Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Ekkert lát á sprengju - og skotárásum í Svíþjóð

affeMorgunblaðið og útvarp Saga eru helstu miðlar sem segja frá ofbeldisvandamálum Svíþjóðar. Aðrir miðlar eru meira eða minna fréttastofur vinstri manna sem afneita vandamálunum.

Á sama tíma og leynilögregla Svíþjóðar SÄPO skilgreinir stærstu ógn Svíþjóðar vera íslamska vígamenn skilgreina vinstri menn undir forystu Stefan Löfvens stærstu ógnina vera "nazista" Svíþjóðardemókrata. Kratar setja sama sem merki milli eigin flokks og Svíþjóðar. Það er rétt hjá þeim að óttast Svíþjóðademókrata sem stærsta stjórnmálaandstæðinginn, flest atkvæði Svíþjóðademókrata eru fyrrum sósíaldemókratísk á flótta frá þeim flokki sem hefur hleypt ofbeldinu inn á gafl friðsamra Svía.

Anders Thornberg ríkislögreglustjóri Svíþjóðar sér ekkert lát í bráð á öllum manndrápunum: "Það eru 10 - 15 aðrir einstaklingar reiðubúnir til að fylla skarð þess sem fellur og við sjáum engin merki þess að ofbeldinu linni neitt í bráð". Í fyrra voru 44 drepnir með byssukúlum. Í ár verða þeir örugglega fleiri. Landamæralögreglan er svo fáliðuð að þeir geta ekki stöðvað straum manna frá Uzbekistan en þaðan kom maðurinn sem drap fólk á Drottningargötu í miðbæ Stokkhólms. "Það eina sem við getum gert er að segja Hæ verið velkomnir". Leynilögreglan telur að um 2000 slíkir komi árlega til landsins.

Í Svíþjóð ríkir hættustig 3 á 5-stiga skala. Það þýðir að hryðjuverkaárás getur orðið hvenær sem er. Ofan á þetta bætast allar hryllilegar nauðganir sem sett hafa Svíþjóð í næstversta sæti nauðgunarþjóða í heiminum í fjöldamörg ár. Skrár yfir kærðar fullkomnar nauðganir sýna að þeim hefur fjölgað eittþúsundsexhundraðsextíuogsex prósent (1.666%) frá 1975. Fjórfaldast á síðustu 14 árum. Svalastúlkurnar eru að komast aftur í tízku (konur sem "detta" af svölum húsa).

Mannréttindabaráttukonan Sara Mohammad gagnrýnir stjórnvöld fyrir að dæla skattfé í samtök bókstafstrúandi salafista í Svíþjóð: "Sharíalögreglu mun fjölga". Ekkert sést til s.k. femínista í baráttunni gegn "heiðurs"ofbeldi gegn konum í Svíþjóð. Þær eru eins og á Íslandi sjálfuppteknar af gerivörtum og öðru menningarlegu rastafargani. SádiArabar dæla tugum, - hundruðum milljónum króna í sænska sérskóla sem næra vaxandi fótfestu öfgaíslamismans í Svíþjóð. M.a. til Al-Risalah stofnunarinnar í Örebro sem rekur múslímskan grunnskóla á staðnum og á moskur á Íslandi og í Noregi að sögn sænska Dagblaðsins.

Og sprengjurnar springa og kúlurnar hvína, - í þessarri viku í bænum Värnamo í S-Svíþjóð. Eigið góðan dag.


mbl.is Einn lést í skothríð í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barðist gegn þjóðinni í Icesave - verðlaunaður með æðstu stöðu Alþingis

15436Það eru ekki ólöglegar upptökur á alþingismönnum á bar sem skaða ímynd Alþingis til lengdar, heldur sú stjórnmálalega samtrygging, sem verðlaunar þann stjórnmálamann sem harðast barðist gegn þjóðinni með ólöglegum fjárhagskröfum bankaræningja og efnahagslegri örbirgð tugi þúsunda landsmanna. 

Að Steingrímur J. Sigfússon situr á forsetastóli Alþingis er með öllu óskiljanlegt og í hrópandi andstöðu við almenna skynsemi. Það er skömm fyrir Alþingi í ljósi sögunnar og svartur blettur á íslenskum stjórnmálum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir réttilega á að Steingrímur J.

  • lagði hendur á ráðherra í þingsal
  • reyndi að koma sama manni í fangelsi með pólitískum réttarhöldum
  • afhenti erlendum hrægammasjóðum íslensku bankana á sama tíma og þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín
  • nýtti ekki þau tækifæri sem gáfust til að endurreisa íslenskt efnahagslíf
  • státaði sig í staðinn af hrósi erlendra fjármálastofnana

Pólitískur dómstóll getur aldrei komið í stað alvöru dómstóls réttarkerfisins. Dómgreind vinstri manna er spjót með orðinu SEKUR sem kastað er umræðulaust í stjórnmálaandstæðinga. 

Mikið er reynt til að bola Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni út úr stjórnmálum en allt kemur fyrir ekki. Maðurinn er býsna góður leiðtogi sem vex við hverja raun.


mbl.is Segir þingforseta svala hefndarþorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fitl þessa eineggja stjórnmálaliðs við stjórnarskrá landsins"

IMG_9086Ekki veit ég hversu eggjandi það er að verða ástfanginn af dagblaði en það léttir undir að um elsta og virtasta miðil landsmanna er að ræða. Ég er því líklega ekki einn í hópnum enda ber Morgunblaðið höfuð og herðar yfir fjölmiðlum á Íslandi.

Á meðan núverandi höfund Reykjavíkurbréfa nýtur við verður vikum bjargað jafnt um hávetur sem sumar. Morgunblaðið lýsir upp þá "eineggja" tilveru sem farin er líkt og eineygður risi að krumla frelsi og lýðræði Vesturlanda eina ferðina enn. Fyrir farsælda Frón segir bréfahöfundur:

"En hitt er rétt, það stendur hvergi að stjórnmálamenn eigi að vinna af heilindum enda er svo komið og er enn eitt furðuverkið að þingmenn eru búnir að framselja hluta af tilveru sinni til utanaðkomandi nefndar, og eru þá væntanlega bundnir af samvizku hennar en ekki sinni eins og stjórnarskráin, sem margir þeirra virðast fyrirlíta, segir fyrir um."

Fjallkonan fríða, ekki bíða, vertu mér hjá og glæddu mína þrá. Þér skal ég þjóna, yfir fjöreggi vaka, svo enginn megi lífið taka.

Það boðar aldrei gott, þegar menn snúa baki við eigin þjóð, reiðubúnir til að framselja fólkið sitt fyrir minna en 30 silfurpeninga.

Þá er gott að eiga Morgunblaðið að.


Stjórnin sem kjósendur felldu er gengin aftur

riks_11Segja má að viðsnúningur Miðflokks og Frjálslyndra, sem gengu til kosninga á þeim grundvelli að fella ríkisstjórn Stefan Löfvens en snérist hugur og blésu lífi í líkið, hafi bjargað síðasta virki sósíalismans í Svíþjóð sem kjósendur höfnuðu 9. september 2018. Sósíaldemókratar biðu þá mesta afhroð frá stofnun flokksins 1912.

Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata sagðist aldrei áður hafa upplifað jafn merkilega, jafn furðulega og jafn fáranlega stjórnarmyndun. Ulf Kristersson formaður Móderata sagði það söguleg mistök Miðflokks og Frjálslyndra að endurtaka samkomulag við sósíaldemókrata um að útiloka flokka á þingi. "Við skulum ekki gleyma því að samanlagt hafa vinstri og Svíþjóðardemókratar 25% kjósenda að baki sér. Stjórnmálasamstarf á að snúast um eitthvað annað en að útiloka aðra." Ebba Busch Thor sagði ríkisstjórnin byggða á lygi. Ómögulegt væri að bæði semja við vinstriflokkinn um að koma málum að sem Miðflokkur og Frjálslyndir hóta með vantrausti ef reynt verður og jafnframt verða við kröfum þeirra síðarnefndu sem vinstriflokkurinn hótar með vantrausti ef reynt verður.

Við atkvæðagreiðsluna hafði Stefan Löfven 115 þingmenn með sér en 153 gegn sér. Að hann nær kjöri er vegna reglna þingsins, hið s.k. "neikvæða" þingræði, þar sem meirihluta þings eða 175 þingmenn þarf gegn þeim sem býður sig fram til þess að hann eða hún falli.

Skoðanakannanir sýna að Frjálslyndir og Umhverfisflokkurinn myndu falla af þingi ef kosningar væru í dag. 70% kjósenda segjast hafa minna eða glatað traust til stjórnmálamanna í Svíþjóð í dag.

Láir þeim það nokkur?


mbl.is Löfven verður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnda borg apaguðsins fundin

lost-city-monkey-godÞað þurfti leitarleiðangur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks til að finna hina týndu Reykjavík sem apaguðinn hefur grafið og falið í áratugi. 

Að sjálfsögðu er það ólíðandi að láta spillingu viðgangast á borð við þá sem Dagur B. Eggertsson hefur grafið sig niður í og eyðileggur líf þúsunda Reykvíkinga.

Ömurlegar tilraunir vinanna að "réttlæta" spillingarbælið eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir sem fer upp á garðinn til að biðla fyrir náðun núverandi borgarstjóra. 

Eina leiðin til að skapa réttlæti er að kom óstjórn og afbrotum embættismanna Reykjavíkur inn á borð dómstólanna.

Vigdís Hauksdóttir skal hafa allan heiður af tillögu um að vísa braggamálinu til héraðssaksóknara. Þar á málið heima til að fletta ofan af feluleik borgarstjóra. Það er eina leiðin til að finna týndu borgina og innleiða lýðræði Reykvíkinga upp á nýtt og afhenda þeim frelsið á ný.

Borgarstjórinn virðist einungis fara frá völdum sem dæmdur maður.


mbl.is „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár sprengjuárásir á sólarhring - á meðan reyna stjórnmálamenn að útiloka áhrif Svíþjóðardemókrata

polisS.l. sólarhring voru þrjár sprengjuárásir á Skáni og skotbardagar milli bíla í Jönköping í Svíþjóð. Mesta mildi að enginn var drepinn. 

Núna standa yfir réttarhöld gegn 6 mönnum frá Uzbekistan og Kirgistan sem voru að undirbúa slátrun Svía á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi, Mall of Scandinavian og fjölmennum gatnamótum í miðborg Stokkhólms. Sprengiefni sem lögreglan hefur tekið dugar í fleiri hryðjuverkaárásir þar sem hægt er að myrða hundruði ef ekki þúsundir saklausra borgara. Virðist bara tímaspursmál, hvenær næsta hryðjuverk verði framið.

Skotbardagar og hryllings nauðganir eru hversdagsmatur í Svíþjóð. Lögreglan segir fólki sem kvartar að tala við stjórnmálamenn. En þeir eru uppteknir við að finna leiðir til að útiloka áhrif um 20% sænskra kjósenda á þinginu eftir kosningarnar. Verið er að ræða aukakosningar 7. apríl n.k. 

Rithöfundurinn Katarina Janouch lýsir skoðun sinni á sænska ástandinu:

„Svíþjóð er sprengt sundur, brennt og eyðilagt, fólk er rænt á heimilum sínum, börnum er nauðgað, dýr eru pyntuð, heilsugæslan og lögreglan eru á hnjánum, eldra fólk er húsnæðislaust og sveltur EN ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER AÐ SVÍÞJÓÐARDEMÓKRATAR FÁI ENGIN ÁHRIF. Það mikilvægasta er að einangra þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins sem var kosinn af um 1, 1 milljónum kjósenda og hóf umræðuna um öll þau vandamálin sem ábyrgðarlaus innflytjendastefna hefur skapað. ÞRÁTT FYRIR AÐ HEFÐBUNDNU FLOKKARNIR HAFA ÞEGAR TEKIÐ UPP MIKIРAF PÓLITÍK SVÍÞJÓÐARDEMÓKRATA.....“

„Ef Svíþjóðardemókratar hefðu fengið að ráða einhverju, þá hefðum við kannski komist hjá hryðjuverkaárásinni á Drottningargötunni, vegna þess að Akilov hefði aldrei haft tækifæri á að fela sig í Svíþjóð og honum vísað úr landi eins og átti að gera. Þá hefðu Ebba og annað saklaust fólk lifað. Sennilega væru færri nauðganir innflytjenda með þá menningu, að konur séu einskis virði. Þá væri ekki mörgum stúlkubörnum nauðgað af fullorðnum karlmönnum. Ef til vill hefði Helga 89 ára gömul ekki verið myrt í sorpgeymslu í Norsjö af „einsömum“ Afghana sem vantaði peninga. Við hefðum þá líka lifað hamingjusöm án bænakalla og fjölgun dýrindis moska fjármögnuð af arabískum einræðisríkjum. Við hefðum líklega borgað 49 milljarða skr. minna árlega í skatt sem að hluta til fara í að greiða fyrir hryðjuverk og hommahatur í Afríku og Miðausturlöndum. Okkur hefði verið hlíft við blæðingarlistaverkum og kamelbúum. Í staðinn hefðum við haft ráð að gefa öldruðum mat og húsnæði og síðustu æviárin í virðingu og skólarnir okkar hefðu ekki þurft að líta út eins og stríðsvöllur, þar sem kennurum er nauðgað og nemendur hnífstungnir til dauða.“

Engu við þetta að bæta en spyrja má, hvort 101-elítan vilji afrita þetta fyrir Ísland? 


mbl.is Mögulega kosið á ný í Svíþjóð á páskadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að kalla fullveldisskerðingu "frjáls" viðskipti?

Tvíhliða samningar við frjálst ríki eins Bandaríkin krefjast engrar fullveldisskerðingar samningsaðila eins og ESB gerir kröfur um.

Viðskipti við Bandaríkin og Bretland eftir útgöngu úr ESB eru samningar frjálsrar verzlunar eins og Íslandingar stunduðu áður en heimsveldishlaupabóla spægipylsunnar sprakk framan í aðildarríki Evrópusambandsins.

Bandaríkjamenn virða lýðræðið. ESB traðkar á minni þjóðum. ESB er orðið skrímsli meginlandsins vegna ólýðræðislegra vinnubragða. Með ákvörðun um eigin her er búið að endurvekja Varsjárbandalagið sem búast má við að fari á ný að berja á óþekktarormum eins og Ungverjalandi og Póllandi.

scsascaes-63-1"Bakveikur" forseti ESB er settur í hjólastól fyrir framan blaðaljósmyndara til að fela alkóhólistann. Rétt svona eins og að "sauðheimskur" almúginn sé ekki fyrir löngu síðan búinn að sjá nekt keisarans. Framkvæmdarstjórn ESB sóar skattfé almennings í spillingu og óhófslíf í glóbalbraggastíl með stjarnfræðilegri eyðslu. M.a. í einkaþotuferðir út um allt samtímis sem venjulegum borgurum er refsað fyrir að nota almennar flugsamgöngur. Daniel Hannan segir eurofílana ryksuga skattfé almennings og dæla til þeirra sem eru svo heppnir að vera hluti ESB-hirðarinnar eins og franska aristókratían með kóngagjöldum fyrir 1789. 

Engan þarf að undra að meirihluti íbúanna treystir ekki ESB, 40% segjast gera það en 48% ekki og fjölgar þeim síðarnefndu stöðugt.

Þakkir til Bandaríkjastjórnar sem hætt er að bjóða sendiherra ESB í Washington, David O´Sullivan, í "high profile" samkundur við mikla spælingu ESB-hirðarinnar.

Hvenær setja lýðræðiskjörnir embættismenn okkar niður fótinn gegn kerfisræði ESB á Íslandi? Er sjálfstæðisstefnan bara fagurgali á tyllidögum?


mbl.is Guðlaugur Þór og Pompeo funduðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB tekur völdin á Íslandi "innan frá"

dreamstime_xs_89962897

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins er óvenju skarpur heili með penna sem sker eins og laser. Hann ásamt Birni Bjarnasyni fv. dómsmálaráðherra héldu uppi öflugri síðu Evrópuvaktinni í baráttunni gegn inngöngu Íslands í ESB. Í gær ritaði Styrmir greinina "Baráttan við ´kerfið´ orðið brýnt verkefni" og skömmu áður: "Hvers vegna er aðhald í opinberum rekstri munaðarlaus málstaður?"

Í báðum þessum greinum talar Styrmir um hvernig fálæti stjórnmálaflokka hefur gert "bragga"spillingu kleift að myndast hjá höfuðborginni og hvernig "opinbera kerfið hefur sölsað til sín völd sem því ekki ber skv. stjórnskipan landsins". Bendir Styrmir á að ráðherrar "hafa í verulegu mæli orðið þjónar embættismannakerfisins í stað þess að það á að þjóna þeim."

Þetta eru þung og því miður sönn orð. Lýðræðið okkar fer forgörðum ef kerfið girðir fyrir völd lýðræðiskjörinna embættismanna. Þannig mælir ekki stjórnarskráin til um og mun slíkt fyrirkomulag smám saman leiða til valdatöku á lýðveldinu.

Hvað eftir annað hefur þessi þáttur verið gagnrýndur t.d. af Morgunblaðinu en hvergi bólar á áætluninni Báknið burt. Styrmir talar um "uppstokkun á ´kerfinu´" og niðurskurð "með fækkun starfsmanna."

Ég vil nefna tvö dæmi: Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vitnar í skýrslu GRECO sem kom með þá niðurstöðu að "á Íslandi væri það vandamál að almenningur skynjaði spillingu sem ekki væri fótur fyrir." (fundur mannréttindarnefndar Evrópuráðsþingsins í Rvík 22.-23. maí 2018)

Í öðru dæmi frá fundi þingmannanefndar Íslands og ESB í Reykjavík 18. sept. 2018 er sagt að "inleiðingarhallinn (á löggjöf ESB á Íslandi/gs) stæði nú í 1% og hefði ekki verið lægri síðan 2010." - "Áslaug Arna sagði að sú heildarendurskoðun sem lagst hefði verið í til að bæta framkvæmd EES- samningsins hefði einnig náð til Alþingis"(leturbr mín/gs).

Er það nokkur furða að ESB lýsi velþóknun sinni á því kerfi sem nú nær til Alþingis og ætlar að tryggja ESB völdin á Íslandi með breytingu á stjórnarskránni? 


Lýðræðið í hættu

GEF13Q91MÉg fagna endurkomu Hrafnaþings í Sjónvarpi mbl.is. Ingi Hrafn Jónsson er litrík persóna með eigin hátt á að ræða málefnin og það var missir, þegar hann hætti um tíma. Verður skemmtilegt að fylgjast með þeim köppum í "heimastjórninni" næstu vikurnar.

Hallur Hallsson einn "þingmannanna" ritar ábyrgðar- og áhyggjufulla grein um lýðræðisástandið í heiminum í Mbl. í dag. Hart er sótt gegn öllum sem standa á grundvelli sjálfstæðra ríkja:

"Glóbalismi tók við af alþjóðahyggju kommúnista með hruni Sovétríkjanna fyrir þremur áratugum og er ráðandi stefna á Vesturlöndum.....Nafnlausir brusselskir kómísarar hafa hert róður að evrópsku stórríki.....Pólitíkin hefur svikið arfleifð Vesturlanda....þjóðríkinu skal kastað á haugana fyrir alheimsstjórn, ættjarðarást úthrópuð og grafið undir lýðræði".

Hallur segir útnefningu Financial Times á George Soros sem mann ársins 2018 vera dæmi um ógnartök glóbalista á fjölmiðlum og bætir við:

"Siðlausir glóbalistar hafa gert hjálparsamtök að pólitískum krossförum New World Order. Rauði krossin agiterar opin landamæri með her lögfræðinga á ríkislaunum. Peningaþvætti viðgengst í skjóli hins alþjóða Rauða kross. Níðingar hafa smeygt sér inn í hjálparsamtök. Alræðisríki ráða Sameinuðu þjóðunum. Íslendingar fylgja í blindni."

Hallur líkir atlögu glóbalista við atlögu nazista og kommúnista við vestræna siðmenningu á 20. öld sem var hrundið og spyr: "Stenst vestræn siðmenning atlögu 21. aldar?"

Ég tek undir þessi orð Halls og bendi á þá hættu sem lýðræðinu á Íslandi steðjar "innan frá" með her ókjörinna embættismanna sem virka eins og afritunarvélar fyrir ESB og SÞ. Það er til lítils að kjósa stjórnmálamenn ef þeir hafa þverrandi völd og þessu verður að spyrna við mjög ákveðið og hratt. Skärmavbild 2019-01-05 kl. 15.44.00Þá hefur kostnaður skattgreiðenda aukist vegna skyndilegrar þáttöku Íslands í stjórnum stofnana Sameinuðu þjóðanna, þar sem Ísland hleypur inn og þykist hafa einhver áhrif t.d. í Mannréttindaráði SÞ og núna í UNESCO. Þegar Bandaríkin og Ísrael draga sig úr vegna spillingar (sjá ummæli Nikki Haly), þá fer Ísland inn í blindni.


mbl.is Hrafnaþing snýr aftur á skjáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

258 milljónir manns búa ekki í heimalöndum sínum - útflutningur vinnuafls vandamál

FT_18.12.07_GlobalViewsMigration_around-world-few-immigration3Árið 1990 bjuggu 153 milljónir manns í öðrum löndum en þeir fæddust í. Ár 2017 var talan komin upp í 258 milljónir manns og fer vaxandi. Í nýlegri könnun Pew Research Center er púlsinn tekinn í 27 löndum um afstöðu fólks til bæði innflytjenda og útflytjenda. Í þessum 27 ríkjum býr yfir helmingur alþjóðlegra innflytjenda. Af tíu löndum í ESB er meirihluti íbúa að meðaltali á móti fleiri innflytjendum til landanna. Mest er andstaðan í Grikklandi 82%, Ungverjalandi 72%, Ítalíu 71%, Þýzkalandi 58%, Svíþjóð 52% en minnst á Spáni 30% en þar vilja 28% fá fleiri innflytjendur. Að meðaltali í 27 löndum sem athuguð voru vildu 45% taka á móti færri innflytjendum og 14% vildu fá fleiri innflytjendur.

FT_18.12.07_GlobalViewsMigration_majorities-many-countries-outmigration4Athyglisvert er að spurt var um á sama tíma hvort útflutningur fólks til vinnu í öðrum löndum væri vandamál. Töldu að meðaltali 58% íbúa tíu landa ESB að svo væri: 89% í Grikklandi, 88% á Spáni, 80% í Ungverjalandi og á Ítalíu, 68% í Póllandi en fæstir í Svíþjóð eða 18%. 

Að meðaltali upplifa 64% það sem vandamál að eigið fólk flytji úr landi brott og sæki atvinnu til annarra landa. Í Þýzkalandi og Kanada hefur þeim fækkað verulega sem áhyggjur hafa af útflytjendum eða frá 64% í 33% í Þýzkalandi (milli 2002 og 2018) og í Kanada frá 55% til 37% á sama tíma.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband