Valdheimild forseta nauðsynleg vegna öryggis Íslands
17.3.2016 | 07:36
Björg Thorarensen prófessor staðfestir beinlínis það sem ég skrifaði í grein í Mbl. laugardaginn 12. mars: "Framsölumönnum tókst ekki að fá samþykkta tillögu um afnám valdheimilda forseta Íslands, en verði tillaga stjórnarskrárnefndar um 15% regluna samþykkt mun sú regla verða ákölluð sem stærsta ástæða framtíðarinnar til að taka völdin af forseta Íslands. Myndi það tryggja sigur fjárglæframanna yfir þjóðinni".
Í frétt Morgunblaðsins um málþing Lagastofnunar HÍ og Lögfræðingafélags Íslands um tillögur stjórnarskrárnefndar 16. mars s.l. segir að Björg Thorarensen telji lítinn tilgang með tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu að frumkvæði kjósenda á meðan engar breytingar eru gerðar á 26. grein stjórnarskrárinnar sem tekur á málskotsrétti forseta: "Ég hefði talið blasa við að þetta nýja ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu kjósenda ætti að leysa af hólmi málskotsrétt forseta.
Mér finnst full ástæða í þessari umræðu að jafnframt ítreka, að við höfum haft heimsstyrjaldir og aðrar hremmingar og engin tryggin er til staðar að slík óáran geti ekki orðið að nýju. Þar á ég við hertöku Íslands eða yfirtöku Alþingis með valdi sem gerði Alþingi óstarfhæft. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands samtvinnar embætti forsetans við lögboðnar valdheimildir sem gera forseta Íslands kleyft að mynda ríkisstjórn á lýðræðislegum grundvelli sem lögbundnum fulltrúa þjóðarinnar við hertöku landsins eða valdayfirtöku Alþingis og sitjandi ríkisstjórnar.
Við höfum skýrt dæmi úr sögunni um slíka valdbeitingu, þegar Hákon VII Noregskonungur flúði til Lundúnarborgar og leiddi þar löglega útlæga ríkisstjórn Noregs á meðan nazistar tóku völdin í Noregi og stjórnuðu Stórþinginu.
26. grein stjórnarskrárinnar tekur því yfir mun stærri og alvarlegri mál en telur afstöðu kjósenda í ýmsum dægurmálum. Það yrði stórhættulegt fyrir og skerðing á öryggi þjóðarinnar ef þessi valdheimild forseta yrði afnumin.
Leið forsetans greiðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Athugasemdir
Ef að forseti íslands á að vera nánat óskeikull og einhverskonar öryggisventill:
Mætti þá ekki alveg eins taka um franska KOSNINGAKERFIÐ hér á landi?
Þ.e. að FORSETI ÍSLANDS myndi leggja af stað með stefnurnar í stærstu málunum og yrði að standa með þeim?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2163126/
Jón Þórhallsson, 17.3.2016 kl. 08:22
Þakka innlit og spurningu. Sjálfum finnst mér að stjórnskipun Íslendinga hafi staðist prýðilega á grundvelli núverandi stjórnarskrár, sem hefur sýnt dugnaðarmátt sinn m.a. í átökum síðustu ára í kjölfar bankahrunsins. Kosningafyrirkomulag okkar með myndun þingræðislegra ríkisstjórna virkar mjög vel að mínu mati. Enginn er fullkominn en forsetaembættið er öryggisventill við óvenjulegar kringumstæður.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.3.2016 kl. 08:33
Sammála Gustaf, það ætti ekki taka þetta vald frá forseta. Og mætti líka enn auka vald hans. Það er of oft eins og fólk haldi að neyðarástand muni aldrei verða í landinu, við munum alltaf sleppa. Ætti það nokkuð að koma í veg fyrir beint lýðræði (vísa í Styrmi Gunnarsson http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2168222) undir venjulegum kringumstæðum þó forseti hafi þessa valdheimild?
Elle_, 17.3.2016 kl. 10:39
Sæl Elle, takk fyrir innlit. Einmitt eins og Styrmir skrifar var það stjórnmálamaðurinn Bjarni Benediktsson sem "setti kaupmennina paa plads". Spurningin um styrkleika stjórnmálamanna sem kosnir eru í almennum kosningum skiptir máli, hvaða stefnu þeir hafa og fylgni þeirra við stefnuna. Beint lýðræði er þróun aukins framboðs lýðræðismöguleika fyrir fólk og það er gott mál en við þurfum númer eitt á stjórnmálamönnum að halda, sem geta stjórnað skv. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.3.2016 kl. 11:03
Það er afleitt af Björgu Thorarensen að tala í þessa átt.
Þeim mun meiri þörf er á vakandi landvarnarmönnum eins og þér, Gústaf, í skrifum og umfjöllun um þessi mál.
Og ekki aðeins er full þörf á að halda til frambúðar í þennan málskotsrétt forsetans, heldur er þörfin jafnmikil á því, að í boði sé forseti og forsetaefni sem vill verja fullveldi landsins, eins og Ólafur Ragnar sýndi sig öðrum fúsari til.
Jón Valur Jensson, 18.3.2016 kl. 03:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.