Þáttaka Rússa og Kínverja í Sýrlandsstríði mun fá víðtækar afleiðingar fyrir heimsbyggðina

pbj2-825x510Myndin ofan er ekki tekin úr kvikmyndinni Wargames heldur úr nýopnaðri herstjórnstöð Rússlands í Moskvu. Risamyndaskermar prýða veggina og geta Rússar fylgst með öllu og stjórnað herliði sínu héðan, hvar sem er í heiminum.

Rússar halda áfram vígbúnaðaruppbyggingu í Sýrlandi til stuðnings al-Assads Sýrlandsforseta. Eru Rússar stærsta ástæða þess að böðullinn al-Assad situr áfram við völd. Rússar segjast berjast gegn ISIS en berjast miskunnarlaust gegn andstæðingum al-Assads, hverjir sem þeir eru. ISIS er ekki höfuðóvinur al-Assads heldur Frelsisher Sýrlands sem hefur að markmiði að koma al-Assad frá völdum. Bandamenn styðja Frelsisherinn og bein stríðsátök milli Frelsishersins og Sýrlandshers er um leið átök milli Bandamanna og Rússa og Kínverja sem nota morð ISIS á kínverskum ríkisborgara sem ástæðu til að senda flugmóðurskip upp Súez skurðinn til Miðjarðarhafs að Sýrlandi til að taka þátt í stríðinu þar.

Alþjóða fjármálakreppan í bakgrunni vaxandi stríðsátaka í heiminum 

Sundurliðun Evrópusambandsins vegna evrukreppu, stjórnmálakreppu og flóttamannakreppu skýrir að hluta hernaðarleg viðbrögð Frakka, sem kasta sér í beinar aðgerðir við hlið Rússa í Sýrlandsstríðinu eftir árás ÍSIS á París. Frakklandsforsetinn Hollande hefur einnig fengið Kanslara Þýzkalands í lið með sér að virkja hernaðargrein Lissabonssáttmálans fyrir myndun hers Evrópusambandsríkjanna. Mun sú ákvörðun flýta fyrir upplausn Evrópusambandsins sem mun skiptast í ríki með skilyrðislausan stuðning við Þjóðverja og Frakka og aðra sem ekki geta eða vilja taka beinan hernaðarlegan þátt í þriðju heimsstyrjöldinni. 

Rússland rambar á barmi gjaldþrots vegna olíukreppunnar með lágum tekjum sem engan vegin mótsvara útgjöldunum. Eru sjóðir Rússa þurrausnir og efnahagshrun blasir við. Sömu sögu er að segja frá Kína, sem er í andaslitrum brjálæðislegrar efnahagsbólu, þar sem fáranlegir hlutir eins og miljónaborgir hafa verið byggðar sem eftirlíking vestrænna stórborga án þess að nokkur búi í þeim. 

Alþjóðabankakerfið hefur breytt lögum banka á þann veg að framvegis er alþjóðlega stórum bönkum heimilt að taka innistæður viðskiptavina t.d. lífeyrissjóða og tryggingafélaga, ef bankanum vantar peninga. Ef það dugir ekki til má bankinn einnig taka inneignir smásparenda upp í skuldir bankans. Eru þessi lög sett, þar sem andstaða við ríkisvæðingu bankaskulda hefur dreifst út og er í reynd óframkvæmanleg vegna skuldastöðu ríkja heims. Við nýlega úttekt á greiðslustöðu banka kom í ljós í USA, að nokkra af stærstu bönkum landsins vantaði a.m.k. 120 miljarða dollara í búin til að geta mætt næsta áfalli. Sömu sögu er að segja í Evrópu með fjölda banka byggða á Baugsgrunni með verðlausum pappírum. Verður mikið ramaskrí, þegar verðbréfamarkaðir hrynja um allan heim og fólk uppgötvar, að það hefur engan pening vegna þess að greiðslukortakerfi virka ekki. 

Þessi bakgrunnur er aðalástæðan fyrir stríðsmögnun heimsins í dag. Fara þeir stóru í stríð hver við annan til að ná yfirráðum og hlutdeild í þeirri orku og þeim svæðum sem framleiða orku í heiminum. 

Kínverjar á leið í stríðið

China-CV-16-Liaoning-aircraft-carrier-pla-navy-J-15-flying-shark-takeoff-2Skv. Daily Express hefur Xi Jinping forseti Kína lýst yfir stríði við ÍSIS eftir að kínverskur ríkisborgari var tekinn af lífi af ÍSIS fyrir skömmu. Hefur blaðið skv. heimildum frá Sýrlandsher, að Kína muni taka þátt í stríðinu "á næstu vikum". Skv. hernaðarupplýsingum er flugmóðurherskip Kína, Lianoning, á leið til Sýrlands gegnum Súez skurðinn með J-15 herþotum til að taka þátt í stríðinu í Sýrlandi með Rússum og al-Assad. PLAN_J15_108Í Rússlandi hefur Igor Morozov meðlimur alþjóðanefndar Rússlands staðfest við rússneska fjölmiðla að Kínverjar hafi þegar sameinast her Rússa í Sýrlandi með "hersérfræðingum" á staðnum og að kínversk herskip og flugmóðurskip hafi þegar komið inn á Miðjarðarhaf með stefnu á Sýrland. Þessar upplýsingar hafa enn ekki fengist staðfestar af kínverskum yfirvöldum. Kínverjar hafa hagsmuni að gæta í olíuframleiðslu í Íran og Sýrlandi.

Rússar og Kínverjar munu neyða Vesturlönd út í þriðju heimsstyrjöldina

Ef upplýsingar Daily Express reynast réttar mun þáttaka Rússa og Kínverja, sem eru í nýstofnuðu hernaðarbandalagi með Íran í stríðinu í Sýrlandi, að endingu draga NATÓ með sér í alþjóðlegt uppgjör stórveldanna með vopnum. Verður þá allt sem gerist í dag einungis atburðir í uppbyggingu vegs heljar, sem heimurinn stendur frammi fyrir. 

Og enn er bakgrunnsmyndin sú sama: Peningakerfi í höndum glæpamanna í stað rétt þjóðkjörinna fulltrúa fólksins.

 


mbl.is „Breytið strax um stefnu til suðurs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég hef nokkrar spurningar.

Af hverju heldurðu að Rússland sé á leið í gjaldþrot.?

Viðskiftajöfnuður þeirra var jákvæður um 117 milljarða dollara fyrstu9 mánuði ársins.

.

Fjármagnsflutningar voru jákvæðir um 35 milljarða fyrstu 6 mánuði ársins.

.

Erlendar skuldir lækkuðu um 70 milljarða dollara það sem af er árs.

.

Halli á ríkissjóði er 0,5%, sem flest Evrópuríki öfunda þá af.

.

Skuldir ríkissjóðs eru 13%

.

Gullforðinn hefur aukist um 150 tonn á árinu.

Gjaldeyrisforði þeirra hefur haldist stöðugur síðustu tvo ársfjórðunga

Sé ekki að þetta ríki sé á leið í þrot.

Af hverju heldurðu að aðkoma kínverja að Sýrlanndsdeilunni eigi eftir að valda heimstyrjöld.?

.

Aðkoma kínverja verður væntanlega með sama hætti og aðkoma rússa.

Þeir stilla sér upp við hlið rússa og Sýrlandsher og berjast gegn hryðjuverkamönnum og þá væntanlega öllum hryðjuverkamönnum ,ekki bara eihverjum sem Bandaríkjamenn ákveða hvort má berja á.

Af hverju ættu bandaríkjamenn að hafa sjálfdæmi um þetta,eru þeir eitthað hæfari til þess en aðrir.?

Er reynslan af ráðslagi þeirra í miðausturlöndum svo frábær.? 

Þarna verður allt í lagi ef bandaríkjamenn láta af  því ráðslagi sínu að styðja hryðjuverkammenn á svæðinu og fara að berjast gegn þeim.

Eru bandaríkjamenn svo límdir á "Assad must go" að þeir stofni til heimsstyrjaldar þess vegna.?

Borgþór Jónsson, 26.11.2015 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband