Heyr, Heyr Tómas Ingi sækjum fram í stað þess að hörfa!
27.4.2019 | 12:03
Tómas Ingi Olrich skrifar stefnumótandi grein í Mbl. í dag um orkupakkann. Fer hann þar vandlega yfir rök með og á móti innleiðingu þriðja orkupakkans og kemst að þeirri niðurstöðu að stökkbreyting hafi orðið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kjölfar skýrslu Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hist. Leiðin sem þingflokkur Sjálfstæðsiflokksins hafi valið sé undahald sem ekki sé lengur hægt að segja að sé skipulagt. Bendir Tómas á þá einföldu staðreynd að samningsaðili Íslands, ESB, sé pólitísk stofnun en ekki einhver venjuleg alþjóðastofnun:
"ESB er pólitísk stofnun, tollabandalag, sem hefur lengi velkst í vafa um hvort það eigi að stefna í átt til einnar ríkisheildar eða ekki. Sú umræða er enn óútkljáð. Í nokkrum rykkjum hefur þó ESB þróast í átt til aukins miðstjórnarvalds. Orkutilskipanir ESB eru hluti af þessari þróun."
Segir hann mun á að gera samning við ríki og alþjóðastofnun og hafnar ruglingi á þessu tvennu. Þetta er einmitt kjarni þeirrar áhyggju sem flestir þeir sem eru andsnúnir innleiðingu þriðja orkupakkans hafa, að menn vilja ekki láta erlent vald taka ákvarðinir fyrir okkur Íslendinga. Þar eigum við sjálf að ráða eigin málum og örlögum okkar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þegja meðvitað um þennan þátt mála og neita að ræða hann, þótt það sé sjálfur kjarni gagnrýninnar.
Tómas skrifar: "Þegar fræðimenn hugleiða stöðu Íslands gagnvart umheiminum, sjálfstæði þjóðarinnar og það svigrúm sem stjórnarskrá lýðveldisins veitir eða veitir ekki til að færa valdheimildir undan stjórnvöldum, þá hlýtur að skipta máli, hvort slíkt afsal valds er til viðurkenndrar alþjóðlegrar stofnunar, ellegar til annars ríkis, eða pólitísks bræðings á borð við ESB. Evrópusambandið víkur til hliðar flestum viðmiðum sem tiltekin eru sem grundvöllur lýðræðisríkja. Það hlýtur því að vera sérstök ástæða til að vanda til athugunar á því hvort íslenska stjórnarskráin veitir yfirleitt nokkuð svigrúm til valdaafsals til annars ríkis eða fjölþjóðlegs tollabandalags, sem hagar sér að flestu leyti sem ígildi ríkis."
Um umræðuna skrifar Tómas: "Þess er með ýmsum hætti freistað að gera lítið úr málflutningi þeirra sjálfstæðismanna, sem vara við því að samþykkja þriðja orkupakkann. Það vekur hins vegar athygli hve mikil þögn ríkir af hálfu forystu flokksins um fögnuð þeirra, sem klufu Sjálfstæðisflokkinn vegna andstöðu hans við inngöngu í ESB. Þó ganga þessir síðastnefndu lengst í að bera lof á Sjálfstæðisflokkinn fyrir framgöngu hans í málinu og lofa fullum stuðningi við afgreiðslu orkupakkans."
Lokaorð Tómasar: "Það er sannarlega kominn tími til að Íslendingar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mikill misskilningur að það skapi okkur skjól og auki virðingu viðsemjenda okkar að hörfa sífellt og fara með veggjum, hlýðnir og auðmjúkir. Það hlutverk var okkur ætlað í Icesave-málinu. Það vannst vegna þess að einarður málflutningur fór fram gegn uppgjöf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar."
Heyr, Heyr! Við þetta er engu að bæta. Nú er bara fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að velja hvort þeir vilji ganga til sögunnar sem aflinu sem tókst að þræla flokknum niður í 12% atkvæðamörk eða hvort þeir vilja vera menn með meiru og viðurkenna þann einfalda hlut sem Tómas bendir á að ESB er stjórnmálastofnun með ríkismarkmið en ekki venjuleg alþjóðastofnun. Þetta sjá allir nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem virðast vera ómeðvitaðir um að fram fara ESB-þingkosningar 26. maí n.k.
Annars er örugglega til pláss fyrir ráðherra og orkupakkaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í ESB-flokkum og ættu þeir þá að sækja um inngöngu í Viðreisn eða Samfylkingu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Athugasemdir
Það er tilhneiging í dag til að brengla hugtökum þannig að eitt sýnist annað en það er. Tómas Ingi tekur hælkrók á að ESB sé alþjóðastofnun sem hægt sé að valsa inn og út úr að geðþótta. Hann á þakkir skildar fyrir að afhjúpa blekkinguna.
Brexit er talandi dæmi um hvernig stórveldi tekur á stroku-þjóðum. Hins vegar segir frétt á RÚV í dag okkur hvernig þjóðir hætta þátttöku í alþjóðastofnunum. Þar segir að Trump forseti ætli að draga BNA út úr vopnaviðskiptasáttmála SÞ og muni senda tilkynningu um það til SÞ innan skamms. Ástæðuna segir hann:
(..) að undir sinni stjórn eigi Bandaríkin aldrei eftir að gefa sjálfstæði sitt eftir til neins. Hann ætli ekki að láta erlenda kerfiskarla troða á frelsinu sem fylgir öðrum viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna.
Svona einfalt.
Nú getur hver spurt sig hvor leiðin verður okkur fær ef við iðrumst samþykkis orkupakkans. Leið Brexit eða leið BNA?
Ragnhildur Kolka, 27.4.2019 kl. 15:15
Takk Gústaf fyrir góðan pistil,um góða grein Tómasar Inga.
Var að skoða í bókakassa, það var ein sem heitir Ögnstræti eftir Louise Doughty, þýdd af Bjarna Jónssyni.
Hún, bókin er tileinkuð þeim sem vita að ekki er allt sem sýnist.
Í tilefni af ástandinu í þjóðfélaginu fannst mér þetta passa.
Haukur Árnason, 27.4.2019 kl. 15:46
Kærar þakkir Ragnhildur og Haukur, svo sannarlega á Tómas Ingi þakkir skildar fyrir þessa afhjúpun, þetta er líka kjarni málsins í viðskiptum að ekki er hægt að kalla þau frjáls ef þú selur bílinn þinn að nýji bílaeigandinn fái lyklavald yfir húsi þínu í leiðinni. Trump Bandaríkjaforseti er að koma með ljósið inn með fullri vörn sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétts BNA sem allir geta tekið sér til fyrirmyndar. Því miður hefur vopnlausa örríkið okkar ekkert að gera í ólgusjó heimsmállanna ef syrtir á bátinn og þá er gott að eiga góða vini að eins og Trump og Bandaríkjamenn. Ísland á að halla sér að lýðræði, frjálsum viðskiptum og varðveislu frjálsra samskipta ríkja á grundvelli virðingar fyrir fullveldi hvers annars. Sem sagt allt annað en það sem ESB er að gera.
Gústaf Adolf Skúlason, 27.4.2019 kl. 16:53
Einmitt Gústaf Adolf,skyldi forysta Sjálfstæðismanna á þingi finna til sín lengur eftir grein Tómasar Olrich? Grein sem hljómar eins og sinfónía; Óðurinn til gleðinnar yfir því augljósa sem höfundur túlkar svo listilega.
Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2019 kl. 04:13
Stórgód grein hjá Tómasi Inga og vonandi ad eitthvad af villuráfandi thinglidi Sjálfstaedisflokksins sjái hve galid er ad leggjast eins og druslur, fyrir fótum esb, svo ekki sé nú talad um forystu flokksins. Forystu sem hundsar baedi stefnu flokksins og nidurstödu landsfundar. Forystu sem er med allt nidur um sig í thessu m´li, hvernig svo sem á thad er litid.
Saekjum fram, í stad thess ad hörfa!
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.4.2019 kl. 09:24
Já, og bestu þakkir fyrir innlit og góð orð Helga og Halldór.
Gústaf Adolf Skúlason, 28.4.2019 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.