd búrókratanna yfir aðildarríkjum, velferðarmálum þeirra og efnahagsstefnu. Verið er að flytja síðasta orðið yfir fjárlögum ríkjanna til Brussel.
Skýrslan sýnir síminnkandi meirihluta íbúanna sem styðja evruna og vilja viðhalda henni sem gjaldmiðli. Almenningur er alfarið á móti frekari samruna ríkjanna og andstaðan við ESB vex fiskur um hrygg.
Niðurstaða skýrslunnar er að sérhvert skref til samþjöppunar frekari valds til Brussels sé óskynsamleg ráðdeild. Þess í stað á að leyfa aðildarríkjum að bjarga því sem hægt er að bjarga af eftirstöðvum ímyndar ESB með mörgum litlum skrefum í átt frá samruna ríkjanna.
Á línuritinu sést, að stuðningur almennings í suður Evrópu var yfir 75% árið 2002 en er kominn niður í rúm 20% ár 2013 sem er um 55% fall á 11 árum. Íbúar mið Evrópu studdu ESB mest rúm 60% ár 2007 en tæp 40% sex árum síðar. Íbúar norður Evrópu stuttu ESB flestir tæp 60% árið 2007 og eru ár 2013 komnir niður í u.þ.b. 35%.
Evrópumál | Breytt 12.12.2014 kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kratar í krampakasti í Svíþjóð
6.12.2014 | 19:00
Skjáskot af sjónvarpi Dagens Nyheter með viðtali við Björn Söder flokksritara Svíþjóðardemókrata, sem nú krefjast opinberrar afsökunar Stefans Löfvens forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir að kalla þá nýfasistíska.
"Þetta bendir til mikillar örvæntingar" segir Björn Söder og bætir við: "Það er ekki hægt að taka mark á því, þegar einkennandi orð af þessu tagi eru notuð í stjórnmálaumræðu."
Söder bendir á, að sósíaldemókratar hafi ekki átt í neinum erfiðleikum með að taka hluta út úr fjárlögum bandalagsstjórnarinnar og fella hann með aðstoð Svíþjóðardemókrata á sínum tíma. "Þá var ekki svo mikilvægt að fylgja hefðbundnum reglum."
Åsa Romson umhverfis- og aðstoðarforsætisráðherra, talsmaður samstarfsflokks sósíaldemókrata, Umhverfisflokksins, finnst ekkert óeðlilegt við það, að aðrir kalli Svíþjóðardemókrata nýfasískan flokk en sjálf vill hún frekar meta hvað innihaldið í stefnu Svíþjóðardemókrata þýði fyrir Svíþjóð en nota þá lýsingu.
Oscar Sundevall flokksritari Annie Lööf, formanns Miðjuflokksins, segir að Miðjuflokkurinn vilji heldur ræða málefnin á efnislegum grunni en að ræða stimpla af ólíkum gerðum.
Oscar Karlflo, flokksritari hjá Móderötum segir, að það sé óheppilegt að fjármálaráðherrann og forsætisráðherrann skrúfi upp hljóðið í stjórnmálaumræðunni í stað þess að ræða þá alvarlegu stöðu, sem komin er upp.
Flokksleiðtogi Alþýðuflokksins Jan Björklund telur of langt gengið að kalla Svíþjóðardemókrata "nýfasískan flokk." "Mér finnst Svíþjóðardemókratar vera mótfallnir útlendingum en maður verður að vera varkár í orðavali. Mér finnst þetta benda til þess, að forysta Sósíaldemókrata sé núna undir afar miklu álagi."
Formaður Vinstri flokksins Jonas Sjöstedt vill ekki sjálfur nota orðið nýfasískur, þótt honum finnst það ekki rangt að einhverjir aðrir gera það.
Persónulega finnst mér sjálfum, að kratarnir hafi málað sig útí horn með fjárlög stjórnarandstöðunnar í fanginu. Það er aumkunarvert að horfa á þá valdaháðu ríghalda í stólana, þegar þeir vita að þeir njóta ekki meirihluta á þingi til að koma málum sínum í gegn. Ef Stefan Löfven hefði verið maður með mönnum hefði hann beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Í staðinn velur hann að æða um allt eins og mæðuveik rolla í leit að athygli og fylgni. Sænskir kratar hafa aldrei verið niðurlægðir á jafn afdráttarlausan hátt og nú og erfitt að sjá, hvernig þeim á að takast að rétta úr kútnum eftir öll vindhöggin sem þeir hafa látið vaða.
![]() |
Svíþjóðardemókratar nýfasískur flokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veik kratastjórn fallin eftir sögulegt afhroð á sænska þinginu
4.12.2014 | 00:15
Stefan Löfven tilkynnti 3.des. að sænska ríkisstjórnin áætlaði að taka ákvörðun um auka þingkosningar í Svíþjóð 22. mars n.k. Sósíaldemókratar og vinstri og grænir kenna fyrri ríkisstjórnarflokkum um að hafa svikið þingræðið og lýðræðið með því að greiða atkvæði með eigin fjárlagafrumvarpi, þegar fréttist að Svíþjóðardemókratar bættust í hópinn og felldu þar með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Krafa sósíaldemókrata um hlífiskjöld stjórnarandstöðunnar er bæði fáranleg og hrokafull. Hún afhjúpar stjórnmálamenn sem lifa einungis fyrir formleg völd án annars innihalds en vera sjálfir við völd, sem er dæmigerður kratismi.
Sannleikurinn er sá, að stefna Sósíaldemókrata, sem þeim hefur tekist að fá samstöðu annarra flokka fyrir, um að frysta Svíþjóðardemókrata úr umræðu og þáttöku í venjulegum störfum þingsins, hefur slegið til baka á þá sjálfa og þá flokka, sem fylgt hafa sömu stefnu. Árangurinn er að Svíþjóðardemókratar hafa stóraukið fylgi sitt og eru nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar. Svíþjóðardemókratar vonast til að verða næst stærsti flokkur Svíþjóðar eftir næstu kosningar. Ef aðrir stjórnmálaflokkar taka sig ekki saman og byrja að ræða við kjósendur um þau málefni sem þeir hafa vanrækt og gefið hafa Svíþjóðardemókrötum frítt svigrúm, þá mun sigurganga Svíþjóðardemókrata halda áfram.
Móderatarnir skilgreindu fylgismissi síðustu kosninga með því að kerfisstjórn og uppífrá sjónarmið höfðu tekið yfir opinskáa stjórnmálaumræðu þar sem sjónarmið grasrótarinnar næðu fram. Þetta er skynsamleg skilgreining sem eykur vonir um að Móderötum takist að auka fylgi sitt, þrátt fyrir missi flokksleiðtoganna Fredriks Reinfeldts og Anders Borgs.
Menn eru að byrja að átta sig á því, að með því að leggja lokið á Svíþjóðardemókrata, þá útiloka þeir eigin þáttöku í umræðu kjósenda um innflytjendamál og aðbúnað og aðlögun innfluttra í sænska samfélaginu. Evrópumálin fylgja einnig uppífrásjónarmiðum og margir af ESB andstæðingum borgaralegu flokkanna greiddu atkvæði með Svíþjóðardemókrötum til að lýsa óánægju sinni með skort á ESB umræðu eða "umræðu" í skorðum uppífrá stjórnenda. Svíþjóðardemókratar eru ESB skeptískir og að því leytinu skilur sig ástandið í Svíþjóð í engu frá ástandinu í öðrum ESB-ríkjum með vaxandi gagnrýni á Evrópusambandið og hörmungum evrunnar. Páfinn segir að ESB sé fangi í "einsnúmera efnahagsflík" sem grafi undan lýðræðinu.
Enginn veit með vissu, hvort ríkisstjórn Stefans Löfvens muni ákveða aukakosningar þann 22. mars, þótt slíkt sé sagt nú. Ríkisstjórnin getur fyrst tekið ákvörðun um aukakosningar þann 29. desember og eftirtektarvert er, að Stefan Löfven baðst ekki lausnar fyrir ríkisstjórnina eftir fullkomlega niðurlægingu, þegar fjárlagafrumvarpið var fellt á þingi með 182 atkvæðum stjórnarandstöðunnar gegn 153 atkvæðum ríkisstjórnarinnar.
Búast má við, að sósíaldemókratar noti tímann fram að áramótum og reyni til þrauta að sundra stjórnarandstöðuflokkunum enda hafa stærstu rök þeirra um svik stjórnarandstöðunnar með því að "fá Svíþjóðardemókrata til liðs við sig" þegar verið lögð fram. Þau rök geta snúist í höndum Sósíaldemókrata sjálfra og dregið úr fylgi þeirra, þótt digurbarkalega sé talað nú.
Ljóst er, að Svíar eru mun hreyfanlegri og sjálfstæðari en oftast áður og veltur niðurstaða væntanlegra þingkosninga alfarið á umræðunni við kjósendur fram að kosningum.
![]() |
Boðað til þingkosninga í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Francis páfi hélt ræðu fyrir fullsettu Evrópuþingi 700 þingmanna s.l. þriðjudag og vandaði Evrópusambandinu ekki kveðjurnar. Telur páfinn, að ESB sé bæði aldrað og úr sér gengið, gjaldfelli hugsjónir og góðar hugmyndir og veiti skriffinnsku brautargengi.
Francis páfi klandraði Evrópusambandinu fyrir meðferð á flóttamönnum og innflytjendum, atvinnuleysi meðal ungs fólks og meðferð á eldri borgurum ásamt skorti á glöggsýni.
Páfinn telur, að Evrópusambandið hafi glatað burði sínum og sé eiginn fangi í einsnúmers efnahagsfötum, sem grefur undan lýðræðinu á sama tíma og einstaklingsbundin sjálfselska hafi ruglað reitum mannréttindamála. Umheimurinn líti á Evrópusambandið "úr fjarlægð með vantrausti og af grunsemdum."
"Við getum ekki leyft Miðjarðarhafinu að breytast í risastóran kirkjugarð" sagði páfinn og skírskotaði til allra þeirra þúsunda flóttamanna sem drukkna árlega á flótta sínum frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku á leið til Suður Evrópu. Páfinn ásakaði ESB fyrir að vera með eigingjarna stjórnmálastefnu sem bætir olíu á eld þess missættis, sem flóttafólk væri að flýja undan.
"Sameining þýðir ekki sambræðsla" sagði Francis og fordæmdi "sambúning efnahagsvaldakerfis í þjónustu falinna stórvelda."
Þingheimur klappaði í tvær mínútur í hrifningu yfir ræðu páfa sem varaði í 36 mínútur.
Meira um ræðu páfa hér, hér og hér.
![]() |
Beraði brjóstin vegna komu páfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Evrusvæðið - Ísland: 0 - 3
18.11.2014 | 19:59
"Evrusvæðið er að nálgast glataðan efnahagslegan áratug. Hversu lengi á að láta þetta viðgangast, þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass?" (Frjáls þýðing).
Þannig spyr skríbent Sænska dagblaðsins Per Lindvall í grein um evrukreppuna í dag. Ber Per saman slæmt ástand evruríkjanna saman við litla Ísland sem hann telur að hafi staðið sig best allra ríkja að vinna sig út úr kreppunni með íslensku krónuna að vopni.
"Miskunnarlaus fjármálakreppan tók banka landsins hart jafnhliða húsnæðisbólu, skuldsettum heimilum og geysilegum viðskiptahalla. Íslenskur efnahagur hefur tekið sig fram úr stöðunni við áramótin 2007/2008. Ár 2011 var íslenskt atvinnuleysi mest um 7% og er núna komið í 4,1%. Eftir er að ná því niður í 2,1% eins og ríkti í lok 2007.
Atvinnulausir Íslendingar hafa líklega flutt til Noregs eins og einhver bendir á. Það getur verið en það sést ekki á tölunum. Íslenska vinnuaflið var 4,5% stærra í ársbyrjun 2014 en í árslok 2007.
Jafnvel þótt Ísland hafi sérstaka kosti í velmenntuðu vinnuafli og góðum síldarstofni, þá hefur það ekki verið svo vitlaust að hafa möguleika á að stjórna eigin örlögum, sem eiginn gjaldmiðill hefur gert kleyft.
Hin veika íslenska króna hefur endurskapað samkeppnishæfileikann og enginn kallar á, að Ísland verði að framfylgja svo kölluðum endurbótum (þ.e.a.s. að gera það léttara að sparka fólki og lækka launin). Þjóðarsáttmálinn er enn þá í gildi."
Núna berjast bankarnir áfram við þjóðina og reyna að breyta Icesavekrónum í erlendan gjaldmiðil á kostnað þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur staðið sig afar vel í nálgun vandamálsins og í ferlinu er óskorað frumkvæði í höndum lýðræðiskjörinna fulltrúa okkar. Icesavestjórnarandstaðan, hrægammasjóðir og bankasvindlarar standa öll sömu megin og toga í reipið í þeirri von, að hlunnfara megi þjóðina enn frekar.
Stöndum þétt við bak ríkisstjórnarinnar í þessu mikla reipitogi og hættum ekki fyrr en andstaðan hefur tapað kraftinum og hrökklast frá áformum sínum!
![]() |
Fullkomlega óraunhæf skattlagning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)