Veik stjórn krata og grćningja hćkkar skatta og stöđvar hringveg kringum Stokkhólm

7e56a937

 

 

 

 

 

 

 

 

Ný ríkisstjórn Svía undir forystu sósíaldemókrata og Stefans Löfvens mun ekki ná yfirlýstu markmiđi sínu um lćgsta atvinnuleysi innan ESB áriđ 2020 nema ađ evrukreppan dýpki ţađ mikiđ ađ aukiđ atvinnuleysi í Svíţjóđ verđi íviđ minna en atvinnuleysisaukning ESB ríkjanna. Ríkisstjórnin fellur til baka í hefđbundna skattahćkkanir og styrktarkerfi sem mun reynast Svíum dýrt og veikja efnahagslífiđ.

Til nýjunga heyrir ađ nú verđur menntaskólanám gert ađ skyldunámi, sveitarfélög fá vald til ađ banna starfsemi frjálsra, einkarekinna skóla og stefnt er ađ útrýmingu einkafyrirtćkja í velferđarkerfinu sem rekin eru í hagnađarskyni.

Grćningjar í ríkisstjórn fá fram nýja og aukna skatta á bíla og búast má viđ ađ innkeyrslugjöld í Stokkhólmi verđi hćkkuđ. Stjórnin byrjađi á ţví fyrsta daginn ađ "pása" framkvćmd viđ lagningu hringvegar kringum Stokkhólmsborg, sem átti ađ aflasta mikilli umferđ gegnum borgina frá suđri til norđurs. Sú stöđvun kostar skattgreiđendur 700 miljónir sćnskra króna, sem fara í ađ borga starfsmönnum laun fyrir ađ leita sér ađ einhverju öđru ađ gera á međan "pásan" varir.

Ţrátt fyrir ađ stjórnin státi af jafnrétti međ jafnmörgum körlum og konum mun ţađ engin áhrif hafa á sósíalíska stefnu hennar í utanríkismálum og lofađi Stefan Löfven ţví, ađ Svíţjóđ viđurkenndi Palestínu sem sjálfstćtt ríki og lokađi á nálgun ađildar ađ NATO. Má búast viđ ađ ríkisstjórnin taki kollhnís áratugi aftur á bak í varnarmálum á sama tíma og varnarmálayfirvöld Svíţjóđar birta myndir af ögrandi nálgun rússneskra herţota sem flogiđ hafa allt í 10 metra nálćgđ sćnskra eftirlitsflugvéla nýveriđ.

su-27-2-jpg

Eftir ađ hafa ćft árásir á skotmörk í Stokkhólmi og á Gotlandi s.l. ár hafa Rússar tekiđ upp afar ögrandi og ógnvekjandi stíl međ herţotum sínum í návígi viđ sćnskar eftirlitsflugvélar. Skilabođin virđast vera, ađ Svíţjóđ skuli halda sér á mottunni í alţjóđamálum og ekki skipta sér af Úkraínudeilunni. Lýsa varnarmálayfirvöld Svíţjóđar ţungum áhyggjum af háttalagi Rússa, sem hefur gjörbreyst frá ţví sem áđur hefur veriđ.

Fyrrum auđkýfingur Rússa Mikhail Khodorkovsky, sem sat í tíu ár í fangelsi, hefur varađ viđ nýrri byltingu í Rússlandi eins og gerđist 1917, ţegar tsarveldinu var kollvarpađ. Telur hann ađ efnahagskreppan muni skapa ofbeldisbylgju gegn stjórn Pútíns. 

Stjórn Svíţjóđar á líf sitt undir Svíţjóđardemókrötum, sem ţurfa bara ađ standa međ hinum í stjórnarandstöđuinni til ađ fella mál ríkisstjórnarinnar. Sćnskir kratar hafa sýnt áđur, ađ ţeir eru langlífađir í valdastólum, sem er ţeim kćrara en allt annađ. Mótstađa Svía gegn skattahćkkunum hefur ekki minnkađ viđ ađ hafa fengiđ stćrstu launaskattslćkkanir hjá borgaralegri ríkisstjórn svo allt eins gćti ţađ gerst, ađ stjórnin falli á kjörtímabilinu og bođa ţurfi til nýrra ţingkosninga. 

 


mbl.is Jafnrétti í nýrri stjórn Svíţjóđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband