ESB er guð Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar, Vinstri grænna og Pírata

EUbadAlltaf kemur skýrar í ljós hversu undirlægjuhátturinn við ESB er og verður þjóðinni dýrkeyptur. Sýndarmennska stjórnmálanna tröllríður húsum á kostnað þjóðarinnar. Eitt dæmi eru "girðingarmálin" sem sá góði maður Tómas Ingi Olrich gerir að umtalsefni í Morgunblaði dagsins: 

"Mér sýn­ist að þessi girðinga­mál hafi verið í sér­kenni­leg­um far­vegi í öll þessi ár sem liðin eru síðan þau voru sett í lög. Það virðist sem þeir sem um málið hafa fjallað, stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn, hafi um­fram allt litið á það sem skyldu sína að líta á EES-regl­ur og at­huga­semd­ir ESA sem erki­bisk­ups boðskap, sem ekki megi láta reyna á að viðlagðri bann­fær­ingu, og hlíta skuli í einu og öllu."

Þetta er hárrétt lýsing hjá Tómasi Olrich.

Nýjar fréttir um sæstrengslygar Sjálfstæðismanna í tilkynningu iðnaðarráðherra um rannsókn á raforkusölu gegnum sæstreng er annað dæmi. Til þess var leikurinn gerður með orkupakka 3 að gera Ísland að "grænu batterí ESB". Sjálfstæðismenn gala í vindinn yfir stórkostlegum árangri EES-samningsins, að ESB hafi "kennt Íslendingum að semja við stóriðju eins og Ísal". 

Í dag er árangurinn af þessarri ESB-þjónkun, að Ísland er ekki lengur samkeppnisfært í rafmagnsverði til stóriðju svo hún leitar á betri mið. Þetta er þveröfugt við uppruna og þróun Landsvirkjunar og stefnu í raforkumálum, þar til ESB-þjónarnir tóku við.

Uppskipting raforkusölu í orku og dreifingu er annað dæmi um stóraukinn kostnað til að framfylgja regluverki ESB. Orkupakki 3 hefur flutt sjálfsákvarðanarétt þjóðarinnar í raforkumálum til Brussel. ESB hefur tekið yfir raforkumálin og Sjálfstæðiflokkurinn og aðrir ESB-flokkar hlýða bara fyrirmælum frá Brussel. 

Það er ljúfur leikur fyrir ESB að vera Guð á Íslandi en verri leikur fyrir þjóðina að ráða litlu sem engu lengur í eigin landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vinstri menn vilja enga stóriðju hér á landi enga sölu á rafmagni til slíkra aðila, þó svo að vegna ÍSALs t.d. höfum við aðgang að rafmagni á heimilum okkar, getum stungið sjónvarpinu í samband, tölvunni og hlaðið snjalltækin. Áður en álverið í Straumsvík kom til var rafmagnsöryggi ekki uppá marga fiskana, það var vegna tilkomu þess að farið var að virkja og höfum við notið góðs af því.

Nú sem sagt er allt gert til að koma stórnotendum út af markaðnum í þeim tilgangi að þjónkast við ESB og selja raforku okkar þangað á niðursettu verði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.2.2020 kl. 16:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg með ólíkindum hvernig ESB, hefur "hertekið" Alþingi Íslendinga.  Þetta sýnir okkur að það verður að losna við þetta lið sem situr á Alþingi í dag.  Þeir einu sem virðast streitast eitthvað á móti ESB eru þingmenn Flokks Fólksins og Miðflokksins.  Eftir að búið er að "hreinsa til" í þinginu VERÐUR að segja EES samningnum upp áður en hann veldur landi og þjóð meiri skaða.....

Jóhann Elíasson, 17.2.2020 kl. 17:31

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit mætu menn, skipun dagsins er að selja rafmagn til ESB gegnum sæstreng og fyrir það má eyðileggja áratuga viðskipti við stóriðju á Íslandi.

Raforkukaupendur á Íslandi verða annars flokks markaður, ESB fær forgöngu á rafmagni úr landinu.

Íslensku ESB-flokkarnir halda að þeir hafi unnið stóra vinninginn með smáaur andartak í vasanaum, - þjóðinni er fórnað.  

Gústaf Adolf Skúlason, 18.2.2020 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband