Snertið ekki forsætisráðherrann minn!

forsætisráðherrann2Atlagan að forsætisráðherra Íslands Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er sú nýjasta í sundrungarstarfsemi sósíaldemókratískra og vinstri sinnaðra ESB-sinna, landsölumanna, sem gera allt til að koma lýðveldinu Ísland á kné. Allar götur fyrir og eftir bankahrun (sem þetta fólk átti stóran þátt í að búa til með glæpum sínum), hefur verið reynt að eyðileggja fyrir heiðarlegum embættismönnum þjóðarinnar. Ekkert hefur verið heilagt, Hæstiréttur, Alþingi, forseti Íslands, Seðlabankinn, stjórnarskráin; alla þessa innviði lýðveldisins átti að méla niður í andstöðu við samkomulag þjóðarinnar um að lýðveldið sé rétta skipulagið fyrir okkar litlu, sjálfstæðu þjóð.

Icesave varð aðalátakalínan, þar sem landsölumenn reyndu að gera kynslóðir Íslendinga að skuldaþrælum til að borga fyrir stórþjófnað bankaræningja.

Davíð Oddsson, Geir Haarde, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Bjarnason, Vigdís Hauksdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Mósesdóttir eru aðeins örfá nöfn þeirra sem staðið hafa í fremstu varnarlínu þjóðarinnar og mætt eyðileggingarárásum landsölufólksins.

Landssölufólkið reyndi að komast yfir Bessastaði með framboði Þóru Arnórsdóttur sjónvarpskonu gegn Ólafi Ragnari Grímssyni og var sjónvarpið misnotað á meðvitaðan, grófan hátt til að breiða út myndina af forseta Íslands sem "gömlum, rugluðum manni" í andstöðu við ímynd sjónvarpskonunnar sem hins "hreina, ferska valkosts". Allt síðan Jóni Gnarr tókst að blekkja kjósendur með kvikmyndahandriti um borgarstjóra Reykjavíkurborgar, hafa landsölumenn reynt að leika sama leikinn. Hreyfingarnar eru margar: Samfylking, Vinstri grænir, Besti flokkurinn, Björt framtíð, Píratar....Við eigum eftir að sjá meira af slíku og nýja einstaklinga sem hafa það eitt að marki að tálga gull af landsmönnum í formi launa og stöðuígilda og skilja eftir sig holótt lýðveldið. Framboð margra einstaklinga til Bessastaða nú er tilraun landsölufólks til að komast yfir embættið og taka forseta Íslands af þjóðinni. T.d. er Halla Tómasdóttir fyrrverandi fulltrúi Baugsveldisins og klappstýra JÁ-Icesave. Engar stofnanir lýðveldisins fá að vera í friði fyrir tilraunum landsölumanna að taka völdin og ef það tekst ekki, þá er reynt að eyðileggja fyrir þeim sem rétt kjörnir eru og vilja vinna störf sín vel í þágu þjóðarinnar.

Eiginkona forsætisráðherrans erfði fé af föður sínum sem varð efnaður á því að flytja inn og selja Toyota bíla. Ekkert óheiðarlegt við það. Forsætisráðherrann hefur verið manna ötulastur við að leiða þjóðina til endurreisnar í hatrammri baráttu gegn þeim sem reyndu að stela peningum landsmanna í bankahruninu. Hefði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengið völdin fyrr hefðu hrægammasjóðir aldrei orðið eigendur krafna á venjulegt fólk en það hefur framlengt fjármálakrísuna á Íslandi. Það eru ekki gögn núverandi ríkisstjórnar sem eru á bakvið luktar dyr í hundrað ár.

Það eina sem gerir forsætisráðherranum erfitt fyrir er að féð er fyrir utan landssteinana á stað sem bendlaður er við skattaskjól. Hins vegar hefur eiginkona forsætisráðherrans sér það til framdráttar, að nafn hennar var ekki á keyptum lista fjármálaráðherrans með nöfnum Íslendinga sem hugsanlega væru að svíkjast undan skatti á Íslandi. Eiginkona forsætisráðherrans hefur alla tíð gert grein fyrir eignum sínum og borgað af þeim skatta til íslenska ríkisins. Slíkt geta því miður ekki allir státað af sem eiga fé í "skattaskjólum" erlendis. 

Ég er glaður yfir því að hafa Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann vinnur góð störf fyrir þjóðarhagsmuni Íslands. 

Snertið ekki forsætisráðherrann minn!

Gleðilega Páska.

 


mbl.is Er hugsi yfir forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Eiginkona forsætisráðherrans hefur alla tíð gert grein fyrir eignum sínum og borgað af þeim skatta til íslenska ríkisins" Stenst ekki samkvæmt skattareglum. Hún á að borga skatta ( ef hún borgar skatta- jómfrúareyjar eru í skattaskjóli) til breska ríkisins vegna þess að peningarnir eru geymdir á jómfrúareyjum sem er breskt landsvæði. Vantar heimildir fyrir þessari fullyrðingu, orð eiginkonunnar eða Sigmundar nægja ekki. Þú getur fengið staðfestingu hjá skattinum með leyfi Sigmundar og eiginkonu hans (samsköttun).

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 10:36

2 Smámynd: Elle_

Hafi konan talið fram til skatts getur Ríkisskattstjóri rukkað skatt ef konan skuldar hann. Það eru ekki skattsvik að geyma peninga erlendis viti Skattstjóri af peningunum.

Haltu þínu striki Gustaf. Sífellt andlegt ofbeldi og lygar fylgja fólkinu sem þú kallar og ekki að ósekju, landsölufólk.

Elle_, 27.3.2016 kl. 11:13

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk fyrir innlit, takk Elle fyrir stuðning. Ég reikna með að forsætisráðherrahjónin hafi sitt á hreinu og finnst það skrýtið ef ekki má trúa orðum þeirra um skattgreiðslur. (Það er líka skrýtið að Jósef Smári Ámundsson finnst ekki í kerfinu hjá blog.is þegar ýtt er á nafnið hans).

Gústaf Adolf Skúlason, 27.3.2016 kl. 11:49

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Forsætisráðherrahjónin hafa birt samantekt á málinu http://sigmundurdavid.is/hvad-snyr-upp-og-nidur/  :

"Voru allar eignirnar samt gefnar upp til skatts?
Já, strax í upphafi gerði Anna það að skilyrði að allir peningarnir yrðu gefnir upp til skatts á Íslandi og vildi ekki einu sinni nýta sér heimildir í lögum til að fresta skattlagningu.

Hafa verið greiddir skattar af eignunum og tekjum af þeim alla tíð síðan?Já, eignarhlutur í Wintris hefur verið færður til eignar á skattframtölum Önnu allt frá árinu 2008. Verðbréf, skráð í eigu félagsins á hverjum tíma hafa verið færð til eignar á skattframtölum Önnu frá og með tekjuárinu 2009. Á skattframtali vegna tekjuársins 2008 var færð til eignar krafa á Wintris sem nam framlögðu fé Önnu til félagsins.

Allan eignarhaldstíma hennar á Wintris hafa skattskyldar tekjur af verðbréfum, skráðum í eigu félagsins, verið færðar henni til tekna á viðkomandi skattframtölum hér á landi eftir því sem tekjurnar hafa fallið til.

Ofangreindar upplýsingar eru staðfestar af KPMG sem hefur frá árinu 2006 séð um framtal okkar sem einstaklinga og síðar sem hjóna. (Sjá áður birta yfirlýsingu KPMG). Við hjónin höfum eðli málsins samkvæmt verið samsköttuð síðan við gengum í hjónaband árið 2010."

Yfirlýsingu KPMG má lesa hér: http://eyjan.pressan.is/frettir/wp-content/uploads/2016/03/5f6986cb97-600x538_o.jpg

Samantekt forsætisráðherrahjónanna er yfirgripsmikil og tæmandi og nú ættu andlýðveldissinnar að hafa hægt um sig.

Gústaf Adolf Skúlason, 27.3.2016 kl. 12:13

5 Smámynd: Elle_

Engin hætta á að það komi ekki fram opinberlega ef um skattsvik var að ræða. Óþarfi að dæma fólk fyrirfram. Minnir á söguna um fyrirfram dæmdan ungan mann og hundinn Lúkas. Það var líka villa þarna í no. 1 í sambandi við samsköttun en það er ekki skylda að gera samsköttun.

Elle_, 27.3.2016 kl. 12:17

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk aftur Elle

Gústaf Adolf Skúlason, 27.3.2016 kl. 12:29

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Skil ekki alveg hvað þú ert að tala um ELLE. Ég var ekki að halda því fram að um skattsvik séu að ræða. Eina sem ég fer fram á að hún sanni mál sitt með því að leggja fram skattaframtalið. Það hlýtur að vera málflutningi hennar og Sigmundar til bóta að sanna mál sitt með þeim hætti frekar en að láta alla vera í vafa. Það myndi líka slá á þennan" Rógburð" sem allir eru að tala um.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 15:29

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er ekkert skrítið að ekkert blogg finnist hjá mér Gústaf þar sem ég lagði það niður fyrir margt löngu. Sjálfsagt finnst þér það skrítið að mynd birtist af mér áfram en á því kann ég ekki heldur neina skýringu. Sennilega einhver mistök hjá mbl.is. En varðandi það hvers vegna ég get ekki trúað orðum þeirra hjóna þá er ég nú þannig gerður eins og lærisveinninn í bíblíusögunum að ég vil þreifa á- fá sannanir- því sem borið er fram. Ég tel mig ekki bera neinn andstæðing Sigmundar eða framsóknarflokksins og það skýrir ekki þetta vantraust mitt. 

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 15:37

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 "það er ekki skylda að gera samsköttun." Rangt Ellen. Hjón skulu samsköttuð samkvæmt skattalögum.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 15:40

10 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þar sem þú Jósef trúir ekki upplýsingum forsætisráðherrahjónanna, sem styrkja það með yfirlýsingu KPMG, að allt sé rétt gert, þá er ekkert sem hindrar þig að hafa samband við skattinn til að sækja upplýsingar til styrktar máli þínu. En kannski dugar ekki það fyrir "þreifaásannanamann" eins og þig. Þú verður þá að vantreysta langtum fleirum en forsætisráðherranum, þar sem margir munu telja samantekt hans og eiginkonunnar vera fullnægjandi útskýringu á málunum. Svo ræðum við ekki á jafnréttisgrunni hér, þar sem enga heimild er að finna um þig og enga skýringu að fá á áhuga þínum að gera forsætisráðherrann tortyggilegan. Skrýtið að vilja vera virkur í athugasemdum eftir að vera búinn að leggja niður eigið blogg fyrir löngu síðan. Þú ættir kannski að athuga að opna það aftur?

Gústaf Adolf Skúlason, 27.3.2016 kl. 16:11

11 Smámynd: rhansen

þú ert að fara með algjörlega rangt mál að öllu leyti Jósef Smári ,kynntu þer hlutina og talaðu svo  ?? 

rhansen, 27.3.2016 kl. 16:13

12 Smámynd: Elle_

Jósef, fyrir það fyrsta sagði ég ekki neinsstaðar að ÞÚ hefðir sagt að þarna hafi verið skattsvik. Lestu bara aftur það sem ég skrifaði og líka það sem þú skrifaði sjálfur í no. 1: 
"Stenst ekki samkvæmt skattareglum."  

Hvað varstu eiginlega að segja ef ekki bara kollvarpa rökréttum málflutningi Gustafs? Og hvar kemur fram að hjón verði að vera samsköttuð? Verð nú bara að taka undir með RHansen.

Elle_, 27.3.2016 kl. 18:08

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Framtal hjóna
Hjón skila sameiginlegu framtali. Hvort um sig fyllir út sína forsíðu og tekjusíðu. Í lið 1.1 eru árituð nöfn barna á framfæri þeirra, yngri en 18 ára. Upplýsingar um fjármagnstekjur, eignir og skuldir eru á sameiginlegum síðum. Hjón bera sameiginlega ábyrgð á sköttum sem á eru lagðir samkvæmt framtalinu. Skila ber framtalinu og fylgiskjölum þess í einu lagi." Ætli ég verði ekki að tala til ykkar R og Elle í sama tón og þið eruð að tala við mig. Kynnið ykkur málin áður en þið blaðrið út í það óendanlega og sakið aðra um að fara með rangt mál. Það er sennilega ekki út af neinu að þið þorið ekki að koma fram undir nafni.Varðandi það af hverju ég sæki ekki sjálfur skattaframtalið hjá skattstofunni Gústaf þá er því til að svara að skattaframtöl eru opinber gögn og þessvegna verða þeir sem leggja fram skatt að gera það sjálft og leggja það fyrir almenning. Og af hverju í ósköpunum undrast þú að ég efast um sannleiksgildi þegar þú sjálfur telur það skrítið að ég finnist ekki á blogginu? Ef ég hefði ekki skýrt málið fyrir þér hefði þér þá ekki ályktað að nafnið Jósef Smári Ásmundsson væru uppspuni og kennitala og mynd fölsuð? Þú gast nú bara googlað nafnið á netinu í stað þess að draga ályktanir fyrirfram.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 18:43

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það eru fjölmargir virkir í athugasemdum þrátt fyrir að þeir séu ekki með bloggsíðu Gústaf. Segðu mér nú satt. Finnst þér ég nota það orðbragð í skrifum mínum að ég sé óhæfur til að leggja orð í belg? Eða finnst þér óþægilegt að ég sé þér ósammála að einhverju leiti og finnst ekki forsætisráðherra landsins ósnertanlegur og hafinn yfir gagnríni ? En finnst þér þá ekki viðkunnanlegra að undir athugasemdinni sé fullt nafn og mynd af manninum í stað þess að dulnefni sé sett undir og einhver brúðumynd eða þá einhver óþekkjanlegur fótabúnaður? Ef þér finnst að ég eigi ekki að eigna mér forsætisráðherrann þinn og vera ekki að andmæla skoðunum þínum á bloggsíðunni þinni þá skaltu bara vinsamlegast gera það.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 19:25

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt að það komi fram að ég fékk ábendingu frá facebook- vini að endurskoðandafyrirtæki þeirra hjóna hefði staðfest skattgreiðslurnar til íslands. Þá er það bara komið á hreint og bara gott mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2016 kl. 19:46

16 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér kærlega Gústaf Adolf fyrir þína góðu grein, ég tek undir með þér heils hugar. Það sem ég vildi bæta við er þetta.

Það er með hreinum ólíkindum hversu lágt stjórnarandstaðan leggst til að reyna að sverta Sigmund Davíð forsætisráðherra. Það sem gerist hjá stjórnmálaöflum sem ekki hafa nein málefni til að berjast fyrir er að þau fara út í nornaveiðar, reyna hvað þau mest geta til að sverta andstæðinga sína og telja sig þannig ná til almennings, berja sér á brjóst og telja sig hafa unnið gott verk, en það er fnykur af þessum vinnubrögðum, það finna þeir sem ekki eru á kafi í drullunni með þeim.

Vandamál SF og VG er að Sigmundur Davíð hefur verið manna ötulastur við að standa með hagsmunum almennings í landinu og hefur haft þor og áræðni til að takast á við viðkvæm og erfið mál og leitt þau til lykta þjóð okkar til heilla. Það er nokkuð sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms áorkaði ekki, heldur gerðu þau allt sem í þeirra valdi var til að leggja birgðar á þjóðina og reyndu að selja okkur í hendur Breta og Hollendinga, en þar stóðu Sigmundur Davíð ásamt fleiri góðum mönnum í lappirnar gegn óráði "Velferðarstjórnarinnar".

Ég er Guði þakklátur fyrir að hafa forsætisráðherra sem Sigmund Davíð. Mér leist svo á, strax er hann kom fram á sjónarsviðið í pólitíkinni að þar færi heill og heiðarlegur maður, sem hefur sannað með þeim vinnubrögðum sem hann viðhefur að hann er einmitt slíkur maður, maður sem hægt er að treysta.

Vilji stjórnarandstaðan verða sér til minnkunar þá verði þeim að góðu, ekki svo að ég óski þeim þess. Ég vil vara þau við því að þau vopn sem þau beita gætu hitt þau sjálf fyrir.

Eins verð ég að segja að það er sorglegt hversu menn eru blindir og blekktir af ofsa og óbilgirni í garð pólitískra andstæðinga sinna að þeir leggja sig kylliflata að fótum þeirra sem þeir tilbiðja og eru tilbúnir að gera allt fyrir "málstaðinn", sjálfum sér til tjóns.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.3.2016 kl. 20:21

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þú mátt eiga þennann forsætisráðherra með húð og hári, ef þú heldur honum einungis fyrir þig og ykkur meðvirku Gústaf Adolf. Við ÖLL hin viljum ekki sjá hann, sennilega amk 99% þjóðarinar.

Jónas Ómar Snorrason, 27.3.2016 kl. 20:48

18 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið telur þú þig gildan Jónas Ómar, þú ert ekki 99% þjóðarinnar, það er langt í frá. Og ef þú heldur að Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt fortíð (afsakið það á víst að vera framtíð) og Sjóræningjar séu 99% þjóðarinnar, þá held ég þú ættir að skrá þig í Stærðfræði 101 í grunnskóla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.3.2016 kl. 20:58

19 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Tómas fyrir innlit, umsögn og stuðning.  "Góða fólkið" er fast í að eyðileggja fyrir þeim sem eru að vinna fyrir þjóðina og tekur tíma frá nauðsynlegum hlutum í slagsmál við sig. Þetta er hreinræktuð sundrungar- og eyðileggingarstarfsemi. Við skulum standa þétt við bakið á þeim, sem eru að vinna fyrir okkur í ábyrgðarstöðum og standa staðföst á grundvelli stjórnarskrár lýðveldisins. Hverjum sem er og vill er frjálst að nota merkið ofan: Snertið ekki forsætisráðherrann minn!

Gústaf Adolf Skúlason, 27.3.2016 kl. 21:17

20 Smámynd: Elle_

Jóseph þú svaraðir bara seinni spurningunni, um samsköttun. En ekki hinni um hvað þú skrifaðir í no. 1:
"Stenst ekki samkvæmt skattareglum."

Ef þú varst ekki að saka konuna um skattsvik, hvað varstu að saka hana og mann hennar um?

Og af hverju ertu núna farinn að saka mig um að þora ekki að koma fram undir nafni meðan ég er að koma fram undir nafni? Kemur það nokkuð skattamálinu við að ég skrifa ekki í Moggabloggið undir fullu nafni? Gustaf veit alveg hver ég er (líka Tómas og fjöldi manns í Moggablogginu). Og það er nóg fyrir mig meðan ég skrifa í vefsíðuna hans.
 

Elle_, 27.3.2016 kl. 23:13

21 Smámynd: Elle_

Nú er Jónas kominn með meðvirka róginn hingað inn líka. En ég ætla að taka undir eftirfarandi orð Tómasar um Sigmund en ekki vegna þess að ég sé neitt meðvirk Sigmundi eða Tómasi: Mér leist svo á, strax er hann kom fram á sjónarsviðið í pólitíkinni að þar færi heill og heiðarlegur maður, sem hefur sannað með þeim vinnubrögðum sem hann viðhefur að hann er einmitt slíkur maður, maður sem hægt er að treysta.

Elle_, 27.3.2016 kl. 23:28

22 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Getið þið fróða fólk bent mér á einhvern Samfylkingarþingmann sem hefur sagt eitthvað um þetta mál sem ekki hefur komið fram í fjölmiðlum. Annars bið ég fólk um að gaspra ekki um að hinir og þessir séu í Ófræingarherferð. Vissulega hef ég og fleiri spurt mig þeirra spurninga hvort að um fjölskyldur ráðherra gildi annað en aðra Íslendinga þannig að ráðherrum sé ef þeir standa sig vel leyfilegt að fjalla um og skrifa undir samninga sem geta haft veigamikil áhrif á nákominn ættingja? Eða fjölskyldumeðlim? Mætti t.d. Sigmundur Davíð af því hann er svo frábær fjalla um styrki til fyrirtækis konu sinnar? Nú eða stöðuveitingu til hennar? Nú eða afskriftir af lánum til henna? Nú eða mætti hann koma að sölu ríkiseigna til félags sem hún hugsanlega tengdist? Hvar á að setja mörkin.

Eða er Sigmundur Davíð bara svona frábær að hann má bara allt svo hann hætti ekki!

Svona eins og ég hef kynnst stjórnsýslu þá t.d. vék fundarmaður af fundi sem ég sat af því verið var að fjalla um endurnýjun leyfa til dagmömmu sem viðkomandi fundarmaður vistaði barnið sitt hjá! Eins er furðulegt að forsætisráðherra sem talar um krónuna sé besta kost fyrir okkur kjósi að geyma peninga fjölskyldunar erlendis í annari mynt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2016 kl. 00:30

23 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samherjar godir,miked er eg sammala Ykkur,gefun ekkrt eftir I barattunni vid sundrungarlidid,berjumst sem fyrr fyrir Okkar astfolgna landi.Gustaf Elle,

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2016 kl. 00:36

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hug dust beta.Tomasi oh R.Hansen vid en Ipat. Leisure ekki I minum put tun. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2016 kl. 00:45

25 Smámynd: Elle_

 Cool Helga.

Elle_, 28.3.2016 kl. 01:04

26 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Álitamál hver telur sig gildan Tómas. Sé þetta mál SDG pólitíkst, sem ég tel ekki, þá er það þvert á alla flokka. Ég lít á þetta mál út frá heiðarleika, trúverðuleika ofl. þess vegna nefni ég þessa prósentu tölu. Þetta eru etv bara einhver ómerkileg hugtök hjá þér. 

Jónas Ómar Snorrason, 28.3.2016 kl. 05:31

27 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Snertið ekki forsetann minn! virðist vera prýðilegt slagorð ef marka má æsing stjórnmálaandstæðinga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sbr. Magnús Helga sem nær eingöngu hefur notað bloggið sitt til að svartmála ráðherrann og kemur hingað og vill ræða, hvað Samfylkingarmenn segja í fjölmiðlum. Ég skora á alla lýðveldissinna að þjappa sér saman og stöðva drifið, sem hefur einungis að markmiði að eyðileggja störfin hjá ágætis manni, sem einungis hefur þjónað þjóðinni af bestu getu í störfum þings og nú sem forsætisráðherra. Ég blogga áfram um málið í Snertið ekki forsætisráðherrann minn! 2. KKV 

Gústaf Adolf Skúlason, 28.3.2016 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband