Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Þjóðverjar telja Frakka "vandræðagemling" Evrópu
30.4.2013 | 10:44
Samkvæmt þýzka Viðskiptablaðinu Handelsblatt, sem komist hefur yfir starfsgögn úr þýzka fjármálaráðuneytinu, eru Frakkar taldir "vandræðabarn" og talin eru upp atriði eins og "sífellt hækkandi vinnuaflskostnaður", "næstminnsti vinnutími" innan ESB og "hæsta skattbyrði á evrusvæðinu".
Viðskiptablaðið telur að "sætabrauðsdögum" Þjóðverja og Frakka "sé lokið". Blaðið vitnar í Rainer Bruderle yfirmann þýzka fjármálaráðuneytisins, sem kallaði Frakkland "vandræðagemling Evrópu" í greiningarskýrslu.
Samtímis ásaka Jean-Francois Copé og Francois Fillon frá frönsku stjórnarandstöðunni stjórnandi Sósíalistaflokk Frakklands fyrir "Þjóðverjafóbíu".
Á sama tíma berast fréttir um "uppreisn" Ítala gegn ofríki Þjóðverja og nýkjörinn forsætisráðherra Ítala Enrico Letta hefur lýst því yfir, að "Ítalir munu deyja með aðhaldsstefnunni einni, ekki verður lengur beðið með hagvaxtaraðgerðir." Um þetta skrivar Evrópuvaktin í dag.
Ljóst er á þessum yfirlýsingum öllum, að ekki sætta allir sig við krumlur Þjóðverja, sem evran þjónar fyrst og fremst. Búast má við harðnandi stjórnmálaátökum og í kjölfarið útgöngu ríkja frá evrusvæðinu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Til hamingju Ísland!
28.4.2013 | 07:06
Ríkisstjórnin er fallin! Hip, hip, hip húrra!
Hún átti það svo sannarleg skilið. Hún var í stríði við eigin þjóð allan tímann og þjóðin svaraði með með því að skera á taumana. Bless, Jóhanna, Steingrímur og Össur. Megi þjóðin halda árásar- og eyðimerkurstefnu jafnaðarmanna og annarra vinstri manna burtu frá stjórn landsins lengi, lengi svo stefna, sem setur hag almennings og þjóðarinnar fái að ráða. Sterk meirihlutastjórn er forsenda stöðugleika og uppbyggingarstarfs.
Ég óska Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum innilega til hamingju með árangurinn. Ég óska formönnum þeirra til hamingju, Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þeir báðir hafa svo sannarlega þurft að standa í ströngu og Bjarni Benediktsson þurfti í miðjum klíðum að endurnýja eigin hvatningu og sýn fyrir starfinu og hefur að mínu viti vaxið við þá ákvörðun. Hann bar höfuð og herðar yfir öðrum í tilþrifum á leiðtogafundi sjónvarpsins kvöldið fyrir kosningar.
Mér sortnaði fyrir augum, þegar ég sá frítt fall atkvæða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir Icesavedóminn í janúar í skoðanakönnunum. En núna hef ég svo sannarlega lært, að skoðanakannanir Baugsmiðlanna Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru áróðurstæki. Eitt augnablik gleymdi ég, að þetta voru Baugsmiðlar og hoppaði upp á nef mér, þegar sagt var, að Sjálfstæðisflokkinn væri kominn niður í 18%.
Meira um þetta síðar. Það er einnig gott, að XL sem stofnaður var til að trampa niður stjórnarskrá landsins, er algjörlega hafnað af þjóðinni.
Þjóðin hefur kjark og réttsýni. Áfram Ísland!
Framsókn sigurvegari kosninganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB gæti ekki gengið í ESB vegna lýðræðisskorts, bókhaldssvindls og skuldasöfnunar
26.4.2013 | 10:42
Sama hlutskipti óska jafnaðarmenn og vinstrimenn á Íslandi löndum sínum.
Þegar Lissabonmarkmiðin 2000 um að ESB yrði samkeppninshæfasta markaðssvæði heims ár 2010 voru ákveðin, þá var sagt að hagvöxtur yrði að meðaltali um 3% árlega og að 20 miljónir ný starfa mundu skapast á tímabilijnu. Rúmum tíu árum eftir upptöku evrunnar eru meira en 27 miljónir manna atvinnulaus í sambandsríkjunum og fjölgar með ógnarhraða. Flest ríkin brjóta Maastrichtsáttmálann með fjárlagahalla yfir 3% og ríkisskuldir umfram 60% af þjóðarframleiðslu.
Í 18 ár hafa endurskoðendur neitað að undirrita ársskýrslur ESB vegna fjármálaóreiðu. Lýðræðisskorturinn, þar sem sjálfsákvörðunarréttur þjóðríkja hefur verið færður til stofnana í Brussel að kjósendum forspurðum ásamt upptöku evrunnar hefur nú skapað þvílíka andstöðu, að 72% Spánverja, 69% Breta, 59% Þjóðverja, 56% Frakka og 53% Ítalíu eru andsnúnir og rúnir trausti stofnana ESB.
Ástandið hjá ESB er orðið það slæmt, að ef ESB væri ríki og sækti um inngöngu í ESB, þá gæti það ekki orðið meðlimur.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stærsta tryggingarfélag heims spáir stórauknum gjaldþrotum fyrirtækja um heim allan 2013
24.4.2013 | 19:26
Skv. frétt Dagens Industri 24.apríl hefur eitt stærsta tryggingarfélag heims Euler Hermes nýlega birt skýrslu, þar sem spáð er stóraukinni fjölgun fyrirtækjagjaldþrota um gjörvallan heim. Euler Hermes er með starfsemi í 50 löndum og telur að mest aukning fyrirtækjagjaldþrota verði i miðjarðarhafslöndunum, þar sem Spánn toppi með 40% aukningu gjaldþrota í ár. Fyrir miðjarðarhafssvæðinu reiknar Euler Hermes með 33% aukningu.
Slæmt efnahagsástand í Evrópu með áframhaldandi samdrætti evrulandanna samtímis því sem hagvöxtur Þýzkalands veikist leiðir til 21 % fleiri fyrirtækjagjaldþrota í Evrópu.
Global Insolvency Index er mælikvarði á gjaldþrot sem Euler Hermes notar og sýnir að í öllum heiminum munu gjaldþrot fyrirtækja aukast um 8% í ár. Þetta er tvöföldun á spá Euler Hermes frá desember 2012 en þá var reiknað með 4% aukningu.
"Í Svíþjóð jókst fjöldi fyrirtækja mjög mikið, sem fóru í gjaldþrot bara á fyrsta ársfjórðungi í ár og við reiknum með því að fjöldi gjaldþrota verði meiri en á kreppuárunum 2008/2009. Byggingariðnaðurinn, vöruflutningar og smásöluverslun eru greinar sem standa upp úr í neikvæðum skilningi," segir Alexis Spanos, yfirmaður Euler Hermes í Svíþjóð.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Álíka einfalt að leysa evrukreppuna eins og að negla sultu á vegginn
21.4.2013 | 21:07
Nýkominn heim frá Prag. Það var eins og að hoppa inn í söguna, gamli bærinn er fullur af varðveittum húsum frá 12. öld og framúr. Myndin ofan er af stjörnuklukkunni frægu við gamla torgið, sem gengur á sinn eigin hátt, hvað sem evrukreppunni líður.
Las nýja grein eftir þann góða penna Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu. Hann hefur ítrekað bent á, hversu ónýtar leiðir ESB eru að "spyrna fótum" við evru/skuldakreppunni og líkir því við að negla sultu á vegginn.
Með smá íslenskri aðlögun: Veðrið Einar Sveinbjörnsson, hvernig verður það 17. júní? Myndavélin súmar inn á náfölan mann fyrir framan veðurkortið. Ræskingar. - Jú, svæðið sem kemur hér inn frá austri er Rússaklakinn. Snjóhengja í norðri. Eins og dæmið lítur út núna verður ekkert sumar fyrr en árið 2015.
Þannig spá fengi hvern sem er að vilja gleypa kjallaraþvalan haglabyssukjaftinn. 24 mánaða langur vetur, sem veldur usla í hversdagslífinu, er auðskilinn. Bæði kolagrillið og uppblásna sundlaugin breytast í tilgangslaus kaup.
Sami hluturinn gildir um efnahagslífið. Þúsundir ofaná þúsundir miljarða sem gufað hafa upp í fjármálakreppunni - afleiðing brostinna vona um framtíða hagvöxt. Munurinn á raunveruleikanum og vonum er risakok sem gleypir heilu löndin.
Þetta sést svo vel í Evrópu. Bitur sannleikurinn er sá, að hagvöxturinn var fallandi löngu áður en kreppan byrjaði. Á síðustu fimm árum hefur vandinn orðið aðkallandi.
Efnahagur Evrópu sem verg þjóðarframleiðsla er enn langt undir 2008. Eina undantekningin er Þýzkaland. Verg þjóðarframleiðsla evrulands skrapp saman 2012 og heldur áfram að gera það 2013.
Og Cervenka heldur áfram: Dökkt og illa falið leyndarmál Evrópu er, að bankarnir eru enn í ófremdarástandi. Meira en fjórðungur telst vera háður ríkisstyrkjum og peningum Seðlabanka Evrópu til að lifa af. Þessi stuðningur hefur háðslega nóg aukið á vandann, þar sem hann fegrar myndina og dregur þannig úr þrýstingi á stjórnmálamenn að grípa í taumana. Til þess að skilja, hvað zombíbankar þýða fyrir hagvaxtarbroddinn nægir að gúggla nokkrar mínútur á Japan. Wolfgang Munchau skríbent hjá Financial Times reiknar með að bankar í Evrópu þurfi á milli 500 - 1000 miljarða evru í nýtt fjármagn. Það er óljóst hvaðan peningarnir eiga að koma. Bankaslysavarðsstofa gæti verið lausnin en Þýzkaland hefur sökkt þeirri hugmynd af fullum krafti. Önnur leið er að kreppulöndin segi skilið við evruna og gefi fyrirtækjum sínum möguleika á að komast út úr vonlausri kostnaðsstöðu. Hér er það líka nei. Í nánustu framtíð verður því að taka áætlunum evrukratanna um að kreppunni sé lokið með sömu vandlætingu og þegar spilasjúklingur lofar að borga skuldir sínar með hnefafylli af skraplottómiðum. Allt í einu getur maður unnið. Eða ekki.
Stjörnuklukkan á gamla torginu í Prag heldur áfram eins og stjörnur himinsins. Evrukreppan einnig.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Stjórnlausar" skuldir Kína - upphaf alvarlegrar fjármálakreppu
18.4.2013 | 01:50
Kínverskur endurskoðandi með góða innsýn í fjármálaiðnað Kína hefur sent frá sér alvarlega viðvörun um, að skuldir héraðsstjórna í Kína séu "stjórnlausar" og geta komið af stað verri fjármálakreppu en hrun fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum segir Dagens Industri í dag og vitnar í grein í Financial Times.
Zhang Ke segir við blaðið, að endurskoðendafyrirtæki hans ShineWing hafi hætt að koma nálægt verðbréfaútboðum og hafi þungar áhyggjur af ástandinu. "Við höfum rannsakað útboðin og þau eru mjög hættuleg." Hann segir, að flestar héraðsstjórnir skorti hæfni til að meðhöndla skuldir og þróunin geti orðið "mjög alvarleg".
"Þetta er stjórnlaust. Kreppa er möguleg en það er erfitt að segja, hvenær hvellurinn kemur, þar sem reynt er að rúlla skuldunum á undan sér."
Myndin að ofan er tekin úr sjónvarpsþætti 60 minutes, sem nýverið sýndi tómar miljónaborgir en Kínverjar hafa byggt að meðaltali 18 - 25 slíkar árlega á undanförnum árum. Búið er að taka sparnað þriggja kynslóða Kínverja og binda í íbúðum og húsum, sem enginn býr í og eru á verði, sem enginn hefur efni á. Fólk er platað með tölum á blaði, sem sýna stöðugt hækkandi verð eignanna og píramídaspilið hefur gengið meðan hægt hefur verið að framleiða peninga sem skuldir. Margir gera sér grein fyrir að um fasteignabólu er að ræða en fólk, sem hefur fjárfest í íbúðum skilur ekki, að kerfið getur hrunið og það glatað öllu sparifé sínu.
Trúlega er draugaborgamarkaður Kína, sem okkur er sagt að sé kínverska "undrið", stærsta píramídaspil veraldar og hvellurinn við hrun mun trúlega orsaka nýja byltingu í Kína, þegar fólk missir aleiguna. Búast má við nýjum Maó eða Kim il Sung í kjölfarið.
Slóð á myndina hér
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vopnin snérust í höndum skessuþríeykis Íslands
16.4.2013 | 21:24
Mikið má þjóðin fegin vera, að tímabili hins íslenska skessuþríeykis Össu, Jóu og Grímu er á enda.
Með byltingu var byrjað sem síðar kom í ljós að var á vegum dýrðarríkis ef ekki sjálfs himnaríkisins ESB, því eilífa skuldabandalagi, þar sem skessur svífa um á dúnmjúkum skýjum, dreypandi dýrar veigar og bruggandi skessuráð gegn því vitlausa fólki, sem vill bara vera venjulegt og elska fjölskyldu sína og vini.
Skuldsett skyldi Ísland verða og saklaus múgurinn látinn borga skessulífernið og sérstaklega skyldi flokki sjálfstæðra manna og kvenna útrýmt, rifinn á hol með skessudómi og krossfestingum, því vitlaust fólk og samtök þeirra á að hengja á krossinn eins og alla þá, sem annan guð vilja hafa en skessuguðinn eina. Mótþrói vitleysinga skyldi kúbaður norðrinu og innsiglað með skessustjórnarskrá eins og sæmir þeim einum sem kunna að nota valdið yfir öðrum. Enginn má sjá að betra líf finnst, hvað þá geta séð eitt augnablik inn í Eilífa SæluBælið, þar sem kostnaði er fleygt til jarðar og smælingjarnir látnir borga.
Seðlabankinn, Landsdómurinn, Iceave 1 og 2 og 3, heimilin, jafnréttislögin, stjórnarskráin, atvinnuvegirnir, sjávarútvegurinn, ferðaiðnaðurinn, söluskatturinn, tekjuskatturinn, gjaldeyrinn, fjármagnsskatturinn, húsnæðislánin....listinn er ekki óendanlegur en næstum því. Öll fengu þau að finna fyrir nýrri skessuöld og að núna snéri upp niður og austur í vestur.
Hin eilíft órakaða Gríma er horfin, Össa og Jóa í Kína og þótt Gríman fyndist og Össa og Jóa gengu alla leiðina heim aftur, þá yrðu skrefin ekki nægjanlega mörg til að bæta fyrir vondu verkin.
En vitlausa fólkið á Fróni var svo svakalega vitlaust að vinna saman gegn skessunum og hrinda af sér hverju áhlaupinu á fætur öðru, svo jafnvel frægir og miklir dómarar í dýrðarríkinu sjálfu gáfu þeim rétt. Í ríki öfugmælanna verður vitlaust eitthvað svo rétt.
Takk kæru vinir fyrir samstarfið að verja sjálfstæði okkar og réttinn að ráða málum okkur sjálf.
Ég vona, að fleiri skessur sjáist ei meir en austur í Brúsalandi belgjast brussurnar og gretta sig mikinn.
Njótum hvíldar meðan hægt er svo við séum vakandi og endurnærð, ef fleiri árásir koma.
Móðurlandinu allt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2013 kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evran er svefnpilla, sem svæft hefur Evrópu
15.4.2013 | 11:32
Aldrei fyrr hefur jafnháttsettur embættismaður ESB, fyrrverandi framkvæmdastjóri innri markaðarins Frits Bolkesten, stutt afnám evrunnar. Í viðtali við hollenska blaðið Algemeen Dagblad sagði Frits Bolkensten að:
"Hollendingar verða að yfirgefa evruna eins fljótt og auðið er....Gjaldmiðlasambandið hefur gjörsamlega mistekist. Evran hefur breyst í svefnpillu sem hefur svæft Evrópu í staðinn fyrir að hugsa um samkeppnisstöðu okkar...Leggjum niður evruna og styrkjum innri markaðinn í staðinn. Við þurfum ekki evruna til þess."
Orð að sönnu, bara að taka undir með manni með reynslu úr innstu herbúðum búrókratanna í Brussel.
Uppreisnin gegn evrunni breiðist út um alla Evrópu t.d. hvetur Mario Soares fyrrum forseti Portúgals til greiðslustöðvunar og úrsagnar úr evrunni, á Kýpur ræða menn svipaða hluti, í Þýzkalandi er nýbúið að stofna flokk, sem krefst úrsagnar landsins úr evrunni o.s.frv.
Evran er dauðvona. Úför auglýst síðar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.4.2013 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnuleysi eykst í Svíþjóð vegna evrukreppunnar
14.4.2013 | 20:54
Í viðtali í sænska sjónvarpinu 14.apríl sagði fjármálaráðherra Svíþjóðar Anders Borg, að Svíar mættu búast við langdreginni efnahagslægð og auknu atvinnuleysi vegna evrukreppunnar.
Ráðherrann er nýkominn frá fundi fjármálaráðherra ESB í Dublin þar sem neikvæðar horfur evrusvæðisins og ESB voru ræddar.
15.apríl leggur ríkisstjórn Svíþjóðar fram fjárlög með auknum framlögum til iðnmenntunar hjá fyrirtækjum, iðnskólum og lægri atvinnurekendagjöldum ungmenna en atvinnuleysi ungmenna er mjög hátt í Svíþjóð. Áður hafði ríkisstjórnin m.a. lagt fjármagn til samgönguframkvæmda og lægri skatta á fyrirtæki. Nú eru 427 þúsund Svíar atvinnulausir sem er 8,2%. Borg reiknar með halla á fjárlögum milli 1-2% í ár og næsta ár en endurtók nokkrum sinnum að erfitt væri að gera haldbæra áætlun með allri þeirri óvissu, sem ríkir hjá ESB.
Svíþjóð er eitt af best reknu ríkjum ESB með litlar ríkisskuldir og hefur getað lækkað skatta á vinnu, aukið einkavæðingu og lagt til hvata fyrir myndun smáfyrirtækja á meðan flest ríki evrusvæðisins skera niður, hækka skatta og eru með neikvæðan hagvöxt. Anders Borg sagði að lýsingar fjármálaráðherra evrusvæðisins gæfu ekki tilefni til bjartsýni um þróun evrusvæðisins og búast mætti við nýjum áföllum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.4.2013 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Soros: "Betra að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið."
11.4.2013 | 20:42
"Ef Þýzkaland veigrar sér við að kaupa evrubréf, þá verður betra að landið yfirgefi evrusvæðið. Öðrum evruríkjum gagnast þá að halda áfram á eigin krafti." Þetta sagði fjármálamaðurinn George Soros í ræðu í Frankfurt fyrir stuttu, þar sem hann reyndi að hafa áhrif á Þjóðverja og hvetja þá til ábyrgðar.
Soros meinar, að Þýzkaland verði að taka stjórn á málunum og sýna forystu, því "núverandi ástand gengur ekki og framtíð Evrópusambandsins er að veði." Betra sé að öðrum kosti, að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið í tæka tíð áður en allt fellur saman.
"Það er Þýzkaland sem ákveður, hvort Þýskaland vill samþykkja evruskuldabréf eða ekki, en landið getur ekki stöðvað stórskuldug lönd, sem eru að reyna að bjarga sér frá örbirgð með því að ganga saman og gefa út evrubréf," segir Soros.
Fjármálamaðurinn telur að ógerningur sé fyrir lönd eins og t.d. Ítalíu að yfirgefa evrusvæðið, þar sem Ítalía gæti ekki borgað lán sín sem tekin eru í evru. Ef Ítalía yfirgæfi evrusvæðið mundi efnahagur landsins hrynja með slæmum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina.
George Soros vill að evrubréfin verði sett á markaðinn og telur, að þau fengju sömu þýðingu og ríkisskuldabréf USA, Bretlands og Japans.
Það er einungis hægt að komast hjá sögulegum harmleik undir þýzkri leiðsögn, því kreppan "breytir ESB úr frjálsu ríkjasambandi í hlutverk lánveitanda og skuldara."
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)