Orðin vegin í haust – Palli er ekki einn í heiminum

200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svgÞegar fjármálakreppen reið yfir heiminn 2008 sögðu bankastjórarnir (að undanskildum Seðlabankastjóra), hagfræðingarnir og allur sérfræðingaskarinn að ekkert væri að óttast, fjármálin í góðu ásigkomulagi og engin hætta á gjaldþroti hjá einum né neinum. 

Í dag segja ráðherrar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankastjóri að ekkert sé að óttast, því Ísland skuldi svo lítið og gjaldeyrisforðinn sé svo stór. Allt muni verða í lagi og Íslendingar ráða niðurlögum kórónuveirunnar og snúa fljótt aftur til daglegs lífs.

Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé Palli einn í heiminum og trúi að orðin skapi nýjan veruleika að þeim sögðum sem guði einum almáttugum er falið. Að orð forsætis- og fjármálaráðherra byggi töfrahjúp yfir eyjuna fögru og verji hana fyrir utanaðkomandi áföllum.

Eftir þrjá mánuði munu þessi orð reynd og sannleikurinn koma í ljós.

Sú heimskreppa sem nú vofir yfir fer létt með að tæma bæði ríkissjóð og gjaldeyrisforða á einu augnabliki.

Það sem bjargar Íslandi verður sem fyrr, lambakjöt og fiskur.

 

 


mbl.is Stoltur forsætisráðherra á fámennum ársfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband