Á venjulegt fólk ekkert erindi lengur við Ísland?

unnamedMá henda að risafyrirtækjum takist að breyta Íslandi í lúxusdraum ríku, fínu, alþjóða elítunnar, - eina prósentsins sem á meira en hálfan heiminn og ferðast með stuttum fyrirvara, flestir á business class og margir í einkaþotum. Að Ísland verði veruleikaflótti og stundarafþreying þeirra ríkríku sem ekki láta 87% óhreina orku á sig fá. Enn eitt nýja tölvuspilið sem henda má frá sér þegar maður verður leiður. Allur þorri ferðamanna sem fylla aukinn ferðamannastraum koma samt til landsins af öðrum ástæðum. Þær kallaðast náttúra Íslands.

Geðveikin er slík að manni hrýs hugur að koma til landsins jafnvel þótt uppruninn sé íslenskur og ættingjar enn á lífi. Ísland tekur helmingi till fimm sinnum hærra verð fyrir hótelnóttina en gert er víðast annars staðar og dettur þar af leiðandi fyrst út úr ferðaáætlun venjulegs fólks. Hvers vegna á ég að heimsækja þetta land, þegar ég fæ svo miklu meira fyrir peninginn annars staðar? 

Sennilega er hvergi orðið eins erfitt fyrir Íslending að vera ferðamaður en á Íslandi. Íslenska er varla töluð lengur heldur er það enska, pólska, lettneska og guð má vita hvaða mál sem eru töluð. Margir erlendir starfsmenn hótelkeðjanna hafa engan áhuga og geispa ef reynt er að ná sambandi. Allir reyna að svindla á öllum, t.d. bensínstöðvar sem loka fyrir kortagreiðslur aðrar en eigin pakkakort upp á 5 þúsund krónur, 10 þús kr, 15 þús kr osfrv. Ég gleymi aldrei gömlu japönsku hjónunum sem ætluðu að fylla á tankinn á bílaleigubílnum áður en honum var skilað í Keflavík. Þau stóðu í helfrosnu og hreyfingarlausu augnasambandi hvort við annað, þegar þau komust að því, að einu kortin sem gengu í sjálfsalann voru pakkakortin sem voru til sölu á stöðinni. Tanka kannski minna en helmingnum og taka afganginn með sér á einskis nýtu korti til Japans. Það þarf ekki önnur vopn til að ræna saklaust fólk sem ekki fær upplýsingar um næstu bensínstöð sem tekur við venjulegum greiðslukortum. 

Ég á aðrar sögur af þessum nýja, fína, dýra ferðamannaiðnaði á Íslandi m.a. að heitt vatn kom í klósettið á Sögu þegar sturtað var niður og útskýringin sem við fengum var að þetta hefði líka gerst í vikunni á undan. Hótelið gat að auki ekki lánað út tappatogara. 

Enginn þarf að vera hissa á niðurstöðu sænskra vina í veislu, þar sem Ísland bar á góma:

Búið er að eyðileggja möguleika venjulegs fólks að koma til Íslands og njóta náttúrunnar. 

Ef ekki tekst að halda þeim ríkríku við efnið, verður þá ekki hægt að virkja fínu hótelin fyrir heimilslausa Reykvíkinga, ellilífeyrisþega og nýinnflutta?

 


mbl.is Dýrara en þú hélst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Því miður er þetta rétt hjá þér. En þetta hér: " sem ekki láta 87% óhreina orku á sig fá. " Ég fæ engan botn í þetta, Hvaða orkufyrirtæti er verið tala um, sem eru að selja ? Og á hvað, og hver kaupir og hver  borgar ?

Haukur Árnason, 26.8.2018 kl. 17:31

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Haukur, þakka innlit og athugasemd. Þetta með 87% óhreina orku: Ísland selur upprunavottorð hreinnar orku fyrir peninga til fyrirtækja í Evrópu með óhreina orku t.d. kol, gas, jarðefni og kjarnorku...þannig verða íslensk yfirvöld í dag að segja að 87% raforku sem framleidd er á Íslandi sé óhrein og aðeins 13% vistvæn orka. Allir á Íslandi vita að þetta er ósatt. Eins og draumur hóteleigenda um endalaust Hollywood lið og ríkt fólk sem á að heimsækja Ísland og borga þetta brjálæðislega verð sem boðið er uppá. 

Gústaf Adolf Skúlason, 26.8.2018 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband