Svíþjóð hefur breyst úr friðsömu samfélagi í land skotárása, morða, nauðgana og ótta
31.8.2017 | 22:50
Það hefur ýmislegt verið rætt í Svíþjóð um aukningu morða með skotvopnum og þau svæði sem lögreglan lýsir yfir að hún geti ekki lengur haldið uppi lögum og reglum. Menn geta reynt að geta sér til hvað kemur í stað sænskra laga þegar ekki er hægt að fylgja þeim eftir lengur. Sumir segja Sharía lög, aðrir glæpalög eiturlyfjahópa o.s.frv. Ef maður víkur þeirri umræðu augnablik til hliðar og ímyndar sér margra áratuga samfellda þróun Svíþjóðarparadísar með drjúpandi smjöri á hverju strái og englabörn á skýjum, þá bergmálar neyðaróp sænska lögreglustjórans Dan Elíassonar í skærri mótsögn við hina himnesku mynd. Spurningin er, ef nú allt er svona fínt og flott í Svíþjóð eins og ráðamenn segja, hvers vegna var hátt launaður embættismaður að senda út neyðarkall um að ekki sé lengur hægt að halda uppi lögum og reglum á fjölmörgum stöðum í Svíþjóð í júní 2017?
Svíþjóð sker sig alfarið frá öðrum Norðurlöndum hvað varðar morð með skotvopnum á hverja 100 þúsund íbúa ár 2015:
Fjöldi myrtra með skotvopnum á 100 000 íbúa
Ár | Svíþjóð | Finnland | Danmörk | Noregur |
2005 | 0,12 | 0,21 | 0,17 | 0,11 |
2006 | 0,14 | 0,32 | 0,22 | 0,21 |
2007 | 0,23 | 0,43 | 0,15 | 0,04 |
2008 | 0,15 | 0,56 | 0,11 | 0,06 |
2009 | 0,24 | 0,41 | 0,20 | 0,19 |
2010 | 0,19 | 0,26 | 0,20 | 0,04 |
2011 | 0,20 | 0,33 | 0,23 | 1,43 (Utöya) |
2012 | 0,17 | 0,30 | 0,09 | 0,10 |
2013 | 0,23 | 0,28 | 0,09 | 0,06 |
2014 | 0,20 | 0,20 | 0,12 | 0,10 |
2015 | 0,31 | 0,18 | 0,18 | 0,06 |
MEÐAL | 0,20 | 0,32 | 0,16 | 0,22 |
Heimildir: SCB, Danmarks statistik (DST), Statistisk sentralbyrå (SSB), Tilastokeskus, SvD ásamt dánarorsakaskráningu sérhvers lands. Sjálfsmorð og dauði í kjölfar lögregluskota ekki meðtalinn.
![]() |
Vandamálin blásin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.