Utanríkisráðherra Íslands meðvirkur í ljótum valdaleik framkvæmdastjórnar ESB – segir Ungverjaland vera einræðisríki

„Hættið að dreifa ósannindum og fölskum fréttum” eru skilaboð ungverska utanríkisráðherrans Peter Szijjarto til starfsfélaga sinna í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Útvarp Saga greindi frá.

Screen-Shot-2019-03-24-at-19.06.36-1024x649-1024x649Verður sendiherra Íslands ásamt sendiherrum hinna norrænu ríkjanna kallaður á fund utanríkisráðherra Ungverjalands til að taka á móti ámælum vegna falsfrétta Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um Ungverjaland. 

Dagens Industri greinir frá því að utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa sent aðalritara Evrópuráðs ESB bréf, þar sem gagnrýnd er sú ákvörðun ungverska þingsins, að veita ríkisstjórn Ungverjalands undanþáguheimild í óákveðinn tíma til að ákveða aðgerðir gegn kórónufaraldrinum án þess að fá fyrst samþykki ungverska þingsins. 

Utanríkisráðherra Ungverjalands Szijjarto skrifaði á Facebook, að gagnrýni utanríkisráðherra Norðurlanda væri yfirdrifin og fölsk:

„Ósannindi um uppbyggingu einræðisríkis og endalaust, takamarkalaust vald. Ungverjaland er yfir þúsund ára þjóð og hafnar hástemmdri, hræsnisfullri leiðsögn. Ungverska fólkið ákveður sjálft hvað það vill og vill ekki. Það væri betra að utanríkisráðherrarnir sæju um sín mál sjálfir.”

Er það verkefni íslenska utanríkisráðuneytisins að aðstoða framkvæmdarstjórn ESB við að kúga ríki til hlýðni við sambandið?

Að vinna skítverk fyrir ESB bara vegna þess að ESB nær ekki upp á nef sér vegna sjálfstæðis Ungverjalands sem neitar að taka á móti kvótaflóttamönnum sambandsins?

Það er illa komið fyrir utanríkismálum Íslendinga að greiða skattfé svo utanríkisráðherra geti borið út falsfréttir fyrir ESB. Utanríkisráðherra skrifaði grein í Mbl. fyrir nokkru í stíl opinberunarbókar Jóhannesar og þarf bæði spámenn og miðla til að túlka orðavaðal ráðherrans.

Best að Guðlaugur Þór taki sér ævinlangt frí frá stjórnmálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki kominn tími til að starfsfólki Utanríkisráðuneytisins, sé gerð almennilega grein fyrir hver starsemi Utanríkisráðuneytisins Á AÐ VERA og er þar með talinn Utanríkisráðherra sjálfur?  Kannski er það misminni hjá mér en ég hélt að það væri EKKI hlutverk Utanríkisráðherra að blanda sér í innanríkismál annarra ríkja.....

Jóhann Elíasson, 12.5.2020 kl. 12:27

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, við deilum sama minni svo höldum okkur við það :)

Gústaf Adolf Skúlason, 12.5.2020 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband