Þegar forsætisráðherrann hóstar fer utanríkisráðherrann í felur

NATOÞað er aumkunarvert að fylgjast með átökum innan ríkisstjórnarinnar vegna atvinnumála á Suðurnesjum en eins og Morgunblaðið greindi frá, þá höfnuðu Vinstri grænir fjárfestingu á vegum bandamanna okkar NATO um fjárfestingar upp á tugi milljarða króna. 

Utanríkisráðherrann sem getur lítið svarað gagnrýni nema með keyptum aðstoðarmönnum eða persónulegum skætingi finnur sig hljóðalaust í því að vera borinn ofurliði af ráðherrum Vinstri grænna. Karlmennskan er þá ekki meira en dúkkulísu virði um leið og Katrín Jakobsdóttir lyftir fingri. 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að beina gagnrýni sinni að utanríkisráðherranum í stað sveitarstjórna á Suðurnesjum og biðja utanríkisráðherrann að útskýra hvers vegna hann studdi ekki eigin tilllögur um að samþykkja fjárfestingar NATO.

Utanríkisráðherrann sendir fv. formanni Sjálfstæðisflokksins og einum farsælasta forsætisráðherra lýðveldistímabilsins, Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins, hæðnistón gegnum samstarfsmann sinn, Diljá Mist Einarsdóttur, en Staksteinar Morgunblaðsins í gær tóku fyrir undirlægjuhátt utanríkisráðuneytisins við ESB og stofnanir Sameinuðu þjóðanna, sem sumar eins og WHO, eru leiddar af valdaspilltum byltingarsinnum í vasa kínverska kommúnistaflokksins. 

Það sem eftirhermur ESB og SÞ sjá ekki er að þær eru búnar að einangra sig frá lífi venjulegs fólks og hafa glatað hæfileikanum að ræða stjórnmál "á mannamáli" sem allir geta skilið. Davíð Oddsson hefur ætíð verið maður fólksins, fulltrúi þjóðarinnar og hefur aldrei látið há embætti stíga sér til höfuðs sem - ef nokkuð er - sannar eðilborna leiðtogahæfileika mannsins. 

Það mun hvorki bæta varnar- né atvinnumál á Íslandi, að vesælingar í flokki sem þykist styðja sjálfstæði leggjast flatir fyrir kommúnistum hvort svo sem þeir eru innanlands eða utan. Það mun þvert á móti styrkja andstæðinga Íslands og bandamanna okkar og má ríkisstjórnin hljóta skömm fyrir.


mbl.is „Kaldastríðssérvitringar“ í veg fyrir uppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hlýtur alltaf að koma að því að þessir flokks svikarar verða minntir á fyrri gjörðir og þeim mun frekar þegar umskiptin eru rekin ofan í þá. Verði þeim að góðu þegar þessi kafli er búinn,þeir skulu aldrei fá þann heimanmund sem þeir vænta -orkuna okkar- með í himnaríki sitt (nokkuð sem Kolbrún Hilmars notaði í Icesave baráttunni og er svo eftirminnilegt)  

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2020 kl. 02:04

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það vantar allt "MALT" í Utanríkisráðherrann okkar.... undecided

Jóhann Elíasson, 15.5.2020 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband