ESB tekur völdin á Íslandi "innan frá"

dreamstime_xs_89962897

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins er óvenju skarpur heili með penna sem sker eins og laser. Hann ásamt Birni Bjarnasyni fv. dómsmálaráðherra héldu uppi öflugri síðu Evrópuvaktinni í baráttunni gegn inngöngu Íslands í ESB. Í gær ritaði Styrmir greinina "Baráttan við ´kerfið´ orðið brýnt verkefni" og skömmu áður: "Hvers vegna er aðhald í opinberum rekstri munaðarlaus málstaður?"

Í báðum þessum greinum talar Styrmir um hvernig fálæti stjórnmálaflokka hefur gert "bragga"spillingu kleift að myndast hjá höfuðborginni og hvernig "opinbera kerfið hefur sölsað til sín völd sem því ekki ber skv. stjórnskipan landsins". Bendir Styrmir á að ráðherrar "hafa í verulegu mæli orðið þjónar embættismannakerfisins í stað þess að það á að þjóna þeim."

Þetta eru þung og því miður sönn orð. Lýðræðið okkar fer forgörðum ef kerfið girðir fyrir völd lýðræðiskjörinna embættismanna. Þannig mælir ekki stjórnarskráin til um og mun slíkt fyrirkomulag smám saman leiða til valdatöku á lýðveldinu.

Hvað eftir annað hefur þessi þáttur verið gagnrýndur t.d. af Morgunblaðinu en hvergi bólar á áætluninni Báknið burt. Styrmir talar um "uppstokkun á ´kerfinu´" og niðurskurð "með fækkun starfsmanna."

Ég vil nefna tvö dæmi: Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vitnar í skýrslu GRECO sem kom með þá niðurstöðu að "á Íslandi væri það vandamál að almenningur skynjaði spillingu sem ekki væri fótur fyrir." (fundur mannréttindarnefndar Evrópuráðsþingsins í Rvík 22.-23. maí 2018)

Í öðru dæmi frá fundi þingmannanefndar Íslands og ESB í Reykjavík 18. sept. 2018 er sagt að "inleiðingarhallinn (á löggjöf ESB á Íslandi/gs) stæði nú í 1% og hefði ekki verið lægri síðan 2010." - "Áslaug Arna sagði að sú heildarendurskoðun sem lagst hefði verið í til að bæta framkvæmd EES- samningsins hefði einnig náð til Alþingis"(leturbr mín/gs).

Er það nokkur furða að ESB lýsi velþóknun sinni á því kerfi sem nú nær til Alþingis og ætlar að tryggja ESB völdin á Íslandi með breytingu á stjórnarskránni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ástæða þess að aðhald í opinberum rekstri er munaðarlaus málstaður, er ofvaxið embættismannakerfi, eins og Styrmir bendir réttilega á. Kerfi sem sogar til sín þvílíkar ógnarfjárhæðir í einskisvert rugl, að það er farið að bitna á innviðum þjóðarinnar.

 Trojuhestur evrópusambandsins hefur fengið að hreiðra um sig í kerfinu allt of lengi og með hverju árinu sem líður ungar hann út fleiri og fleiri skaðvöldum sjálfstæðis Íslands. Ráðamenn eru orðnir að algerum leiksoppum og missa stjórnarskrárvarin völd sín jafnt og þétt. Þetta er hernaðartækni esb, sem notuð er til að mylja niður innviði sjálfstæðra ríkja, með það eitt að markmiði að moka þeim undir ægivald embættismannaklíku, með aðsetur í Brussel. Þaðan sem allt frá smokkastærð til orkuöflunar og dreifingar skal stjórnað.

 Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru orðnir að aumkunnarverðum taglhnýtingum embættismanna. Nokkuð sem, samkvæmt öllu eðlilegu, ætti að vera þveröfugt. Þættirnir "Já ráðherra" eru ekki lengur gamanþættir, heldur greinargóð lýsing á aumingjaskap, eftirgefni og undirlægjuhætti ráðamanna. Það bíða jú feitir eftirlaunatékkar og endalaus ferðalög á Saga-Class, til einskisverðra funda um andskotann ekki neitt, annað en áframhaldandi ofvöxt embættismannaamlóðanna. 

 Afsakaðu langlokuna Gústaf.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2019 kl. 00:35

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Halldór, oft verið meira sagt af minna tilefni svo ég skil þig vel. Við þurfum að fá alla í lið til að verja lýðræðið.

Það er því miður orðið brothætt.

Góð kveðja frá Svíþjóð

Gústaf Adolf Skúlason, 7.1.2019 kl. 02:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki gleyma því Gústaf, að nú er Björn Bjarnason genginn til liðs við INNLIMUNARSINNANA.

Jóhann Elíasson, 7.1.2019 kl. 04:14

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, Björn Bjarnason barðist ötullega gegn inngöngu Íslands í ESB þannig að eftir því sem ég veit finnst honum hagsmunum Íslands best varið utan ESB. Ég hef ekki séð hann tala fyrir inngöngu í ESB. Hann leiðir nefnd um úttekt EES-samningsins, kostum og göllum, og ég hef séð umræður um málið varðandi þriðja orkupakkann og núna þá hugmynd að festa framsal "afmarkaðs valds" til erlendra stofnana í stjórnarskránni vegna hefðar á grundvelli EES-samningsins.

Það verða miklar umræður um þessi mál, bæði þýðingu EES-samningsins fyrir þjóðina sem sumir telja að sé skýringin á velgengni Íslands eftir fall bankanna. Aðrir telja EES samninginn hafa skapað möguleika fyrir fjármálaútrásarvíkinga sem nýttu sér göt í lögum til að fremja rán bæði innanlands sem utan og leiddi til þess að tugþúsundir Íslendinga misstu heimilin. 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gagnrýnt einhliða yfirgang ESB sem hefur leitt til árekstra við íslenska hagsmuni og því lengur varla hægt að tala um að tvíhliða samningur gildi. Einnig er rætt um að ókjörnir íslenskir embættismenn hafi einhliða "mokað" ónauðsynlegum lögum yfir Ísland, eins og m.a. má sjá í þeirri ógeðfelldu staðreynd að Íslands selur "aflátunarbréf" hreinnar orku til erlendra fyrirtækja sem þá geta blekkt viðskiptavini sína um að þeir framleiði minni "óhreina" orku á sama tíma og orðin kjarnorka og kol eru gefin upp sem innanlandsframleiðsla rafmagns á reikningum til íslenskra neytenda. 

ESB hefur gjörbreyst síðan EES-samningurinn var undirritaður. Jón Baldvin Hannibalsson lýsir því mæta vel. ESB stefnir á að verða eitt heimsveldi, stórríki með eigin her og sameiginleg fjárlög og skattheimtu. Ég sé ekki að Ísland sé á leiðinni þarna inn, þótt verið sé að véla þjóðina gegnum yfirkeyrslu á lýðræðislega kjörnum embættisönnum okkar á Íslandi. Ég tel að skugginn af vegferð ESB sé stærri en kostir EES-samningsins og að engin framsöl valds eigi að binda í stjórnarskrá okkar. Bretar eru á leiðinni út og þeir eru mikilvæg viðskiptaþjóð fyrir okkur. Breski sendiherran skrifaði mjög góða grein um samband Íslands og Breta í Mbl. ekki fyrir löngu. ESB gæti klofnað í eitt stórveldi nokkurra þjóða og aðrar hverfi aftur til eigin gjaldmiðla og sjálfstæðis áður en BB nær að leggja fram skýrsluna. Stríð gæti einnig brotist út. Ísland á sjálft að ákveða hverja við eigum viðskipti við en ekki að flækjast í net eins aðila í valdabaráttu um heimsyfirráð. Virðum og verjum fullveldi okkar sem færir okkur viðskiptafrelsi, - forðumst sem lítil þjóð að verða bitbein stórvalda. 

Ég mun beita mér í þessarri umræðu, það þarf að gera uppskurð á "kerfinu" eins og Styrmir bendir réttilega á. Þetta varð svolítið langt svar en málið er stórt. Kær kveðja,

Gústaf Adolf Skúlason, 7.1.2019 kl. 13:12

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er einmitt vegna þessara breytinga á EES samningnum, sem ég tel að við eigum að segja honum upp, hann sé orðinn landinu til trafala frekar en hitt.  Þó svo að Björn Bjarnason berjist ekki fyrir inngöngu í ESB, þá er hann einum of hallur undir EES samninginn, að mínu mati, þegar hann vill binda samninginn inn í stjórnarskrána.  Að mínu mati gerir maðurinn sig vanhæfan til þess að stjórna nefnd sem á að fjalla um kosti og galla EES samningsins með skrifum sínum og "kommentum" um EES samninginn.

Jóhann Elíasson, 7.1.2019 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband