Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Gleðilegt ár 2016!

Ég þakka öllum fyrir samferðina 2015Presentation2

Ljósum skreytt Tónlistarhöllin við Hátorgið í Stokkhólmi 


Hvernig ESB gæti hrunið 2016

Skärmavbild 2015-12-29 kl. 18.40.07Í grein í The Telegraph skrifar Leo McKinstry um hvernig Evrópusambandið, sem á að verja Evrópubúa er sjálft orðið að stærstu hættu álfunnar. 

"2016 gæti orðið árið þegar ESB liðast sundur og gerir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þarflausa. Efnahagsmálin munu örugglega hafa afgerandi þýðingu í sérhverju hrunaferli. Þrátt fyrir endalausan jákvæðisáróður frá Brussel og jafnframt meiri stjórnun miðstýrðra peningamála hafa vandkvæði evrunnar ekki horfið. Hagvöxtur er áfram líflaus, aðeins 0,3 prósent á þriðja ársfjórðungi á meðan atvinnuleysisbótabiðraðirnar er jafn langar og áður. Atvinnuleysi á Spáni, sem stundum er hampað sem "kraftaverki" evrusvæðisins er 23%. Í Grikklandi er talan yfir 25%.

ESB getur ekki leyst hina langvarandi efnahagskreppu vegna þess að það er sjálft hluti vandamálsins. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill var reyndar aldrei neitt efnahagslegt frumkvæði. Þvert á móti var hann pólitískt stjórntæki til að ná markmiðum stórveldisins. Að þvinga saman jafn ólíkar efnahagsstærðir og Þýzkaland og Grikkland var dæmt frá byrjun til að enda í skuldum og athafnaleysi."

Og áfram skrifar McKinstry:

"Yfirhangandi skellur efnahagsstefnunnar blandast saman við áframhaldandi stórslys flóttamannastefnunnar sem er að rífa félagsmálaverksmiðju Evrópu á hol. Í stað þess að að verja evrópska menningu hefur ESB orðið að farartæki eyðileggingar á arfi okkar og auðkennum með leiðsögn opinna landamæra og fjölþjóðamenningar í bílstjórasætinu."

Á heimasíðu The Telegraph er spurt: Á Íhaldsflokkurinn að berjast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu? Svörin má sjá að ofan: 61% segja að flokkurinn eigi undir öllum kringumstæðum að berjast fyrir úrsögn Breta úr ESB, 27% vilja að flokkurinn geri það, ef Cameron tekst ekki að ná viðunandi samningum við ESB og einungis 12% segja nei.

Árið 2016 verður greinilega ár stórra atburða. 


Lög um Seðlabankann löngu hernumin

sedlabÞað er víðar en í Sviss sem umræður og viðleitni til skilnings á því, hvernig fjármálakerfin virka, eru að brjóta sér farveg. Til eru tvær heimshreyfingar og tilheyrir Betra Peningakerfi annarri þeirra, þeirri sömu og Positive Money á Bretlandi.

Lygin um, að bankar láni aðeins út innlán viðskiptavina sinna er svo rótgróin, að flest allir stjórnmálamenn halda henni á lofti.

Í lögum um Seðlabanka Íslands segir í II 5. gr: "Seðlabanki Íslands hefur einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar.
Seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefur út skulu vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði."

Í sumum löndum heims er svo komið, að skrifstofur banka taka ekki lengur við seðlum og mynt. Ef innlánendur banka t.d. í Svíþjóð þurfa að taka út reiðufé sem nemur hærri upphæð en hálfri milljón ísl. kr, þarf bankinn að fá skriflega pöntun með 3 daga fyrirvara. Sum einkarekin fyrirtæki taka einungis við greiðslukortum sem lögeyri.

Seðlar og mynt mótsvara 3% af peningamagni í umferð. 97% peningamagns eru tölur í tölvum. Ef innlánendur taka út meira en 3% í reiðufé mun allt kerfið hrynja. 

Engir hafa kynnst veikleika fjármálakerfisins eins vel og Íslendingar eftir að bankaræningjar blésu út skuldabólu mótsvarandi 12 sinnum efnahagsstærð landsins. Eftirá er það nytsamlegt að skoða, hvernig ránið var framið með fulltingi stjórnmálamanna og eftirlitsaðila fjármálakerfisins. Flestir virðast hafa verið falir fyrir krónur og aura, en ekki allir sem betur fer.

Það þarf að afnema brotaforðakerfið og færa stjórn peningamagns í umferð aftur í hendur Seðlabanka Íslands. Bæta þarf orðum um stafrænar greiðslur í 5. greinina til að afnema vald einkabanka til að búa til peninga úr engu í tölvum sínum.

Í því hruni fjármálamarkaða, sem heimurinn stendur frammi fyrir, yrðu aðgerðir eins og talað er um í skýrslu Frosta ein besta vörn Íslands. 


mbl.is Bönkum bannað að búa til peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikur(inn)

IMG_4904Stolt stendur fjölskylda elgsins  á Sergelstorgi Stokkhólmsborgar, ljósum prýdd og minnir á sannleikann um konung sænska frumskógarins. Fallegar jólaskreytingar í Stokkhólmi og annars staðar minna einnig á sannleikann um þörf mannfólksins að lifa af myrkrið. Það er einnig sannleikur, að árlegur fögnuður um fæðingu frelsarans, konungs ljóss og kærleika, fær marga til að staldra við og láta eitthvað gott af sér leiða eins og t.d. að bjóða fram krafta sína við líknarstörf. Boðskapur jólanna er að við getum öll gert eitthvað til að hjálpa þeim sem minna mega sín og eiga bágt á einhvern hátt.

Fyrir Ísland er það sannleikur árið 2015, að flest allar tölur sýna rétt. Þjóðin hefur eftir Bankahrunsstríðið, sem enn er ekki endanlega lokið, tekist tímabundið að sigra bankaræningja og hneppa hluta þeirra í fangelsi. Sannleikur bankastjóranna og keyptra stjórnmálamanna þeirra, var árið 2008, að lán sem þeir tóku mest á erlendum mörkuðum, skyldi íslenska þjóðin borga. Það var sannleikur Svavars, Jóhönnu, Steingríms og Bjarna, að slíkt yrði góð útkoma, að semja við lánardrottna bankanna um að þjóðin greiddi fyrir þýfi íslensku bankaræningjanna. Sannleikurinn sá var svo stór að ekki mátti á það minnast, að málstaður þjóðarinnar yrði tekinn til meðferðar í dómsstólum. 

Þjóðin tók ekki þennan sannleik gildan. Hún fylkti sér á bak við tvo leiðtoga þá Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Sá fyrstnefndi lagði stefnuna að dómsstólaleiðinni og undirbjó ásamt flokki sínum neyðarlög sem skiptu upp efnahagnum í Ísland og útlönd og björguðu landinu frá tafarlausu gjaldþroti. Sá síðarnefndi notaði stjórnarskrá lýðveldisins til að færa þjóðina aftur til valda yfir Alþingi, sem þá var í höndum spilltra stjórnmálamanna sem vildu fyrir utan að vera á mála hjá bankaræningjum einnig komast á jötu Evrópusambandsins. 

Það er einnig sannleikur að hjá mörgum festist áróðursmynd stjórnmálaandstæðinga af Davíð Oddssyni sem eineygðum krypplingi Íslands. Enginn nema Davíð sjálfur þekkir sannleikann um, hvort hljómur Íslandsklukkunnar hafi skaðað heyrn hans, en fáir í stjórnmálastéttinni heyrðu óm hennar, þegar Davíð hringdi henni löngu áður en fjármálahrunið skall á. Þjóðin fylgdi kalli klukkunnar en hljómur hennar hefði þagnað, ef forsetinn hefði ekki gripið í taumana gegn spilltu þingliði þess tíma.

Það er sannleikur að fjármálaráðherrann okkar hefði ekki getað spilað úr lausn fjármála með tekjuafgangi og niðurgreiðslu skulda á sama hátt og er efnahagslegur sannleikur í dag, ef Icesave samningur hans hefði náð fram að ganga. 

Sá sannleikur, að til er fólk sem ekki hefur efni á góðri jólamáltíð, verður að sjálfsögðu ekki minni vegna hlaðinna veizluborða annarra. Hins vegar yrði það góður sannleikur fyrir fátæka, að einhverjir bitar féllu af veizluborðinu til þeirra, svo þeir þyrftu ekki að vera svangir á jólunum. Einn sannleikur um boðskap jólanna er, að það á að vera góður við þá sem minna mega sín.

Forsetahjónin reyna á sinn hátt að lyfta fram þessum jólaboðskap. 
Fjármálaráðherrann minnir á vald sitt að skerða fé til Bessastaða.

Það vald breytir í engu þeim sannleika, að til eru fátækir á Íslandi árið 2015, þrátt fyrir góðar tölur landsins í samanburði við aðrar þjóðir. Ekkert er svo gott að ekki sé hægt að gera það betur og sannleikskorn í því, að fátækir borða ekki fallegar tölur. 

Einn sannleikur er, að dramb er falli næst.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  


Smáfyrirtækin - ein mikilvægasta undirstaða velferðar landsmanna

250px-Arnason-frontUpplýsingar Hagstofu Íslands sýna skýrt, hvernig uppistaða atvinnulífsins er á Íslandi sem er grundvöllur landsins alls í verslun, viðskiptum og velferð. Þetta er bakgrunnurinn fyrir samfélagið allt: af 26.801 virkum fyrirtækjum eru einungis 146 fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn.

Skilgreining ESB, sem tekin var upp eftir samaráð og skilgreiningu smáfyritækjasamtaka í aðildarríkjunum, þar sem Federation of Small Businesses í Bretlandi hefur verið leiðandi í mörg ár og barist fyrir þessu sjónarmiði, er eftirfarandi:

 

 

Míkrófyrirtæki 1 - 9 starfsmenn
Smáfyrirtæki 10 - 49 starfsmenn
Meðalstór fyrirtæki 50 - 249 starfsmenn
Stór fyrirtæki 250 og fleiri starfsmenn

Allt að 99,8 % fyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Eins og sést á skýrslu Hagstofunnar er langstærsti hópurinn eða 23.718 fyrirtæki með 4 eða færri starfsmenn. Gróskan í endurnýjun viðskiptalífsins með sífellt nýjum fyrirtækjum og athafnamönnum sem freista gæfunnar er trygging samfélagsins fyrir þróun og betri árangri sem kemur öllum Íslendingum til góða. 

Athafnafólk tekur persónulega áhættu og einungis hluti allra fyrirtækja sem stofnað er til ná að þróast og dafna og stækka. Þessi lífskraftur og endurnýjunarferli er fjöregg þjóðarinnar. Athafnamenn læra flestir af mistökum sínum og verða betri í starfinu. Kenna á athafnamennsku sem valkost við önnur störf í skólum landsins. 

Með þennan bakgrunn að leiðarljósi má sjá, hversu víðáttubrjálaðar hugmyndir s.k. útrásarvíkinga var, þeirra kumpána Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Sigurðar Einarssonar, að ætla að keppa við fjármálamiðstöðvar London og New York. Enda voru þeir félagar prúttnir svindlarar og annar situr í fangelsi.

Íslenska þjóðin ætti einnig að jarða þá hugmynd, að lítið þjóð eigi að reyna að vera stórveldi á alþjóðavettvangi en slíkar hugmyndir fylgja brengluðum peningamönnum sem kaupa stjórnmálamenn til að breyta lögum sér í vil. 


mbl.is Aðeins 296 fyrirtæki með 50 starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband