Grasrótin sér vandamálið en hlustar forysta Sjálfstæðisflokksins?
31.8.2018 | 06:59
Ánægjuleg frétt af Valhallarfundi Sjálfstæðismanna í gær sem
"skorar eindregið á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins.."
Hingað og ekki lengra í framsali ríkisvalds til ESB segir grasrót Sjálfstæðisflokksins og beinir orðum sínum að flokksforystunni. Ítrekar þar með ályktun landsfundar flokksins í málinu.
Núverandi forysta flokksins hefur sýnt hroðvirkningsleg vinnubrögð á Alþingi t.d. í afgreiðslu persónuverndarlaga ESB en þar var skautað fram hjá ummælum umsagnaraðila sem bentu á að afsal lögsögu til ESB stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins.
Forysta flokksins sýnir því miður allt aðra takta en að fylgja stefnu flokksins og er í óða önn að gjaldfella sögu og stefnu flokksins í meira en heila öld.
Í fullveldismálum er ekki pláss fyrir tvö andlit: eitt fyrir stjórnmálaumræðu innanlands og annað fyrir ESB. Menn verða dæmdir af gjörðum sínum og fagurgali breiðir ekki endalaust yfir misgjörðir.
Þá væri betra fyrir forystu flokksins að sýna rétta andlitið, segja lausum störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ganga í flokk Viðreisnar sem hefur það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi í ESB.
Pínlegt að grasrótin þurfi að minna flokksfoystuna á stefnumál Sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Flokkurinn hafni orkupakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:00 | Facebook
Athugasemdir
þarf flokksforysta endilega að hafa sömu skoðun og flokkurinn? Hann getur haft rangt fyrir sér?
Halldór Jónsson, 31.8.2018 kl. 11:35
Sæll og blessaður Gústaf og velkominn heim. Þessi pistill er algjör snilld eins og flest sem frá þér hefur komið. Pistlarnir þínir á útvarpi Sögu eru ómissandi og þakka ég þér kærlega fyrir þá. Þó toppaði þátturinn þinn hjá Markúsi og Jóa, á Sögu í gær, allt og þar var undirstrikað hversu mikill "hvalreki" þú hefur verið fyrir útvarp Sögu.....
Jóhann Elíasson, 31.8.2018 kl. 12:16
Sælir heiðursmenn, þakka innlit, athugasemdir og hrós. Halldór, jú umræður eru af hinu góða en er það ekki eðlileg krafa að flokksforystan framfylgi markaðri stefnu flokksins sbr. raforkumálin og samþykkt landsfundar um þau mál? Þá verður það dulítið neyðarlegt að flokkurinn þarf að árétta við forystuna að hún framfylgi samþykktri stefnu flokksins. Kærar Þakkir Jóhann, þetta hljómar mörgum gráðum betur en ég hefði getað ímyndað mér, gott að upplýsingarnar eru mótteknar. Takk. kkv GS
Gústaf Adolf Skúlason, 31.8.2018 kl. 15:39
SUS hefur lengi verið á svolítið mikið annarri línu en flokkurinn. Sem hafa svo báðir verið á annarri línu en kjósendur - en að mismiklu leiti, kjósendur verandi það margir.
Nú ef flokkurinn ætlar að vera á annarri línu en þingflokkurinn...
Það er eitthvað að. Það þarf að endurnýja alveg.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.8.2018 kl. 17:48
Sæll Gústaf og þakka þér fyrir óþrjótandi elju þína við að reyna að opna glyrnurnar á svefndrukknum Íslendingum fyrir ástandinu í Swedenistan.
Þú og hinn stórskemmtilegi Guðmundur Franklín Jónsson eruð bestu utanlandssteinafréttaskýrendur landsins á bestu útvarpsstöð landsins.
Meðan ég man: Hvað heitir áhrifamikla heimildarmyndin sem þú talaðir um á Útvarpi Sögu fyrir um tveimur vikum - um dekur sænskra óþjóðhollra kratafroska við nafna þinn Adolf fyrrum kanslara Þýskalands?
Langar mikið að sjá hana. Vonandi finnst hún á youtube...
Sverrir Stormsker, 31.8.2018 kl. 19:16
Sælir Ásgrímur og meistari Stormsker. Þakka innlit, athugasemdir og allt hól. Það þarf alltaf að vera vakandi fyrir endurnýjun, það er svo létt að sofna annars á verðinum. Stormsker, já Swedenistan það er því miður lýsingin......hér er linkur á myndina Ett folk, Ett parti - Socialdemokraternas historia https://www.youtube.com/watch?v=W56ZKUVECWs
Gústaf Adolf Skúlason, 31.8.2018 kl. 23:16
Gaman að sjá þetta, nú eru hægri öfgakallarnir í Sjálfstæðisflokknum farir að skamma forustu flokksins síns og fara væntalega að huga að stofna Íslandsdemokratana að sænskri fyrirmynd
Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2018 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.