Smáfyrirtækin - ein mikilvægasta undirstaða velferðar landsmanna
18.12.2015 | 10:35
Upplýsingar Hagstofu Íslands sýna skýrt, hvernig uppistaða atvinnulífsins er á Íslandi sem er grundvöllur landsins alls í verslun, viðskiptum og velferð. Þetta er bakgrunnurinn fyrir samfélagið allt: af 26.801 virkum fyrirtækjum eru einungis 146 fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn.
Skilgreining ESB, sem tekin var upp eftir samaráð og skilgreiningu smáfyritækjasamtaka í aðildarríkjunum, þar sem Federation of Small Businesses í Bretlandi hefur verið leiðandi í mörg ár og barist fyrir þessu sjónarmiði, er eftirfarandi:
Míkrófyrirtæki 1 - 9 starfsmenn
Smáfyrirtæki 10 - 49 starfsmenn
Meðalstór fyrirtæki 50 - 249 starfsmenn
Stór fyrirtæki 250 og fleiri starfsmenn
Allt að 99,8 % fyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Eins og sést á skýrslu Hagstofunnar er langstærsti hópurinn eða 23.718 fyrirtæki með 4 eða færri starfsmenn. Gróskan í endurnýjun viðskiptalífsins með sífellt nýjum fyrirtækjum og athafnamönnum sem freista gæfunnar er trygging samfélagsins fyrir þróun og betri árangri sem kemur öllum Íslendingum til góða.
Athafnafólk tekur persónulega áhættu og einungis hluti allra fyrirtækja sem stofnað er til ná að þróast og dafna og stækka. Þessi lífskraftur og endurnýjunarferli er fjöregg þjóðarinnar. Athafnamenn læra flestir af mistökum sínum og verða betri í starfinu. Kenna á athafnamennsku sem valkost við önnur störf í skólum landsins.
Með þennan bakgrunn að leiðarljósi má sjá, hversu víðáttubrjálaðar hugmyndir s.k. útrásarvíkinga var, þeirra kumpána Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Sigurðar Einarssonar, að ætla að keppa við fjármálamiðstöðvar London og New York. Enda voru þeir félagar prúttnir svindlarar og annar situr í fangelsi.
Íslenska þjóðin ætti einnig að jarða þá hugmynd, að lítið þjóð eigi að reyna að vera stórveldi á alþjóðavettvangi en slíkar hugmyndir fylgja brengluðum peningamönnum sem kaupa stjórnmálamenn til að breyta lögum sér í vil.
Aðeins 296 fyrirtæki með 50 starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Alveg rétt, Gústaf. Það er reyndar með ólíkindum að á landinu séu svona mörg fyrirtæki miðað við vinnuaflið.
Fyrirtækin 26.800 og hausatala starfsmanna 186.000. 6.9 manns að meðaltali á fyrirtæki.
Það er augljóst að á þessum tölulega grunni verða fáir ef nokkrir stórveldisdraumar byggðir. :)
Kolbrún Hilmars, 18.12.2015 kl. 15:27
Það er allstaðar sem smáfyrirtækin eru máttarstólpi efnahagslífs landa, en yfirleitt fara ríkistjórnir illa með smáfyrirtækin með sköttum og reglugerðum sem að stórfyrirtækin fá ríkistjórnir til að gera til að drepa í smáfyrirtækjunum.
Hef aldrei getað skilið þessa ótugt stórfyrirtækja í garð smáfyrirtækja.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 19.12.2015 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.