Þjóðarskömmin er borgarstjórans - Dagur B veldur ekki starfi sínu, hvorki í Reykjavík né annars staðar

Þá vitum við það. "Það er þjóðarskömm að fólk þurfi að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal - gegn vilja sínum - vegna húsnæðisvandans", segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar á Facebook. Greinilega heldur Dagur B. að hann komist undan ábyrgð með því að hrópa hærra en fólkið á götunni. Hann virðist lítið frétta af ástandinu í borginni (skólpslysið) eða setja það litla sem hann les í blöðunum í samband við eigið embætti (húsnæðislausir).
 
Til marks um raunveruleikafirringu á háu stigi er að kenna öðrum sveitarfélögum um húsnæðisskortinn í Reykjavík. Hroki mannsins, sem orðinn er dýrkeyptasti borgarstjóri á Íslandi frá Landnámstíð, finnur engin mörk. 
 
Vinir Dags Borgarstjóra á RÚV hafa útskýrt málin 02.08.2017: "Fólki á biðlista eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um tæp 50 prósent á einu og hálfu ári. Tæplega 1100 manns bíða. Formaður velferðarráðs viðurkennir að stefna borgarinnar hjálpi ekki fólki í brýnum húsnæðisvanda.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar birti í dag tölur um fjölda á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Þar kemur fram að í ágúst bíða 1081 og þeim fjölgar sífellt. Ef farið er aftur til ársbyrjunar 2016 sést að á biðlistanum voru mun færri eða 723. 358 hafa bæst við listann."
 
RÚV 03.08.2017: "Mæðgin sem hafa verið húsnæðislaus síðustu vikur halda nú til í tjaldi á tjaldsvæðinu í Laugardal. Konan hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg í sex ár. Hún segist ekki hafa í önnur hús að venda."
 
Þjóðarskömmin er borgarstjórans sjálfs sem hamast alla daga við að koma skipulagi og efnahag Reykvíkinga í skólpið. Ábyrgðin er borgarstjórans og meirihluta borgarstjórnar að fólk kemst ekki í húsnæði í borginni.
 
Ætlar Dagur B. Eggertsson að kenna bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum um, ef fólk frýs í hel í Reykjavík?
 
 

mbl.is Þjóðarskömm að krókna í tjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

„Ég spyr: Þarf ný rík­is­stjórn hugs­an­lega að leiða skyldu sveit­ar­félaga til að fjölga þess­um íbúðum í lög, þannig að mun­ur­inn á milli Reykja­vík­ur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að ræki­lega sé fjallað um hús­næðismál í stjórnarsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar því þau eru og verða eitt mik­ilvæg­asta verk­efni stjórn­mál­anna.“

Svar:

40/1991: Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga | Lög | Alþingi

33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands | Lög | Alþingi

Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi | Lög | Alþingi

Dagur ætti sem borgarstjóri kannski að einbeita sér að því að láta borgina sjálfa fara eftir þessum lögum sem hann kallar eftir en hafa í raun verið í fullu gildi um áratugaskeið. Þegar hann verður búinn að því, þá fyrst verður hann í stöðu til að gagnrýna önnur sveitarfélög fyrir að gera ekki slíkt hið sama.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2017 kl. 20:32

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir innlit og athugasemd Guðmundur. Hér gildir sannarlega að vera ekki að kasta grjóti í glerhúsi eins og þú bendir réttilega á. Þótt hægt sé að benda á að fólk komi utan frá til Reykjavíkur réttlætir það engan veginn getuleysi borgarstjórnar við að leysa málin.

Gústaf Adolf Skúlason, 29.11.2017 kl. 22:50

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á það sem Dagur sagði það er að margir á biðlistum í Reykjavík er fólk bæði úr nágranasveitarfélögum sem flytja lög heimili til Reykjavíkur til að komast þar í félagslegt leiguhúsnæði. Margir af þeim sem búa á tjaldsvæðinu í Laugardal eru frá öðrum sveitafélögum. Þannig er t.d. Gylfi Ægis frá Hveragerði, Kjartan Tjaldbúi frá Hafnafirði og sumir enn lengra að.

Svo er hægt að fara út í tölfræði:

"Ef við skoðum þetta hlutfallslega þá á Reykjavíkurborg um 16 íbúðir á hverja þúsund íbúa, Kópavogur um tólf íbúðir á hverja þúsund, Hafnarfjörður átta en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri. Auk þess fer átta sinnum meira af tekjum Reykjavíkurborgar í félagslega fjárhagsaðstoð en hjá nágrannasveitarfélaginu Seltjarnarnesi, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaganna. Þannig greiðir Reykjavík að meðaltali um 24 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð á hvern íbúa, á meðan Seltjarnarnes greiðir að meðaltali þrjú þúsund krónur og Garðabær fjögur þúsund."

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2017 kl. 17:47

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

    Húsbíla og tjaldfólkið er fæst með lögheimili í Reykjavík.Samkvæmt sveitarstjórnarlögum hefur Reykjavíkurborg félagslegar skyldur gagnvart sínu fólki sem á hér lögheimili .Veit að einn íbúinn bjó síðast í Hveragerði og er trúlega með lögheimili þar. Húsnæðisvandi hans ætti því að vera á könnu Hvergerðinga.Dagur er greinilega ekki í öndvegi hjá sumum  einum en óþarfi að kenna honum um.Það þarf þjóðar átak í húsnæðismálum og þurfa öll sveitarfélög að koma að því.

Hörður Halldórsson, 30.11.2017 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband