Ný skuld mótsvarandi þremur þjóðarframleiðslum Svíþjóðar

eurocrisisMeira en þrefaldri árlegri þjóðarframleiðslu Svíþjóðar á nú að sprauta inn í deyjandi evrukerfi til að koma í veg fyrir evrugeddón. 

Það mun ekki takast. Í staðinn hefst síðasti kaflinn í dauðastríði evrunnar og Evrópusambandsins.

Þrjár sænskar þjóðarframleiðslur í nýjar skuldir evruríkjanna. Peningar sem verður látnir hverfa í bönkum og kauphöllum.

Hengingararólin "ein mynt hvað sem það kostar" herðist áfram um háls evruríkjanna. Áður með bönkum sem voru of stórir til að fara á hausinn. 

Þá hét ránið "BAIL OUT" og ríkissjóðir tæmdir. Nema á Íslandi. Þar var það kallað ICESAVE.

"BAIL IN" heitir nýja aðferðin að stela eigum viðskiptavina bankanna. Við gjaldþrot banka verða peningar t.d. lífeyrissjóða færðir yfir til bankaeiganda. Stærsta bankaáhlaupið kemur frá eigendum bankanna. Þeir eru að hreinsa allar peningahirslur í heiminum áður en vopnin verða látin tala.


mbl.is Svona á að bjarga evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband