Danskur sósíaldemókrati: Svíar eiga að kjósa Svíþjóðardemókrata

kratarDanski sósíaldemókratinn Jarl Feyling skrifar í Berlinske að sænskir sósíaldemókratar taki ekki áskorunum í innflytjenda- og aðlögunarmálum alvarlega og loki augunum fyrir ofbeldi og glæpaverkum innflytjenda. Telur Feyling að forsætisráðherra Svía skorti jarðsamband og allur innflytjendastraumurinn geti eyðilagt sænska velferðarríkið. Hvetur Jarl Feyling Svía til að kjósa Svíþjóðardemókrata í stað Sósíaldemókrata í kosningunum í Svíþjóð 9. september.

Í opnu bréfi til forsætisráðherra Svía, Stefan Löfven, skrifar Feyling:

"Þú og ég erum meðlimir í sama Sósíaldemókratisma en i sitt hvoru landi. Við deilum sögu og humyndafræði en séð hérna megin sundsins, þá deilum við hvorki afstöðu til raunveruleikans né framtíðarinnar. Það hefur nefnilega myndast gjá milli flokka okkar sem grundvallast á mismunandi afstöðu til flóttamanna og innflytjenda. Þann málaflokk sem mun hafa afgerandi áhrif á þróun eða endalok okkar mikilvægu norrænnu velferðaríkja og veltur á því, hvernig stjórnmálamenn bregðast við".

Feyling segir að formaður sænskra sósíaldemókrata eigi ekki skilið að fá atkvæði Svía nema að hann þvervendi í innflytjendamálunum og því sé betra fyrir Svía að kjósa Svíþjóðademókrata. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var skemmtileg frétt, Gústaf smile

Og aðeins 12 dagar til kosninganna!

Jón Valur Jensson, 28.8.2018 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband