Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Draugabílstjórinn Anti-Merkel er martröð Evrópu
31.1.2015 | 21:40
Der Spiegel getur vart hamið sig og uppnefnir Alexis Tsipras í nýjasta tölublaðinu. Draugabílstjórinn stendur skrifað með stórum stöfum þvert yfir framsíðuna. Fyrir ofan: Martröð Evrópu Alexis Tsipras.
Draumurinn um evruna sem hið nýja þýzka mark er brostinn. Við blasir martröðin, að Þýzkaland verði að fjármagna skuldir Grikkja sem enginn kjósandi í Þýzkalandi getur samþykkt.
Söngurinn er byrjaður aftur: Grikkir eru latir, vilja lifa á öðrum, of heimskir til að geta unnið o.s.frv. Að gefa eftir ómögulegar skuldir til skuldasjúkra er ekki að tala um annars breytist Evrópa á augnabliki í allsherjar Kúbu. Leiðtogar ESB geta ómögulega sætt sig við niðurstöður lýðræðislegra kosninga, þar sem helmingur grísku þjóðarinnar hefur sameinast um að gefa Þríeykinu fingurinn og taka til baka stjórn á eigin málum. Evran sundrar gjörvallri Evrópu í andstæðar fylkingar sem er undanfari enn stærri illdeilna og átaka sem eins og svo oft áður rífa Evrópu á hol.
Mynd frá stuðningsfundi Vinstri flokksins í Þýzkalandi við Alexis Tsipras formann Syriza. Á einu skilti stendur: "Þetta er virkilega Góða Nótt Frú Merkel!"
Allir eru ekki sammála hengingaról Þríeykisins og Frú Merkels.
Paul Krugman skrifar í New York Times 26. jan. um samning Þríeykisins við Grikki 2010 um að Grikkir fái lán gegn niðurskurði ríkisgjalda og skattahækkunum: "Þetta er athyglisvert skjal, í allra verstu meiningu. Þríeykið, sem þóttist vera harðsnúið fylgjandi raunveruleikanum, seldi efnahagshugaróra. Og gríska fólkið hefur verið að greiða verðið fyrir þessar blekkingar elítunnar."
Nigel Farage skrifaði 30. jan. í Daily Express: "Það sem við héldum að við værum búin að vera að horfa á í sjö ár núna var gjaldfelling Grikklands. Í raun og veru höfum við horft á Grikkland breytast í vanþróað ríki beint fyrir framan augun á okkur. Við erum komin í störukeppni um það hver blikkar augunum fyrst. Ef Tsipras stendur sig held ég að líklega verði Grikkland beðið um að yfirgefa evrusvæðið fyrir árslok."
"Ég hef mælt hátt og skýrt fyrir því á Evrópuþinginu að íslenska dæmið sanni, að það að vera sjálfstæður, hafa eigin gjaldmiðil og geta stjórnað bæði vöxtum og ríkisútgjöldum, sé betra fyrirkomulag.
Eins og allir hlógu að mér 2009. Þeir sögðu að Ísland væri ósjálfbjarga. Jæja lítið þá á Ísland í dag. Stöðugur 3% hagvöxtur, stöðugir vextir og verðbólgutölur."
Merkel útilokar skuldalækkun fyrir Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÞÁ: Ísland á hnjánum í ESB. NÚ: Ísland í ESB á hnjánum.
28.1.2015 | 22:22
Icesave-eplið átti að verða banabiti þjóðarinnar. Knésetja átti þjóðina í skuldaklafa svo hægt væri að sjá ESB sem himnaríkið sjálft. Ef eftir hefði gengið væri búið að stela þúsundum miljörðum króna og hneppa Íslendinga í skuldahlekki kynslóðir fram í tímann.
Reynt var að farga stjórnarskrá lýðveldisins, afnema fullveldið og afhenda fiskimiðin. Við völd sátu flokkar sem höfðu þá og hafa enn einungis eitt markmið: Að komast á spenann hjá Evrópusambandinu. Að fórna þjóðinni reyndu vinstri flokkarnir að gera með einu pennastriki. En Íslendingar eru sjálfstæðari en það. Þjóðin skipulagði sig m.a. í InDefence og kjósum.is - Fjallkonan beit ekki í eplið. Guði sé lof.
Þjóðin getur þakkað Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinum fyrir neyðarlögin, forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir þor að nota stjórnarskrána sem lýðræðistæki þjóðarinnar og eftirfarandi þingmönnum með Framsóknarflokk í fararbroddi fyrir að standa í lappirnar og verja sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar í stærstu árás á sjálfstæði Íslands síðan Danakóngur reyndi í skjóli hervalds að gera Ísland að amti í Danmörku og Jón Sigurðsson og þingmenn þjóðarinnar sögðu: "Vér mótmælum allir!"
nei:
Ásmundur Einar Daðason
Birgir Ármannsson
Birgitta Jónsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Eygló Harðardóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Höskuldur Þórhallsson
Lilja Mósesdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Kári Kristjánsson
Unnur Brá Konráðsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Þór Saari
Hamingjuóskir og útrásarvíkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
NATO undirbýr varnir við kjarnorkuárásum Rússa á löndin við Eystrarsalt og Norðursjó
26.1.2015 | 01:32
Skjáskot fréttar Spiegel um kjarnorkustefnu NATO vegna "platárása" Rússa á löndin við Eystrarsalt og Norðursjó.
Yfirhershöfðingi NATO í Evrópu Philip Breedlove leggur til að á ný verði komið á heitri línu eða rauðum síma milli miðstöðvar NATO og heryfirvalda í Moskvu. Ástæðan eru auknar s.k. "platárásir" Rússa á skotmörk í baltnesku löndunum, þar sem rússneskar herþotur sem borið geta kjarnorkuvopn slökkva á sendi sínum og fljúga í árásarstöðu á löndin og snúa svo skyndilega við lofthelgi viðkomandi landa. Öllum tekst ekki að snúa við áður og rjúfa því oft lofthelgi viðkomandi landa.
Herþotur Rússa fljúga yfir hljóðhraða og eru af gerðinni TU-22M (Backfire) og TU 95H (Bear). Í byrjun desember uppgötvaði NATO rússneskar herþotur í árásarstöðu þrjá daga í röð yfir Eystrasalti. Herflugvélar NATO fóru 150 sinnum upp til viðbragða við rússneskum flugæfingum á Eystrasaltsríkin sem er fjórum sinnum oftar en árið 2013. Áætlunarhópur NATO fyrir kjarnorkuvopn hittist 5. febrúar n.k. og mun þá ræða nýja varnarstefnu fyrir aðildarríki NATO í Evrópu. NATÓ mun undirbúa sig að verjast kjarnorkuárásum rússneskra flugvéla á löndin við Eystrarsalt og Norðursjó skv. skrifum Der Spiegels og Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný skuld mótsvarandi þremur þjóðarframleiðslum Svíþjóðar
23.1.2015 | 03:30
Meira en þrefaldri árlegri þjóðarframleiðslu Svíþjóðar á nú að sprauta inn í deyjandi evrukerfi til að koma í veg fyrir evrugeddón.
Það mun ekki takast. Í staðinn hefst síðasti kaflinn í dauðastríði evrunnar og Evrópusambandsins.
Þrjár sænskar þjóðarframleiðslur í nýjar skuldir evruríkjanna. Peningar sem verður látnir hverfa í bönkum og kauphöllum.
Hengingararólin "ein mynt hvað sem það kostar" herðist áfram um háls evruríkjanna. Áður með bönkum sem voru of stórir til að fara á hausinn.
Þá hét ránið "BAIL OUT" og ríkissjóðir tæmdir. Nema á Íslandi. Þar var það kallað ICESAVE.
"BAIL IN" heitir nýja aðferðin að stela eigum viðskiptavina bankanna. Við gjaldþrot banka verða peningar t.d. lífeyrissjóða færðir yfir til bankaeiganda. Stærsta bankaáhlaupið kemur frá eigendum bankanna. Þeir eru að hreinsa allar peningahirslur í heiminum áður en vopnin verða látin tala.
Svona á að bjarga evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
80% Breta vilja yfirgefa Evrópusambandið
21.1.2015 | 18:44
Í stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið í 40 ár í Bretlandi varðandi afstöðu Breta til Evrópusambandsins kemur fram að 80% stuðningur er fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Könnunin fór fram í þremur kjördæmum í Mið-Englandi. Gögnum var dreift til 100 þúsund heimila á síðasta ári. Niðurstaðan var sláandi: Af 14.581 einstaklingum sem kusu vildu 11.706 fara úr Evrópusambandinu en 2.725 vildu vera áfram í ESB. Spurningum var dreift til 100 þúsund heimila í þremur kjördæmum þar sem andstaða við veru Breta í ESB er mikil.
Þrír þingmenn íhaldsflokksins fara á fund David Cameron í dag með kröfu um að fyrirhugaðri þjóðarkosningu um veru Breta í ESB verði flýtt um eitt ár og að hún verði haldin 2016 í stað 2017.
Að sögn Peter Bone, Philip Hollobone og Tom Pursglove þingmanna íhaldsflokksins sem skipulögðu könnunina bendir niðurstaðan á nauðsyn þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu. Hollbone telur að meirihluti Breta vilji fara úr sambandinu þótt hlutfallið í öllu landinu yrði ekki eins hátt og í kjördæmunum þremur. Pursglove sagði, að fólk væri orðið "sick to death" á súperríki Evrópusambandsins. "Við fundum það í dyragættinni, að fólk hefur djúpar áhyggjur af Evrópu."
Þingmennirnir lýstu því yfir, að þeir myndu aðeins styðja ríkisstjórn til valda, sem hefði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á dagskrá sinni.
Tillaga um slit innan fárra daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hótanir kapteins JÚRÓ inn um eitt eyrað og út um hitt
7.1.2015 | 21:45
Nú sem áður eru "andstæðingar" stórveldisins útmálaðir og haft í hótunum. Nú með viðskiptahótunum gegn þessarri ægilegu 300 þúsund manna þjóð langt útí Atlantshafi.
Verður það næsta hótun kapteins JÚRÓ að fara með her á hendur þeim sem vilja ekki hlýða? Gremjan virðist töluverð, vegna þess að ekki tókst að breyta Íslandi í Kúbu norðursins með aðstoð Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna.
Augljóslega telur ESB, að forsætisráðherra Íslands, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sé alvara með að draga aðildarumsóknina til baka. Ég vona, að ESB hafi á réttu að standa og styð forystumenn okkar heilshugar í því að varðveita meira en 1000 ára lýðræðis- og þingræðishefðir Íslands.
Kapteinn JÚRÓ ætti að koma til Íslands og kynna sér, hvernig lýðræðið er framkvæmt. Hann gæti orðið margs vísari og tekið með sér þá þekkingu til meginlandsins og ekki veitir nú af. En trúlega er hann ekki móttækilegur fyrir slíku smáræði. Betra að sölsa undir sig íslensk fiskimið, ryksuga upp allt líf og breyta hafinu í ruslapokakistu eins og ESB-höfin eru orðin í dag.
Varla elskar hann íslensku eldfjöllin? Hann kann ekki einu sinni nöfnin á þeim!
Ofurhetja varar Sigmund við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verra en ISIS og Pútín: Stjórnmálaóstöðugleiki Evrópusambandsins stærsta ógn heimsfriðar
7.1.2015 | 08:28
Skv. nýrri skýrslu Eurasia Group er óstöðugleiki og óróleiki stjórnmála hjá Evrópusambandinu stærsta ógn gegn heimsfriðnum árið 2015. Slær ESB þannig bæði út ISIS og Pútin sem beinn hættuvaldur mannkyns.
Ian Bremmer stofnandi Eurasia hópsins með aðsetur í New York hefur birt lista yfir stærstu ógnir heims í enska Daily Express og segir í viðtali við blaðið, að hann "sé langt í frá nokkur svartsýnismaður." Hann segist hins vegar finna fyrir stórveldapólitískum fyrirboða í fyrsta skipti síðan fyrirtækið hóf göngu sína 1968. Hópurinn setur stjórnmálin í Evrópu í fyrsta sætið eftir ár sem einkenndist af nálgun Breta við útgöngu úr ESB ásamt deilum um innflytjendamál og bætur til innflytjenda. Váleg staða evrunnar og möguleiki þess að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið hefur einnig áhrif á mat hópsins um óróleikann í Evrópusambandinu. Á eftir ógn frá ESB kemur Rússland, efnahagsleg stöðnun Kína og neðar á listanum vaxandi fylgi hryðjuverkahópa.
Ógnir sem steðja að heimsfriði 2015:
1. Stjórnmálaóróleikinn hjá Evrópusambandinu. Einkum staða evrunnar og möguleg útganga Grikklands úr ESB ásamt útgöngu Bretlands.
2. Stórveldastefna Rússa á sama tíma og efnahagurinn hrynur sem mun stórauka hvata Pútíns að ráðast á Vesturveldin.
3. Afleiðingar af efnahagsstöðnun Kína.
4. Fjármögnun með valdi/fjárþvingunum og viðskiptabönnum í Whasington.
5. ISIS sem tekst að fá fleiri heilagastríðsmenn í lið til sín.
6. Veiking opinberra aðila á mikilvægum mörkuðuð t.d. Brasilíu, Suður-Afríku, Nígeríu, Tyrklandi og Colombíu,
7. Hversu háð fyrirtæki eru orðin opinbera geiranum t.d. eins og sýnir sig hjá Sony.
8. Deilan milli Sádí Arabíu og Íran.
9. Samband Taíwan og Kína
10. Ástandið í Tyrklandi.
Hér er einungis listinn settur upp, hins vegar má lesa á ensku öll rökin á bak við listann hér.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kapteinn JÚRÓ bjargar Evrópusambandinu
4.1.2015 | 23:18
BBC átti viðtal við höfund kapteins JÚRÓ sem var skapaður til að fullvissa íbúa ESB um frábæra kosti evrunnar. Kapteinninn hefur birst í Bretlandi til að sannfæra forsætisráðherra Breta, David Cameron, um að alríkisvald sé nú ekki svo slæmt og Bretum muni líða miklu betur ef þeir gefi upp sjálfstæði sitt og játist yfirvöldum í Brussel.
Ekkert hefur frést af því, að kapteinn JÚRÓ sé á leiðinni til Íslands enda engin þörf á því að breyta hugarfari meirihluta þingmanna aðildarumsóknarríkis, sem lúta tryggri ESB forystu Samfylkingar, Bjartra, Grænna og Pírata. Myndirnar tala sínu máli.
Aðildarumsóknin á byrjunarreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)