Ótrúverðugur sagnfræðingur afneitar eigin orðum

Skärmavbild 2016-05-29 kl. 23.25.06Sagnfræðingur sem heldur að hann komist upp með það að afneita eigin orðum, þegar honum er bent á óþægilega merkingu þeirra í sjónvarpsumræðum er ekki mark á takandi. Einhverjar lágmarkskröfur hlýtur að vera hægt að gera til menntaðra manna með sagnfræðititil. T.d. að þeir kannist við eigin orð.

Guðni Th. Jóhannesson afneitaði í sjónvarpsþætti Stöðvar2 að hann hefði nokkru sinni kallað almenning fávísan og réðst bæði á þáttastjórnandann Björn Inga Hrafnsson og Davíð Oddsson forsetaframbjóðenda fyrir að vera að týna upp "ósannindi af netinu" til að nota gegn sér persónulega. Málið var fyrirlestur sem Guðni Th. Jóhannesson hélt um "rangt minni fávísa lýðsins" í landhelgisbaráttunni og í Icesave-baráttu Íslands.

"Nei. Það sagði ég aldrei, aldrei nokkurn tímann. Það er ósatt, alveg ósatt" hálfhrópaði Guðni. "Ég get ekki tekið svona, þetta er ósatt".

Davíð Oddsson benti Guðna Th. Jóhannessyni á að sinna sig, því efnið sem vitnað væri til væri aðgengilegt og þess vegna lítið mál að taka það fram. Lagði Davíð til að fólk hlustaði sjálft á fyrirlestur Guðna til að ganga úr skugga um sannleiksgildi orða sagnfræðingsins og þótti Guðna það sjálfsagt mál. Mun sagnfræðingnum og eflaust mörgum öðrum bregða við, þegar hann heyrist segja allt það sem Davíð Oddsson og spyrjandinn Börn Ingi Hrafnsson vitnuðu til. 

Trúverðugleiki sagnfræðings stækkar ekki við það að neita að trúa frásögn annarra af eigin orðum. Sagnfræðingur sem er svo fjarri því sem hann segir sjálfur týnir sjálfum sér. 

Davíð Oddsson forsetaframbjóði reyndi að aðstoða forsetaframbjóðandann Guðna Th. Jóhannesson:

"Guðni, elskulegi Guðni, ef þú ert að bjóða þig fram sem forseta, þá máttu ekki hlaupa frá öllu sem þú hefur sagt. Þú bara mátt það ekki. Ég geri það ekki og þú mátt það ekki. Það er ekki sanngjarnt." 

Kemur í ljós, hvort Guðni Th. Jóhannesson fylgir þessu einlæga ráði.

Hér er upptakan, þegar sagnfræðingurinn talar um "fávísa lýðinn með ranga minnið"

 


mbl.is Hart tekist á í forsetakappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mykjudreifarar flokksins virkjaðir.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.5.2016 kl. 22:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvaða flokks? Hvaða mykju? Hvernig dreifing? Hverra?
 Davíð er svo þjóðhollur og ábyggilegur.
        Kjósum hann!

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2016 kl. 23:15

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, ég verð að vara Jón Inga Cæsarsson við og biðja um e-ð málefnalegt annars verð ég því miður að loka á manninn. Ég skrifa hér af fúsum og frjálsum vilja, enginn segir mér hvað ég á að skrifa en það kannski skilja ekki allir? (viljandi)

xDavíð

Gústaf Adolf Skúlason, 29.5.2016 kl. 23:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Gústaf, að slá ekkert af kröfum um sannsögli í þessum málum, og þyngst ætti skyldan að hvíla á þeim sem bjóða sig fram í embætti æðsta manns þjóðarinnar. 

En Guðni Th. er fyrir löngu búinn að missa sinn trúverðugleika vegna stuðnings hans við bæði Svavarssamninginn og Icesave-III (Buchheit-samninginn) og tals hans um Íslendinga í seinni heimsstyrjöld og í þorskastríðunum.

Jón Valur Jensson, 29.5.2016 kl. 23:53

5 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Hver breytti Forsetaframboðinu í leðjuslag.

Við vitum ðll að Davíð er sennilega klárari ræðumaður en ðll hin til samans.

En við gerum okkur vonandi ðll grein fyrir því að við erum að fara að kjósa forseta en ekki Skítadreifara.

Steindór Sigurðsson, 30.5.2016 kl. 03:03

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þeir sem breyta hlutum í leðju eru þeir sem ekki vilja kannast við orð sín. Guðni Th. Jóhannesson ætti með réttu að kalla forsetaframbjóðenda "Norður-Kóreu" því skv. honum sjálfum átti Ísland að verða "Norður-Kórea" eftir höfnun Icesave.

Þakka þér Jón Valur sömuleiðis fyrir öll greinargóðu skrif þín um málið. Ef einhver þekkir Icesave baráttuna, þá ert það þú. 

Síðan má alveg rifja upp orð Jóns Steinars Ragnarssonar í athugasemd hér á síðunni en hann var um borð í varðskipinu Tý, þegar freigáturnar Falmouth og Naiad sigldu á varðskipið og reyndu að sökkva því en svona lífsreynslusögu kallar Guðni Th. fyrir "þjóðrembu":

"Þar sluppu 25 skipverjar naumt með bráðan dauða. Þetta er mér í fersku minni því ég var þar um borð sem messagutti og sá eini sem slasaðist. Aldrei hef ég verið nærri dauðanum. Þetta var stríð. Á því lá aldrei vafi. 

Að maður sem man ekki einu sinni þessa tíð skuli tjá sig svona um atburðina er móðgun við alla þá lifandi og látna sem lögðu lífið í sölurnar til að tryggja auðlindalögsögu okkar. 

Ég gef ekki atkvæði mitt manni sem sýnir slíkt yfirlæti og hroka. 

kkv.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2016 kl. 04:02

7 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég er ekkert sérstaklega að mæla með Guðna. En maðurinn sem var forsætisráðherra þegar bankarnir voru einkavinavæddir. Trúa menn því virkilega að hann hafi staðið vaktina sína þá. Og trúa menn því virkilega að hann standi vaktina sína sem forseti.

Ef hann hefði staðið vaktina sína þá fyrir hðnd Íslensku þjóðarinnar, þá væri ekkert "Icesave." Af hverju er ekki hægt að skilja svona einfalda staðreynd.

Steindór Sigurðsson, 30.5.2016 kl. 04:20

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Gústaf, 1989 mælti DO ásamt fleiri framámönnum í sjálfstæðisflokknum eindregið með því að gengið yrði í ESB, EES var fyrsta skrefið. Sem gerið það að verkum, að Ísland undirgengur lög og reglur ESB, á sama hátt og þegar Ísland var undir Danaveldi. DO hafði alla möguleika á því að koma Icesave undir breska landhelgi, kaus að gera það ekki. Svo agnúast bloggarar hér á Guðna, sem enga aðkomu að þessum málum hefur haft, kaus ásamt 40% íslendinga með Bucheit samninginum, taldi það fyrir Íslands hönd betri kost heldur en að fara í málaferli, þar sem saga málaferla fyrir ESA dómstólnum var ekki beint burðug fyrir Ísland.  

Jónas Ómar Snorrason, 30.5.2016 kl. 06:40

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jónas þessi heldur áfram að mæla með hinni ólögvörðu og ólögmætu Icesave-kröfu, eins og Guðni Th. gerði, og vill hvorki halda fyrir okkur í ríkissjóði þeim tæpl. 80 milljörðum króna, sem Buchheit væri búinn að kosta okkur í óafturkræfa vexti, né heldur vill hann hafa neitt með sýknudóm EFTA-dómstólsins að gera!

En að öðru: Staðreynd er, að það var í krafti EES-aðildar Íslands sem Evrópusambandið gat krafizt þess, að hér yrði stefnt að einkavæðingu ríkisbankanna, meðfram til að stuðla hér að jafnræði í samkeppnisstöðu.

Öllum var frjálst að bjóða í bankana, og það gerðist ekki allt á einu bretti. Ég er sammála því, að það mál fór ekki vel, bankamálaráðherra, sem þá var Valgerður Sverrisdóttir, gekk ekki vel frá greiðsluskilmálum.

En það var þó miklu fremur hitt: að EES-reglur gáfu þessum nýseldu bönkum frjálst skotleyfi á ESB-fjármálamarkaði, sem hleypti ofvexti í bankana, ekki eitthvað sem Davíð á að hafa gert af sér.

Ekki aðeins frelsi EES-svæðisins gaf bönkunum nánast frítt spil á Icesave og fleiri skaðræðis-ævintýri og átti stóra sök á því að ofreisa hér bankakerfið, heldur einnig nýir endurskoðunarstaðlar, sem að frumkvæði Evrópusambandsins voru innleiddir hér sem partur af EES-regluverki, staðlar sem voru langtum losaralegri og ábyrgðarlausari en þeir sem áður höfðu gilt um endurskoðunarskrifstofur og urðu viðskiptalífinu og vexti þess beinlínis stórhættulegir – stuðluðu að bókhaldsbrellum, pappírs-verðbólu-fyrirtækjum, "viðskiptavildar"-eignaaukningar-blekkingum og sífelldri verzlun með hlutabréf í þeim tilgangi að geta reiknað upp verðmæti eigin fyrirtækis og annarra sem stunduðu sama leikinn og til að öðlast þannig meira lánstraust hjá bönkum, jafnvel til tugmilljarða lána án traustra veða! Sjá nánar þessa grein mína (byggða á viðtali Sigrúnar Davíðsdóttur við Richard Murphy í Spegli Rúv 12.10. 2009): Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir

Jón Valur Jensson, 30.5.2016 kl. 08:42

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er það ekki réttmæt krafa okkar almennings að maðurinn sem lýgur í beinni útsendingu afturkalli framboð sitt hið snarasta, þarna sannast á hann Guðna lygin, þarna er hann með allt niður um sig, mig rámar í viðtal nýlega við forsætisráðherra sem þurfti að segja af sér fyrir svipaðar sakir..

Almenningur getur ekki viljað einstakling sem forseta sem kallar okkur fávísan lýð, eða hvað?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.5.2016 kl. 09:00

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Það er ekkert í ESB reglum sem bannar að bankar séu í eigu ríkisins. Það var því ekki EES samningurinn sem kallaði á einkavæðingu bankanna. Það sem varð til þess að bankarnir væru einkavæddir var vilji þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að koma bönkunum í hendur vildarvina. Það gerðu þeir í ferli sem nú er betur og betur að koma í ljós að var eitt versta pólitíska spillingarmál sem upp hefur komið á Íslandi. Það er þess vegna sem sömu flokkar sem nú stjórna landinu hafa ekki látið fara fram rannsókn á þeirri einkavæðingu þó það hafi verið samþykkt af Alþingi á seinasta kjörtímabili.

Það er líka rangt hjá þér að EES samningurinn hafi gefið bönkunum frítt spil í Bretlandi og Hollandi. EES samningurinn setti hins vegar Bretum og Hollendingum stólin fyrir dyrnar hvað varðar að gera eitthvað í málinu án samþykis íslenskra stjórnvalda og Seðlabanka Ísllands. Það var þeirra að setja bönkunum skrorður. Þsað brugðust bæði íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn undir stjórn Davíðs Oddsonar. Seðlabankinn afnám meira að segja bindskyldu á erland útibú og jók þannig vandann. Einnig varði Davíð Oddson Icesave reikningana með kjafti og klóm þegar Bretar vildu stemma stigu við þeim og hafnaði því að koma skikki á þá með aðstoð breska seðlabankans.

Davíð er því vægast sagt að kasta steini úr glerhúsi þegar hann er að reyna að klína Icesave málinu á Guðna. Hann ber mesta ábyrgð utan forráðamanna Landsbankans á því klúðri. Þetta kemur vel fram í þessari grein.

http://www.hringbraut.is/frettir/eigum-vid-ad-rifja-upp-esb-og-icesave-david

Við skulum heldur ekki gleyma því sem þarna kemur fram að Geirr haarde, Árni Matthiessen með fulltingi Davíðs Oddsonar sem í upphafi gerðu enn verri samning en Svafarssmninginn um Icesave. Það lýsir vel afstöðu Davíðs til hans á sinum tíma. Það var því afrek hjá Svavari Gestssyni að ná þó mun betri smaning en það með verri samning samþykktan af þetta hátt settum mönnum á móti sér. En þetta sýnir væntanlega það að það voru fleiri en Guðni sem trúðu því að það yrðu mjög hörð viðbrögð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum ef við Íslendingar höfnuðum samningum árið 2008. Höðfum í huga að milli þess tíma og þjóðaratkvæðagreiðslunnar um seinasta Icesave samninginn breyttist viðhorfið á alþjóðlegum mörkuðum mikið varðandi þetta mál og því ljóst að viðbrögðin við því að hafna samningi árið 2008 eða 2009 hefðu orðið allt önnur en síðar varð. Það var því full ástæða til að óttasr mjög hörð viðbrögð og það var bara það sem Guðni var að segja. Að öðruu leyti tóka hann ekki afstöðu til samningsins á sínum tíma.

Sigurður M Grétarsson, 30.5.2016 kl. 10:05

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem mér finnst líka aumt hjá Guðna Th, er að hann hefur talað eins og hann sé bara einhver gaur úti í bæ, húsmóðir í Vesturbænum, eins og einu sinni var sagt, að lýsa sinni persónulegu skoðun. Hann hafi ekki verið einn af þeim 64, þingmönnum og forseta, sem höfðu valdið til að samþykkja Svavarssamninginn.

Það er af og frá. Þó hann sé ekki enn kominn í forsetaframboð, er Guðni prófessor við Háskóla Íslands þegar hann skrifar þetta. Orð hans hafa gríðarlegt vægi, miklu meira en orð næsta manns af götunni.

Að tala um fjölda Íslendinga sem fávísan lýð að búa til rangar minningar, sýnir þvílíkan menntahroka, að orð fá því ekki lýst. Hvað sem má segja um Davíð Oddsson, þá vil ég ekki mann í forsetaembættið sem lfytir sjálfum sér upp á svona háan stall gagnvart fólkinu í landinu sem borgar launin hans.

Theódór Norðkvist, 30.5.2016 kl. 11:52

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

...lyftir sjálfum sér...

Theódór Norðkvist, 30.5.2016 kl. 11:53

14 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sammála þér Theódór. Menntahroki er rétta orðið, sagnfræðingurinn upphefur sjálfan sig yfir aðra og lítur niður á "fávísan lýðinn".  

Að skora á Guðna að afturkalla framboð sitt kemur sterklega til greina eins og Halldór setur fram en ætli Guðni Th. Jóhannesson sjái að sér? Varla trúir hann því að það dugi að hrópa ÓSATT í sjónvarpi til að fólk hætti að taka eftir því sem hann hafi sagt áður...eða? Merkilegt ef einhverjir telja að sagnfræðiprófessorar þurfi ekki að standa við orð sín...

Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2016 kl. 14:41

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir það með þér, Gústaf.

SMG, þú ert kannski ekki langminnugur, en ég man það, að talað var um, að regluverk Evrópusambandsins myndi betur samþýðast einkareknum bönkum en ríkisreknum. Og hvar eru svo sem ríkisbankar í ESB?

Ég vara menn við því að taka nokkurt minnsta mark á orðum þínum hér, er ekki vanur því að geta treyst neinu frá þér í umræðum, hvort sem það varðar málefni Ísraels og Palestínu eða pólitísk mál á Fróni, enda gefurðu ekki heimildir fyrir neinu hér nema Hringbrautar-vef, en þar eru nú hlutirnir eins og þeir eru hjá vinstri-mönnunum! Það er líka fráleitt að ætlast til þess af lesendum hér, að þeir eigi að fara að gúgla eftir einhverju í leit að vefheimildum um eitthvað sem þú fullyrðir hér!

Jón Valur Jensson, 30.5.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband