Hagsmunaverðir ESB á Alþingi hindra afturköllun ESB-aðildarumsóknar

Inga snælandTil marks um hvað lítð er að marka stefnu Sjálfstæðisflokksins sem þykist vilja halda Íslandi fyrir utan ESB, þá bregða sjálfstæðismenn ásamt öðrum ESB aðildarsinnum fæti fyrir þingsályktun Flokks Fólksins um formlega afturköllun Alþingis á aðildarumsókn þáverandi meirihluta Alþingis að Evrópusambandinu.

Íslendingar voru aldrei spurðir en gátu svarað fyrir sig í almennum þingkosningum og kom það svar eftir aðildarumsóknina, að helsti umsóknaraðilinn að ESB, Samfylkingin, stórtapaði fylgi og varð næstum að engu.

Inga Snæland formaður Flokks fólksins lýsti yfir vantrú sinni á að þingsályktunartillagan fái brautargengi á Alþingi í viðtali á Útvarpi Sögu nýlega. Innandyra ráða ESB-sinnar sem vilja innlima Ísland í ESB og ef ætlunin er að hindra lýðræðislega meðferð tillögunnar og atkvæðagreiðslu mun það í fyrsta lagi skrifast á núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ásamt Vinstri Grænum. 

Vel sést á launum forsætisráðherrans af hverju VG sænga með hverjum sem er eins og sjálfstæðis- og framsóknarmenn gera en Katrín Jakobsdóttir var 17 tekjuhæsti stjórnmálamaður í heimi 2019 að sögn DV. Mikilmennskubrjálæði ráðherra ríkisstjórnarinnar fer að slaga í fyrirkomulag Reykjavíkurborgar sem praktíserar stjórnskipun Norður-Kóreu á Íslandi.

Þingsályktunartillan er kjörið tækifæri fyrir þá þingmenn sem vilja sjálfstæða þjóð og fullvalda ríki á Íslandi að sýna hug sinn. Ég treysti því, að Miðflokksmenn komi til hjálpar en því miður dugir það ekki eitt og sér en vonandi fleytir það tillögunni í umræður og hugsanlega atkvæðagreiðslu, svo landsmenn sjái svart á hvítu hverjir hagsmunaverðir ESB eru á Íslandi. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það verður kosið til Alþingis, á þessu ári sumir segja að það verði gert strax í vor.  Þá vona ég að fólk hætti að kjósa gegn eigin hagsmunum og fylki sér um FLOKK FÓLKSINS og MIÐFLOKKINN.  Það sem veldur mér einna mestum áhyggjum að sá flokkur sem stóð fyrir umsókninni í ESB (LANDRÁÐAFYLKINGIN), virðist alltaf vera að bæta við sig fylgi (eru Íslenskir kjósendur masókistar?)....

Jóhann Elíasson, 26.2.2020 kl. 08:59

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, þakka innlit, sammála þér með þörf á kosningum. Mér skilst að Inga Snæland mæli með tillögunni í næstu viku og þar sem lítil eða engin hefð er fyrir því, að ríkisstjórn hleypi málum stjórnarandstöðu í gegn, þá gæti málið "dagað uppi" í nefndinni. Sem verður þá sönnun þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á því, að hafa málin á hreinu. 

Gústaf Adolf Skúlason, 26.2.2020 kl. 11:37

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Samfylkingin nærri dó út eftir ákafa tilraun við að innlima Ísland í ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn sem eitt sinn bar höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka í landinu er nú að týna fjöðrum sínum við þjónkun við ESB. Fólkið í landinu sér í gegnum hræsni þá sem forysta flokksins viðhefur. Almennir þingmenn flokksins virðast ekki þora öðru en að fylgja forustunni, halda að þingseta þeirra sé á valdi forustunnar en ekki kjósenda.

Fari Sjálfstæðisflokkurinn ekki að taka sig til í andlitinu og gera það sem gera þarf, þar með talið að setja endahnútinn á að loka á aðildarumsókn að ESB, þá er sá flokkur búinn að vera, formaður flokksins ber þar mesta ábyrgð.

Hverjir munu hagnast á getuleysi Sjálfstæðisflokksins??? Ég tel að Flokkur fólksins og Miðflokkurinn muni njóta góðs af því umfram aðra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2020 kl. 14:37

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas, þakka innlit og athugasemd. Já, ljómi fornra daga er horfinn og þjóðin ekki lengur hæf í "hagsmunamati" flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. ESB-afritunarveiran sem Samfylkingin flutti inn hefur sýkt Sjálfstæðisflokk, Viðreisn, Pírata og Vinstri Græna sem allt orðið að einni fimmfylkingu ESB. En nú hafa men bóluefnið sem Inga Snæland hefur tekið fram svo það er bara að bíða og sjá hverjir hafa vit á því að bólusetja sig.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.2.2020 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband