Danir leyfa ekki mistök Svía

is-krigareDómsmálaráðherra Dana, Nick Hækkerup, kynnti herta stefnu Dana gegn glæpum og er eitt aðalatriðið að koma á landamæraeftirliti við Svíþjóð til að koma í veg fyrir að sprengju- og morðóðir "Svíar" komi yfir sundið og drepi Dani eins og tíðkast hefur að undanförnu.

"Við höfum séð ógnvekjandi þróun í Svíþjóð með sprengingum og auknu ofbeldi. Við höfum fylgst með þessu og ákveðið að styrkja landamæravarnir gegn Svíþjóð. Þetta má alls ekki verða hversdagsmatur í Danmörku. Við munum tryggja öryggi Dana” sagði dómsmálaráðherrann á blaðamannafundi í morgun. Landamæraeftirlitið tekur gildi 12. nóvember n.k.
 
Nick Hækkerup er sósíaldemókrati og neyðist núna til að þrífa upp glæpaverk sænskra flokkssystkina sinna þar sem dauðinn er útflutningsvara. Sænskir kratar halda áfram hömlulausum og eftirlitslausum mannflutningi til Svíþjóðar frá Afríku og Miðausturlöndum með tilheyrandi fjölgun á nauðgunum, bílaíkveikjum, skotbardögum, manndrápum og sprengingum. 
 
Sænskir kratar eiga Norðurlandamet í mannvonsku og skiljanlegt að aðrir norrænir kratar vilja ekki feta ekki í fótspor þeirra.

mbl.is Boðar eftirlit á landamærum Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll vertu Gústaf Adolf.

Ég tek undir með áliti þínu á eyðileggjandi framferði sænskra stjórnvalda gagnvart löndum sínum og því ekki síður Norðurlandabúum öllum.

Danir mega eiga það, að þeir þekkja sitt magamál og kunna að setja sér mörk, eins og þessi frétt ber með sér og því líklega stutt í að þau Logi og Helga Vala brynni opinberlega músum yfir því.

Jónatan Karlsson, 11.10.2019 kl. 04:03

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Mistök Svía? Skv. þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér hófu sósíaldemókratar samstarf við Múslimska Bræðralagið um þjóðflutninga frá austurlöndum nær seint á síðustu öld. Um 2000 manns úr þessum hópi átti að mennta sérstaklega og taka inn í flokkinn til að sinna ýmsum störfum fyrir hann. Fólkið átti svo að verða kjósendur sósíaldemókrata. Ættbákahöfðingjarnir segja fólkinu hvað það á að kjósa og niðurstaðan er að innflytjendur kjósa 90% til vinstri. Uppgangur glæpastarfsemi í Svíþjóð er að miklu leyti vegna viljaleysi stjórmálamanna til að taka á vandanum. Þeir líta svo á að það muni gera þennan kjósendahóp fráhverfan sér.

Helgi Viðar Hilmarsson, 11.10.2019 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband