Fáheyrð krafa ESB um yfirráð yfir Norður-Írlandi

Brexit-is-a-monstrosity-floatl-1Markmið Evrópusambandsins er að stöðva Brexit með öllum tiltækum ráðum og er lýðræðislega kjörnum fulltrúum Bretlands sem framfylgja vilja þjóðarinnar lýst sem ófreskjum. Ástæðan fyrir því að samningar takast ekki við Breta um útgöngu úr ESB er hin  yfirgengilega, fáheyrða og fordæmalausa krafa ESB, að Bretar afhendi ESB yfirráðin yfir Norður-Írlandi. Að sjálfsögðu verða Bretar ekki við þessari landnámskröfu stórveldisins. Þetta er ámóta fáranlegt og að ESB krefðist að Vestmannaeyjar yrðu áfram í EES-samningnum og í lögsögu ESB ef Íslendingar vildu segja upp samningnum! 

Þarna sýnir ESB sitt rétta andlit með kröfu um yfirráð yfir löndum og landssvæðum; Norður-Írland í skiptum fyrir útgöngu Breta. Og þetta kalla fylgismenn ESB "frjáls viðskipti"!! 

ESB heldur breska þinginu í gíslingu með meirihluta þingmanna fylgjandi áframhaldandi veru Breta í ESB gegn vilja þjóðarinnar. Þar er reynt að eyðileggja eins mikið og hægt er fyrir lýðræðinu og lýðræðislega kjörnum embættismönnum sem hlýða kalli þjóðarinnar um útgöngu úr ESB.

Fyrr eða síðar komast Bretar úr prísundinni, Íslendingar ættu að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Breta og bjóða þeim ferskan fisk eins og í den.

Ég ræddi þessi mál við Arnþrúði Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson á útvarpi Sögu í gær.


mbl.is Mun berjast fyrir útgöngu án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg ljóst að með því að leggja fram svona FÁRÁNLEGAR KRÖFUR, er ESB bara að staðfesta það að það var ALDREI ÆTLUNIN AÐ SEMJA VIÐ BRETA, enda vita þeir að ef Bretum "TEKST" að ganga úr sambandinu þá VERÐUR ÞAÐ UPPHAFIÐ AÐ HRUNI ESB....

Jóhann Elíasson, 9.10.2019 kl. 08:42

2 Smámynd: Júlíus Valsson

"Frjálslyndir" Íslendingar standa með ESB í einu og öllu. Þeir botna ekkert í Bretum að þeir skuli vilja losna undan ólýðræðislegu oki ESB. Við erum sjálfir á hraðleið inn í ESB. Þvílík tímaskekkja!

Júlíus Valsson, 9.10.2019 kl. 10:32

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Lýðræðislegur vilji kjósenda fellur ESB ekki í geð nema vilji kjósenda falli með áformum ESB. Þetta er nákvæmlega það sama og er að gerast vestur í USA, réttkjörinn forseti fær ekki frið fyrir ólýðræðislegum Demókrötum sem vilja ógilda kosningarnar 2016.

Hér á landi eru stjórnmálamenn, jafnvel meirihluti þingmanna ásamt ráðherrum, sem virða vilja þjóðarinnar að vettugi, neita kjósendum um að koma að lagasetningu sem koma muni þjóðinni illa þegar fram í sækir. Aldrei var um það rætt fyrir síðustu kosningar að framselja ESB orkubúskap þjóðarinnar, enda hefðu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta á þingi ekki hlotið brautargengi, þeir væru í verulegum minnihluta núna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.10.2019 kl. 11:26

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir góðu menn og þakka innlit og athugasemdir. Lýðræðið er brothætt eins og þið reifið....Við hjónin erum stödd í Búdapest og skoðuðum í dag listaverk með skóm á árbakka Dóná sem var gert til minningar um alla þá sem nazistar drápu og hentu í ána. Mikið af kertaljósum og ég held að Ungverjar kveiki ljós hvern einasta dag í minningu fórnarlambanna. Sumir nútíma"frjálslyndir" mættu kynna sér sögu Evrópu ögn betur.

Gústaf Adolf Skúlason, 9.10.2019 kl. 12:44

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vinur fjölskyldu okkar flúði  til Ísland '56 og hefur seinni árin opnað sig fyrir þessum hryllingi að geta ekki afstýrt þvi að land hans væri hertekið af Komúnistum. Eldheitur Íslendingur í dag treystir á  samstöðu landans að verjast innleiðingu í Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2019 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband