Svívirðileg framkoma Kínverja gagnvart friðsömum mótmælum íbúa Hong Kong

Skärmavbild 2019-10-06 kl. 23.38.50"Þið hafið kennt okkur að friðsamleg leið er ekki lengur fær" skrifaði einn mótmælenda á húsvegg. Íbúar Hong Kong eru innikróaðir í gildru hinnar miskunnarlausu og tortímandi kommúnistastjórnar Pekings. Það sem byrjaði sem friðsöm mótmæli er nú orðið að frelsisstríði íbúa Hong Kong til varnar lýðræðislegum mannréttindum og að fá að lifa sjálfstæðu lífi. Á það hlusta kommúnistar ekki neitt og beita allt harkalegri ofbeldi gegn saklausu, vopnlausu fólkinu. Rauði herinn er í viðbragðsstöðu, nýbúið að halda stóra montsýningu á Torgi hins "himneska friðar" og núna má búast við að Peking láti sverfa til stáls og blóðið látið flæða í Hong Kong.

Það eina sem íbúarnir í Hong Kong vilja er að fá að lifa sínu eigin lífi sjálfir án íhlutunar Kína. Það fá þeir ekki, ekkert er að marka loforð kommúnistastjórnar Kína um "eitt ríki tvö kerfi", Kommúnistaflokkur Kína leyfir ekkert annað kerfi en kommúnismann og byssurnar látnar tala. Kínverjar hafa plantað útsendurum í raðir mótmælenda, sem núna eru að átta sig og leita uppi og finna slíka njósnara. Myndin að ofan sýnir þegar lögreglumaður sem laumaði sér í raðir mótmælenda hafði slegið út tennur eins mótmælandans og fengið liðstyrk til að yfirmanna hann. Leikurinn er ójafn, allt traust fyrir lögreglunni farið, þar sem hún hlýðir pólitískum skipunum kommúnista í stað þess að vinna fyrir fólkið. Á annað þúsund manns hafa verið handteknir.

Engar keyptar heilsíðu áróðursauglýsingar kínverska kommúnistaflokksins í vestrænum blöðum ná að byrgja þá miður fögru sýn sem birtist á götum Hong Kong.

Fólkið í Hong Kong á alla samúð skilið. Greinilega eru viðskiptaþvinganir við einræðisrisann ekki nógu sannfærandi.

Ætlar hinn vestræni heimur að horfa þegjandi á kínverska kommúnista murka lífið úr íbúum Hong Kong? Af hverju mótmælir utanríkisráðherra Íslands ekki harðlega þessarri svívirðilegu framkomu kínverskra kommúnista?


mbl.is Leigubíll ók á mótmælendur í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband