Deutsche Bank varar ESB við djúpri komandi efnahagslægð - hræðsla um að evran hrynji

brussels-1061975Í viðtali við Wirtschafts Woche segja fulltrúar Deutsche Bank að skelfilegir atburðir í aðildarríkjum ESB ásamt mótmælum í Frakklandi og kjöri nýrrar Framkvæmdarstjórnar ESB muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagssvæði ESB á næstu tveimur árum. Blaðið kennir Brexit um að geta valdið efnahagsúrbræðslu 27 ríkja ESB og gagnrýnir Emmanuel Macron Frakklandsforseta fyrir að brjóta fjárlagaramma ESB með eftirgjöfum við kröfur mótmælenda gulu vestanna. Efnahagsaðgerðum Donald Trump Bandaríkjaforseta er einnig kennt um að bæta olíu á eldinn.

Æðsti hagfræðingur Deutsche Bank, David Folkerts-Landau er myrkur í máli og segir að verulega muni draga úr hagvexti í ríkjum ESB á næstunni.

Seðlabanki Evrópu hefur eins og Seðlabanki USA dælt milljörðum evra út í fjármálakerfið sem m.a. hafa farið í kaup á ónýtum útlánum aðallega þýzkra og franskra stórbanka. Bókfærð eign SE er veðsett í verðlausum ríkisskuldabréfum og skuldir bankans faldar á bak við peningaprentun og ímyndað nafnverð bréfanna. 


mbl.is Versta ár frá fjármálakreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fréttamiðlar hér á landi hafa verið duglegir, með dyggum stuðningi svokallaðir álitsgjafa sinna (Eirík Bergmann og fleirum), við að telja okkur trú um að Brexit væri næst Hel fyrir Bretland, sér í lagi ef til þess kemur án samnings.

Staðreyndin er þó sú að verði að Brexit án samnings mun ESB skaðast mun meira en Bretland. Viðskipti milli ESB og Bretlands eru ekki síður mikilvæg fyrir sambandið. Að auki mun evran ekki standa af sér slíkan samdrátt meðan pundið hefur alla burði til þess. Falli evran er líklegt að ESB falli á eftir, a.m.k. í þeirri mynd sem það er nú.

Það er því með ólíkindum hvernig fulltrúar ESB hafa hagað sér í þeirri samningagerð sem staðið hefur yfir vegna Brexit. Afarkostir hafa aldrei talist góðir í samningum.

Þetta sannar enn og aftur hvern hug ESB hefur til lýðræðis.

Gunnar Heiðarsson, 21.12.2018 kl. 08:04

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þessar fréttir Gústaf. Hafa þessar upplýsingar byrst í íslenskum fjölmiðlum???

Síðan tek ég undir með Gunnari. Það er með ólíkindum hvernig ESB heldur á málum, hvort heldur gagnvart Bretum eða öðrum þjóðum innan sinna vébanda. Og íslenska ESB-elítan spriklar með eins og hver annar sprellikarl.

Að lokum GLEÐILEG JÓL megi hátíð hins sanna ljóss sem upplýsir hvern mann færa þér og þínum gleði og frið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.12.2018 kl. 10:42

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir heiðursmenn fyrir góð orð og athugasemdir. Það sem Íslendingar fengu að upplifa í hrakspám vegna Icesave má margfalda óendanlega til að fá fram þá yfirvöltun sem Bretar liggja undir m.a. frá falsfréttaprestum í stíl Eiríks Bergmans. Og rétt er það, búrókratiskk yfirbygging ESB sýgur mikið fé í bruðl sem ekki skapar nein verðmæti.

Þakka góða jólakveðju, oft er þörf en núna er nauðsyn að hið sanna ljós fái að skína í komandi framtíð. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Gústaf Adolf Skúlason, 21.12.2018 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband