Miðflokksmaðurinn og litli guli Sjálfstæðisflokkurinn
8.8.2019 | 19:35
Einu sinni, þegar litli guli Sjálfstæðisflokkurinn naut afraksturs afreka sinna, þá fann hann nokkur orkupakkafræ.
"Hver ætlar að gróðursetja þessi orkupakkafræ?" spurði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn.
"Ég" sagði samfylkingarsítrónan.
"Ég" sagði vinstri græna geddan.
"Ég" sagði viðreisnarviðundrið.
"Ég" sagði píratapulsan.
"Ég" sagði framsóknarfressinn.
"Ekki ég" sagði miðflokksmaðurinn.
"Þá gera það allir nema miðflokksmaðurinn" sagði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn. Og þau gerðu það.
Orkufræin urðu að orkuverum sem uxu og uxu. Að lokum kom að uppskeru alls rafmagns. Þá sagði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn: "Hver vill fá rosalegt gígawatt-stuð?"
"Ég" sagði samfylkingarsítrónan.
"Ég" sagði vinstri græna geddan.
"Ég" sagði viðreisnarviðundrið.
"Ég" sagði píratapulsan.
"Ég" sagði framsóknarfressinn.
"Ekki ég" sagði miðflokksmaðurinn.
"Þá fá allir rosalegt gígawatt-stuð nema miðflokksmaðurinn" sagði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn og ýtti á on-takkann.
PÚFF!
Litli guli Sjálfstæðisflokkurinn, samfylkingarsítrónan, vinstri græna geddan, viðreisnarviðundrið, píratapulsan og framsóknarfressinn hurfu í gulum reyk. Það gerði lýðveldið líka.
Og nú þarf miðflokksmaðurinn að byrja söguna alveg uppá nýtt.
Skýrslugerð um fjórða pakkann hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Facebook
Athugasemdir
Flott "samlíking"........
Jóhann Elíasson, 9.8.2019 kl. 06:55
Takk Jóhann fyrir góð orð, það virðist bara vera einn af níu persónum í utanríkisnefnd sem er fullveldissinni og sá maður er Miðflokksmaður. Hinir átta virðast hafa gaddað sig saman í andstöðuna við fullveldið og þar með sjálft lýðveldið.
Gústaf Adolf Skúlason, 9.8.2019 kl. 10:53
Satt segir þú Gústaf. Maður er svolítið hugsandi yfir þessum eið að stjórnarskránni, sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á þing. ER ÞESSI EIÐUR BARA TEKINN SEM EITTHVERT "VINNUSTAÐAGRÍN"????
Jóhann Elíasson, 9.8.2019 kl. 11:11
Lítur ekki betur út...,
Gústaf Adolf Skúlason, 9.8.2019 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.